Tíminn - 16.02.1986, Síða 16

Tíminn - 16.02.1986, Síða 16
16 Tíminn Sunnudagur 16. febrúar 1986 ERLEND MALEFNI Þórarinn Þórarinsson skrifar Mikil dómadagsræða flutt á aldarafmæli stjórnarflokks Rajiv Gandhi hefur aflað sér mikilla vinsælda FYRIR nokkrum dögum voru þrír menn dæmdir til dauða fyrir morðið á Indiru Gandhi. Ein þeirra heldur því fram, að hann sé saklaus og muni upplýsa, þegar málið kem- ur til hæstaréttar, hverjir morð- ingjarnir séu. Búist er við að mál þremenninganna gangi til hæsta- réttar og góður tími geti liðið þang- að til endanlegir dómar verði felldir. Dómarnir nú hafa því ekki valdið slíkum æsingum meðal Sikka, sem margir óttuðust. Morðið á Indiru Gandhi vakti mikinn óhug á sínum tíma. Það var ekki aðeins talinn svívirðilegur verknaður, heldur greip jafnframt um sig sá ótti, að í kjölfar þess myndi fylgja óöld og stjórnleysi á Indlandi. Enginn einn maður eða fleiri gæti fyllt það skarð, sem orðið hefði við fráfall Indiru. Þessi skoðun er nú breytt. Flest- um kemur saman um að Rajiv Gandhi sonur hennar hafi þegar meira en fyllt skarðið, sem varð við fráíall móður hans. Hann nýtur orðið meiri vinsælda en móðir hans nokkru sinni naut og margir frétta- skýrendur telja, að undir forustu hans sé að hefjast ný framfara- og frjálslyndisöld á Indlandi. Undir forustu hans hafa orðið ýmsar mikilsverðar breytingar á stjórnar- háttum, sem hafi vakið trú á betri og bjartari tíma. RAJIV GANDHI var óþekktur og óreyndur sem stjórnmálamað- ur, þegar hann settist í sæti móður sinnar. Hann hafði fyrst og fremst aflað sér flugmenntunar og hafði um skeið verið flugstjóri hjá ítalska flugfélaginu. Ósennilegt var að maður með slíkt uppeldi gæti stjórnað með góðum árangri öðru fjölmennasta ríki heims, þar sem þjóðin var margklofin af þjóðernis- legum og trúarlegum ástæðum. Það hjálpaði Gandhi að vegna hins sviplega fráfalls móður hans og undirbúningsleysis hans sjálfs naut hann mikillar samúðar. Flokkur hans vann því yfirburða- sigur í þingkosningum skömmu eft- ir valdatöku hans. Pólitískur ferill hans síðan hefur ótvírætt styrkt stöðu hans. Að vísu hafa kosningar í fylkjunum Punjab og Assam, sem varð að fresta af þjóðernisástæð- um um skeið, gengið frekar á móti honum, því að þar hafa flokkar þjóðernissinna sigrað. Það þykir' hins vegar pólitískt afrek hjá Gandhi, að honum tókst með lagni og tilhliðrunarsemi að láta fara' fram friðsamlegar kosningar í þess- um fylkjum og tryggja sigur þeirra þjóðernissinna, sem eru fúsir til samvinnu við stjórn samríkisins í New Delhi. Hann þykirhafahaldið hér á málunt með hyggindum, festu og góðvilja. Margt í fari Gandhis sem stjórn- málamanns þykir benda til þess, að hann reyni á margan hátt að fara meira eftir fordæmi Mahatmas Gandhi, hins mikla leiðtoga sjálf- stæðisbaráttu Indverja, en fordæmi Nehrus afa síns og Indiru móður sinnar, sem stjórnuðu olt með harðri hendi. Þótt Rajiv Gandhi beri sama nafn og hinn mikli fyrir- rennari hans er enginn skyldleiki milli þeirra, nema ef tala ætti um andlegan skyldleika. En staða þeirra er hins vegar ólík og tímarn- ir aðrir. Rajiv Gandhi getur ekki ferðast um með spunarokk eins og nafni hans og hvatt til óvirkrar óhlýðni. Hann þarf að stjórna, en stjórnarhætti sína sækir hann á ýmsan hátt til Mahatmas að svo miklu leyti sem hægt er, m.a. þann- ig að vera látlaus í framkomu. ÞAÐ þykir orðið ljóst, að Rajiv Gandhi telur sig hafa styrkt svo stöðu sína, að hann geti látið til sín taka í vaxandi ntæli. Vitni þess þyk- ir ekki síst eins konar dómadags- ræða, sem hann hélt á 100 ára af- mælisfundi Kongressflokksins, sem hefur verið mesta pólitíska afl- ið í Indlandi nær allt frá stofnun hans. Þrátt fyrir klofning innan hans 1969 og 1978 hefur hann stjórnað Indlandi óslitið síðan 1947, er landið fékk fullt sjálfstæði. Á stofnfundinum í Bombay í desember 1885 mættu aðeins 72 menn. Á afmælisfundinn í des- ember 1985 mættu 100 þúsund manns, auk 300 fulltrúa frá 65 löndum. Þetta tækifæri notaði Gandhi ekki nema að litlu leyti til að lofa •störf flokksins og þann árangur, sem hann hefði náð. Indland hefur alltof mikið af fólki, sagði hann, er aðeins hugsar um eiginn hag. Við höfum embættismenn, sem þjóna ekki, heldur undiroka fátækíinga. Við höfum lögreglumenn, sem fylgja ekki lögunum, heldur vernda þá seku. Við höfum skattheimtu- menn, sem hljífa þeim, sem stela frá ríkinu. í þessum tón var mikill hluti ræðu Gandhis. Hann var ekki held- ur neitt mildari, þegar hann sneri sér að stjórnarflokknum sjálfum. Það er alltof lítið af hugsjónum og þjónustuanda í flokki okkar, sagði hann. Það eru alltof margir í flokknunt, er hugsa mest um að hagnast á kostnað samfélagsins. FRAMKOM A og ræður Gandh- is benda hiklaust til þess, að hann Rajiv Gandhi og málverk af frægasta leiðtoga Indverja, Mahatma Gandhi. vilji hefja Indland á nýtt stig, efna- hagslega og siðferðilega. Hann hef- ur dregið úr ýmsum höftum, sem eykur frjálsræði og framtak þeirra, sem hafa getu til að njóta sín. Að dómi margra fréftaskýrenda hefur hann unnið sér mest fylgi hjá mið- stéttinni, sem er vaxandi á Indlandi og áhrifamesta stéttin þar, eins og sakir standa. Á Indlandi eru hins vegar fátæklingarnir í yfirgnæfandi meirihluta. Fréttaskýrendur efast um, að Gandhi hafi enn náð nægi- lega til þeirra, er þeir geri sér þó vonir um að hann bæti kjör þeirra. Sá virðist líka fyrst og fremst til- gangur hans. Endanlegur dómur um stjórn hans mun fara mjög eftir því, hvort honum tekst þetta verk- efni, sem ekki verður leyst með neinu skyndiáhlaupi, heldur getur tekið áratugi að leysa, ef það þá tekst. Viljum fá fleiri til skoðunar - segja læknarnir Sigurður Guðmundsson og Haraldur Briem „Það eru stöðugt fleiri og fleiri ein- staklingar að koma í Ijós hér á landi, sem smitast hafa af AIDS- veirunni. Þróunin virðist vera með mjög líku móti og spáð var á síðasta ári,“ segja þeir Har- aldur Briem og Sig- urður Guðmundsson sérfræðingar á Borg- arspítalanum í Reykjavík. „Okkur finnst við- brögðin ekki hafa verið nægilega mikil og við vildum gjarn- an fá miklu fleiri til skoðunar en við höf- um fengið. Það er Ijóst að töluvert fleiri hafa smitast en þeir, sem leitað hafa til okkar og það er nauðsynlegt að koma þessu fólki til hjálpar.“ Talan tvöfaldast á árinu Eins og kunnugt er var í haust komið á laggirnar upplýsingamið- stöð við Landspítalann þar sem sérfróður læknir veitir upplýsingar um þennan banvæna sjúkdóm sem breiðst hefur eins og cldur í sinu víða um lönd á undanförnum árum. Hingað til hafa 17 manns greinst með smit hér á landi og þar af er einn þeirra látinn af völdum sjúk- dómsins, sem er ólæknandi enn sem komið er. En hverju spá læknarnir um framvindu AIDS á íslandi á þessu ári. Að áliti þeirra Haraldar og Sig- urðar má búast við því að tala þeirra sem greinast með smit tvö- faldist á þessu ári eða um 40 til 50 manns og þá er aðeins átt við þá sem leita læknis og greinast með AIDS-veiruna. Erfitt er að átta sig á því hversu margir einstaklingar eru nú þegar smitaðir en reikna má með að að- eins hluti þeirra hafi komið í Ijós. „Það er líklegt að hér sé fyrst og fremst um homma að ræða, sem eru í leynurn, én þeir geta verið mjög fjöllyndir jafnvel þó þeir séu það ekki hér heima. Sennilega er þetta hópurinn sem við hefðum helst þurft að ná til en að því er ekki hlaupið. Við viljum þó taka fram að forsvarsmenn Samtakanna 78 hafa verið okkur mjög hjálplegir og hvatt sína menn að koma til skoðunar," segir Sigurður. „Við bendum fólki eindregið á að koma til mælingar hér á Borgar- spítalanum eða þá að hafa sant- band við heimilislækna sína og láta þá taka blóðsýni til rannsóknar ef minnsti grunur leikur á því að um smit sé að ræða. Það er ekki ástæða til, né geranlegt að taka blóðsýni til rannsóknar úr hverju mannsbarni í landinu eins og stungið hefur verið upp á en þeir, sem eru í áhættuhóp- um, ættu tvímælalaust að koma til rannsóknar." Nafn mannsins spurðist út Eftir að fyrsti einstaklingurinn lést af völdum AIDS á Borgarspi't- alanum nú fyrir jól spurðist það fljótt út hver maðurinn hefði verið. Við spurðum þá Harald og Sig- urð hvernig staðið væri að verndun þeirra einstaklinga sem reyndust smitaðir. „Það er allt gert sem hægt er til að vernda þessa sjúklinga sem og aðra. Ef rétt er að nafn mannsins hafi spurst út þá er auðvitað mjög leitt til þess að vita. Þess ber þó að geta að sjúkrahúsið eða starfsfólk þess þarf alls ekki að hafa verið þar að verki og hér eins og annars stað- ar í heilbrigðiskerfinu er starfsfólk bundið þagnareiði." Nú liggur fyrir Alþingi frumvarp til laga um varnir gegn kynsjúk- dómum og er þar gert ráð fyrir því að AIDS eða ónæmistæring bætist í

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.