Tíminn - 16.02.1986, Blaðsíða 15

Tíminn - 16.02.1986, Blaðsíða 15
Sunnudagur 16. febrúar 1986 Tíminn 15 I. Eftir að Víetnam stríðinu lauk hefur sú breyting orðið á að stúlkur fá aðgang að skólanum í West Point og hljóta þar sömu ströngu þjálfunina og piltarnir. Hér er ein þeirra að leggja nýliða lífsregl- urnar. 2. Reagan hefur lagt kapp á að endurreisa trú landa sinna á þjóðarstolt og hernaðarmátt Bandaríkjanna. Sárin frá Víetnam eru að gróa, þetta foringjaefni á myndinni viröist til í slaginn á ný. 3. Ungir liðsforingjar kyrja þjóðsönginn við útskriftarathöfniná. WEST POINT Heimsókn í þekktasta herskóla Bandaríkjamanna, þar sem stríðsmenn framtíðarinnar eru þjálfaðir Auðvitað var ætlast til að sveitirn- ar væru fullar af bardagamóði, óð- fúsar til bardaga og gnístandi tönnum. En það var of mikill svefn- höfgi í mönnum, til þess að drápsvilj- inn kviknaði sjálfkrafa. Sólin var rétt byrjuð að skína handan við Hudsonfljótið. Þoku- slæða lá á flötunum framan við gráar granítbyggingar. Klukkan varsex að morgni og erfitt að búast við að vígamóðurinn væri á háu stigi. Menn héldu fremur klaufalega á prikunum, sem áttu að tákna riffla með byssustingjum festum á. Það hefði orðið að gera hlé á æfingunni „Að slá andstæðinginn í kviðinn og afvopna hann,“ vegna skorts á bar- dagaanda. „Jæja, uppgefnu kadettar,“ gellur þjálfarinn við. „Til hvers notum við byssustinginn?" „Til þess að drepa, sör,“ hrópa hundruð hálsa í einu. „Égheyrði ekki hvað þiðsögðuð!" „TIL ÞESS AÐ DREPA, SÖR!“ „Ááááágætt! Og hvern drepum við?“ Óvininn, sör!“ „Ókey, ókey! Og áfram nú með æfinguna!“ Þjálfarinn, Etheridge liðsforingi, snýr sér að blaðamönnunum, sem eru í heimsókn. Hann sér spurnina í svip þeirra. „Óvinurinn? Nú það geta verið kínversku herskararnir, eða hver sem er,“ segir og hann og brosir breitt og lætur mönnum eftir að geta í hvort honum er alvara eða ekki. Væri þetta ekki í Ameríku, hefði maður haldið að hér væri verið að þjálfa menn í drápum á „sféttar- óvinum," í öðrum ónefndum her- búðum. En hér erum við staddir í West Point, frægasta herskóla Ba'ndaríkjamanna, „West fúckin’Point,“'eins og nemendurnir segja, sem verða að láta reka úr sér doðann með öskrum og hrópum fyrir morgunverð. West Point, - öðru nafni „The United States Military Academy," - hefur lofað foringjaefnum sínum því að hér muni þau fá að sýna hvað í þeim býr, uns ekki er nokkurt þrek eftir. Hér á að móta úr óhefluðum efniviði „bestu foringja heimsins besta hers.“ í auglýsingum skólans segir: „Þér munuð undrast hve ótrú- lega hluti menn verða færir um að gera eftir aðeins eins dags þjálfun." Slagorð sem þetta mundi varla hafa ntikil áhrif á evrópska unglinga, en amerísk ungmenni verða gripin for- vitni: West Point, þetta sambland af hernaðardýrð og háskóla, getur val- ið úr blóma æsku landsins. Eftir að Ronald Reagan tók að kynda undir trú á hernaðarmátt og þjóðernis- metnað hefur fjöldi umsókna farið dagvaxandi. Nú eru menn komnir upp úr þeim táradal sem Vietnam stríðið var, þegar hrækt var á áróðursmenn hers- ins í skólum og herkvaðningarbréf brennd, og þegar meira að segja liðs- foringjaefnin frá West Point þorðu ekki að láta sjá sig utan skóla- veggjanna í skrautlegum einkennis- búningum sínum. í leikfangabúðunum er nú plast- dúkkan „GI Joe“ eftirsótt á ný. en eftirspurnin hrapaði niður úr öllu valdi á dögum stríðsins. Gömlu dát- arnir frá Vietnam sem nutu tak- markaðrar hylli, af því að þeir komu ekki með sigurinn heim, hafa nú hlotið uppreisn æru, er farin var sigurför þeim til heiðurs á Fimmta stræti, þar sem hundrað tonnum af litpappírsrenningum var dreift yfir þá. Reagan sté sjálfur fyrsta skrefið í þá átt að efla virðingu þjóðarinnar fyrir einkennisbúningum, en í maí 1981, skömmu eftir að hann tók við völdum, afhenti hann persónulega liðsforingjunum prófskírteini sín og kallaði þá „framvörð“ þess liðs sem ætti að yfirbuga hin illu öfl. Um leið hækkaði hann laun hermanna um sjö prósent. Hann fékk Pentagon slíkan fjölda starfsmanna til umráða að varnar- málaráðuneytið hefði aldrei látið sig dreyma um annað eins. Herforingj- um sínum bauð hann að gera innrás á karabisku eyjuna Grenada, til þess að sýna fram á að enn kynnu Banda- ríkin að vinna styrjaldarsigra. West Point, skóli þriggja Banda- ríkjaforseta, (Davis, Grant og Eis- enhower) og þeirra Lees, Pershings, Pattons og Mac-Arthurs, gegnirsínu hlutverki í þessu. Skólinn er opinn gestum og hingað koma vikulega þúsundir manna til þess að sjá „stað- inn þar sem rætur þjóðarstoltsins" '*ggja.“ Hjörtu gestanna slá örar er þeir líta 4400 unga kadetta ganga fylktu liði í skrautlegum einkennisbún- ingum fótgönguliðs Bandaríkjanna frá 1812 um æfingavellina. Ýmsir óska sér að eigin synir eða dætur mættu vera þarna með og öðlast tryggan frama. Ekki verður það af West Point skafið að nemendurnir eru hinir fág- uðustu í framgöngu. Kadettarnir sem fylgdu blaðamönnunum um skólann kunnu greinilega alla hina fegurstu kurteisi, þegar þeir sýndu þeim stofnunina, þar á meðal sigur- súluna úr amerisk-mexikanska stríð- inu, styttur af ýmsum stríðshetjum og herskólakirkjuna, en þar eru hertánar á öllum veggjum og orgelið Saga West Point hefst árið 1778, þegar við Hundsonfljótið, 80. km. norðan við New York, var reist virki handa Bandaríkjaher í stríðinu við Breta. Ári síðar varð virkið að höfuðstöðvum Georgs Washington. Loks 1802 var svo stofnsettur hér herskóli, sem átti að mennta riddaraliðsforingja og herfræðinga handa hernum. Orðstír skólans óx óðfluga og æ síðan hafa foringjar héðan verið í fararbroddi, hvar sem her Bandaríkjanna hefur att orrust- ur. Frá öndverðu litu þó margir skól- ann hornauga og fannst það í and- stöðu við stjórnarskrá Bandaríkj- anna að mennta sérstakan hernaðar- aðal með þessu móti. Bandaríkin áttu heldur ekki stóran fastaher á friðartímum fyrr en eftir síðari heimsstyrjöld og kom það til af því hve fólk var lítt hrifið af atvinnuher- mennsku og foringjaklíkum. Sá sem vill komast inn í West Pointþaríaðveraáaldrinum 17-22ja ára, hafa góðar einkunnir að heiman og geta sýnt meðmæli einhvcrs þingmanns. Yfirleitt er það ekki föðurlandsást eða vopnadýrkun sem dregur nemendur að. Meira máli skiptir hitt að hér fæst ágæt menntun sem gefur góða framtíðarmöguleika. Reikningsdæmið er létt: Það kost- ar 15 þúsund dollara að stunda nám við Harward í eitt ár. En í West Point, þar sem námsskráin gefur ekki eftir því sem gerist við fremstu háskóla, eru engin skólagjöld. For- ingjaefnin fá meira að segja 500 doll- ara í kaup á mánuði, og að námi loknu er mönnum tryggð 18 þúsund dollara mánaðarlaun. Eftir fimm ára herþjónustu er hverjum svo frjálst að fara og fá sér aðra vinnu. Fyrsta árið eru foringjaefnin nefnd „Plebes" (Þ.e. almúgalýður) eins og forn-Rómverjar kölluðu al- mennig. Þetta er erfiðasti tíminn í skólanum og menn verða að þola alls lags píslir. Þeim er fyrirskipað að ganga svo hratt að þeir nái 180 skref- um á mínútu. Þeim leyfist að segja fátt annað en „Yes Sir“ og „No Sir.“ Þeir sitja sem styttur við matarborð- ið og stara niður á diskinn. Ekki má setja upp í sig næsta bita fyrr en búið er að renna þeim fyrri niður. Dagarnir líða með stanslausum æfingum, þar sem hættulegar að- stæður eru settar á svið, og verða menn að sýna þar hvað þeir duga. Kvalarar þeirra. þjálfararnir, eru úr röðum eldri nemenda. Þeir kenna þeint hermennskulistir eins og að handleika riffilinn, ganga í takt og skúra herskálana hátt og lágt. Þjálf- ararnir kunna flestir vel að meta og hagnýta sér þennan fyrsta vísi manna- forráða. í West Point endurspeglast anter- íska samkeppnin og kapphlaupið í ýktri niynd. Öll afrek nemenda eru skráð og gefnir punktar fyrir og sam- kvæmt þeim er staða þeirra ákveðin. Þetta ræður m.a. sætum þcirra í kennslustofunum, sem raðað er í stórt U. Hægra megin við kennarann situr besti nemandinn, en vinstra megin sá lakasti. Sama gildir í íþróttakappleikjum, sem í West Point eru iðkaðir af ákafa. Fótboltanum er ætlað að gera menn stælta, boxhringnum að gera menn harða. Gagnrýni á skólann kemur ekki aðeins frá vinstri. Hægri mönnum þykir sem stjórnunarhættirnir séu of nútímalegir og að baráttuandanum sé ekki gert nægilega hátt undir höfði. Nei, það verður ekki vart við mik- inn stríðsákafa þegar diskómúsíkin heyrist glymja út úr Ike-Hall yfir skólalóðina, þar sem þýski baróninn von Steuben þjálfaði menn Washingtons fyrir tvö hundruð árum. Þetta má þó ekki skilja sem svo að í Ike Hall sé öllum aga gleymt. Þetta er samkomustaður eldri nemend- anna og engum nýliða líðst að koma þar inn fyrir dyr. Þá umgangast menn ekkj, - og hver vill brjóta svo góða og gamla hefð?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.