Tíminn - 04.01.1986, Page 19

Tíminn - 04.01.1986, Page 19
Laugardagur 4. janúar 1986 Tvö Reykjavíkurbörn. Flautan og vindurinn. Unglingasaga. Höfundur Steinunn Jóhannesdóttir. Teikningar eftir Valgarð Gunnars- son. Námsgagnastofnun. ■ Þessi saga hlaut viðurkenningu í samkeppni Námsgagnastofnunar um bækur á léttu máli. Það er sannast sagna að við lestur þessarar sögu finn ég ekki að á nokkrun hátt sé vikið frá eðlilegu máli til að gera málið létt. Ég finn ekki annað en höfundur segi allt sem segja þarf. Sagan gerist einn af þeim fágætu dögum þegar raunverulegur vetrar- bylur er í Reykjavík. Meira að segja dregur svo í skafla að stúlka verður föst í skafli. Hún snýr við, treystirsér ekki til að komast í skólann og þigg- ur síðan húsaskjól hjá skólabróður sínum sem h'ka er snúinn við og að vissu leyt i hjálpar henni'úr skaflin- um. Og úr þessu verður svo dálítil ást- arsaga. Sagan fjallar að mestu um þessi tvö Reykjavíkurbörn. Þau konta hvort um sig úrsínu unthverfi. Stúlk- an á foreldra í sambúð, vel efnurn búna að því er virðist og móðir henn- ar er myndlistarmaður. Pilturinn er hjá einstæðri móður ásamt yngri hálfbróður. Móðirin hefur átt eða búið með tveimur drykkjumönnunt. Hún er fátæk. síntinn er iokaður vegna vanskila. Stúlkan unir sér vel í skóla og cr eftirlæti kennaranna. Pilturinn er feginn hverjum þeint degi sem hann er laus við skólann. Þannig nær Steinunn að leiða fram ýmsar andstæður úr lífi samtímans. Allt eru þetta sannar myndir og því er það forvitnilegt að fylgjast nteð viðræðum unglinganna þessa dagstund. Það ætti ekki að þurfa nein varnaðar orð til lesenda að forðast allar aíhæf- ■ Steinunn Jóhannesdóttir. ingar svo sem að þessi börri séu full- trúar kynja sinna eða ríkra og fá- tækra. Þetta eru tveir einstaklingar úr því mannhafi sem kringum okkur er. tvö Reykjavtkurbörn líðandi daga. Og þeint er lýst af nærfærni. Og það er gaman að kynnast þeirn. H.Kr. Gunnhildargerðisætt Lífog hagir bændafólks ■ Sögusteinn-bókaforlag hefur gefið út bókina Gunnhildargerðis- ætt, sem er annað bindið í ritröðinni „íslenskt ættfræðisafn - Niðjatöl -. Galtarætt er talin frá þeim hjónum Sigmundi Jónssyni og Guðrúnu Ingi- björgu Sigfúsdóttur, sem bjuggu í Gunnhildargerði í Hróarstungu á seinni hluta nítjándu aldar og í byrj- un þessarar. Níu börn þeirra hjóna komust upp og er stór ættleggur frá þeim kominn, sem ber sterkt ættar- mót. Auk niðjatals og framætta Sig- mundar og Guðrúnar eru í bókinni greinar um gamla bæinn í Gunnhiid- argerðf og um um þau hjónin, sem eru góðar heimildir um líf og hagi bændafólks á Úthéraði á ofanveröri nítjándu öld og öndvcrðri þessari. Fjöldi Ijósmynda prýða bókina. Út- söluverð kr. 2.500. BÚ SA ÁRMÚLA3 REYKJAVÍK SÍMI 38900 REYNSLA-GÆÐI LISTER um allt land! LISTER FJÁR-OG KÚAKLIPPUR KÚAHAUS EDA FJÁRHAUS Á SAMA MÓTORINN LISTER BARKAKLIPPUR FJÁRKUPPUR EINS/ÞRIGGJA HRAÐA BREIDIR KAMBAR Tíminn 19 Við óskum eftir að ráða starfsfólk í eftirtalin störf Gagnaskráningu Um er að ræða starf í Verðlagningardeild við móttöku og skráningu tollskjala. Vaktavinna frá kl. 7.30-13.30 og kl. 13.30-19.30 Starfsreynslaæskileg. Skrifstofustarf Um er að ræða starf við innheimtu og uppgjör reikninga. Kunnátta í bókhaldi æskileg. Afgreiðslustörf í byggingarvöruverslun. Um er að ræða hálfsdagsstörf frá kl. 8.00-13.00 og kl. 13.00-18.00. Starfsreynsla æskileg. Umsóknareyðublöð fást hjá starfsmannastjóra er veitir nánari uppplýsingar. SAMBAND ÍSL.SAMVINNUFÉ1AGA STARFSiyiANNAHALÐ LINDARGÖTU 9A Bændur athugið! Ákveðið er að skipta framleiðslu á mjólk og kindakjöti sem bændum er tryggt f ullt verð fyrir á milli f ramleiðenda í hinum einstöku héruðum landsins samkvæmt sérstök- um reglum. Því verður ekki í framtíðinni unnt að gera ráð fyrir að framleiðsluréttur á blönduðum búum færist á milli bú- greina þó ónotaður réttur sé fyrir hendi í annarri grein- inni, nema í undantekningartilvikum. Nú er framleiðendum á blönduðum búum gefinn kostur á að sækja til Framleiðsluráðs um að breyta hlutföllum í bú- marki sínu, enda verði slíkar umsóknir vel rökstuddar. Umsóknarfrestur er til loka janúarmánaðar 1986. Allar umsóknir um breytingar verða teknar til úrskurðar af bú- marksnefnd Framleiðsluráðs. Gera verður ráð fyrir að allar samþykktar breytingar verði bindandi fyrir framleiðendur um nokkurt skeið. Þær þurfa að fá staðfestingu landbúnaðarráðuneytisins til að fá gildi. Jafnframt er vakin athygli þeirra bænda sem ekki hafa skipt búmarki sínu að tilkynna um skiptingu þess á milli búgreina nú þegar. Bændum er bent á að hafa samráð við héraðsráðunauta um þetta efni. Framleiðsluráð landbúnaðarins FJÖLBRAUTASKÓLINN BREIÐHOUI Frá Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti Lokainnritun í Öldungadeild skólansferfram dagana 7.8. og 9. janúar í húsakynnum stofnunarinnar við Aust- urberg kl. 18.00-21.00. Greiða á gjöld jafnhliða því sem nemendur velja náms- áfanga. Mat á fyrra námi svo og sérstök námsráðgjöf er veitt innritunardagana. Sími skólans er 75600. Nemendur dagskóla F.B. eiga að koma í skólann mið- vikudaginn 8. janúar kl. 13.00-15.00 og sækja stunda- skrár og standa skil á gjöldum. Kennarar F.B. eru boðaðir á almennan kennarafund mánudaginn 6. janúar og hefst fundurinn kl. 9.00 árdeg- is. Skólameistari

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.