Tíminn - 16.02.1986, Blaðsíða 10

Tíminn - 16.02.1986, Blaðsíða 10
10 Tíminn „Horfðu á hnúann á hægri hendinni. Þú tekur vel eftir því sem ég segi. Hendin verður smám saman léttari og hún fer að lyftast. Hægt og hægt lyftist hendin þín og þegar hún snertir andlit þitt þá fellur þú í djúpan svefn.“ Sá sem hér talar í tilbreytingalitlum tón er Jakob Jónasson geðlæknir en hann er að dá- leiða samstarfsmann sinn unga stúlku sem vinnur á Kleppsspítalanum í Reykjavík. Salurinn er þéttskipaður starfsfólki spítalans og það ríkir eftirvænting í loftinu. Jakob situr gegn stúlkunni og talar hægt og rólega til hennar og innan skamms er höndin farin að lyftast og snertir að lokum andlitið. Bryndís en svo heitir stúlkan, er fallin í trans. Fyrsta stig dáleiðslunnar er að baki. Hér er ekki um neina skemmtisýningu að ræða eins og oft þegar dávaldar sýna brögð sín heldur sýnikennsla fyrir starfsfólk á vegum fræðslunefndar sjúkrahússins. Stúlkuna hefur Jakob valið nánast af handa- hófi en hann veit þó að vegna hæfileika hennar til einbeitingar tekur hún dáleiðslu vel og því kjörin til þessarar samvinnu. Jakob heldur stöðugt áfram að tala til Bryn- dísar í sama tilbreytingalausa tóninum og orð hans eru tilmæli eða skipanir sem húnhlýðir. Smám saman færir Jakob stúlkuna niður í djúp- an trans og gefur henni fyrirmæli um það að þegar hún vakni muni henni líða vel. Hann segir henni einnig að hún eigi að ganga að píanóinu í salnum þegar hún vakni, eftir að hafa fengið ákveðið merki, og slá á það nokkrar nótur en hún komi ekki til með að muna það að henni hafi verið gefin þessi fyrirmæli. Síðan er hún vakin á svipaðan hátt og hún var dáleidd. Eftir að Bryndís er vöknuð, og Jakob hefur gefið merki, fer hún að ókyrrast og stend- ur upp og slær nóturnar á hljóðfærið. Aðspurð gefur hún þá skýringu að hún hafi viljað athuga hvort píanóið væri í lagi. Þetta segir Jakob vera dæmi um réttlætingu sem við beitum meira og minna í daglegu lífi okkar þar sem ástæðurnar fyrir gerðum okkar eru ómeðvitaðar en við reynum að skýra þær með rökhugsun okkar þó svo að þær skýringar séu yfirleitt rangar. Hann bendir einnig á að tilraunin sýni tilvist þess sem kallað hefur verið undirmeðvitund eða dulvitund og áhrifum hennar á líf okkar og gerðir. í annað skipti sem Jakob daleiddi Bryndísi kallaði hann með dáleiðslu lömun í hægra fæti hennar þar til hann leysti hana aftur undan áhrif- um dáleiðslunnar. Að kennslustundinni lokinni fengum við Jakob til að segja okkur frá dáleiðslunni og notkun hennar í geðlækningum en hún hefur farið vaxandi á síðustu áratugum. Daleiðsla Mikilvægt hjálpartæki sem veitir aðgang að hinu ómeðvitaða Tíminn ræöir viö Jakob Jónasson geölækni um dáleiðslu og notkun hennar Ekki nýtt fyrirbæri Jakob er ekki mikið fyrir að aug- lýsa sjálfan sig eða það sem hann er að fást við en tekur ósk okkar hlýlega og innan stundar er hann farinn að tala til okkar í sama rólega tóninum og við heyrðum hann skömmu áður nota á þá sem hann var að ferðast með um óravíddir vitundarinnar. „Sefjun eða dáleiðsla er ekki nýtt fyrirbæri því vitað er að Forn-Grikk- ir notuðu hana eða aðferðir sem svipa mjög til dáleiðslu í lækninga- skyni. Frægastur þeirra er Ascletios en stafur hans varð síðar merki læknislistarinnar. Pað eru einnig uppi tilgátur um það að Forn-Egyptar hafi fengist við dáleiðslu en á miðöldum leggst kirkj- an gegn tilraunum sem þessum enda dáleiðslan þá talin kukl. í íslendingasögunum má finna kafla sem minna mjög á dáleiðslu til dæmis í Njálssögu þegar Njáll undir- býr Gunnar undir það að dulbúast sem Kaupa-Fléðinn. Þar segir Njáll honum nákvæmlega fyrir verkum cn sú frásögn minnir um margt á svo- kallaðar eftirsefjanir. Við vitum að sjálfsögðu ekki hvort höfundur Njálu þekkti til dáleiðslu en hann hefur greinilega haft geysi- mikla þekkingu á sálarfræði og mannlegum samskiptum. í rauninni má finna ótal dæmi um sefjun eða dáleiðslu meðal mismun- andi þjóða á mismunandi tímum en það er þó ekki fyrr en seint á síðustu öld sem farið er að vinna með þetta fyrirbæri á vísindalegan hátt og þá í Frakklandi. Nancy-skolinn Mesmer hefur oft verið nefndur fyrsti dávaldurinn þó reyndar sé ekki öruggt að hann hafi notað raunveru- lega dáleiðslu. Það gerðu þó ýmsir samtímamenn hans í Frakklandi og sérstaklega þeir scm kenndir hafa verið við Nancy-skólann. Freud kynnist svo þessurn vinnu- brögðum og fer síðar að nota þau á sjúklinga sína í Vínarborg. Ut frá dáleiðslutilraunum Freuds þróast síðan sálgreiningin og þau hug- tök sem lögð hafa verið til grundvallar sállækningum síðari tíma. Hann yfirgaf þó aðferðina og taldi sig ná sama árangri með öðru móti og tilraunir þessar liggja því að mestu niðri þar til eftir fyrri heims- styrjöldina en þá fóru læknar að ^ beita henni á hermenn sem höfðu orðið fyrir losti á vígvellinum. Eftirseinni heimsstyrjöldina kem- ur aðferðin aftur að notum við hj úkr- i un hermanna og er nú stunduð víða um heim með góðum árangri." Jakob kynntist dáleiðslu í læknis- námi sínu í Englandi og Svíþjóð en fór síðar til Þýskalands og vann með Dietrich Langen, sem var mikill kunnáttumaður á þessu sviði. Jakob hefur síðan verið einn helsti sér- fræðingur okkar hvað dáleiðslu snertir og notar hana í starfi sínu. Aðgangur að hinu ómeðvitaða „Það sem hefur heillað mig í sambandi við dáleiðsluna er það hversu greiðan aðgang hún gefur að ómeðvitundinni. Það má eiginlega orða það þannig að með henni komist maður í beint samband við ómeðvitund sjúklings- ins og aðferðin gerir það mögulegt að rifja upp minningar um sársauka- fulla atburði sem eru gleymdir. Þessu mætti líkja við tölvu. Mannsheilinn virðist skrá allt sem við skynjum og síðan er spurningin um að kalla það fram í vitundina. í dáleiðsluástandi er hægt að rifja þessa atburði upp og ekki aðeins efn- islega heldur einnig að kalla fram Sunnudagur 16. febrúar 1986 þær tilfinningar sem þeim voru tengdar. Þær minningar sem hér um ræðir eru handan þess meðvitaða þar sem gagnrýni okkar og rökhugsunar gæt- ir ekki. Reyndar er farið að líta á ómeðvit- und í víðtækari skilningi nú en þegar Freud setti fram kenningar sínar um fyrirbærið. Það er líka rétt að taka það fram að með dáleiðslu er ekki verið að þvinga neitt fram sem sjúklingurinn ekki vill, heldur er áhersla lögð á það að vinna með sjúklingnum með því að komast í samband við óskir hans og þarfir. Hér er um að ræða ákaflega sterkt og hentugt hjálpartæki sem notað er jafnhliða öðrum þeim aðferðum sem nútíma geðlækingar eru byggðar á. Það kemur í ljós að fólk tckur mis- jafnlega vel við dáleiðslu og þeir sem móttækilegastir eru fyrir hcnni eru yfirleitt fólk sem hefur þann hæfi- leika að geta einangrað hugsun sína frá umhverfi sínu og utanaðkomandi truflunum eða áhrifum. í þessu sambandi mætti tala um ákveðna persónugerð þó það sé ekki nákvæmlega vitað en sennilega er þetta bundið við einbeitingu og vilja- styrk. Læknanemar hafa reynst auðveld- ir í tilraunum af þessu tagi. Ég hef séð um fræðslu um þetta efni fyrir læknanema í ár, sem er hluti af námi þeirra á fimmta ári og í þeim hópum hefur alltaf reynst auðvelt að finna fólk sem tekur fljótt og vel við dá- leiðslu. Líkt og í svefni Það sem á sér stað þcgar maður er dáleiddur er það að með slökun ásamt einbeitingu er einstaklingur- inn færður í það ástand sem kallað er trans. Slökunin er algjör líkt og í svefni en viðkomandi er þó í vöku- ástandi. Hann tekur eftir því sem er að gerast í umhverfinu en dá- leiðarinn er samt sem áður eini tengiliðurinn við umhverfið og fyrirmælum hans er fylgt í hví- vetna. Þess ber þó að geta að enn er margt óþekkt í sambandi við dá- leiðsluna þó svo að þekkingu okkar hafi fleygt mikið fram á undanförn- um áratugum. Meðferðin fer oftast þannig fram að þegar viðkomandi einstaklingur er kominn í bærilegan trans þá eru yfirleitt gefin almenn fyrirmæli eða sefjanir um vellíðan og ró en síðan er reynt að gefa smám saman fyrir- mæli í samræmi við þau óþægindi sem verið er að glíma við hverju sinni. Dávaldurinn verður að þekkja sjúklinginn og aðstæður hans vel til að geta náð árangri. Hér er um að ræða geysimikið vald og því fylgir mikil ábyrgð: Það er því nauðsynlegt að ekki fáist aðrir við dáleiðslu en þeir sem með hana kunna að fara auk þekkingar á sálsýkisfræði. Það er oft spurt um það hvort hægt sé að fá mann sem dáleiddur hefur verið til að gera eitthvað sem brýtur gegn samvisku hans eða sið- ferðiskennd. Flest af þeim boðum og bönnum sem við höfum tileinkað okkur eru grafin djúpt í vitund okkar og verða því ekki auðveldlega yfirstig- in þó um dáleiðsluáhrif sé að ræða. Hagsmunir þess dáleidda verða því ávallt að sitja í fyrirrúmi og meðferðina verðurað sníða eftir þörfum og markmiðum einstakl- ingsins.'" Bilið milli sefjunar og dáleiðslu er oft á tíðum ekki breitt. Dáleiðsl- an er þó bundin við transinn en sefjunin eftur á móti víðtækari og hennar gætir töluvert í mannlegum samskiptum. Sumar tegundir dæg- urtónlistar eins og popp eru gott dæmi um sefjun. Góðir ræðumenn nota hana líka ef vill án þess að gera sér grein fyrir því og það má einnigsegja að henni sé beitt þegar foreldrar róa börn sín eða svæfa þau á kvöldin. Dáleiðslan er hins vegar mun dýpri sefjun og einkennist meðal annars af því að sá sem dáleiddur hefur verið er á valdi þess sem dá- leiðsluna framkvæmir. Áhrifin vara mislengi, allt upp í nokkur ár ef tilmæli dávaldsins hafa verið ræki- lega fest í vitund þess dáleidda." J.Á.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.