Tíminn - 02.03.1986, Blaðsíða 6

Tíminn - 02.03.1986, Blaðsíða 6
Sunnudagur 2. mars 1986 6 Tíminn Mikhail Baryshnikov og Gregory Hines sýna fótleikni sína í nýjustu mynd Taylor Hackford, „White Night“. Myndin fjallar um Rússa sem flýr föðurland sitt til þess að öðlast listrænt frelsi og Bandaríkja- mann sem flýr sitt af pólitískum ástæðum. Fyrsta mynd sem Jerzy Skolim- owski gerir í Bandaríkjunum hefur þegar fengið sérstök verð- laun á Feneyja- hátíðinni og á sjálfsagt eftir að fá fleiri. Það eru heldur öngvir aukvisarsem fara með aðalhlut- verkin í myndinni, Robert Duvall leikur bófa sem á í erjum við löggu sem Klaus Maria Brandauer leikur. Þessar erjur enda í miklu ofbeldi enda kalla þeir ekki allt ömmur sínar. Remo Williams, leikstjóri myndarinnar „The Adventure Begins“, segir hana aðeins upphafið að röð mynda sem byggja á ritröðinni „Des- troyer“ eftir þá Warren Murphy og Richard Sapir. Með titilhlut- verkið fer Fred Ward sem gerði garðinn frægan í „The Right Stuff“. Myndin fjallar um kappa sem með aðstoð áttræðs Kór- eubúa sýnir illa innrættum og voldugum bófum í tvo heim- ana. Kóranska öidunginn leik- ur Joel Grey búinn nokkrum kílóum af farða. Óskar Clausen sá merki brautryðjandi í fangahjálp gaf ríkinu jörð sína Kvíabryggju með þeim tilmælum að þar yrði rekið opið fangelsi fyrir unga menn. í rúmlega 30 ár hefur svo verið gert og er Kvíabryggja sennilega eina stofnunin sem hefur komist nærri því að verðskulda heitið betrunarhæli. En hvernig er Kvíabryggja í dag, er stofnunin enn rekin í þeim anda er Óskar heitinn bauð? Ég, ungur maður lenti í kast við lögin og dvaldi þar sem fangi í tæplega ár og fékk því ágæta mynd af því sem þar fer fram. Hér á eftir ætla ég að segja frá því hvernig Kvíabryggja kom mér fyrir sjónir. Svona opin stofnun eins og Kvíabryggja hlýtur fyrst og fremst að byggjast á stjórnendum hennar. Þar ráða ríkjum hjónin Vilhjálmur forstöðumaður oe kona hans sem sér um matseld. Ég held að Óskar Clausen hefði verið mjög ánægður með þau án þess að ég hafi þekkt hann nema af prenti. Eftir því sem ég best veit þá hefur enginn vistmaður yfirgefið Kvíabryggju með þungan hug til þeirra hjóna, virkilega elskuleg hjón sem vilja allt fyrir menn gera sem þar gista. Taka þeim með opnum hug, dæma menn ekki fyrr en þau hafa kynnst þeim. Nokkuð sem þessir menn þurfa og hafa sumir aldrei kynnst. ^ starf fangavarða hefur ekki tekist eins vel. Þrír eru þarna starfandi og af þeim eru tveir virkilega liðlegir, en sá þriðji er frckar þreyttur og ber áhyggjurnar úr einkalífinu með sér í starfið. Að því er ég best veit þá er hann enn starfandi þarna. T.d. þrisvar í viku mánud., miðvd. og föstudagskvöld milli 18.30-20.00 má hringja í vistmenn og þegar hringt er í ellefu manns á ekki lengri tíma, auk þess sem ansi oft er erfitt að ná vestur, þá kemur stundum fyrir að fólk nær ekki sambandi fyrr en nokkrar mínútur yfir átta. En þá er þessi vörður ekkert nema leiðindin, neitar að leyfa fólki að tala við þann sem spurt er um og skellir jafnvel á. Síðan til þess að kóróna þetta þá skilar hann því ekki að hringt hafi verið, tekur yfirleitt aldrei skilaboð. Menn sem eru giftir eða með stúlku eru því áhyggjufullir að ástæðulausu. Fara jafnvel að ímynda sér að danian sé hætt með þeirrnslys o.s.frv. Fleira í þessum dúr gerir hann og er þetta högg undir beltisstað og hleypir illu blóði í menn. Mennirnir sem koma þangað eru að sjálfsögðu misjafnir og því fer andinn í hópnum eftir því hvernig rnannskapur er þennan og þennan tíma. En venjulega var andinn frekargóður. Fullt nafn á stofnunni er Vinnuhælið á Kvíabryggju og virkar það hálf hlægilega á þá sem þekkja til. Á sumrih er að vísu oft --------------------- nóg að gera allavega á meðan á heyskapnum stendur, en á veturna 'breytist þetta í hálfgerðan letigarð. Að vísu kemur smá netavinna, en . það er afskaplega lítíð. Ég álít að þetta sé kolröng stefna, þarna eru 11 fullfrískir nienn sem hvergi fá útrás. Eins og þetta er í dag þá er fangelsi ekkert annað en tímabundinn geymslustaður fyrir þá sem hafa gerst brotlegir við lögin. Einhver segir þá kannski að fangelsi eigi að vera það, en afhverju ekki að leiðbeina mönnum, kenna þeint einhverja iðn eða búa þá undir lífið sem bíður þeirra þegar þeir losna. Ég held að það yrði fjárfesting sem yrði fljót að borga sig upp ef einhverjar fyrirbyggjandi aðgerðir yrðu gerðar svo menn fari ekki bara strax út í ruglið er þeir losna. Á Kvíabryggju er borgaður dagpeningur sem ég held að sé 106 kr. fimm daga vikunnar hvort sem menn vinna eður ei. Þessi peningur nægir rétt svo ef menn reykja pakka af sígarettum á dag, (það er talið að 90% fanga reyki að meðaltali ) ef menn þurfa að hringja líka þá hafa þeir hreinlega ekki efni á því. Ef menn eru svo frekir að vilja líka t.d. sjampó þá þurfa þeir að betla í ættingjum eða félagsstofnunum. Væriekki nærað leyfa mönnum að vinna sér inn einhvern aur, engan stórpening rétt svo að þeir eigi fyrir hreinlætisvörum og smá pening þegar þeir koma út, t.d. fyrir ieiguhúsnæði. Að vísu geta flestir sem vilja fengið inn hjá Vernd sem vinnur gott starf, en margir vilja það ekki, vilja vera sjálfstæðir. Ekki einhver eilífðar olnbogabörn á félagsstofnunum. Afleiðingin af því að menn koma allslausir út cr oft að menn leita í gamla félagsskapinn, fara í ruglið, innbrot, ávísanafals o.s.frv. Það ------— --------=>--------- vantar hreinlega í dómskerfið að menn skilji að það margborgar sig að skila bættari mönnum út í þjóðfélagið. Það er ekki bara nóg að loka menn inni í ákveðinn tíma og svo komi þeir sjálfkrafa út sem bættir þegnar. En við verðum að muna að fangarnir eru misjafnir eins og mennirnir eru margir. Svo má ég til með að minnast á sorgleg dæmi eins og viðgangast á Litla-Hrauni. Þareru oft óhörðnuð ungmenni látin vera samvistum við fortherta fanta og af þeim sökum einum versnað en ekki batnað í hinu svokallaða betrunarhúsi. Þetta er grátlegt og ég er sannfærður um að margur góður drengurinn hefur farið illa á því. Einnig má ég til með að minnast á sálsjúku afbrotamennina . sem eru látnir dvelja þar. Hræsnin hjá yfirvöldunum í þeim málum er yfirþyrmandi, alltaf þegar áberandi mál koma upp eins og t.d. þegar ráðist var ástúlkuna í Þverholtinu, þá blossaði upp mikil umræða hvað eigi aðgera viðgeðsjúka menn. Nú verði að byggja sérstofnun og það strax, en um leið og umræðan lognast þá er málinu stungið undir stól. Og er þarenn. Síðan er það mannlegi þátturinn í dómskerfinu að réttara sagt skortur á honum. í ákveðnunt málum þá finnst mér að eigi að vera skyndiréttur, menn látnir taka út refsingu sína strax. Ekki verið að draga þetta allt upp í fimm ár eins ogdæmi eru til um. Allar aðstæður þeirra geta þá verið breyttar til hins betra er taka á út refsinguna. Menn komnir í góða vinnu, með konu og börn o.s.frv. Þarna er í rauninni veriðaðrefsa allt öðrummanni. En ég er ekki þar með að segja að menn eigi að sleppa við refsingu, en forgangsdómstóll yrði til hins betra, bæði fyrir hinn almenna borgara; og einnig fyrir ________— afbrotamennina. Sumirsafna jafnvel kvóta, þetta mörg afbrot og síðan fara þeir inn, fáránlegt. Einnig þegar menn sem eru með mörg afbrot á sér eru settir inn og síðan sleppt út, áður en dæmt er í sumum mála þeirra. Þurfa síðan að mæta ári seinna og klára, hvernig eiga þessir menn að byggja eitthvað upp. Það hlýtur að vera hægt að dæma í öllum málum þeirra meðan þeir sitja inni. íþróttaaðstaðan á Kvíabryggju er frekar bágborin, lítill lyftingasalur og einn fótbolti og túnið til þess að leika á. Ég held að fangar almennt hefðu gott af því að stunda íþróttir, bæði fengju þeir góða útrás og það hefði heilbrigð áhrif á þá að stunda hópíþróttir. Þegar ég var á Kvíabryggju þá voru örfáir sem stunduðu lyftingar og einstaka sinnum þá fóru menn út í fótbolta og höfðu mikið gott af. Annars var frítímanum eytt í taflmennsku, spil og lestur bóka. Það er segja þeir sem höfðu eirð í sér til þess. Flesta dagana þá dröttuðust örfáir á fætur fyrir kl. 11 eða 12, enda til hvers? Ekkert sérstakt sem beið þeirra. Annars er ég á því að það sem koma skal sé opin fangelsi, en þá verður líka að láta menn hafa eitthvað fyrir stafni, gefa mönnum kost á námi (eins og á Litla- Hrauni) og gera eitthvað fyrir fangana svo að þeir fari ekki bara sömu leið þegar út er komið. Ég er viss um að það yrði góð fjárfesting fyrir ríkið, því að flestir sem sitja inni ídageru þarekki í fyrstasinn. Það er ekki nóg að efla löggæsluna og byggja stærri og sterkari fangelsi. Með réttum aðgerðum á að vera hægt að forða mörgum frá því að lenda aftur inni. En það er ailtaf sama sagan, það er verið að spara aurinn og henda krónunni. Frímann. KOMPA Parið á myndinni eru feðgin. Þetta eru þau Diane Cilento og Jason Connery, fyrrverandi eiginkona og sonur Sean Connery. Þau leika saman í nýrri ástralskri mynd sem heitir „The Boy Who Had Everything11 og leikstýrð er af ungum áströlskum leikstjóra, Stephen Wallace. Hún fjallar um ungan mann sem ! kemst að því að það getur verið erfitt að vera fallegur, gáfaður, heill- andi og vöðva- stæltur. Cil- ento leikur móður hans sem er drykkju- sjúklingur og hefur því nóg með sín vanda- mál þó svo hún fari ekki að blanda sér í vandamál sonarins.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.