Tíminn - 02.03.1986, Qupperneq 5

Tíminn - 02.03.1986, Qupperneq 5
Sunnudagur2. mars 1986 X028P „Já, en við tökum ekki við ávísun- um," svaraði Haukur og hló, „hins- vegar verður kreditkortamaskína líntd á rassinn á þeim." „Það verða líka sérstök herra- kvöld þar sem kvenfólki verður ekki hleypt inn,” sagði Vilhjálmur. „Síðan er hægt að hafa kvöld þar sem allir eru í leðurfötum frá Pan," bætti Haukur við og virtist vera far- inn að sjá fyrir sér gagngerar breyt- ingar á íslensku skemmtanalífi. Blaðamaður fletti aftur upp í bíó- reynslunni og sá fyrir sér sado/maso- klúbb, þar sem þeir sem hafa unun af því að kvelja hitta þá sem hafa unun af því að vera kvaldir og spurði Hauk hvort hann teldi slíkt falla í kramið. „Petta á ekkert skilt við slíkt," svaraði hann að bragði. „Pú hljómar eins og blaðamanna-stelpan af Þjóð- viljanum. Þetta er bara leðurklæðn- aður, kannski djarfari en mörland- inn á að venjast en ekkert óeðli. Við hjá Pan höfum fengið að heyra að það sem við værum að flytja inn væri eitthvað klám og við værum að auka frjálslyndi í kynferðismál- um. en þaðerlangt fráþví. Viðerum að selja fólki hjálpartæki svo það geti hresst upp á kynlífið hjá sér og okkar aðalviðskiptavinir eru hjón. Þetta kemur einmitt í veg fyrir að fólk leiti út fyrir hjónabandið eftir tilbreyt- ingu og það er einmitt nauðsynlegt núna á tímum AIDS." Nú kallar skyldan aftur á Hauk. Það þurfti að æfa upp fleiri atriði og nú voru það eggjandi hjúkrunar- konu-búningar. „Maður hefur heyrt marga tala um að gera eitthvað svona í gegnum árin." sagði Vilhjálmur vert, „en það hefur enginn þorað hingað til. Mað- ur getur ekki annað en dáðst að honum." Haukur hefur fengist við ýmislegt um ævina; unnið við og rekið kjöt- verslanir (sagði að uppúr því væri ekkert að hafa nema vinnuna), rekið video-leigu og sitthvað fleira. Hann var líka einu sinni félagi í Hvíta- sunnu-söfnuðinum. Það var á þeirn tíma er hann rak video-leiguna og vegna þrýstings frá safnaðarfélögum kallaði hann hana „Kristilegu video- leiguna." Ekki er blaðamanni kunn- ugt um hvernig söfnuðurinn lítur á það sem hann fæst við núna. Þegar Haukur kom aftur og enn á ný með vatnsglas var hann spurður að því hvernig það hefði viljað til að hann fór að versla með „hjálpartæki kynlífsins". „Við félagarnir fluttum inn smokka ogfórum eitt sinn til London að ná í nýjar og ferskar tegundir. Þegar við svo komum i' smokka- fabrikkuna þá sáum við að smokkarn- ir voru bara lítið brot af framleiðsl- unni. Inni hjá sölumönnunum voru allar hillur fullar af ótrúlegustu hjálpartækjum, sum hver svakalegri en maður hefði getað ímyndað sér. Það var virðuleg 54 ára gömul frú sem talaði með aðalshreim sem tók á móti okkur og hún spurði hvort við vildum ekki taka vinsælustu vibra- torana og selja þá í sex-sjoppurnar á íslandi. Þegar við sögðum henni að það væru engar sex-sjoppur til á ís- landi ætlaði hún ekki að trúa sínum eigin eyrum. í London er heilt hverfi, Soho, þarsem slíkar verslanir eru hlið við hlið í hverri götunni af annarri. Við vissum að apótekin hér heima hafa selt vibratora, þó svo þau láti sem þeir séu til annars en að hressa uppá kynlífið, svo við ákváðum að festa kaup á 1000 stykkjum af þrem- ur hógværustu gerðunum. Þegar við svo komum heim og buðum þetta í apótekin, hafði enginn áhuga, svo það endaði með því að við settum auglýsingu í blöðin til að reyna að losna við þetta. Strax dag- inn eftir bárust okkur 180 bréf og þá áttuðum við okkur á því að við höfð- um hitt á markað sem var í svelti. Við drifum okkur því í að ljósrita bæklinga sem við höfðum fengið hjá fínu frúnni í London og seldum úr honum og síðan hefur verið Brjálað að gera. Reyndar hafði ég veriö að pæla í að gera þetta fyrir fimm árum en þá bannaði konan mín mér að fara út í þetta." Aftur var Haukur rokinn og nú inn í búningsherbergi þar sem krakkarn- Tíminn 5 T'ytur inn hann 9era það ®®do/fnaso, þá Þetta par sem u Allave9a og Bryndtó ^ings „á «0 X027 hat Útlimalausa ambáttin og Stobbi fjölhraðall Gluggaö í vöruúrvalið hjá Pan Fjársjóöur fyrir orðabókarmenn Það er marga einkennilega hluti að finna á pöntunarlista póstversl- unarinnar Pan. Þeir auglýsa að „Hamingja okkar sé þeirra fag“ og við skulum líta aðeins í hverju sú hamingja er fólgin. Þar er að finna félaga fyrir þá sem eru einmana, ýmist í fullri líkamsstærð eða þá einungis þá hluti félagans sem koma að notum. ★ Cheryl. í stuttu máli: Þetta er fullkomnasta dúkkan okkar í fullri stærð, ekta hár, tíu tommu djúp „þú veist" sú sem kemst næst því að vera raunveruleg (sumir segja reyndar að hún sé betri en raun- veruleg) óþarfi er frá að segja. En hún segir aldrei nei. ★ Ástríður. Útlimalausa ambátt- in. Uppblásin í fullri stærð að undanskildum útlimum. ★ Ann (ungfrú dásamleg) opinn munnur ekta hár. Og konur fá eitthvað fyrir sig: ★ Jón langi. Konur, Nonni hefur hristireður. ★ Barnaskellir. Tungulaga skelfir með misnrunandi hraðastillingu. ★ Stobbi fjölhraðall. Eða Jumbó er tíu tommu flykki sérhannaður fyrir konur af stærri gerðinni. ★ Jöfur jöfra. Eða tvífarinn, tví- stefnu (tveggja gaura) skelfir sem titrarog snýst. Mjög hentugur fyrir tvær af veikara kyninu. Svona mætti lengi telja. Allur er pöntunarlistinn mikill fjársjóður fyrir orðabókarmenn og aðra áhugamcnn unr íslenska tungu. Hér eru nokkur sýnishorn: Raf-svalinn, Hólkurinn, Kjafta- kerlingin, Kreistan. Göngu- gaman, Þroskahjálp, Rumbufing- ur, Stjalarskelfir, Massífur forhýð- ingur án spýtis, Ruddinn, Ótemj- an, Óvænt endalok. Broddgöltur- inn, Hymingjuhattur, Limakrún- an, Gleðifingur, Bragðarefurinn. Algleyniingurinn. Burstinn, Snípaæsir, Hvati. Risaskrápur, Segul endurlífgari, Freistingin, Nautnajuðarinn, Skeiðvargurinn, Diddi hrckkjótti, Frikki fljóti, Tor- tímandinn o.s.fr. o.s.fr. ir voru að fara í enn nýjar pjötlur. Af því sem blaðamaður hafði séð var 1 áberandi hvað tutlur strákanna voru fáskúðugari; þeir höfðu fátt að fara í annað en þessa fyrrnefndu poka. En er vertinn ekki hræddur um að fólk vilji ekki vera þekkt fyrir að leggja sig eftir svona lágkúru? „Nei, ég held að sá tími sé liðinn að menn fari inn með uppbrettan krag- ann þar sem hætta er á að sjáist í brjóst," sagði Vilhjálmur. „Fólk tek- ur svonalöguðu sem sjálfsögðum hlut í dag. Ég held líka að kvenfólk sé mikið opnara fyrir þessu nú en áður." Kunningi Vilhjálmssem hafði set- ið í básnum og fylgst nteð æfingunni spurði Hauk þegar hann sneri til baka úr búningsklefanum hvort ekki færi fiöringur um hann að vcra innan um stelpurnar hálf- eða allsberar. „Nei, blessaður, nraður hættir að finna fyrir þessu," svaraði hann og bar vel nafngiftina sex-kóngur þá stundina. Krakkarnir komu nú úr búnings- klefanum og settust í básinn. Þau heita Linda Björk, Birna, Bryndís. Óli og Óskar og eru öll urn cða undir tvitugu.Þau voru spurð hvernig sýn- ingarnar hefðu gengið til þessa. „Ofsa vel. Vinirokkarbuðuokkur upp á kampavín eftir sýninguna í Sigtúni, því þeim fannst hún svo æðisleg. Það var líka svaka fín stemnming í salnum." En er þetta ekki hálf einkennilegt starf? „Þetta er virkilega gaman, alveg frábært. Við erum öll orðin góðir vinir eftir stutt kynni. Andinn er góður, við erum búin að halda tvö partý og farið einu sinni út að borða saman þennan stutta tíma.“ Blaðamaður getur vitnað um að hópurinn var samstæður því ef einn byrjaði á sctningu þá botnaði sá næsti og krakkarnir hljómuöu eins og talkór. „Meira að segja fcitabollan er skemnrtileg," sagði einhver og átti við Hauk sem sagðist því miður ekki geta tekiö þátt í sýningunni útaf vextinum. En var það ekki crfið ákvörðun að taka að sér að sýna pjötlur sem . mörgum þykja argasta klám? „Þctta er bara módelstarf og ekk- ert öðruvísi en ef við værum að sýna samkvæmisklæðnað. Fólk sérekkert meir af okkur en það sér í sund- laugunum þarsem kvenfólkiðerber- brjósta og karlarnir á litlum sund- skýlum." Þaö fer nú lítið fyrir svipum og handjárnum í sundlaugunum vildi blaðamaðurinn meina og vildi endi- lega draga mörk á milli heitu- pottanna og þessarar sýningar. „Já, en við erum að sýna sexy fatn- að og við reynum að tjá þær tilfinn- tngar sem tcngjast fatnaðinum," svöruðu krakkarnir. „Fólk má ekki halda að við séum einhvcrjir „sex- virtó" þó svo við sýnum þctta dót, við erum ekki að sclja okkur sjálf heldur vöruna." Þegar þau voru spurð að því hvort þau hefu þetta að aðal atvinnu kom í ljós að þau voru öll í annarri vinnu eða í skóla. Og öll þurftu þau á áuka- pening að hajda; ein var að byggja, einn að gera upp bíl og svo framveg- is. En þó þetta væri aukapeningur var ekki laust við að von um frama spilaði inn í þegar þau ákváðu að sækja um starfið. Þegar talið barst að því umtali sem myndi skapast í kringum svona sýn- ingu sagði Haukur að það væri ljóst að helmingurinn af þjóðinni kæmi til með að elska krakkana, cn hinn helmingurinn mundi að öllum lík- indum hata þá. Nú var komið að því að opna di- skótekið og æfingin var búin. Eftir að Haukur hafði látið blaðamann fá bækling frá póstversluninni Pan í nesti hrópaði hann á eftir honum. „Hcyrðu! það er mikið af fólki úti á landi sem kaupir Tímann; þú getur sagt því að við stefnum á hringferð í sumar." Þar hafið þið það. gse (Það skal tekið fram að biaðamanni tókst ekki að sannreyna hvort þær vörur sem Pan hefði upp á að bjóða væru jafn vinsælar og Haukur vildi vera láta. Það ber því að taka þær með fyrirvara.)

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.