Tíminn - 02.03.1986, Blaðsíða 10

Tíminn - 02.03.1986, Blaðsíða 10
10 Timinn Sunnudagur 2. Ynárá 1'986 í Útlendingaherdeildinni í Djibouti þar sem Pálmi þjón- ar eru um 1500 málaliðar og deildin er vel útbúin hvað vopn og tæki snertir. Herafl- inn er stöðugt í viðbragðs- stöðu enda ókyrrt í mörgum nágrannaríkjunum. Herdeildin er mitt föðurland Frakklandi sem borgar brúsann. Hermennirnir eru allir launaöir og sagði Pálmi að hann væri með laun sem samsvöruðu um 50 þúsund krónum á mánuði. Hersveitin sér mönnum sínum að sjálfsögðu fyrir nauðsynjum en samt sem áður verða þeir að leggja út fyrir einu og öðru sem tilheyrir því að vera hermaður í Útlcndingadeildinni. Peir verða til dæmis að sjá sjálfum sér fyrir skóáburði en hermannastígvélin verða að vera svo vel burstuð aö hægt sé að spegla sig í þeim. Hina sérstöku hatta sem nefnast Kepi og eru einkennandi fyrir Útlendingaherdeildina verða hermennirnir einnig að kaupa. Gnægð gleðikvenna Pálmi segir dýrt að lifa í Djibouti en vestrænnn varningur er á svipuðu verði og heima á Islandi. Það reynir þó ekki mikið á þá hlið mála þar sem hermennirnir hafa í ýmsu öðru að snúast en að stunda búðarráp. Að vísu fara þeir á krárnar í höfuðborginni þegar tækifæri gefst. Pó bærinn sé ekki stór eru barir og skcmmtistaðir hátt á annað hundrað og gleðikonur á hverju strái. Útlendingaherdeildin í Djibouti hefur á að skipa um 1400 manna liði þannig að það setur að sjálfsögðu svip sinn á bæjarbraginn. Landið sem áður var frönsk nýlenda hlaut sjálfstæði árið 1977 en franski herinn hefur enn aðsetur í Djibouti enda er það vegna legu sinnar hernaðarlega mjög mikilvægt. Paðan nrá til dæmis auöveldlega stjórna siglingum skipa inn og út úr Rauðahafinu svo eitthvað sé nefnt en auk þess á Djibouti landamæri bæði að Eþíópíu og Sómalíu. Hér eru Pálml og félagar hans að gera jarðsprengjur klárar áður en þær eru grafnar niður. Spí'engjur af þessu tagi eru feiknarlega öflugar og geta þeytt stórum vörubílum hátt í loft upp. Refsingar: fangelsun eða refsivinna Þegar við töluðum við Pálma nú í vikunni voru í undirbúningi heræfingar og áttu þær að hefjast klukkan fjögur þá um nóttina. Hann sagði að það væri því ekki annað að gera en að fara snemma í bólið en fyrst yröi hann að þvo búninginn og strauja. Málaliðunum er umsvifalaust hegnt ef búningar þeirra eru ekki í lagi en refsingar eru aðallega fólgnar í fangelsun eða þá að menn eru settir í refsivinnu. Allt frá upphafi hefur miskunnarlaus agi verið eitt af einkcnnum Útlendingaherdeildarinnar og er svo enn í dag. „Pað verður allt vitlaust ef eitthvað fer úr böndunum og þá er eins gott að hafa sitt á hreinu,“ segir Pálmi þegar talið berst að refsingum. „Þeir sem lenda í því að brjóta eitthvað af sér eru oftast settir í refsivinnu verða að vinna allan daginn úti undir bcrum himni og fá ekki að leita í skugga yfir heitasta tírria dagsins þegar hitinn fer upp úr öllu valdi. Menn þola þetta misjafnlega og sumir bera af þessu varanlega skaða. Vaktir klukkan fimm Annars er mórallinn góður og þó að hér séu allra þjóða kvikindi, eins og það heitir, hef ég eignast prýðilega vini og félaga.“ Við spurðum Pálma hvernig mönnum gengi að tala saman þar sem þeir væru af svo ólíkum þjóðernum og sagði hann að það gengi vonum framar. „Við tölum saman á frönsku og það gengur ágætlega. Petta var að sjálfsögðu hrognamál til að byrja með en nú á ég orðið erfiðara með íslenskuna en að tjá mig á frönsku." Og hvernig gengur svo venjulegur dagur fyrir sig í herbúðum í Djibouti? „Það fer náttúrlega eftir því við hvað við erum að fást í það og það skiptið. Undantekningalaust erum við þó vaktir klukkan fimm á morgnana, reknir úr rúmunum og látnir hlaupa 8 til 15 kílómetra í fullum herklæðum áður en sest er niður til morgunverðar. Síðan er liðinu skipt upp í hópa eftir því hvað verið er að fást við og unnið fram til klukkan eitt en þá er siesta í þrjár klukkustundir yfir heitasta tíma dagsins. Þá fer yfirleitt enginn út úr skugganum nema þeir sem dæmdir hafa verið til nauðungarvinnu. Eftir siestuna taka við æfingar og vinna en klukkan sex er vinnudegi venjulega lokið. Þetta breytist að sjálfsögðu þegar um heræfingar er að ræða eða aðrar aðgerðir sem oft er hrint í framkvæmd fyrirvaralaust.“ Köfunarherdeild Sú deild sem Pálmi starfar í hefur sérstaklega verið þjálfuð í köfun og því eru æfingar hennar gjarnan tengdar sjó eða vatni. Af og til er flogið með hópinn nokkra kílómetra út frá ströndinni í þyrlum og hermennirnir látnir stökkva í sjóinn ýmist í froskbúningum eða án þeirra. Síðan eiga þeir að synda í land og taka þátt í hernaðaraðgerðum til dæmis með þvt' að sprengja upp brýr eða vegi. „Okkur var um daginn hent út úr þyrlum í 10 kílómetra fjarlægð frá ströndinni og við áttum aö koma okkur í land og æfa landgöngu sem fara átti fram nteð mikilli lcynd. Þegar við vorum kotnnir í sjóinn og byrjaðir á sundinu áttuðum við okkur á því að það var krökkt af hákörlum í kringum okkur. Sumir þeirra voru stórir, örugglega tæpir þrír metrar á lengd og alls ekkert vinalegar skepnur. Við þjöppuðum okkur saman og reyndum að vera eins rólegir og hægt var. Það er erfitt að átta sig á því í hversu mikilli hættu við vorum. Þeir syntu í kringum okkur og renndu sér annað slagið upp að okkur en það virtist vera meira einhvers konar forvitni en beinar árásir. Viö dóluðum okkur í land án þess að til nokkurra átaka kæmi en mönnum stóð alls ekki á sama.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.