Tíminn - 16.02.1986, Blaðsíða 6

Tíminn - 16.02.1986, Blaðsíða 6
6 Tíminn Sunnudagur 16. febrúar 1986 Við félagarnir vorum á leiðinni til London frá Madrid eftir vel- heppnað þriggja vikna skólafrí. Framundan voru tveir spennandi dagar í heimsborginni London, en eftir það tæki alvaran við hjá okkur. Sum ætluðu í framhalds- nám en önnur ætluðu að láta stú- dentshúfuna nægja, allavega í bili. Það var ekki laust við að ég nyti flugferðarinnar mjög vel. Eins og oft er í stórum hóp þá er allavega einn skopfugl og einmitt núna var sá fyndni í okkar hóp að segja eina góða sögu. Ég hafði heyrt hana áður, þannig ! að ég hlustaði lítið á en skoðaði þeim mun betur aðra farþega. Allt í einu rak ég augun á gullfallega stúlku sem sat þrem sætaröðum aftar en ég og það skemmtilega var að sætið vinstra megin við hana var autt. Það er dónaskapur að glápa á fólk og þar eð ég tel mig vera ágæt- lega uppalinn, þá gat ég ekki staðið þarna á ganginum, teygt mig og horft á hana endalaust, þó falleg væri. Þegar ég kom í sætið mitt þá var önnur saga í gangi en hana gat ég engan veginn fest hugann við. Mynd stúlkunnar skaut alltaf upp í huga mínum. Loksins sá ég að þetta væri eina tækifærið til þess að tala við hana, þú lifir aðeins einu sinni o.s.frv. Þannig að það þýddi ekki að vera með neina feimni og því ekki bara að svífa í auða sætið hjá henni, ég hefði engu að tapa. Upp fór ég og gekk að sæti hennar. Mér fannst ég vera eins og fá- ráðlingur þegar ég stóð þarna fyrir framan hana og spurði á minni bestu ensku hvort ég mætti nokkuð setjast hjá henni. Hún leit upp, á mig og tók nokkrar sekúndur t' að skoða mig. Ég virðist hafa staðist þetta próf eða þá að henni leiddist svona óskaplega en allavega sagði hún, gjörðu svo vel. Eftir frekar vandræðalega byrj- un á samræðum þá losnaði um tunguhaft okkar og eftir skamma stund vorum við farin að ræða um hin og þessi mál. Hún sagði mér meðal annars að hún væri lyfjafræðingur í Madrid borg og væri á leiðinni á ráðstefnu í London. Þetta var virkilega geðug stúlka og kunni ég óhemju vel við hana, virkaði heillandi og með bráð- skemmtilegan húmor. Það var eins og við hefðuni þekkst alla ævi svo vel kom okkur saman. Við vorum jafnvel búin að ákveða að fara á pöbb, leikhús eða hljómleika ef tími gæfist til meðan á dvöl okkar í London stæði. Eða réttara sagt hún hefði tíma, því að hjá mér var ekkert ákveðið. Er við höfðum ræðst við í klukkutíma sagði náttúran til sín hjá mér og krafðist þess að ég færi á salerni. Ég afsakaði mig og fór. Þegar ég kom að salernisaðstöð- unni þá voru bæði klósettin upp- tekin. Ég var í spreng og var því ansi órólegur. Það geta hafa verið tvær mínútur eða fimm en allavega þá var náttúr- an farin að kalla ansi stíft, þegar dyrnar á öðru salerninu opnuðust loksinsog lítill Kínverji eða Japani skaust út og hraðaði sér í burtu. Ég flýtti mér inn og þvílíkt og annað eins. Salernið var eins og ég á hreinlega ekki til samlíkingu. í loftinu lá megn skítalykt, búið var að míga á setuna og gólfið og til þess að kóróna óskapnaðinn þá lá salernispappír út um allt. Þar eð mér var svo mál þá átti ég engra kosta völ og varð að létta á mér. Hélt fyrir nefið og held ég að það hafi bjargað heilsu minni. Þegar ég hafði lokið mér af þá flýtti ég mér út eins og... Þetta var örugglega ekki happadagurinn minn, því að hver heldurðu að hafi beðið fyrir utan. Engin önnur en spænska vinkona mín. Hún brosti glaðlega til mín sagði: „Bíddu eftir mér í sætinu, ég verð fljót.“ Ég tautaði eitthvað og flýtti mér í mitt eigið sæti og lét fara lítið fyrir mér. Þór vinur minn sem fylgst hafði með mér eftir að ég fór að tala við dömuna sagði ntér seinna að sú spænska hefði hreinlega stokkið út, strunsað, í sætið sitt og ekki litið á mig það sem eftir var ferðar- 4 f 4- 4 Helvítis japaninn. Endir. Frímann J Enn lítum við á það sem Hollywood er að framleiða og við munum fá að sjá þeg- ar Guð og bíóstjór- arnir lofa. öpenna og ævintýri blönduð ríflegu magni af rómantík eru efniviðurinn sem myndin „The Jewel of the Nile“ er gerð úr. Hún erframhald „Romancing the Stone“ sem sló rækilega í gegn á síðasta ári. Nú sem fyrr fara Kathleen Turner og Michael Douglas með aðalhlutverkin og Douglas framleiðir myndina eins og þá fyrri. Hann bið^r nú til guðs og góðra vætta að Nílar- gimsteinninn eigi eftir að ganga jafnvel og sá rómantíski. Það er lofað mikilli spennu og ótrulegum tæknibreilum í mynd- inni „Gunbus" sem Zoran Peris- ic leikstýrir. Þessi Zoran á einn Óskar sem hann fékk fyrir tækni- brögð í Superman-myndunum. Myndin fjallar um tvo banka- ræningja af gamla taginu sem sleppt er úr fangelsi gegn því að berjast í fyrri heimsstyrjöldinni. Titill myndarinnar er fenginn af nafninu á flugvél sem þeir kapp- ar fljúga og ber sex vélbyssur, sem þótti töluvert á þeim tíma. Kappana tvo leika þeir Scott McGinnis og Jeff Osterhage. Leikstjórinn Jeremy Kagan lýsir nýjustu Disney-mynd- inni, „The Journey of Natty Gann“ sem þjóðsögu sem soðin er upp úr öllu því sem Bandaríkjamönnum er kærast. Sú sem fer með hlutverk Natty Gann heitir Meredith Salenger og var valin úr 2000 umsækjendum. Myndin fjallar um flökkulíf ungrar stúlku á tímum krepp- unnar miklu í Bandaríkjunum. Alvarleg saga fyrir börn. Og þá líklega á öllum aldri. »■< lobert Redford er nú aftur kominn í tilf inningaríkt hlutverk þar sem hann leikur á móti Meryl Streep sem er öllu vanari slíkum hlutverkum. Redford hefur hins vegar lítið komið nálægt slíku síðan í myndinni „The Way We Were“. Myndin sem þau skötuhjú leika í heitir „Out of Africa" og er byggð á endurminning- um danska rithöfundarins Karen Blixen sem fór til Afríku árið 1914 og settist þar að. Leikstjóri myndar- innar er ekki minni maður en Sydney Pollack.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.