Tíminn - 04.01.1986, Page 2
2 Tíminn
Laugardagur 4. janúar 1986
Norskur og danskur fiskiðnaður:
Miklu hærri laun
miklu meiri af köst
og líka
-en hérálandi
■ Hvcmig stendur á því að tisk-
vinnslufyrirtæki í nágrannalönduin
okkar geta borgaö starfsfólki sínu
ntiklu hærri laun (auk þess aö kaupa
fiskinn hærra verði) cn íslcnsk frysti-
hús „geta“ Itorgaö sínu fólki? Þessa
hcfur oft verið spurt af íslcnsku fisk-
vinnslufólki og sjótnönnum, en
sjaldnast fengist viðhlítandi svör.
í skýrslu starfshóps á vegum Kjara-
rannsóknarnefndar, sem gerði ítar-
legan samanburð á launum og launa-
kostnaði í fiskiðnaði í Noregi, Dan-
mörku og Englandi, og bar saman
við sambærilegan kostnað hér
heima, er að nokkru reynt að svara
þessum spurningum.
100krónum meiraá
tímann
Þar kemurm.a. íijós aðþrátifyrir'
að fiskvinnslufólk í Noregi og Dan-
mörku hafi að meðaltali 60-70%
hærra tímakaup (taxtakaup að við-
bættum bónus) en hér heima - eða
255-268 kr. á tímann í borðavinnu á
meðan íslenskar borðavinnukonur
verða að láta sé nægja 159 kr. að
meðaltali - þá eru afköst þeirra
norsku og dönsku svo rniklu meiri,
að launakostnaður á hvert kíló af
unnum fiskflökum er um 35% hærri
hér cn í Noregi og um 75% hærri en í
Danmörku.
Sem dæmi um afköst við vinnslu
16,5 lbs. þorskblokkar kemur fram
að á meðan íslenskar konur skila að
meðaltali 29 kg á klukkutíma miðað
við ormafisk og 44 kg ef fiskur er
ormalaus, afkasta norskar starfssyst-
ur þeirra 64 kg að meðaltali á mann.
Hér er miðað við snyrtingu, viktun
og pökkun.
Þærdönsku 2-3var
sinnum fljótari
í Danmörku - þar sem nær ein-
göngu er unnið eftir sérvinnslukerfi -
snyrta þær dönsku að meðaltali um
100 kg af flökum á klukkustund, til
samanburðar við 34-55 kg á íslandi,
eftir því hvort fiskur er með ormi eða
ormlaus. Sömuleiðis pakka þær
dönsku 450 kg á tímann meðan ís-
lenskar pakka að meðaltali um 209
kg á klukkutímann. Dönsku tölurn-
ar eru miðaðar við frystihús á Borg-
undarhólmi, þar sem afköst eru þó
sögð töluvert minni en á Hanstholm.
Lítill vinnuhraði
hérað mati norskra
Þess ber að geta að enginn ormur
er í fiski á Borgundarhólmi og frem-
ur lítið er um orm í fiski í norskum
frystihúsum. Þetta er talinn veiga-
mikill þáttur í hinum mikla afkasta-
mun úti og hér heima, þó hann geti
engan veginn allur skrifast á orminn.
T.d. komu þau viðhorf fram í viðtöl-
um við stiórnendur norsku fisk-
■ í fremri dálknum koma fram meðallaun fyrir borðavinnu í frystihúsum á
íslandi annars vegar og Noregi og Danmörku hins vcgar, þar sem þau eru um
og yfir 100 kr. hærri á klukkutímann. Dæmið snýst hins vegar við í aftari dálkn-
um sem sýnir greidd laun fyrir hvert kíló af fiski sem unninn er á borðunum -
scm skýrist af miklu meiri afköstum í hinum löndunum.
SAMANQJROUR Á LAUN’AKERFUW í FRYST i HLiSUM.
SNYRTING: MEÐALLAUN=1007.
"ASTUR
HLUTI
SRrrriLEG-
UR HLUTI
LÁGMARKS-
LAJN
PRÓSENl
100
NGRLGUR L.AÍIKC-’-.-t
CKTÓ3ER 1985 :
■ Á íslandi er fastakaup og lágmarkslaun jafn há upphæð, um 61% af með-
allaunum, í hinum löndunum eru tryggð lágmarkslaun sem eru miklu hærri en
hinn fasti hluti launanna hjá þeim sem vinna í bónus. í öðru danska dæminu
hefur bónusfólkið t.d. aðeins 19% hærri laun meðaltali heldur en þeir sem fá
greidd lágmarkslaun. -Tvöfalda kerfið í algleymingi.
vinnslufyrirtækjanna (sem flestir
höfðu skoðað frystihús á íslandi), að
vinnuhraði sé hér lítill, of niargt fólk
sé í framleiðslunni, og mikið sé gert
af því að flytja fiskinn frá einum stað
yfir á annan.
Hugsa mest um hraðann
Af öðrum atriðum sem áhrif
hafa á afköst má t.d. nefna að dansk-
ir og norskir frystihúsaeigendur
leggja miklu meiri áherslu á afköstin
heldur en nýtinguna við snyrtingu á
fiski og kemur það fram í uppbygg-
ingu launakerfanna. Þar er síðan
lögð áhersla á framleiðslu marnings
úr afskurðinum, sem sagt er að skili
háu verði. Þá er sagt að blokk fari að
miklu Ieyti á Evrópumarkaði þar
sem minni kröfur virðist gerðar til
vöruvöndunar en á Bandaríkjamark-
aði. Virkur (unninn) vinnutími er
35-55 mín. lengri á Norðurlöndun-
um en hér, þ.e. styttri kaffitímar og
pásur.
Námskeið skilyrði
Verkkunnátta - sem sett er sem al-
gert skilyrði fyrir ráðningu fólks í
frystihús í Danmörku - hefur og
sjálfsagt töluvert að segja um meiri
meðalafköst þar en hér. Mörg
hundruð manns sækja þar árlega
fiskvinnslunámskeið seni haldin eru
í fimm skólum í landinu. Þau skipt-
ast í 2ja vikna grunnnámskeið og síð-
an 3ja vikna framhaldsnámskeið í
snyrtingu eða handflökun. Sérstök
áhersla er lögð á rétt vinnubrögð og
síðan hraða þegar nýtingin og vinnu-
brögðin eru talin orðin fullnægjandi.
Lítill hluti þeirra 14 þúsund
starfsmanna sem vinna í norskum
fiskiðnaði hefur notið sérmenntun-
ar en talið er að framtíðin geri auknar'
kröfur um fagmenntun. Nú hefur
verið ákveðið að hrinda þar í fram-
kvæmd fræðsluverkefni í fiskiðnaði
og er aðalmarkmið þess að auka fag-
þekkingu í fiskiðnaði til þess að geta
betur mætt auknum kröfum. Meðal
markmiða eru: Að auka álit á störf-
um í fiskiðnaði, koma á iðnnámi í
greininni og styrkja fræðslustarfsemi
fyrirtækjanna.
Tvöfalda kerfið úti
Að sögn skýrsluhöfundanna eru
launakerfi á Norðurlöndum mun
einfaldari í allri uppbyggingu og
framkvæmd en hér á landi. Mikill
munur er þó á launakerfum milli
fyrirtækja úti. Vegna þeirrar áherslu
sem lögð var á afnám tvöfalda kerfis-
ins hér er athyglisvert að sjá hve það
viðgengst í miklum mæli bæði í Nor-
egi og Danmörku, þar sem lág-
markslaun geta verið allt að fjórum
sinnum hærri en hinn fasti hluti laun-
anna.
Sömuleiðis er algengt að bónusinn
sé stærri hluti heildarlauna en hér
gerist. Starfsaldurshækkanir eru hins
vegar hlutfallslega mun minni þar en
hér.
Launatölur sem að framan eru
nefndar eiga við um borðavinnu.
Enn meiri munur er á kaupi í flökun.
f Noregi er það t.d. yfir 100% hærra
en hér á landi (tímakaup plús
bónus). Erfitt er talið að bera saman
afköst við vélflökun, þar sem m.a.
mönnun vélanna er mismunandi.
Afköstin er þó talin ekki ósvipuð og
hér á landi.
Allt handflakað í Englandi
í Englandi er allur fiskur hand-
flakaður og eini vélakosturinn í fisk-
vinnslufyrirtækjum sums staðar roð-
flettivélin. Meðalafköst handflakara
fcngust hjá einu ensku fyrirtækj-
inna. Meðalafköstin eru 76 kg af hrá-
efni á klukkustund miðað við lítinn
þorsk (3 oz. flök, sem bendir til að
Bretar flaki 200-300 gr þrosk) um 57
aiaÍlMI
kg af smáum skarkola og 95 kg af
stórum kola á tímann.
Flakararnir eru lang launahæstir í
enskum fiskvinnslufyrirtækjum,
með 173-222 kr. á tímann í þeim
stöðum sem könnunin náði til,
(gengi í okt. 59,10 kg). Meðallaun
voru hins vegar 118-131 fyrirpökkun •
og vinnu í sal, sem er mun lægra en
hér heima.
Aðeins eitt
launatengt gjald
í Englandi eru kjarasamningar og
launakjör mjög frábrugðin því sem
gerist á Norðurlöndunum. Engir
allsherjarsamningar eru um laun í
landinu né nokkur lögum slíka hluti.
Samningar eru einfaldlega gerðir í
hverju fyrirtæki fyrir sig og geta laun
því verið töluvert mismunandi,
jafnvel í fyrirtækjum sem standa hlið
við hlið. National Insurance, frá 6-
10,45% á öll laun, ereina lögbundna
launatengda gjaldið. Það stendur
m.a. straum af veikindagreiðslum
til starfsmanna, sem fá 35% laun í
veikindum, þó ekki fyrstu 3 dagana.
Engin lög eru heldur um orlof, en
flest stærri fyrirtæki eru talin gefa
fólki kost á orlofi á fullum launum.
Meðalkaup í iðnaði
290krónur
Lágmarkskaup norsks fisk-
vinnslufólks var 180-201 kr. (gengi í
okt. 5,26 kr.) - hærri hjá þeim sem
ekki er í bónus. Einnig eru í gildi lög
um láglaunabætur. sem eru þannig,
að ef meðalkaup í einstökum at-
vinnugreinum er minna en 85% af
meðalkaupi í iðnaðinuni í heild, fá
allir starfsmenn í þeim greinum bæt-
ur sem mismuninum nemur. Þannig
var meðalkaup í iðnaðinum í heild
talið 290 kr. í október en 241 kr. í
fiskiðnaði. Fiskvinnslufólk átti því
aðfágreiddar5,68 kr. á tímann í lág-
launabætur, þ.e. til að ná 85% með-
altalinu.
í samningum um bónusvinnu er
yfirleitt miðað við það að helmingur
tímakaupsins sé fastur hluti þegar
gengið er út frá viðmiðunarafköst-
um. í einu húsanna voru þau viðmið-
unarafköst t.d. 58 kg á klukkustund
í 16,5 punda blokk, og 36 kg í 450
gr neytendapakkningar. f reynd eru
afköstin allt upp í fjórðungi meiri,
þannig að breytilegi hluti launanna-
aðallega afkastabónus - verður tölu-
vert hærri.
Húsmæðravakt kl. 4-8
á kvöldin
Aukavinna er mjög sjaldgæí í
norskum fyrirtækjum. í einu hús-
anna var hins vegar svokölluð hús-
mæðravakt frá kl. 16-20 síðdegis, en
vinnan greidd á dagvinnukaupi.
Lágmarkslaun fiskvinnslufólks í
Danmörku voru 218 kr. fyrir bónus-
fólk en 236 kr. hjá þeim sem ekki
vinna í bónus. Meðallaunin í þeim 6
frystihúsum sem heimsótt voru
reyndust 296 kr. í flökun, 280 kr. í
snyrtinguog269 kr. ípökkun. Auka-
vinna er einnig óalgeng í Danmörku,
en sums staðar unnið á tveim vöktum
á vertíðinni. Meðalafköst í einu af
dönsku húsunum - miðað við 220-
400 gramma flök - voru 127 kg af
snyrtum flökum á mann á tímann
eða 36 öskjur af 5 pundum í pökkun.
En í Danmörku er unnið eftir sér-
vinnslukerfi.
Nýtækni sparar20
starfsmenn
Til fróðleiks skal drepið hér á
rekstur eins norsku fyrirtækjanna,
sem rekið hefur frystingu frá árinu
1968. Tvær stækkanir hafa verið
gerðar á því síðan, sú fyrri 1975 og í
kjölfar hennar veitti fyrirtækið 120
manns atvinnu. Sfðari stækkunin var
1984, samfara tæknibreytingum,
sem gera fyrirtækinu kleyft að fram-
leiða saman magn og áður, en með
100 starfsmönnum. Velta fyrirtækis-
ins er u.þ.b. 40 millj. norskra króna
eða um 220 millj. íslenskar á ári.
Stærsti hlutinn i
smápakkningar
Fyrirtækið vinnur úr 4.000 tonn-
um af hráefni á ári. Þar af fara 85% í
neytendapakkningar (300 gr 400 gr
og 5 pund) en afgangurinn í blokk.
Um 40% hráefnisins kemur af tveim
togurum fyrirtækisins, en hitt er að-
keypt. Um helmingur er þorskur,
38% ufsi og 12% ýmsar aðrar teg-
undir. Forráðamenn fyrirtækisins
töldu meðalverð á hausuðum og
slægðum þorski um 38 kr. ísl. (nú-
verandi gengi) í lok síðustu vertíðar.
En af því fengu þeir um 2,80 kr.
endurgreiddar frá Noregs ráfisklag.
Laun um 22-23%
afveltuíNoregi
Arið 1984 voru árslaun í fyrirtæk-
inu 80-100 þús. kr. norskar (um 440-
550 þús. ísl. á núverandi gengi), en
starfsemin var aðeins í gangi í 9 mán-
uði. Þaðþýðir að launagreiðslur hafa
numið um 22-23% af heildarveltu.
Annað fyrirtæki var nefnt sem
hafði 140 millj. norskra króna veltu
1984 og þar af var launakostnaður
vegna 270 starfsmanna um 30,8
millj. kr. (um 170 millj. ísl.kr.) eða
um 22% af heildarveltú.
Til samanburðar má geta þess að
hér á landi voru laun og launatengd
gjöld 26,6% af heildarveltu frysting-
ar árið 1981, 22,8% árið 1982 og
20,6% árið 1983.
Bæði í Noregi og Danmörku er
mikil áhersla lögð á orkunýtingu/
sparnað. Kælivatn véla er yfirleitt
notað til upphitunar og einnig sást
búnaður sem hreinsaði og endurupp-
hitaði loft úr vinnslusölum. Af-
rennslisvatn var hreinsað og föst efni
úr því notuð í dýra - eða laxafóður
auk þess sem allur úrgangur fer í
dýrafóður.