Tíminn - 16.02.1986, Blaðsíða 20

Tíminn - 16.02.1986, Blaðsíða 20
20 Tíminn Sunnudágur 16. febrúar 1986 ftitíminn-l.yftitíminn-lyfti Þjáningar- skepna eins og allir hinir Viðtal við Dieter Roth Dieter kom uppá ritstjórn Tímans og sótti mig í við- talið. Ég hafði ekki séð hann áður og kom á óvart hversu líkur hann var bakara frá Suður-Frakk- landi á leið heim í hádeg- ismat; stuttur, þybbinn, í svörtum jakka, með derhúfu og gráan trefil, bústinn í framan og andlitið þögult. Hann var í fylgd með Bjössa, syni sínum, og þeir ræddust við í hálfum hljóð- um á meðan ég hafði til segulband og skrifblokk. Ég komst að því seinna að þeir voru að ráðfæra sig um kaup á snjóþrúgum. Eftir að teknar höfðu verið myndir af Dieter, Bjössi kvatt okkur og við ákveðið að fara á Múlakaffi til þess að spjalla saman, stóðum við út í vordegi á miðjum vetri í Síðumúlanum. Síðumúlinn mun seint verða kallaður fögur gata. Dieter sagðist muna Múlakampinn frá því hann bjó í Rcykjavík fyrir um tuttugu og fimm árum. Það var fyrir tíma skipulags og þá ægði samanótrúlegasta arkitektúr, kofaroghússem íbúarnir höfðu smíðað sjálfir og stækkað eftir þörfum. Eina húsið sem hann þekkti var hús Gutenbergsprcntsmiðju. Síðan hefur fjölbreytnin farið fyrir bí og eftir standa tvær beinar raðir af Gutenbergsprent- smiðjum. Á leiðinni niður á Múlakaffi fór Dieter að yfirhcyra mig um starfið; hvað hann héti þessi dálkur sem að viðtalið ætti að birtast í? - Listatíminn. - Listatíminn. Það er dálítið hátíðlegt. Ég hélt að hann héti Lyftitíminn. - Ha. - Lyftitíminn. Eins og að lyfta sér upp. Segir maður það ekki? Og að lyfta glasi. - Jújú. - Og fólk getur þá lyft sér upp mcð því að lesa þetta. - Þaö er ágætis nafn. Við köllum þetta Lyfti- tímann þegar viðtalið við þig birtist. Þcgar við komum að gatnamótunum á Veg- múla og Ármúla tók Dicter að spyrja mig um upplagTímans, hverjir gæfu hann út og hverjir læsu hann. Égsvaraði eftir bcstu getu og komst að því aö sú geta er ekki ýkja mikil. Síðan komu samskonar spurningar um Morgunblað- ið, Þjóðviljann, Dagblaðið og meira að segja Alþýöublaðiö og Vísi. Þegar Dietcr hafði l'engið staðgóðar upplýs- ingar unt íslenskan dagblaðamarkað og við vorum komnir að horninu við Hollywood rak hann tiugun í að segulbandstækið var ekki í gangi. Það fannst honum synd. Honuni fannst svona frjálst samtal á göngu miklu skemmti- legra en þcgar annar spyr og liinn svarar. - Ég kveikti á tækinu. - Má þctta ekki vera líka, þegar ég var með interview við þig? Hvað heitir þetta? Samtal? Dieter talar ekki kórrétta íslensku. - Þetta kallast sjálfsagt viðtal. - Já, viðtal. Samtal er viö lleiri en einn. - Ja, viðtal cr ákveðnara, cn samtal er frjáls- ara og kannski ekki jafn hátíðlegt. - Ég reyndi að taka viðtal við þig. Megum við ekki hafa þetta líka. Síðan gengum við inn á Múlakaffi þar sem kaffitíminn var í fullum gangi. Vörubílstjórar sátu á flestum borðunr og drukku kaffi úr föntum, stúlkur gengu á milli þeirra og tóku til óhreint leirtau og matarleifar og hvellur hávaði blandaðist kliðnum af samræðunum. - Það er kaffitími, sagði Dieter. Fjögur- kaffitíminn í Reykjavík. Ég man þegarég bjó hérna og var stundum á opinberum stöðum í einhverju máli þá var alltaf þetta „Jæja, nú á að fara í kaffi". Kaffi og svo var matur í hádeginu og svo kom aftur kaffi. Þegar maður var að ná í eitthvað þá var svo mikilvægt að fara í kaffi. Ég náði í bakka og setti tvo kaffibolla á hann og spurði Dieter hvort hann vildi eitthvað með kaffinu. Það vildi hann ekki, en benti svo á diskinn hjá manninum á undan og spurði: - Þessar kúlur. Þetta er voða mikið. Þetta hef ég aldrei séð áður. Hvað heitir þetta? - Æ, það man ég ekki. Grjónapungur? Viltu svona? - Já. Ég náði í eina svona kúlu og komst að því að hún hét ekki grjónapungur heldur ástarpung- ur Flókið líf Eftir smáþref um hver skyldi borga fundum við okkur sæti út í horni og ég spurði Dieter hvort hann hefði verið lengi á landinu? - Já, tvær vikur. - Og dvelur þú hér oft? - Jájá, ég hcf verið mikið hérna. Það er alltof flókið orðið lífið úti. Ég hef tekið svo mikið á mig að gera. Það hafði svo mikil áhrif. - Kemur þú þá hingað til hressingar? - Ég er að hitta fjölskylduna. Athuga húsin sem eru þar. Ég er líka að hugsa um að fara norður í Loðmundarfjörðinn meðsyni mínum, aðallega athuga hvernig vatnið rennur á vet- urna. Mér langaði að koma með og sjá. Svo erum við að undirbúa sýningu hérna með öðrum íslendingum í Sveaborg í Finn- landi. Jón Gunnar Árnason er með og Rúrí konan hans, Björn sonur minn og hann Kristján Guðmundsson og konan hans Sólveig. Við ætlum að sýna þar. Við höfum haldið nokkra fundi hérna til að undirbúa. Þessi sýn- ing gengur út frá því að við vorum saman á bi- enalnum í Feneyjum 1982. Þar sýndi ég fyrir Sviss og þeir Jón Gunnar og Kristján sýndu fyr- ir ísland. Björn var með mér og setti upp þetta sem ég hafði og þá var svo gaman að hitta Jón Gunnar og Kristján. Við vorum saman á cinu kvöldi og héldum kvöld-partý. Og það var svo gaman að þegar mér var boðið að sýna í Sveaborg þá fór ég bcint til þeirra og sagði: „Við skulum reyna að halda áfram útfrá því sem við gerðum í Feneyjum." í Sveaborg verða verkin sem við sýndum í Fcneyj um og út frá því kvöld-partý sem við tökum uppá tape og sýn- um fundur cða eitthvað svolciðis. Það átti að heita fundur, en svo á það að heita núna „Bein í köldum ofni“. Þegar Kristján var á fundi heima hjá mér þegar ég var í útlöndum, barnasonur minn heitir Oddur og liann var þar á meðan Kristján sat og beið cftir Bjössa, sonur minn, og liann var að leika sér með stórt bein. Mamma hans var vön að leika með honum og láta þetta bein í ofninn og láta það steikjast. Kristján vissi það ekki, að hún bara tók beinið af Oddi, og lét það í ofninn og lokaði svo. Kristján varð svo hissa og sagði „Læturðu bein í kaldan ofn?“ Þetta hlýtur að vera góð fyrirsögn sem Kristján hefur fundið upp fyrir sýninguna. Það getur líka verið mislukkað. Það er bara kalt bein. Bein, ekki einu sinni kjöt og ofninn er ekki einu sinni heitur. Þá getum við fengið af- sökun fyrir allskonar ntislukkað eða litlan varning. Skilurðu það sem ég segi? - Já, þaö held ég. Þú varst áðan að tala um að lífið úti hafi verið orðið flókið. - Já, ég var í krísu, eins og kallað er, í fjögur, fimnt ár og ég tók samt að mér ýmis verkefni sem ég varð að gera. Metnaður, þú veist. Þegar éger í krísu ogsvoleiðis, ég var svo þunglyndur, þá get ég ekki unnið. Þá varð ég að finna allskonar úrræður og þá verður maöur ennþá meira þunglyndur. Ég get með naum- indum gert þetta verra en ég get. Það cr kannski ekki vont fyrir stílinn. Það er realtískt að vera ekki alltaf uppá toppnum. Það lærði ég. Það er erfitt að læra þetta, seinlegt. Vilja ekki alltaf vera bestur og á toppnum og taka tillit til að lífið er nú bara svona, og verra ein- Itvcrn tímann. - Og crt þú að sætta þig við þetta núna? - Ekki, en ég get allavega talað um þetta. Menn horfa á það að maður er þreyttur og svo er líka mótstaðan að verða svo gífurleg hjá fólkinu sem að er í kringum mann úti, til dæmis; selja þetta. Og því betur sem þú ert þekktur því meiri mótstaða, til dæmis; öfund, fólk er ómeðvitað með öfund. Skilurðu hvað ég meina? - Áttu við gagnrýnendur eða listaverksala eða bara almennt viðmót í listaheiminum? - Nei, gagnrýnin mýkist. Gagnrýnendurnir eru allir hlýlegri. En þetta að græða peninga, að selja, listasalar; þeir voru á móti mér og reyna að skrúfa fyrir. Ef þeir geta ekki grætt mikið á þér, ef þú vilt ekki láta þá græða mikið, láta ekki margar prósentur. þá verða þeir gegn þér. Það er stór hringur í kringum mig, við get- um kallað það klúbb af listasölum, sem eru á móti þeint sem vilja ekki gefa sig. - Peningamennirnir eru orðnir áhrifameiri en góðu hófi gegnir. - Já, þaðfinnst mér. Ég hef horft á þetta í ntá segja bráðum fjörutíu ár og mér finnst að þetta sé orðinn stór partur af listinni. Það eru svona stór-bissnissmcnn, ákveðnir menn, sem geta grætt í þetta allskonar rusli sem er ekki mjög erfitt að melta. Þeir geta troðið uppá allskonar fólk, allskonar kjaftæði og áróðri og auglýsingaherferðum og allskonar brögðum sem ég hef séð. Mér finnst þetta ekki, ég hef séð þetta. Þeir leggja peninga í áróðurog binda listamennina með ákveðnum samningum, láta menn hafa mikla peninga svo miðlungsmálarar geti málað mjög stór verk og litrík og þá þarf bara einhverja listsala til að kjafta þetta upp. Þetta er fljótgert, þetta er í sterkum litum og það er auðvelt að melta þetta. Það er kannski skógur eða fígúrur og þá gengur þetta. Og þá verður það útúr sem gefur sig ekki að svona puntsölum. - Á þetta ekki eftir að ganga yfir á nokkrum árum? - Þetta á eftir að rætast. Ég vildi óska þess, vegna þess að þetta er eins og auglýsingateikni- stofa. Menn eru komnir með sinn eigin stíl og sinn vinnuramma. Villtu málararnir í Þýska- landi eru komnir með nokkra listaverksala sem draga þetta að sér og selja. - Þú ert þá aðallega að tala uni hinn svokall- aða neo-expressionisma? - Jájá. Ég hef séð mikið betra hjá þessum þýsku expressionistum fyrir fimmtíu - sextíu árum. Það sem maður getur séð er að það eru bissnissmenn í gangi, stór hringur, þetta er bissniss-vitleysuhringur sem snýst í kringum ákveðna list sem er léttmeti. Myndir sem mað- ur verður ekki að einbeita sér mikið við og sem ríkir menn geta keypt til að hafa uppá punt. Og þetta er mikið auglýst og þá geta þeir auglýst sig með því að hafa þessar myndir. - Hvað taka galleríin af sölunni? - Þeir bjóða manni sýningu og þeir taka svo 60% núorðið. - Fyrir tuttugu - þrjátíu árum þegar ég byrj- aði að horfa í þetta þá voru þetta 25%. Þcgar var eitthvað keypt fyrirfram þá fengu þcir kannski 30%. íslenskt viðtal - Þegar ég var að hugsa um hvað ég ætti að spyrja þig þá datt mér í hug að gera úr þessu dæmigert íslenskt viðtal og byrja á því að spyrja hverra manna þú værir. - Hvað heitir þetta. - Hverra manna og ætt og uppruni. Hver faðir þinn og móðir voru, hvernig uppvöxtur- inn hafi verið og svo framvegis? - Já. Faðir minn var Svisslendingurog móðir mín var Þjóðverji. Eða segir maður Þjóðverja. - Þjóðverji. - Það er karlkyn. - Þú getur líka sagt að hún hafi verið þýsk. - Þýsk. Þjóðverji er ckki til sem kvenkyn? - Það er notað yfir bæði kynin. - Ekki Þjóðverja. En Þjóðverjína? - Jújú, það ætti að ganga. - Móðir mín var Þjóðverjína og faðir minn var Svisslendingur. Ég er fæddur í Þýskalandi. Faðir minn bjó þar og vann, en fór til Sviss þeg- ar síðari heimstyrjöldin kom. Hann var kaupmaður, bissness manager held ég það heiti, framkvæmdastjóri í sykur- verksmiðju síðast áður en hann kom til Sviss. Það var þar sem seinna meir varð Austur- Þýskaland og þá tóku Rússarnir þetta og gerðu þetta að þjóðareign. Þá varð hann eignarlaus og fór aftur til Sviss. - Hvað varst þú gamall þegar þetta var? - Tólf ára þegar ég kom til Sviss. Ég var þar í tólf ár og var svo í tuttugu og finim ár í útlönd- um þangað til ég kom aftur. Til íslands kom ég 1957. - Var mikið um list á heimilinu? - Nei, það voru myndir með skóg og trjám og svolítið vatn. Landslagsprent, ekki einu sinni málverk. Þetta fannst mér alltaf list. Mér fannst ég ætti að geta gert það. - Fórst þú í listaskóla? - Nei. Það voru ekki til listaskólar í Sviss. Þú gast farið sem lærlingur á auglýsingastofu. - Og gerðir þú það? - Já. Og þá fer maður í listaskóla tvisvar sinnum hálfan dag á viku þar sem maður lærir skrift og litakerfið. í fjögur ár fór ég á auglýs- ingastofu. - Þú hefur þá lært grafíska hönnun? - Já, og auglýsingar og þetta dót. - Vannstu við þetta þegar þú laukst námi? - Nei. Ég hætti eftir það. Þetta var svo strembið. Maður þurfti alltaf að gera það sem séffinn sagði. - Hvað tókstu þér þá fyrir hendur? - Ég fór í byggingarvinnu. En veistu það að þetta hef ég sagt svo oft áður. Ég er orðinn dá- lítið þreyttur á þessu. - Eigum við þá ekki bara að sleppa þér við þetta? - Já. En ég skil þína sýn.að láfa þetta koma svona eins og þú segir. Svona íslenskt samtal. Var þetta ekki nógu gott. - Jújú. Margir af þeim sem koma til með að lesa þetta viðtal kannast við nafnið þitt án þess að gera sér grein fyrir hvaðan þú komst og hvert þú fórst. Og nafnið þitt held ég að sé ein- hverskonar táknmynd á íslandi. - Fyrir hvað. - Að það sé hægt að gera list hér norður í heimsrassi, listamaðurinn sem almenningur veit ekki livort er að gera grín að sér eða.... - Þetta heitir ekki aðal verk manns. Ég hugs- aði listina eins og maður fer í livaða vinnu sem er. Maður heldur að maður getur gert þetta, kannski svolítill metnaður með og svo gerir maður þetta bara til að lifa, komast í gegnum þetta. Það er bara vitleysa að halda að maður' taki þetta voða alvarlega eða að maður sé voða byltingarmaður. Manni er einhvernveginn ýtt í stöðuna og maður reynir að komast í gegnuni þctta. Það eru allir með þetta á heilanum og maður fær ekki afslöppun fyrir að fólk vill að maður sé eitthvað. - Að lifa upp í væntingar annarra. - Já, svo má segja. Eða stríða, vinna á móti allskonar uppáfíkn. Fólk segir „hann er þetta“ og skrifar blöð um þetta ogsvona og svona. Svo verður maður að taka gegn þessu. Það var mikið blaðamál í Sviss. Ég kom fram í sjónvarpi og var bara venjulegur. Smakkaði vín svolítið og var dálítið djarfur orðinn. Svo varð þetta voða mikið mál í blöðunum. Svo sá móðir mín þetta og hún varð alveg veik að son- ur sinn skyldi vera svona skandalmangari. Mér finnst þetta fínt dæmi um að það má ekkert. Sérstaklega fyrir þetta fór ég í blaðaviðtal til að segja að það er nú bara rólegt. Ég er ekki neinn glæpamaður eða idiot eða ruglingshaus, það er allt saman rólegt. Það er ekki svona, ég er það ekki. Svo fór ég í samtal við ýmsa menn í Sviss og ég sagði „okei, ég skal vera með í samtal ef að þið réttið minn hlut svolítið. Ég get sagt þetta er rangt og svona, bara til að hafa móður mína svolítið góða. Svo þegar blaðið kemur þá er aftur þessi hlið á mér sem aðal- punkturinn í frétt. Þetta finnst mér svolítið sárt. Maður getur nefnilega illa sagt einhverja hluti í samtali, laga sig eftir málinu og mannin- um sem er á móti. Hann getur ekki þýtt það sem manni liggur kannski á að segja. Maður er að svara spurningum og þú þekkir mig heldur ekki og ferð svo að hlusta á þetta og skilur það kannski heldur ekki. Og þá skilur þú eitthvað sem þú skilur eða heldur að ég hafi verið að segja, diktar þetta svolítið og þegar ég les þetta sem þú skrifar þá er þetta aftur á móti eitthvað sem ég er hræddur við. - Og þá þarft þú að fara í næsta viðtal. - Já, þetta er vítahringur. Bjössi fannst þú þetta? spurði Dieter þá son sinn sem hafði sest við borðið fyrir skammri stund eftir leiðangurinn. - Já, þær voru úr plasti, svaraði Björn. - Ég er að hugsa um að kaupa mér snjóþrúg- ur, sagði Dieter. Það er mikill snjór í Loð-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.