Tíminn - 16.02.1986, Blaðsíða 4

Tíminn - 16.02.1986, Blaðsíða 4
4Tíminn Lognmolla er ekki beinlínis þau veðurskilyrði sem koma upp í hugann þegar Hrafn Gunnlaugsson er annars vegar. A listamannsferli sínum hefur hann komið víða við og í kringum hann hafa blásið vindar sem gjarnan fylgja veðraskilum. Nýlega var Hrafn ráðinn yfirmaður innlendrar dag- skrárgerðar hjá íslenska sjón- varpinu og eftir að hafa starf- að í örfáar vikur hefur verið þyrlað upp moldviðri í kring- um hann sérstaklega vegna dagskrár sjónvarpsins um síðustu áramót. Þar sýnist sitt hverjum. Hrafn hefur verið skammaður fyrir að berast of mikið á, eyða sameiginlegum sjóðum okkar í dansleik sem skilur lítið eftir, hvetjatil þátttöku í Eurovision keppninni sem gæti reynst skattgreiðendum dýrt spaug, þótt hann álíti að svo verði ekki, og þannig mætti lengi telja. Á hinn bóginn heyrast einnig þær raddir að greini- legur munur hafi orðið á eftir að Hrafn kom til starfa hjá sjónvarpinu og það sé nú í fyrsta skipti að verða lifandi og skemmtilegur fjölmiðill. En hvernig lítur hann sjálfur á starf sitt og þá gagnrýni sem þegar hefur komið fram á störfum hans hjá stofnuninni. Veikurfyrirögrunum Honum cr mikið niðri fyrir, talar hratt og virðist hat'a skoðanir á öllu scm er að gerast í kringum hann. Hann kveður líka fast að orði. „Ég hef alla tíð vcrið vcikur fyrir því að taka áskorunum og ögrunum en þegar ég lít yfir það sem ég hef verið að fást við undanfarin ár tel ég að mér hafi tekist að gera mjög góð verk jafnframt því að gera mjög vond verk. Ég kom ekki hingað í sjónvarpið til að leita að hægu sæti eins og stjórnmálamaður sem finnur sér þægilega hankastjórastöðu heldurtil að takast á við hlutina. Hvað áramótadagskrána snertir þá er ég ánægður yfir því hvað þessi út- sending tókst vel dagskrárlega séð. Það liggur við því að hún hafi verið of vel heppnuð því fyrir þá sem vilja hælbíta mig er nú allt kapp lagt á að finna einhverja svarta fleti á þessu til að velta sér upp úr. Ég vona að þetta hljómi ekki eins og ég sé haldinn ofsóknarbrjálæði en menn verða að skilja það, að dag- skrárgerð kostar peninga og sum atr- iði eru dýrari en önnur. Ég er vanur að vera gagnrýndur. En varðandi áramótadagskrána þá finnst mér eins og nú sé í fyrsta skipti verið að gagn- rýna mig alfarið fyrir að hafa gert eitthvað vel. Reyndar hefði mér ekki tekist að gera þessa glæsilegu dagskrá ef ég hefði ekki haft einvala liði á að skipa svo sem Viðari Víkingssyni, Birni Emilssyni, Eddu Andrésdóttur og Agli Eðvarðssyni auk Sigurðar Sig- urjónssonar og margra annarra bæði innan sjónvarpsins og utan. Viðar hefur líka svarað drengilega gagnrýni sem fram hefur komið þar sem ég var dreginn til ábyrgðar fyrir það „að kostnaður hafi farið úr böndunum" við þennan áramóta- dansleik. Ætlun Viðars var að fram- kvæmdastjórn seldi auglýsingar mun dýrari en gert var og það setti auðvit- að strik í reikninginn. Annars er hættulegt að eyrnarmerkja einstaka dagskrárliði með auglýsingatekjum. Væri þá ekki alltaf tap á Stundinni okkar eða fréttum? Það er einnig rangt að tala um tap á einstaka dag- skrárliðum því slíkt verður að gera upp á ársgrundvelli auk þess sem sumir dagskrárliðir eru óhjákvæmi- lega dýrari en aðrir og við því er ekk- ert að gera.“ Fólk hrakið frá sjónvarpinu Eins og kunnugt er hafði Hrafn ráðið sig að sænska sjónvarpinu til Sunnudagur 16. febrúar 1986 Dagskrárgero kostar peninga segir Hrafn Gunnlaugsson sem telur sig hafa verið skammaðan fyrir að gera hlutina of vel Tímamynd: Árni Bjarna ■- '■"— áramóta en hafði auk þess verið boð- in þar staða næstu þrjú árin. Hann kaus þó að koma heim og stjórna dagskrárgerð við íslenska sjónvarp- ið. „Ástæðan fyrir því að ég tók þetta starf að mér var meðal annars sú að ég þekkti vel til sjónvarpsins frá fyrri tíð og hafði sem starfsmaður þess horft á ýmislegt gerast sem ég taldi að mun betur mætti fara. Sá sem stjórnar þessari framleiðslu þarf að þekkja nákvæmlega allar vinnslu- Íeiðir og það vildi þannig til að ég þekkti öll þessi störf og tel að það komi að miklu gagni. Þegar staðan var auglýst höfðu margir af fyrri samstarfsmönnum mínum samband við mig og hvöttu mig. Ég lét til leiðast og þá í þeirri fullvissu að ég stæði ekki einn í þessu heldur nyti aðstoðar bæði innan stofnunarinnar sem utan. Það er reyndar svo að mjög mikið af hæfu fólki hefur beinlínis hrakist frá sjón- varpinu og þetta fólk þarf að virkja. Sjónvarpið á að mínu áliti að starfa líkt og góð bókasöfn. Þau gefa ekki út bækur eða láta skrifa þær heldur safna saman því besta sem út er gefið og sjá um að fólk hafi greið- an aðgang að þeim upplýsingum og þeirri skemmtan sem þar er að finna. Sjónvarpið á ekki sjálft að fram- leiða allt sem það sýnir heldur örva listafólk úti í samfélaginu til starfa fyrir sig. Það fylgir líka gjarnan stofnunum eins og þessari að mönn- um erætlað að vinna að list sinni frá9 til 5 en það gengur oftast ekki upp. Við höfum til dæmis verið að taka ákvarðanir að undanförnu um leikin verk sem vinna á að á þessu ári. í því sambandi hef ég leitað til ýmissa leikstjóra sem ég þekki og treysti og þá í þeim tilgangi að þeir taki ábyrgð á því að þessi verk verði vel unnin. Þeir velja í samráði við okkur og höfunda það sem þeir vilja fást við í stað þess sem oft hefur verið gert, að leita í vandræðagangi að leikstjórum til að leikstýra einhverj- um handritum sem hingað hafa bor- ist án þess leikstjórinn hefði minnstu trú á handritinu.“ Samkeppni nauðsynleg „Sjónvarpinu er líka nauðsynlegt að hafa samkeppni og ég tel að ég hafi lagt mitt að mörkum í þeirri um- ræðu. Fyrirfimmtán árum byrjaði ég á því að hamra á nauðsyn þess að koma á laggirnar frjálsu útvarpi. Þá var þessu tekið eins og hverjum öðr- um brandara. Ég benti líka á að stutt yrði í það að fólk kæmi sér upp myndsegulböndum og að við færum að geta notfært okkur gervihnatta- sjónvarp. Síðar lenti þessi umræða inn á klaufalegan farveg og ég dró mig út úr henni. Það er eins og það sé eins konar þjóðareinkenni að hér eru sett lög sem leyfa hlutina en síðan settar reglugerðir til nánari útfærslu á lögunum þar sem allt er njörvað nið- ur og dregið til baka, eða bannað. Hrafn hefur látið að því liggja að hann ætlaði ekki að sitja lengi í skrif- stofustól yfirmanns dagskrárgerðar hjá sjónvarpinu. Við spyrjum hann því hvenær hann ætli að segja upp. Hann hlær hrossahlátri. „Það er ekki komið að því enn. Ég tel þó að menn eigi ekki að vera lengi í svona starfi og það sé nauðsynlegt að skipta um fólk. Ég veit ekki hversu lengi ég verð að ná því besta út úr sjálfum mér hér á þessum stað en þegar að því kemur er ég farinn. Ég hef gaman að því eins og aðrir tví- burar að takast á við hluti og njóta þeirra um leið. Þegar ég byggi hús og er búinn að koma á það þakinu er ég ekki mikið fyrir það að flytja inn og setjast í helgan stein, ég vil reisa nýtt í stað þess að fara að byggja ofan á það eina hæðina enn. Maður í skyrgámi Hrafn er vafalaust þekktastur sem kvikmyndaleikstjóri enda hlotið viðurkenningar sem slíkur og er einn af fulltrúum þeirrar kynslóðar sem hratt íslenskri kvikmyndalist af stað. En er hann þá hættur að búa til kvikmyndir eftir að hann er orðinn embættismaður á vegum íslenska ríkisins? Vonandi ekki. Mig langar til að gera mynd eða myndir sem kalla mætti „once upon a time in the north“ þar sem efnið er alfarið sótt í íslendingasögurnar. Ég sé til dæmis fyrir mér senu þar sem upp úr svörtum brunarústum rís maður sem hefur bjargað sér með því að skríða ofan í skyrtunnu. Hann er snjóhvítur af skyri, í kolsvartri rústinni og úr honum lagar rautt blóð. Ég sé líka fyrir mér mynd af þess- um sama manni þar sem hann er kominn í kirkju og konur halda á honum hita en óvinir hans komast ekki að honum vegna friðhelgi kirkjunnar og taka að lokum til þess bragðs af velta kirkjuskipinu ofan af honum. Ég sé líka fyrir mér mynd af stór- hveli sem rekið hefur á land og hópur manna vinnur að afla auðs þess tíma sem var kjöt og feitmeti. Vegna smæðar sinnar samanborið við stór- hvelið líkjast mennirnir einna helst fiskiflugum á skreiðarspyrðu. Ég hrekk upp á nóttunni þegar þessar sýnir sækja að mér. Þannig hafa myndirnar mínar fæðst.“ Það er þó hætt við því að þessar hugmyndir verði að bíða um sinn áður en þær komast á filmu því höfundur þeirra verður að fást við aðra skyrsái næstu vikur og mánuði. -JÁÞ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.