Tíminn - 16.02.1986, Blaðsíða 9

Tíminn - 16.02.1986, Blaðsíða 9
unnudagur 16. febrúar 1986 Tíminn 9 segir: „Óvinir okkar þurfa ekki að reikna með neinni heimkomu, ef þeir ráðast hér inn“. Sumir Líbýumenn eru ekki jafn hrifnir af stóryrðum foringjans: „Hvers vegna þarf hann að vera að skipta sér af öllu? Hvað varðar okkur um það hvað á gengur í S- Ameríku eða í ísrael? Ekki viljum við hafa allan heiminn á móti okkur.“ Til þessa hafa þó allar kreppurn- ar fremur gagnast Gaddafi heima fyrir en hitt. Eftir að Washington Post gerði uppskátt um morðáætl- anir Bandaríkjamanna gegn honum, flykktist ungt fólk að til þess að bjóða sig fram sem sjálf- boðaliða gegn „alþjóðlegu heims- veldisstefnunni og Zionismanum". Evrópumenn, búsettir í ríki Gaddafis hafa lært að lifa við hið óstöðuga ástand: „Þetta er allt í nösunum á honum," segja þeir. Þeir meta mikils þær miklu tekjur sem þeir afla í landinu, auk þess sem óhætt er að vera á ferli einn síns liðs á götum Tripolis án áhættu. Þar er enga beltara né van- nærð börn að sjá. Haturs á Vestur- landabúum verður mest vart í sjón- varpinu. V-þýsk fyrirtæki sjá um vega- lagninguna í landinu og metnaðar- fullar ræktunarframkvæmdir í eyðimörkinni, innrétta loftvrrna- byrgi einvaldsins og reisa herbúðir. Austur-Þjóðverjar þjálfa leynilög- regluna, en v-þýskir almennu lög- regluna. Helmingur líbýsku þjóðarinnar er undir 15 ára aldri, og lærir sögu evrópskrar og amerískrar menningar með gleraugum bylting- arinnar. Gaddafi hefur lýst skoðun sinni á þingræðinu í hinni frægu „Grænu bók“ sinni, en ívitnanir í hana má hvarvetna sjá: „Fólk ann í Tripolis, hefur fylgt honum eftir á ferðum erlendis og þegar hann fer í gönguferðir um strönd- ina. Hún heldur sig þá í „virðulegri fjarlægð“’ frá honum, svo sem þrjátíu metra. Einvaldurinn ber sig illa: „Allir Líbýumenn geta hreyft sig um að vild, nema ég.“ Lífvarðastúlkan og stöllur hennar segja: „Við vitum að Ameríkanar og fsraelar vildu borga milljónir dollara fyrir höfuð hans, og hann hefur lifað af margar morðtilraunir þeirra. Þess vegna viljum við verja hann. Land okkar þarfnast hans. Svo verðurn við líka að verja hann vegna þess að ef hann þekkt- ist úti á götu mundi fagnandi múgurinn ganga að honum dauð- um,“ segja lífverðirnir. En aðrir orða það öðru vísi: „Gaddafi kæm- ist ekki lifandi tíu metra á götum úti,“ segir flugmaður í líbýska loft- hernum. Það illa orð sem af Líbýu fer í vestrænum fjölmiðlum hefur haft sín áhrif. „Sem Líbýumaður ertu hvergi velkominn," segir ungur foringi, er hefur sem stúdent heim- sótt bæði Evrópu og Bandaríkin. Kennari sem í tvö ár hefur dvalist erlendis segir sömu sögu: „Okkur þýðir ekki að reyna að flytja úr landi. Hvaða land á Vesturlöndum mundi vilja veita Líbýumanni við- töku?“ Byltingarstemmningin frá árun- um eftir 1970 er orðin að varnar- hvöt. „Ef Reagan lætur á sér kræla hérna yljum við honum undir uggum,“ segja fjórtán ára skóla- strákar sem verið er að þjálfa í meðferð Kalaschnikow riffla. Gömul og blátattoveruð Berba- kona, sem æfir skotfimi úti í eyði- mörkinni, þrátt fyrir það að hún er í gipsi með báða handleggina, Konur eru nú þjálfaðar til hermennsku, ekki siður en karlar. Þessi er ornistuílugmaður. Leiðtogi Líbýu hefur komið ýmsum umbótum til leiðar, en samt finnst mörgum löndum hans nóg um herskáa stefnu hans út á við stendur í biðröðum og bíður eftir að kasta kjörseðlunum í kjörkass- ann, rétt eins og öðrum pappírs- sneplum, er fleygt í öskutunnuna. Þannig er þingræðið víðast í heim- inum,“ segir þar. Gaddafi þykist hafa rétta svarið: Hann hefur á takteinum kenninguna um hið „beina lýðræði", sem bygg- ist á fyrirkomulagi, sem minnir á Sviss. Þjóðfundir og alþýðuráð eiga að taka ákvarðanir um allt, stórt og smátt. Þessari aðferð segir hann ekki aðeins ætlað að láta al- menning hrífast með við fram- kvæmd byltingarinnar, heldur á hún líka að aftra því að „landið falli niður í skrílmennsku og kapital- isma“, þótt sjálfur falli hann frá. (Úr Stvrn-stytt) Leiðtoginn í hópi aðdáenda •<-----------------------4

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.