Tíminn - 16.02.1986, Side 23

Tíminn - 16.02.1986, Side 23
Sunnudagur 16. febrúar 1986 Coke bannað í Súdan Yfirvöld í Afríkuríkinu Súdan hafa ákveðið að skrúfa fyrir innflutn- ing á Coca-Cola og banna sölu þess í landinu. Mörg arabaríki hafa lagt innflutn- ingsbann á vörur frá Bandaríkjunum vegna stuðnings Bandaríkjastjórnar við ísrael en arabar hafa ítök í Súdan og mun bannið vera komið til fyrir tilstuðlan þeirra. í yfirlýsingu yfirvalda í Khartoum, höfuðborg Súdan, segir að atvinna þeirra sem unnið hafa við Coca-Cola fyrirtækið í Súdan muni tryggð en ekki látið uppi með hvaða hætti það yrði. Súdanir verða því að svala þorst- anum á einhverju öðru en Coca-Cola í framtíðinni. Sniglarnir vitlausir í bjór í Kenya eins og víða annars staðar þar sem blóm eru ræktuð í stórum stíl eru ýmiss konar plágur sem sækja á gróðurinn og erfitt getur reynst að stríða gegn. Á stóru blómaræktarbúi norður af Nairobi höfuðborg Kenya hafa menn fundið upp óvanalega aðferð við að drepa smásnigla sem iðulega hafa eyðilagt stóran hluta upp- skerunnar. Sniglarnir eru látnir drekka sig fulla. Forstöðumaður búsins komst að því fyrir tilviljun að snilgar löðuðust að sterku öli, væntanlega vegna súr- sætrarlyktarinnar. Þegarbölum með góðu sterku öli hafði verið dreift um blómaakrana kom í Ijós að sniglarnir löðuðust miklu frekar að ölinu en blóm- unum og ekki nóg með það heldur skriðu sniglarnir ofan í bjórinn og létu þar lífið drukknir í tugþúsunda- tala. Bokker Machariah en svo heitir bóndinn segir að ölið kosti hann miklu minna en dýrt skordýraeitrið sem auk þess fari illa með gróðurinn. AIDS í SKÓLASTURTUM Foreldrar barna í norður-norska þorpinu Dyroey hafa krafist þess að bandarískum hermönnum sem gista þorpið á nteðan NATO-æfing fer fram í nágrenninu verði bannað að nota sturtur í barnaskólanum vegna ótta við AIDS. Skólayfirvöld höfðu heimilað hermönnunum að nota sturturnar, en bæjarstjórinn hefur gagnrýnt þau fyrir að leigja þær þar sem honum þykir hcrmennirnir lík- legir til að smita börnin af AIDS eða öðrum sjúkdómum og foreldrarnir segjast ætla að halda börnunum frá skóla á meðan þetta ófremdarástand varir. Yfirlýsing frá yfirmönnum norska hersins þess efnis að allir bandarískir hermenn séu settir í AIDS-próf hef- ur ekki fengið þorpsbúa til að skipta um skoðun. Rlinrlir ■ ■ ■ ■ ■ ■ vörubílstjórar Umferðalögreglan í Nýju Delhi hefur staðfest það sem allir ökumenn og gangandi vegfarendur hal'a alla tíð vitað-vörubílstjórareru blindir. Sjónpróf á vörubílstjórum í Nýju Delhi hefur leitt í ljós að einn af hverjum fimm atvinnubílstjórum hafa fulia sjón. Af eitt hundrað bíl- sjórum sem tóku prófið reyndust 39 þurfa gleraugu. 20 höfðu sjón- skekkju, 15 voru með alvarlega skerta sjón og 3 voru með gláku. Vöru- og fólksflutningabílar valda um 68% af umferðaslysum á Indlandi og það er töluvert því hvergi í heiminum er jafn mikið um umferðaróhöpp og á Indlandi. NISSAN CHERRY er hæsta trompið Verð frá kr. 398.000.- ★ Sparneytinn ★ Lipur ★ TYaustur ★ Rúmgóður ★ Ódýr ★ Spennandi Hjá okkur er fjölbreytnin mest og kjörin best Munið bílasýningar okkar laugardaga og sunnudaga kl. 14—17 Tökum flesta notaða bíla upp í nýja.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.