Tíminn - 16.02.1986, Blaðsíða 22

Tíminn - 16.02.1986, Blaðsíða 22
22Tíminn Sunnudagur 16. febrúar 1986 Hvað varð um leikarana í Dýrasta djásninu? Fyrir rúmu ári sat íslenska þjóðin því sem næst cins og hún lagði sig límd fyrir framan sjónvarpstækin á sunnudagskvöldunt. Enginn mátti missa af hrcsku framhaldsþáttunum Dýrasta djásnið, þar sem lýst var lífi bresku nýlenduherranna í Indlandi, rétt áðuren landið hlaut sjálfstæði og samspili þeirra við innfædda, og inn- fæddra sín í rnilli. Áhorfcndur liföu sig inn í sögu- þráðinn og tóku afstöðu með og móti sögupersónunum. Merriek lögreglu- maður átti sér fáa formælendur, en Daphne, saklausa breska stúlkan sem drýgði ófyrirgefanlega synd í Susan Wooldridge fékk mikið lof fyrir frammistööu sína í hlutverki Daphne Manners. Ronald Merrick átti ekki samúð áhorfenda. augum bæði landa sinna og inn- fæddra með því að eiga vingott við einn þeirra síðarnefndu, átti samúð áhorfenda óskipta. Kannski eru einhverjir búnir að gleyma þcint Merrick og Daphne nú þegar, en ieikararnir sem fóru með hlutverk þeirra hafa ekki fengið frið til að gleyma þeirn. Tim Piggot- Smith, sem lék Mcrrick, hefur hvergi fcngið að vera í friði síðan og oft fær hann að verða var við að fólk álítur j hann sömu gerðar og Merrick, sem reyndar sýnir bara hvað hann lék vel! Hann hefur fengiö ótal tilboð um ný hlutverk, en þau eru oftast „hlutverk vonda mannsins," eins og t.d. í myndinni Syndirnar þar sem Joan Collins fer með aðalhlutverk. Þar var honum boðið að leika nasistafor- ingja og þarf enginn að búast við að þar hafi Ijúfntennskan ráðið ríkjum! Tim Piggot-Smith afþakkaði það pent. Hann cr nú um þessar mundir að leika í myndinni „Dead Man’s Folly“ sem gerð er eftir sögu Agatha Christie. Þar leikur á móti honunt leikkonan Susan Wooldridge. Susan Wooldridge fór einmitt með hlutverk Daphne Manners sem hlaut svo grimmileg örlög í Dýrasta djásn- inu. Hennar hagir hafa líka breyst síðan sjónvarpsþættirnir vöktu hina gífurlegu athygli, ekki bara hér á landi heldur um víða veröld. Ekki verður hún þó fyrir neinum aðsúg á götum úti og fólk virðist ekki þekkja hana aftur, enda var hún gerð hálflit- laus í hlutverki Daphne. En tilboðin hafa streymt til hennar úr öllum átt- um og þegar allt kemur til alls eru það þau sem skipta máli! Það má reyndar minnast þriðja jeikarans í Dýrasta djásninu, sem bíó- farar víða um heim hafa fengið tæki- færi til að rifja upp kynnin af. Það er Charles Dance, sem fór með hlut- verk Guys Peron. Hann frer m.a. með stórt hlutverk á móti Meryl Streep í myndinni Allt eða ekkert Tim Piggot-Smith var ósköp feginn að afkiæðast hlutverki Merricks. En fólk þekkir hann enn úti á götu. Susan Wooldridge var hins vegar gerð svo „upplituð“ í hlutverki Daphne að hún getur nú farið allra sinna ferða án þess að þekkjast. (Plenty). Charles Dance leikur á móti Meryl Streep í myndinni Allt eða ekkert (Plenty).

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.