Tíminn - 04.01.1986, Side 11
Laugardagur 4. janúar 1986
Tíminn 11
með fjölskyldu sína síðla árs 1945 og
var þá ráðinn ritstjóri Búnaðarblaðs-
ins Freys, og tók við því starfi frá og
með 1. tölublaði 1946. Þá er Gísli
rúmlega fertugur, fjölmenntaður í bú-
fræði og á öðrum sviðum, með fjöl-
þætta reynslu við margháttuð félags-
störf, störf við rannsóknir og leið-
beiningar en þó framar öðru fullur
áhuga á málum bændastéttarinnar,
landbúnaðarins og öllu því sem til
framfara horfði. Þá hefst hin langa
og ótrúlega fjölþætta starfssaga hans
hjá Búnaðarfélagi íslands og fyrir
bændasamtökin. Þá voru tímamót í
útgáfu Freys, hann var stækkaður,
Stéttarsamband bænda gerðist aðili
að útgáfu hans og fyrirhugað var að
starf ritstjóra, sem áður var hluta-
starf yrði nú „fullt“ starf. Það var það
svo sannarlega, en Gísli var aldrei
einhamur og öll þau 30 ár sem hann
sá um Frey, lengst af einn og án að-
stoðar, sinnti hann fjölmörgum
störfum öðrum svo mörgum og um-
fangsmiklum að furðu vekur.
Hér verður ekki reynt að rekja alla
starfssögu Gísla Kristjánssonar í smá-
atriðum. Um hana má lesa í upp-
sláttarritum og er þar þó ekki allt
talið. Af umfangsmestu störfunum
sem Gísli sinnti má nefna stjórn hans
á „Búnaðarfræðslunni" svonefndu
er hófst 1953 og starfaði nokkur ár
fyrir sérstök fjárframlög. Til hennar
voru ráðnir fjórir umferðaráðunaut-
ar, er héldu fræðslufundi um landið
og lögðu út tilrauna- og sýnisreiti á
túnum og grænfóðurökrum. Nýtt
fræðsluefni var samið í stórum stíl
m.a. fræðslumyndir og hafin var út-
gáfa fræðslurita (smárita) um fjöl-
þætt efni. Alls urðu þau yfir 40 og
annaðist Gísli ritstjórn þeirra allra
og mörg samdi hann sjálfur.
Gísli lét sig alifuglarækt alltaf
miklu skipta. Hann var stofnandi og
framkvæmdastjóri fuglakynbótabús
er nefndist Hreiður. Hann sá löngum
um innflutning eggja til kynbóta og
var lengst af ráðunautur B.í. í ali-
fuglarækt þó að aldrei væri það met-
ið sérstaklega til launa frekar en svo
margt annað sem hann annaðist fyrir
Búnaðarfélagið. Gísli annaðist mjög
margþætt samskipti Búnaðarfélags
íslands við önnur lönd og erlendar
stofnanir og félög, einkum þó á
Norðurlöndum. Af slíkum störfum
má nefna að hann var fulltrúi
fræðsludeildar OECD í París hér á
landi, og átti þátt í að margir íslensk-
ir búfræðingar nutu styrkja til fram-
haldsnáms frá þeirri stofnun. Hann
hafði milligöngu um skólavist fyrir
unga íslendinga bæði á búnaðar-
skólanum og búnaðarháskólanum
einkum í Danmörku og Noregi, og á
sama hátt vistaði hann fjölmörg ung-
menni til starfa við landbúnað, ís-
lensk á Norðurlöndunum og
Norðurlandabúa hjá íslenskum
bændum. Allt fram á síðustu ár annað
ist hann samskipti B.í við Grænland
sem staðið hafa um áratugi og sýndi
grænlenskum sauðfjárræktarnemum
sem hér hafa dvalist 5-8 á ári hverju,
á viðurkenndum sauðfjárbúum, al-
veg einstaka umhyggju. Oll þessi að-
stoð Gísla við íslensk og erlend ung-
menni var veitt sem sjálfsagður hlut-
ur án þess að hugsað væri unt það
hvað hún kostaði í tíma og fyrirhöfn,
hvað þá að hugsað væri um endur-
gjald. Þessi þáttur í störfum Gísla
fannst mér e.t.v. að lýsi manninum
hvað best.
Enn eru ótaldir ýmsir þættir af
störfum Gísla við búnaðarfræðslu.
Hann tók þátt í samstarfi Norður-
landanna um gerð fræðslumynda og
annars fræðsluefnis. Um aldarfjórð-
ung hafði hann umsjón með búnað-
arþáttum í Ríkisútvarpinu. Þá var
hann lengi virkur í fræðsludeild
Norrænu búfræðisamtakanna
(NJF).
Eitt af stórvirkjum Gísla var rit-
stjórn hans á íslenska hlutanum í
norrænni samheitaorðabók yfir
landbúnaðar- og búfræðiheiti,
Nordisk Landbruksordbok, sem
kom út í Oslo 1979. Það má þakka
Gísla það fyrst og fremst að hlutur ís-
lenskunnar lá þar ekki eftir þó að
margir legðu þessu lið.
Gísli hafði sem fyrr segir mikil af-
skipti af vistun fólks á milli íslands og
annarra landa. Á 35 árum vistaði
hann í allt á milli 2600-2700 útlend-
inga til starfa við landbúnað hér á
landi. en hann hafði lengi umsjón
með Ráðningastofu landbúnaðarins
og hafði því cinnig mikil afskipti af
vistun unglinga úr bæjum í sveitum.
Þá var hann hin síðari ár umsjón-
armaður forðagæslunnar og hélt
þeim störfum áfram fyrir Búnaðarfé-
lagið, eftir að hann lét af föstu starfi
fyrir aldurssakir og var þá vakandj
yfir öllum þáttum þeirra mála, svo
sem að sjá um útvegun og flutninga á
heyjum á milli héraða og íandshluta.
Eftir að hann lét af föstu starfi sem
ritstjóri hélt hann áfram skrifum í
Frey og fjölmargar greinar birtust
þar eða í öðrum ritum allt til hins síð-
asta. Þá sá hann um 6 ára skeið um
útgáfu bókaflokks fyrir Skuggsjá,
„Faðir minn bóndinn" o.fl. En einna
umfangsmest af þessum „eftir-
vinnu“-störfum Gísla var útgáfa
hans á ritverkum sr. Björns Halldórs-
sonar í Sauðlauksdal, er hann vann
að fyrir Búnaðarfélagið ásamt dr.
Birni Sigfússyni, og komu út 1983.
Störf eða ritverk Gísla verða hér
ekki rakin nánar, en ljóst má vera af
því sem nefnt hefur verið að afköst
hans voru með hreinum ólíkindum
og þó enn frekar þegar þess er gætt
að hann átti löngum við vanheilsu að
stríða og þurfti oft að vera frá störf-
um vegna dvala á sjúkrahúsum. En
þó að eitthvað hrjáði líkamann var
hugurinn stöðugt jafn óbugaður og
bjartsýnin ódrepandi.
Gísli var mikill gæfumaður í
einkalífi sínu. Þeim Þóru varð fimm
barna auðið, þau eru: Rúna, kennari
og rithöfundur, fædd 1940, Stína,
kennari og les nú guðfræði við Há-
skóla íslands, fædd 1943. Edda
kennari og fóstra, fædd 1944, Lilja
hjúkrunarfræðingur og Hans bif-
vélavirki eru tvíburar og fædd 1949.
Fram til 1956 bjó þessi stóra fjöl-
skylda á loftinu í Búnaðarfélagshús-
inu við Lækjargötu að þau fluttu í ný-
byggt hús að Hlíðartúni 6 í Mosfells-
sveit. Þar ræktuðu þau og prýddu, og
fjölskyldan eignaðist fagurt heimili í
gróðursælum garði allt í samræmi við
hugsjónir og ævistörf húsfreyjunnar,
bóndans og barnanna.
Gísla var sýndur margháttuður
sómi og hlaut heiðursmerki fyrir
störf sín bæði innlend og erlend.
Hann var heiðursfélagi Búnaðarfé-
lags íslands og Æðarræktarfélags ís-
lands enda eiiffi afstofnendum þess.
Er ég leit yfir ávarpsorðin þegar
Gísli heilsar lesendum Freys í árs-
byrjun 1946 vöktu m.a. athygli mína
eftirfarandi setningar: „Það er veg-
legt starf að yrkja land og skapa gró-
anda í brekku eða á bás.
Nýgræðingurinn og ungviðið, sem
bregða sér á leik í blíðu vorsins, eru
vísar þeirrar búmegunar, sem ís-
lenskum bændum er falið að vernda
og efla.
Það er göfugt hlutverk að hjálpa
skaparanum til að skapa." í þessum
anda starfaði Gísli Kristjánsson all-
an sinn langa starfsdag.
Er Gísli lét af ritstjórn Freys fyrir
réttum ellefu árum þakkaði dr. Hall-
dór Pálsson honum störfin með eftir-
farandi orðum sem skulu verða loka-
orð þessarar greinar og ítrekun á
þakklæti Búnaðarfélags (slands fyrir
öll hans störf einnig þau sem þá áttu
eftir að bætast við: „Búnaðarfélag ís-
lands fær aldrei fullþakkað það happ
að fá Gísla Kristjánsson til að taka
að sér ritstjórn Freys, er hann rúm-
lega fertugur kom heirn frá Dan-
mörku í lok síðari heimsstyrjaldar-
innar eftir nær tveggja áratuga dvöl
þar í landi við nám og störf. Gísli var
þá og er'enn gæddur frábæru vilja-
þreki, óvenjulegri atorku og starfs-
gleöi og þrá til þess að verða öðrum
að liði. Hann hefur óbilandi trú á
því, að það starf, sem unnið er af
góðum huga, komi að tilætluðu
gagni. Gísli bjóyfirhafsjóþekkingar
á búnaðarmálum, er hann tók við rit-
stjórn Freys, og hefur sífellt haldið
henni við og aukið hana. Hugsjón
hans var að miðla öðrum af þekkingu
sinni og annarra. Hann hóf því glað-
ur starfið við Frey. Þar gafst tækifær-
ið til að þjóna íslenskum bændum og
búaliöi. “
Við hjónin sendum Þóru, börnun-
um og barnabörnunum, okkar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Jónas Jónsson.
Við óskum landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs og
þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða.
Hinum 705 Toyota eigendum sem bættust í hópinn á árinu
óskum við til hamingju með nýju bílana og
vonum að bæði þeim og öðrum vegfarendum farnist vel s
á ferðum sínum. 1
Oj
$
TOYOTA
041 cf *féo.
Nybylavegi 8 200 Kopavogi S 91-44144'