Tíminn - 16.02.1986, Blaðsíða 8

Tíminn - 16.02.1986, Blaðsíða 8
8 Tíminn Sunnudagur 16. febrúar 1986 GADDAFI BYLTING HANS D I 1EAGAN Bandaríkjaforseti hefur kallað hann „hættulegasta mann í heimi". Breska blaðið Guardian segir hann „meistara og herra hryðjuverkamanna". Egypski forsetinn, Anvar el Sa- dat kallaði hann „algjöran djöful í mannsmynd", og ekki eru þeir fáir sem segja þennan mann, sem á einkennisbúning fyrir hvert fylki hersins og að auki hinn óbrotna kyrtil „sonar eyði- merkurinnar11, vera kolvitlaus- an. En þegar menn sitja andspæn- is leiðtoga Líbýu, Muammar Gaddafi, þá virðist hann hreint ekki svona slæmur. Hann brosir vingjarnlega, hlustar þolinmóð- ur og af athygli, er kurteis og hljóðlátur. Úlfur í sauðarklæð- um? Enn betri leikari er Ronald Reagan? Eftir að herforinginn ungi velti hinum duglitla kóngi Idris úr valda- stóli árið 1969, hefur hann skarað glóðum elds að höfði sér um allan heim. Ástæðan er sú að hann hefur ekki viljað fara að dæmi annarra valdaræningja, hygla sjálfum sér í næði og treysta völd sín, heldur hefur hann viljað gerast byltingar- leiðtogi. Tvö markmið setur Gadd- afi efst: Að vinna að einingu araba- þjóðanna og mynda ríki Palestínu- araba, um leið og fsrael verður afmáð. Þótt margir arabaleiðtogar séu á sama máli, þá ' fylgja þeir skoðunum sínum ekki eftir af sömu hörkunni. Gaddafi telur sig málsvara undir- okaðra hvar sem þá er að finna. Þessi hirðingjasonur, sem að hluta til hlaut menntun í Englandi, veitir minnihluta og andófshópum um heim allan ráð og peningaaðstoð. Talið er að slík aðstoð hafi náð til um 40 landa. Gaddafi hefur fengið það óþveg- ið í vestrænum blöðum um margra ára skeið og á sér þar formælendur fáa, en samt sýnast litlar líkur á að honum verði velt úr sessi á næst- unni. Hann hefur fengið mörgu til leiðar komið heima fyrir þau 16 ár sem hann hefur setið við völd og sér verka hans víða stað, sé saman- burður gerður við ýmis önnur olíuríki. Sérhverri líbýskri fjöl- skyldu er til dæmis tryggð íbúð og 42 þúsund króna mánaðartekjur. Ætlast er til að fjölskyldan geti veitt sér að eiga bæði bíl og sjónvarp. Skólaskylda er fyrir bæði drengi og stúlkur og öll læknisþjón- usta er ókeypis. Sé um erfiðari til- felli að ræða er fólk sent til Evrópu í læknismeðferð. Einkum hefur Gaddafi þótt taka byltingarsinnaða afstöðu í málefn- um kvenna. Hann hefur barist fyrir Nokkrar ásýndir Gaddafi. Hann á sér einkennisbúninga fyrir öll tilefni. jafnrétti og vakið mikla reiði þeirra sem vilja halda við gömlu hefðun- um. Líka hefur hann gert skilnað að flóknara máli en var samkvæmt Kóraninum. Konur, sem annars staðar í islamska heiminum eru nær alveg réttlausar, eiga nú kröfu á framfærslueyri eftir skilnað og halda bæði börnunum og húsinu. Hann varð líka óvinsæll af því að hann lagði alla smásöluverslun undir ríkið. Hefur af því leitt skort á fjöldamörgum nauðsynjum, því stórmarkaðir eiga nú að gegna hlutverki torgsölunnar og gengur það ekki vel. Einn daginn má ef til vill sjá 50 km langa biðröð við stórmarkað- inn. Lögreglan hleypir tíu manns inn í einu. Fólkið kemur út með þvottaefnispakka, sem ekki hafa fengist vikum saman. í stóru vöru- húsi við höfnina var skammtað eitt par af skóm og ein nylonskyrta á mann. Matvara er og af skornum skammti: Fá má tómata í dósum, kínverskt te, en ekkert kaffi. En þrátt fyrir allt standa menn að baki leiðtoga sínum og eftir að Re- agan lýsti yfir viðskiptabanni tóku meira að segja andstæðingar hans málstað hans. Að utan fékk hann líka stuðning. Arababandalagið varaði við bandarískri innrás í Lí- býu og Saudi-Arabar, sem hefur fundist and-bandarísk afstaða Gaddafi allt of ströng, vildu ekki taka afstöðu gegn honum. Audvitað vildi ég deyja fyrir hann „Auðvitað vildi ég deyja fyrir hann, það er mérheilagt mál,“ seg- ir ein þeirra ungu kvenna sem eru í lífverði einvaldsins. Þessi 25 ára gamla kona, sem jafnframt er við nám í viðskiptafræðum við háskól-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.