Tíminn - 16.02.1986, Blaðsíða 19

Tíminn - 16.02.1986, Blaðsíða 19
Tíminn 19 Sunnudagur 16. febrúar 1986 Menn gera margt til þess að komast í heimsmetabækurn- ar og einn þeirra er breski listamaður- inn Walter Barts- chelly, sem hér reyn- ir að slá fyrra met með því að halda á 104 bjórglösum í einu. Eins og sjá má endaði tilraunin ekki einsogtil varætlast. Konatilsölu Þessi stúlka var nýlega seld á tæpar þrjár milljón- ir íslenskra króna vestur í Bandaríkjunum. Fyrri eigandi hennar, John de Andrea er mynd- höggvari og bjó hana til úr plasti en Andrea vinnur verk sín aðallega í polyvinyl. Myndir hans þykja mjög raunverulegar en keppikefli hans er að endurskapa náttúruna í sinni fullkomnustu mynd. Það virðist einnig takast með ágætum árangri ef dæma má eftir þessu verki hans sem ber kven- mannsnafnið Lou. Aftur til Tvö þekkt nöfn á einni vél CASEINTERNATIONAL Frá 47 hestafla til 97 hestafla á mjög hagstæðu verði T.D. - 685L-2wd 72 hö. VERÐ KR. 520.000.- (gengi 27/1 ’86) monosins Alltaf þegar tækninýjungar halda innreið sína verða einhverjir til að mótmæla. í mannkynssögunni má finna ógrynni af slíkum dæmum og skiptir þá ekki máli hvort umræddar tækninýjungar hafi verið færibandið, brjósthaldarinn, örtölvan. eða kvik- myndin. Þegar steríó-hljóðupptakan hélt innreið sína urðu margir til þess að mótmæla kröftuglega. Meðal þeirra var bítillinn Ringo Starr. Honum og jábræðrum hans þótti steríó gefa ranga mynd af tónlistinni og í raun falsa raunveruleikann. Þeir efndu því til mótmælagangna og hrópuðu „Niður með steríó, snúum aftur til mono“. Og þeir báru barmmerki eins og sést á myndinni til þess að undirstrika sannfæringu sína. Síðan eru liðin nokkur ár og nú er varla nokkur til sem segir styggðar- yrði um steríó. Enda er það orðið hálf-gamaldags og digital-upptökur óðum að taka við af steríó. Það má því sjálfsagt fara að búast við mót- mælagöngum þar sem hrópað verður „Aftur til steríósins". ¥ D & IHF Járnhálsi 2 Sími 83266 110 Rvk. * Alsamhæfður gírkassi, 8 áfram og 4 afturábak. k Tveggja hraða aflúrtak. -k Vandað hljóðeinangrað öryggishús með miðstöð. k Yfirstærð af rafgeymi. kVökvaúrtak. k Demparasæti. k Annar fullkominn búnaður.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.