Tíminn - 02.03.1986, Qupperneq 7
Sunnudagur 2. mars 1986
Tíminn 7
Einmitt þegar blaðamaður Tím-
ans var staddur í Svíþjóð um síðustu
helgi var flett ofan af einu mesta
hneykslismáli sem átt hefur sér stað í
sænsku viðskiptalífi í langan tíma,
þegar upp komst að einn æðsti
stjórnandi sænsku risasamsteypunn-
ar Fermenta, sem auk þess var kos-
inn maður árins 1985, hefur í fjölda
ára logið því upp að hann sé doktor í
líffræði frá virtum bandarískum há-
skóla.
Refaat El-Sayed heitir maðurinn,
egypskur innflytjandi sem á ótrúlega
skömmum tíma hefur unnið hug og
hjörtu Svía og komist upp í æðstu
stöður, maðurinn sem hefur fengið
viðurnefnin „fjármálasnillingurinn",
„margmilljónerinn", og „undrabarn
viðskiptaheimsins’1. Það var því ekki
að ástæðulausu sem Svíar kusu hann
mann ársins, enda er El-Sayed lýs-
andi dærni um mann sem hefur brot-
ist áfram af eigin rammleik, þrátt fyr-
ir að hann hafi sest að í landinu fyrir
aðeins tæpum tveimur áratugum,
allslaus og ótalandi á sænska tungu.
Hvar er doktorsskírteinið?
Upp komst unt lygina eftir að
sænski líffræðiprófessorinn Björn
Gillberg, sem lengi hefur verið einn
helsti baráttumaður umhverfis-
verndar í Svíþjóð rakst á viðtal við
El-Sayed í bandaríska viðskipta-
blaðinu Fortune, þar sem'El-Sayed
hélt því fram að hann hefði útskrifast
með doktorsnafnbót í líffræði frá há-
skólanum í Uppsölum árið 1973.
Líklega hefði vart vaknað grunur hj á
Gillberg, ef El-Sayed hefði
ekki einmitt árið 1973 verið að vinna
við sænska landbúnaðarháskólann
þar sem Gillberg vann einnig, og þá
var El-Sayed langt frá því að vera
nokkur doktor. Auk þess mundi
Gillberg ekki betur en.að El-Sayed
héldi því fram að hafa úrskrifast frá
Davis háskólanum í Kaliforníu sem
doktor í líffræði.
En Gillberg var nóg boðið þegar
hann rakst á annað viðtal við hann,
þá í litiu sænsku viðskiptablaði, þar
sem El-Sayed hélt því fram að hann
hefði átt gott samstarf við Gillberg
sjálfan varðandi umhverfisvernd í
kringum lyfjaverksmiðjur Fermenta
samsteypunnar, en Gillberg vissi
manna best að það var helber lygi.
Eftir að hafa gengið úr skugga um að
El-Sayed hefði aldrei stundað nám,
hvorki við Uppsalaháskóla né Davis
háskóla, ákvað Gillberg að koma
upp um lygavefinn.
Loks um miðja síðustu viku þegar
sænska síðdegisblaðið „Expressen",
hafði komist á snoðir um málið og
hélt því fram í flennistórum fýrir-
sögnum að El-Sayed hefði logið til
um menntun sína, fór boltinn af
stað.
En El-Sayed streittist á móti, þótt
raunar væri það vita vonlaust eftir að
málið varð öllum ljóst. „Skírteini
mín og skjöl frá Davis háskóla eru
niðri í kjallara heima hjá mér, þið
skuluð fá að sjá þau,“ sagði El-Sayed
og lét ekki haggast, en ásakaði hins
vegar Expressen fyrir rógburð og
lygi og að öfundarmenn hans hefðu
komið söguburðinum af stað. „Gott
og vel, þá bíðum við bara eftir próf-
skírteininu," sögðu sænsku fjölmiðl-
arnir.
Prófskírteinið frá Davis háskóla
lét á sér standa eins og búast mátti
Aðeins nokkrum
dögum áður
höfðu þeir El-Sa-
yed og Per Gyll-
enhammar, for-
stjóri Volvo gert
samning á milli
samsteypanna
tveggja, um að
leggja út í alþjóð-
legan lyfjaiðnaö.
Nú er Gyllenhamm-
ar legið á hálsi
fyrir að hafa sýnt
svikahrappnum
slíkan trúnað í
jafn mikilvægu
máli, án þess að
grennslast fyrir
um bakgrunn
hans.
„Þeirkjósa mig aftur
mann ársins!“
Eftir langar viðræður hjá ráða-
mönnum Fermenta samsteypunnar
alla aðfaranótt mánudagsins var El-
Sayed látinn segja af sér sem aðal-
framkvæmdastjóri samsteypunnar
og gerður að varaformanni stjórnar
Fermenta. Þar meðer hann búinn að
missa að mestu leyti sín völd, og þótt
hann eigi enn meirihluta hlutabréfa í
Fermenta munu áhrif hans hverfa að
mestu.
Lygin varð því undrabarni við-
Egyptinn Refaat El-Sayed varð eins og vænta mátti áhyggjufullur þegar
byrjað var að spyrjast fyrir um doktorsgráðuna hans. Nokkrum dögum
síðar baðst hann opinberlega fyrirgefningar á því að hafa logið. Lygin
varð honum að falli.
Björg Thorarensen
fréttaritari Tímans í Kaupmannahöfn
við og allt komst á suðupunkt í
Fermenta samsteypunni meðan á
biðinni stóð. Hræðsla greip um sig
meðal hlutabréfahafa í fyrirtækiríu.
allir fóru að selja þannig að um 50%
verðfall varð á hlutabréfunr, sem
,þýðir ekki svo lítið tap hjá fyrirtæki
sem veltir milljörðum sænskra króna
á ári hverju. Öllum var orðið Ijóst að
hneyksli var óumflýjanlegt.
„Fyrirgefið, ég hef logið“
Þar með hrundi ímynd Refaat El-
Sayed, „kraftaverkamannsins sem
reyndist vera loddari", en á sunnu-
dagkvöldið játaði hann sekt sína
frammi fyrir alþjóð þegar hann kom
fram í sænskum sjónvarpsfréttum.
„Fyrirgefið mér, ég hef logið, fyrir-
gefið," sagði El-Sayed niðurbrotinn
maður og fól andlitið í höndum sér.
Það er kaldhæðnislegt að aðeins
nokkrum dögum áður hafði hann
líka verið í sjónvarpi og öðrum fjöl-
miðlum, en af ólíku tilefni. þá með
Gyllenhammar, forstjóra Volvo
samsteypunnar. Þeir höfðu þá verið
að ræða möguleika á að stofna í sam-
einingu alþjóðlega samsteypu í lyfja-
iðnaði.
Það er hætta á að af þeirri sam-
vinnu verði ekki í bráð, enda er El-
Sayed búinn að glata því feikna
trausti sem menn höfðu á honum fyr-
ir hneykslið.
VIÐ
BYGGJUMÁ
REYNSLUNNI
BYGGINGAVORUR
ÓUDURLANDSBRAÚT 32 S. 82033
skiptaheimsins að falli, þótt áður
hefði hún verið honum til framdrátt-
ar því ólíklegt er að hann hefði kom-
ist svo langt sem hann náði án þess að
geta sýnt fram á nokkra menntun.
Hæfileikarnir eru þó a.m.k. fyrir
hendi því eins og El-Sayed segir
sjálfur núna: „Mér tókst að láta
hagnað Fermenta vaxa um 300% sl.
ár. Bendið mér á annað fyrirtæki hér
í landi.sem hefur náð sama árangri.
Þótt fortíðin hafi brugðið fæti fyrir
mig núna, þá rís ég upp aftur. Þeir
eiga ettir að kjósa mig mann ársins á
ný!“
SMIÐIR-
HÚSBYGGJENDUR
Maðurársins í Svíþjóð:
KRAFTAVERKAMAÐURINN
SEM REYNDIST
VERA LODDARI
- Laug til um doktorsgráðu
og neyddist til að segja af sér
valdastöðu