Tíminn - 04.01.1986, Page 7
Laugardagur 4. janúar 1986
Tíminn 7
VETTVANGUR
Bjarni Hannesson:
Afstaða íslands
■ Ekki verður hjá því komist að
maður hugleiði hvers kyns siðgæði
það er af hálfu sjálfstæðismanna
þegar þeir hóta stjórnarslitum ef
fulltrúi íslands greiddi atkvæði
með álytkunartillögu Svta, Mex-
íkó, o.fl. ríkja unnan UN um fryst-
ingu kjarnorkuvopna er lögð var
fram til ítrekunar hjá Sameinuðu
þjóðunum5/ll 1985.
Andi þessarar tillögu er fyrst og
fremst ósk um aðgeðrir í kjarn-
orkuvígbúnaðarmálum og ætla ég
að vitna hér orðrétt í meginmál
efnisatriða þeirrar tillögu þannig
að um engan misskilning geti verið
að ræða.
Tölusetningar efnisatriða eru
gerðar af greinarritara ogeru innan
sviga.
Frysting kjarnorkuvopna
(1.1) í þeirri trú að brýna þörf
beri til að koma í veg fyrir hvers
kyns frekari auknirtgu hinna ógn-
vænlegu kjarnavopnabirgða kjarn-
orkuveldanna tveggja sem þegar
hafa yfir að ráða óumdeilanlegri
endurgjaldsgetu og geigvænlegum
umframeyðingarmætti,
(1.2) fagnandi viðræðum Sovét-
ríkjanna og Bandaríkjanna um
margvísleg úrlausnarefni er varða
himingeiminn og kjarnavopn-
langdræg og meðaldræg - þar sem
þessi málefni öll eru til meðferðar
og úrlausnar með tilliti til hvernig
þau tengjast innbyrðis,
(1.3.) með hliðsjón af því að
frysting kjarnavopna, þótt hún sé
ekki lokatakmark í sjálfu sér,
mundi marka árangursríkasta
frumskrefið til að koma í veg fyrir
áframhaldandi fjölgun og tækni-
lega þróun núverandi gerða
kjarnavopna meðan samningavið-
ræður standa yfir,
(1.4) fyllilega sannfært um að að-
stæður nú séu hinar ákjósanlegustu
fyrir slíka frystingu þar eð Sovét-
ríkin og Bandaríkin búa nú yfir
jafn miklum hernaðarmætti á sviði
kjarnorku og augljóst virðist að í
heild sé nokkurn veginn jöfnuður
með þeim,
(1.5) vitandi það að notkun
þeirra aðferða við könnun, sann-
prófun og eftirlit, sem þegar hefur-
verið fallist á í nokkrum fyrri tilvik-
um, mundi nægja til að veita sann-
gjarna tryggingu fyrir trúverðugum
efndum skuldbindinga sem frysting
felur í sér,
(1.6) sannfært um að það yrði
öllum, öðrum ríkjum, er ráða yfir
kjarnavopnum. í hag að fylgja
fordæmi tveggja mestu kjarnorku-
veldanna:
1. hvetur enn einu sinni Sovét-
ríkin og Bandaríkin, sem tvö
fremstu kjarnorkuveldin, til að lýsa
yfir, annaðhvort með einhliða yfir-
lýsingu samtímis eða sem sameig-
inlegri yfirlýsingu, tafarlausri fryst-
ingu kjarnavopna sem verða mundi
fyrsta skref í átt til allsherjaráætl-
unar um afvopnun er að formi og
umfangi yrði sem hér greinir:
a) hún mundi fela í sér:
(a.l) allsherjarbann viðtilraunum
með kjarnavopn og skotbún-
að þeirra,
(a.2.) algera stöðvun framleiðslu
kjarnavopna og skotbúnaðar
þeirra,
(a.3) bann við allri frekari upp-
setningu kjarnavopna og
skotbúnaðar þeirra,
(a.4) algera stöðvun framleiðslu
kjarnakleyfra efna í hernað-
arlegum tilgangi;
(b) hún yrði háð viðeigandi eftir-
litsráðstöfunum og reglum, svo
sem þeim er þegar hefur orðið sam-
komulag um SALT 1 og SALT II í
samningunum, svo og þeim sem
grundvallarsamstaða hefur náðst
um í undirbúningsviðræðum um
þríhliðasamningana, sem haldnir
eru í Genf, um allsherjarbann við
tilraunum;
(c) hún yrði í fyrstu miðuð við
fimm ára tímabil, mcð fyrirvara um
framlengingu eftir að önnur
kjarnavopnaríki gerast þátttak-
endur í slíkri frystingu, eins og alls-
herjarþingið hvetur þau til;
2. óskar eftir því við fyrrnefndu
tvö mestu kjarnavopnaveldin að
þau leggi fram sameinginlega
skýrslu eða tvær aðskildar skýrslur
til allsherjarþingsins, áður en
fertugasta og fyrsta þing þess hefst,
um framkvæmd þessarar ályktun-
ar;
3. ákveður að setja á dagskrá
fertugsta og fyrsta þingsins dag-
skrárlið er beri heitið:
Framkvæmd ályktunar allsherj-
arþingsins nr. 40/... um frystingu
kjarnavopna."' Nefndartillaga
þessi var samþykkt með 113 atkv.
gegn 11,6 sátu hjá,28 voru fjarver-
andi. Endanleg afgreiðsla í at-
kvæðagreiðslu á Allsherjarþinginu
þann 16/12 1985 varð sú að 131 ríki
samþykkti, 10 ríki voru á móti full-
trúar 8 ríkja sátu hjá.
Á móti voru USA, Belgía, Bret-
landi, Frakkland, Israel, Ítalía
Japan, Kanada, Portúgal, og
Tyrkland.
Fulltrúar 8 ríkja sátu hjá þau
voru ísland, Bahama, Grenada,
Holland, Kína, Luxemburg, Spánn
og Vestur Þýskaland sat hjá.
(Breytti afstöðu frá atkvæða-
greiðslu í nefnd úr mótstöðu í hjá-
>setu).
Pentagonþjónusta
Talsmaður sjálfstæðismanna
Geir Hallgrímsson grípur til þess
ráðs til að reyna að verja óverjan-
lega afstöðu að vitna til þingsálykt-
unar Alþingis frá 23. maí 1985 og
fullyrða að sú tillaga hindri og allt
að því skyldi íslendinga til að sitja
hjá í atkvæðagreiðslu: Orðrétt til-
vitnun: Geir Hallgrímsson 5/121985
í umræðum á Alþingi. „Herra for-
seti. Ég svara fyrri fsp. á þá leið að
það er einmitt afvopnunartillaga sú
sem samþykkt var á Alþingi sl. vor,
sem gerir það að verkum að ákveð-
ið var að atkvæði Íslands skyldi
vera óbreytt frá fyrri árum þegar
þessi tillaga hefur verið borin undir
atkvæði. Að vísu hafa fengist
nokkrar endurbætur á þessari til-
lögu, m.a. vegna tilrauna okkar og
Norðmanna, en ekki nægilega
miklar til þess að fullnægt yrði
skilyrðum till. til þál. um stefnu ís-
lendinga í afvopnunarmálum sem
samþykkt var á Alþingi sl. vor.“
Eftir þessa fullyrðingu ber að
mcta tillöguna og birtist hún hér öll
orðrétt en tölusetning efnisatriða
er gerð af greinarritara.
Þingsájyktun um
stefnu íslendinga
í afvopnunarmálum
(1) Alþingi ályktar að brýna
nauðsyn beri til að þjóðir heims,
ekki síst kjarnorkuveldin, geri með
sér samninga um gagnkvæma al-
hliða afvopnun þar sem fram-
kvæmd verði tryggð með alþjóð-
legu eftirliti.
(2) Ennfremur telur Alþingi
mikilvægt að verulegur hluti þess
gífurlega fjármagns, sem nú rennur
til herbúnaðar, verði veittur til þess
að hjálpa fátækum ríkjum heims
þar scm tugir milljóna manna deyja
árlega úr hungri og sjúkdómum.
(3) Alþingi fagnar hverju því
frumkvæði sem fram kemur og
stuðlað getur að því að rjúfa víta-
hring vígbúnaðarkapphlaupsins.
(4) Alþingi ályktar að beina því
til ríkisstjórnarinnar að styðja og
stuðla að allsherjarbanni við til-
raunum, framleiðslu og uppsetn-
ingu kjarnavopna undir traustu
eftirliti, svo og stöðvun á fram-
leiðslu kjarnakleifra efna í hernað-
arskyni, jafnframt því að hvetja til
alþjóðlegra samninga um að árlega
verði reglubundið dregið úr birgð-
um kjarnavopna. Þessu banni og
samningum um niðurskurð kjarn-
orkuvopna verði framfylgt á gagn-
kvæman hátt þannig að málsaðilar
uni því og treysti enda verði það
gert í samvinnu við alþjóðlega
eftirlitsstofnun.
(5) Leita verður allra leiða til
þess að draga úr spennu og tor-
tryggni milli þjóða heims og þá
einkum stórveldanna. Telur Al-
þingi að íslendingar hljóti ætíð og
hvarvetna að leggja slíkri viðleitni
lið.
(6) Um leið og Alþingi áréttar þá
stefnu íslendinga að á íslandi verði
ekki staðsett kjarnorkuvopn hvet-
ur það til þess að könrtuð verði
samstaða um og grundvöllur fyrir
samningum um kjarnorkuvopna-
laust svæði í Norður Evrópu, jafnt á
landi, í lofti sem á hafinu eða í því,
sem liður í samkomulagi til að
draga úr vígbúnaði og minnka
spennu. Því felur Alþingi utanrík-
ismálanefnd að kanna í samráði við
utanríkisráðherra hugsanlega þátt-
töku Islands í frekari umræðu um
kjarnorkuvopnálaust svæði á
Noröurlöndum og skili ncfndin um
það áliti til Alþingis fyrir 15. nóv.
1985.
(7) Jafnframt ályktar Alþingi að
fela öryggismálanefnd, í samráði
við utanríkisráðherra, aö taka sam-
an skýrslu um þær hugmyndir scm
nú eru uppi um afvopnun og tak-
mörkun vígbúnaðar, cinkum þær
sem máli skifta fyrir ísland með
hliðsjón af legu landsins og áðild
þjóðarinnar að alþjóölegu sam-
starfi. Á grundvelli slíkrar skýrslu
verði síðan leitað samstöðu meðal
stjórnmálaflokkanna um frekari
sameiginlega stefnumörkun í þcss-
um málum. Samþykkt á Alþingi
23. maí 1985.
Til þess að mcta fyrrgreindan
skilning Geirs Hallgrímssonar
verður að meta alla tillöguna og
sést þá að skilningur G. H. er algcrð
afliökun á innihaldi tillögunnar og í
raun ekkert annaö en nokkurs-
skonar „Pentagonskilningur" á
efni beggja tillagnanna. Vil ég í því
sambandi fullyrða að skilningur
G.H. er brot á (3) og (5) málsgrein
og afbökun á (4) málsgrein og vil
benda á orðalagið „hvetja til“ og
yfirfæra það á tillögu hjá UN lið 1.
og 1. (a) til og með liðs 1 (b).
Þarna leyfir G.H. sér að brcyta
svívirðilegri og beinlínis rangri af-
bökun og lcyfir sér að fullyrða
orðrétt. „1. Að traust eftirlit sé fyr-
ir hendi og þctta trausta eftirlit sé á
þann veg útbúið að sé í samvinnu
við alþjóðlega eftirlitsstofnun.
Málsaðilar uni því og trcysti. Þcssu
skilyrði varekki fullnægt". Fullyrð-
irG.H.
Leyfi ég hér með til andsvara og
benda á orðalagið í íslensku tillög-
unni „jafnframt því að hveta til al-
þjóðlcgra samninga um að árlcga
verði dregið úr birgöum kjarna-
vopna". Ætla mætti að stöðvun
aukningar væri áfangi á þeirri lcið.
Ennfremur bendi ég á orðalag í til-
lögu hjá UN lið“ 1. (b) hún yrði háð
viðeigandi eftirlitsráðstöfunum og
reglum, svo sem þeim er þcgar hefur
orðið samkomulag um í SALT1 og
SALT II samningunum, svo og
þeim sem grundvallarsamstaða
hefur náðst um í undirhúningsvið-
ræðum um þríhliðasamninga, sem
haldnir eru í Genf, um allsherjar-
bann við tilraunum;“
Þetta ákvæði í UN tillögunni að
mínu mati, ómerkir með öllu skiln-
ing G.H. á eftirlitsákvæðunum.
Að lokum vil ég benda á yfir-
gripsmestu ákvæði íslensku tillög-
unnar lið (3) „Alþingi fagnar
hverju því frumkvæði sem fram
kemur og stuðlað getur að því að
rjúfa vítahring vígbúnaðarkapp-
hlaupsins“ og lið (5) „Leita verður
allra leiða til þess að draga úr
spennu og tortryggni milli þjóða
heims og þá einkum stórveldanna.
Telur Alþingi að íslendingar hljóti
ætíð og hvarvetna að leggja slíkri
viðleitni lið“.
Þetta ákvæði tel ég að G.H. og
sjálfstæðismenn hafi algerlega
þverbrotið með afstöðu sinni.
Vesöl afstaða
Siðfræðilegt mat á afstöðu til nú-
verandi þróunar í vígvæðingarmál-
um getur ekki orðið annað en það
að þeir sem á einhvern hátt styðja
núverandi ástand, séu „mannkyns-
fjandar" og hlutleysi í þcssum mál-
um er ekki verjandi á nokkurn
hátt, gcra vcrður kröfu til afstöðu í
þessum málum hvort sem það eru
einstaklingar eða þjóðir.
Að mínu mati er ekki hægt að
kalla þá sem styðja ríkjandi ástand
eða cru hlutlausir gagnvart þessum
málum, annað en mannkynsfjanda
og óvini alls þess sem lifandi er á
jörðu hér, tala vopna og þekking á
afleiðingum af notkun kjarna-
vopna er orðin slík að það ætti að
vera skylda hvers hugsandi mánns
að berjast gegn þeim með hvcrjum
þeirn ráðum scm tiltæk eru og
finnst mér einkennilegt að íslend-
ingar skuli vera slíkir „Pentagon-
þjónar" aö þcir skuli styðja ríkjandi
ástand á bcinan og óbcinan hátt
með afstöðu sinni innan UN, hjá
N ATO og hcima hj á sér með því að
leyfa cndurbyggingu Kjeflavíkur-
stöðvarinnar scm er að öllu lcyti
nothæf sem. kjarnorkuvopnastöö
og er máskc þcgar orðin það.
Er mál til þess komið af marg-
gefnu tilefni að fara að breyta því
ástandi og leyfi ég mér að benda á
að nauðsyn er á því að utanríkis-
ráðuneytið verði svift því valdi sem
það hefur haft til að hnýta ísland
við vigvæðingu USA því það er allt
að því margsannað að það þjónar
fremur „Pentagon“ en hagsmun-
um íslendinga þegar um hermál er
fjallað.
Að síðustu vil ég bcnda á að mér
finnst það hcldur vesælt að íslend-
ingar skyldu ekki vcrða í hópi
þcirra 131 ríkja sem stuðla vilja að
breyttu og betra ástandi í vígbún-
aðarmálum.
Vil ég hér mótmæla í cinu og öllu
siöfræði- og þjóðernislegu lögmæti
ákvörðunar Geirs Hallgrímssonar,
tel hana brot á þjóðarrétti, almenn-
um lífsrétti, gerða á ábyrgðarlaus-
an hátt og sé í einu og öllu mann-
kynsfjandsamleg gerð.
Ritað 25/12 1985
Bjarni Hannesson.
INIIIIIUIIII! BÓKMENNTIR HOIIIIilllHI 01HIIIIIIIHIIIIIII 11II11111 lOIIIIOIIIIIimi! 111 IIIIOIIIIHOHOUIIOIIIOIIOI II1011010111111111011111 lllllllllll 111! 11
Af Suðurnesjafólki
Guðmundur A. Finnbogason.
Af Suöurnesjafólki.
Guðmundur A. Finnbogason.
í bak og fyrir.
Frásagnir af Suðurnesjum.
Útgefandi. G.A.F.
■ Þetta eru fróðleiksmolar af
Suðurnesjum en höfundur hefur
lengi lagt sig eftir fróðleik um fólk og
sögu á æskustöðvum sínum.
Lengsti þáttur bókarinnar er um
hjónin í Króki, Eyjólf Þorgeirsson
og Guðnýju Jóhannesdóttur. Eru
þar britar allmargar vísur eftir
Eyjólf. Þegar til kemur reynist ég
hafa kunnað tvær þeirra. Önnur er
hin ágætlega þjóðlega vísa.
Engu kvíðir léttfær lund,
Ijúft er stríði að gleyma.
Blesa ríð ég greitt um grund,
Guðný bíður heima.
Þetta er falleg vísa og lýsir vel
fögnuði heimkomunnar á góðum
hesti og er fyllilega sambærilegt við
það sem Jónas kvað.
Sælla vart er eitt af öllu
en að sigla heim til kvenna.
En þó að Eyjólfur héldi fagnandi
heim til Guðnýjar sinnar á Blesa sín-
um kemur nú fram að hann hafi
kveðið um Guðnýju þennan hús-
gang:
Innan um bæinn eins og skass.
æðir þessi kona.
Fleiri hafa nú fætur og rass.
en flíka því ekki svona.
Hér segir frá fyrsta vélbát Njarð-
víkinga en Finnbogi faðir höfundar
var fyrsti formaður á honum. Er
margt í þessari bók rakið til hans og í
öðru lagi Jórunnar móðursystur höf-
undar.
Meðal annars rifjar höfundur upp
endurminningar og ummæli þeirra
frá því að Friörik Hansen var háseti
Finnboga og heimilismaður hjá Jór-
unni.
Þessir þættir Finnboga segja frá
merkilegu fólki enda þótt fæst af því
væri í heldri manna tölu. Og sumar
sögurnar eru góðar.
Guðmundur A. Finnbogason er
dæmi um alþýðumann sem með elju
og natni stundar sögu byggðarlags
síns og heldur ýnisu til haga. Það er
björgunarstarf sem þar er unnið.
H.Kr.