Tíminn - 16.02.1986, Blaðsíða 2

Tíminn - 16.02.1986, Blaðsíða 2
Sunnudagur 16. febrúar 1986 „Viö fengum Þórarin Eldjárn til þess aö semja leikritið fyrir okkur, því bæöi er hann ágætur rithöfundur og hefur skemmtilega sýn á íslendingum," sagöi Skúli Gautason, þegar við spurðum hann um nýja leikinn sem Nemendaleikhúsiö frumsýndi í Lindarbæ í gærkvöldi. „Já, það hefur skapast hefð fyrir því aö nemendur sem eru að útskrifast fái einhvern innlendan höfund til þess aö semja fyrir sig verk, þ.e. eitt á ári og þetta hefur gefist ágætlega," segir Skúli. „Þetta leikrit nefnist „Ó munatíö" og fjallar um það sem fram fer í nokkuð óvenjulegri stofnun, sem heitir „Minningarþjónustan.“ Efninu er erfitt aö lýsa, en þó skal þess getið að hér er verið að reyna að prófa hvort hægt sé að losa fólk við ýmsar minningar sem það situr fast í og ráða lífi þess og viðhorfum. Árangurinn er nokkuð merkilegur, sem geta má nærri. Við reyndum að gera höfundinum Ijóst hvernig verk við vildum fá og hann tók nokkuð mið af því, en þó sem betur fer ekki alveg. Það eina sem við kröfðumst var að hann hefði hlutverkin nokkuð jöfn að stærð, svo allir fengju eitthvað að spreyta sig á. Þórarinn varð við þessu og hann kom til dæmis ekki á fund okkar fyrir æfingar, til þess að forðast að hann lagaði persónur leiksins að okkar persónum. Það verðurtil þessað við fáum eitthvað að glíma við. Við erum sex leikendurnir, Eiríkur Guðmundsson, Bryndís Petra Bragadóttir, Guðbjörg Þórisdóttir, Valdimar Örn Flygenring, Inga Hildur Haraldsdóttir og Skúli Gautason. Þetta er sami hópurinn og sýndi í vetur „Hvenær kemurðu aftur, rauðhærði riddari," eftir Mark Medoff, en sú sýning gekk prýðilega og við vonum að þessi geri það einnig. Það er Kári Halldór, sem leikstýrir. Leikmynd og búninga gerði Jenný Guðmundsdóttir, lýsingu annast Ágúst Pétursson og Árni Harðarson samdi tónlist. Aðratæknivinnu annaðist Ólafur Örn Thoroddsen. Nú um helgina verður 70. sýning á Reykjavíkursögum Ástu í leikgerð Helgu Backmann en verkið byggir á nokkrum smásagna Astu Sigurðardóttur sem mikla athygli vöktu á sínum tíma. Sýningarnar fara fram í Kjallaraleikhúsinu við Vesturgötu í Reykjavík og svo virðist sem boðskapur Ástu Sigurðardóttur eigi enn erindi til okkar því aðsókn hefur verið mikil. Aðstandendur sýningarinnar eru f.v. Emil G. Guðmundsson, Helgi Skúlason, Helga Backmann, sem er leikstjóri og jafnframt höfundur leikgerðar, og Guðni Franzson sem samdi tónlist við verkið. í fremri röð eru þær Guörún Gísladóttir, Guðlaug María Bjarnadóttir og Steinunn Þórarinsdóttir myndhöggvari sem hannaði leikmyndina. Bryndís Petra, Inga Hildur og Eiríkur Guðmundsson í hlutverkum sínum. Tæki Minningarþjonustunnar eru í fullum gangi, sem sjá má. Tíma-mynd: Árni Bjarna OMUNATÍÐ Nemendaleikhúsið frumsýndi nýtt verk Þórarins Eldjárn í gærkvöldi I 50 þúsund eintökum Salka Valka hefur löngum verið vinsæl lesning austur í Sovétríkjun- um og á bókasýningu sem í dag er opnuð í húsakynnum MÍR er kynnt ný prentun á bókinni, sem komin er út í 50 þúsund eintökum. Á blaða- mannafundi i vikunni vareinnig gerð grein fyrir ýmsum nýjum bókum í enskri þýðingu, sem á sýningunni verða, þar á meðal verkum Dostojevsky, Tolstoj, Gogol, Puskin og annarra öndvegishöfunda. Þar má og finna vönduð yfirlitsrit, eins og sýnisbók rússneskrar smásagna- gerðar frá klassiskum tíma til okkar daga. Þarnaverðalíka barnabækur, listaverkabækur, hljómplötur með þjóðlegri og sígildri tónlist og fleira. Alls eru bókatitlar um 300. ness sisei ycuci aö i !ck sycingar innar má festa kaup á sýningarefn- inuviðkjaraverði og munu margirán efa vilja hagnýta sér svo ágætt tæki- færi. Sýningin verður opin út febrú- armánuð kl. 17-19, en frá 14-19 á laugardögum og sunnudögum. f Sðvétríkjunum eru nú 200 bóka- forlög, sem árlega gefa út yfir 80 þúsund bókartitla og nemur eintaka- fjöldi um tveimur milljörðum eintaka. Bækurnar eru gefnar út á 150 tungu- málum. Fjöldi bókatitla eftir erlenda höfunda er um 2000 á hverju ári og er ekkert annað ríki stórvirkara í út- gáfu þýðinga. Umboðsmaður sýningarinnar, Alexander S. Kolesov með eintak af Sölku Völku í nýju útgáfunni. (Tímamynd Sverrir) HelgarblaðTímans-Umsjón: Atli Magnússon, Gunnar Smári Egiisson og Jón Ársæll Þórðarson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.