Tíminn - 15.04.1984, Blaðsíða 15

Tíminn - 15.04.1984, Blaðsíða 15
engu. Sárin á fótunum vildu ekki gróa og læknarnir greindu orsökina krabbamein, sem smám saman væri að breiðast út. Þegar Kenny var eins og hálfs árs og hafði lært að sitja uppi var foreldrunum gert að taka erfiða ákvörðun. Þeir kváð- ust annað hvort verða að láta Kenny deyja úr krabba eftir fimm eða sex ár, eða fjarlægja strax alla sýkta líkamsh- luta. Þar með yrði líkami Kenny aðeins hálfur, en hann yrði heilbrigður líffæra- lega að öllu öðru leyti. Erfiður f jörkálfur „Við þurftum ekki að hugsa svarið," segja foreldrarnir. „Við elskuðum Kenny og vildum hafa hann hjá okkur og aðgerðin tókst." Kenny er nú tíu ára og aðeins 50 sentimetrar á hæð og vegur 17,5 kíló. í Aliquippa þekkja hann allir og í augum þeirra er hann viðundur þorpsins. Rétt eins og önnur börn lærðu að ganga, á fótunum, þá lærði hann að ganga á höndunum. Hann er litlu síðri að bera sig um á vöðvamiklum og grjóthörðum handleggjum, en aðrir á fótunum. Þegar hann þýtur upp og niður stigann eins og kynjavera úr ævintýri eða hoppar upp í rúm bróður síns á kvöldin, til þess að fara í koddaslag við hann, þá líta foreldrarnir á það sem happ að svo fór sem fór. Hann hefði verið mikiu síður kominn með tvo lamaða fætur. Þeim finnst líka oft sem einhver himnesk forsjón hafi gefið syni þeirra sérstakan styrk, til þess að mæta þessu' hlutskipti. Honum er það feikilegt metn- aðarmál að gera alla hluti sjálfur. Þegar hann gat ekki opnað ísskápinn, vegna þess hve handfangið var ofarlega, þá linnti hann ekki látunum fyrr en hann gat staðið svo örugglega á annarri hend- inni að hann fékk náð í handfangið með hinni. Góða skapið hefur heldur aidrei brugðist honum enn. Þegar Kenny kem- ur heim og segir einhverja nýja skrýtlu, þá bregst ekki að hann fær alla til að hlægja, - hann sem varla ætti að geta hlegið. Hann sér líka sjálfur um sig á salern- inu, þótt þaðsé enginn leikur. Læknarnir sáu að sjálfsögðu um að halda opinni leið fyrir úrganginn, en hann hefur enga stjórn á honum. Því verður hann að ganga með poka sem er losaður þrisvar á dag. Það gerir hann auðvitað sjálfur í einrúmi. Oft verða þau Sharon og Jesse að hafa hemil á honum. Reyndar var hann aldrei alvarlega veikur eftir uppskurðinn og þessi litli líkami geymir mikla orku. Þegar hann brunar aftur og fram í hjólastólnum, tekur ógætilega há stökki ofan úr sófa eða bekk og þeytist um á rennibrettinu úti, þa ér foreldrunum stundum nóg boðið, því hann tekur stundum meiri áhættu en honum er Ijóst, Hann reynir þá oft mjög á hryggjarend- ann sem læknarnir bjuggu til, þótt hann verði þess lítt var. Sársaakaskynið og skynjun þrýstings og kulda vantar alveg þarna. Hvað verður um Kenny Easterday, þegar hann eldist? Þegar sá tími er liðinn að börnin í grendinni vilja taka hann með sér í ræningjaleik eða feluleik. „Ég ætla að verða forseti Bandaríkjanna," segir Kenny, með barnalegu sjálfsör- yggi, en hann er þegar langt á undan öllum sínum jafnöldum í náminu. En hann hefur líka orðið þess var að heimurinn vefur hann ekki örmum alla tíð. Fyrir skömmu gerðist það í verslunar- ferð, er hann sat í vörukerrunni hjá móður sinn.i að maður einn tók upp á því að fylgja þeim eftir og virða hann' álútur fyrir sér, eins og furðurskepnu í sirkus. Sharon Easterday vissi ekki hvað hún átti að gera, en það vissi Kenny: Hann tók dós með kaffidufti og grýtti. henni í hausinn á manninum. Samstaða íbúanna hefur sitt að segja Einkar illa fóru tveir strákar úr ná- grenninu að ráði sínu í fyrra sumar. Þeir tóku Kenny upp af hjólabrettinu og stilltu honum upp í gluggakistu á mann- lausu húsi oghurfu síðan. í hálfa klukku- stund varð hann að sitja þarna, en þá bar að stúlku úr grendinni sem hjálpaði honum að komast niður. Þetta atvik vakti slíka reiði og furðu meða stáliðnaðarmanna í hverfinu og fjölskyldum þeirra að sökudólgarnir. munu ekki taka upp á slíku í bráð....Ef þetta kemur fyrir aftur,“ sagði einn granninn við strákana, „þá skuluð þið sjálfir fá að kenna á því hvað það er að vera fótalaus." Sama miskunnarlausa samstaðan kom fram skömmu eftir að þau Easterday hjónin fluttu í þetta hverfi, en þá var Kenny fimm ára. Vanfær kona ein leit á Kenny sem niðurlægingu fyrir hverfið og hún gekk milli húsa með undirskriftar- lista þess efnis að fjölskyldan flytti þangað, sem hún koma frá, að nýju. Án undantekninga var skellt á hana dyrun- um. Þegar hennar eigið barn fæddist vanskapað, þá var henni samt ekki fyrirgefið: „Guð hefur refsað henni," sögðu menn. Nú hefur faðir Kenny, Jesse, verið án atvinnu í þrjú ár. Hann er fórnarlamb þess mikla atvinnuleysis sem ríkir í bandaríska stáliðnaðinum. í eitt ár naut hann hins vanalega biðstyrks, en síðan hefur hann þegið atvinnuleysisbætur. Þær eru 600 dalir á mánuði og fer helmingur í húsaleigu. Honum er það mikil raun að sem fullfrískur maður fær hann ekki séð fyrir ' fjölskyldu sinni. Þau vantar allt til alls og húsgögnin eru gamalt dót sem þeim var gefið. Jafn vesöl tilbreyting og morgun- verðarbiti hjá McDonalds á sunnudög- um vekur stórhrifningu hjá börnunum. í eitt ár heíur Jesse lagt stund á heimanám í umhirðu dýra og plantna, svo og í umhverfisvernd. Að náminu loknu gerir hann sér vonir um stöðu við einhvern þjóðgarðinn á vegum ríkisins. Þar með ætti hann að geta kvatt hávaðann og óhreinindinn sem fylgirstáliðjuverunum og hafið nýtt líf. Sá er draumurinn. í tvö ár verður þetta þó að bíða, en á þeim tíma er ætlunin að Kenny læri að nota gervifætur sína og styðjast við hækjur. Það verður harður skóli fyrir hann. Ekkert hefur drengnum fallið þyngra hingað til cn þetta. Hann er ekki fyrr kominn heim úr skólanum en hann stekkur upp af gervifótunum sem hann fær ekki hreyft sig á. Þau Sharon og Jesse skilja hann vel. En þau vita líka að sjúkraþjálfinn hefur rétt fyrir sér þegar hún segir: „Því eldri sem Kenny verður, . þeim mun betur mun hann gera sér grein , fyrir fötlun sinni. Hann getur aðeins . varðveitt sjálfsvirðingu sína í umhverfi þar sem ekki er litið niður til hans." Fyrstu merkin um það að hann ætti eftir að sætta sig við gervifæturnar, þóttust foreldrar hans og kennari sjá í hrærandi en um lcið ákveðinni ósk hans. Þegar Sharon keypti síðar nærbuxur handa Eddie syni sínum vildi Kenny fá, eins. Daginn eftir kom hann sér fyrir á gervifótunum sem biðu hans í hjólastóln- um, - í nýju buxunum! Móðir og sonur bregða á leik í garðinum ■ Kenny er þeirri stund fegnastur er hann kemur heim úr skólanum og getur losað sig við gervifæturnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.