Tíminn - 02.03.1986, Blaðsíða 9

Tíminn - 02.03.1986, Blaðsíða 9
Súnnudágur'2. mars 1986 Þeir eru ekki margir landarnir sem hafa gerst málaliðar hjá frönsku Útlendingaherdeildinni sem talin er einn hrottalegasti her sem nú er haldið úti. Pálmi Pálmason lét það ekki á sig fá. Hann sagði upp hjá Pósti og síma í Reykjavík og sótti um inn- göngu í herinn og þjónar nú Frökkum í austur Afríku. Tekið með tortryggni Þegar Tíminn náöi sambandi við Pálma var hann staddur á heimili ísleifs Jónssonar verkfræðings, sem einnig dvelst í Djibouti, en þeir hittast stöku sinnum og skiptast á blöðum og fréttum að heiman. Þeir Pálmi og ísleifur voru að sötra kælda drykki þegar við hringdum frá íslandi. Djibouti er einn heitasti staðurinn á jörðinni þannig að norðanmönnum, sem þar eru staddir, veitir hvorki af vætu né kælingu. Pálmi sagði þó að það væri óvanalega svalt þessa dagana en hitinn er tæpar 30 gráður i forsælu. En það var ekki ætlun okkar að ræða við Pálma um veðráttuna heldur veru hans í Útlendingaherdeildinni sem er víðfræg fyrir hrottaskap og strangan aga. Ég var að vinna hjá Pósti og síma í Reykjavík við að bera út skeyti þegar ég ákvað að skella mér til Parísar og láta reyna á það hvort ég kæmist í Útlendingaherdeildina," segir Pálmi þegar við spyrjum hann hvernig það hafi atvikast að hann gerðist málaliði. Símasambandið er gott, rétt eins og við værum að tala saman innanbæjar. „Mér var reyndar tekið með nokkurri tortryggni í aðalstöðvunum í Fort De Noget en eftir nákvæma læknisskoðun og rannsókn á persónuskilríkjum mínum var mér boðið að skrifa undir samning og þegar því var lokið var ég orðinn atvinnuhermaður í franska hernum og það án þess að skilja stakt orð í frönsku. Léttist um 15 kíló Þetta var að sjálfsögðu aðeins byrjunin og framundan var fjögurra mánaða tortúr þar sem gengið var miskunnarlaust í skrokk á okkur nýliðunum. Égléttist um ein 15 kíló fyrstu tvær vikurnar. Það er óhætt að fullyrða að það hafði orðið töluverð breyting á lífi mínu frá því að ég var að bera út hjá póstinum. í æfingabúðunum var reynt að keyra okkur þannig út að stöðugt lá við að maður brotnaði niður. Pressan var bæði líkamleg og andleg og maður áttaði sig fljótlega á því að þetta voru engar skátabúðir. Það var verið að þjálfa okkur í því að drepa menn í stað þess að vera sjálfir drepnir. Aðalþjálfunin fór fram skammt frá Toulouse á stað sem heitir Casternaudary en þess á milli vorum við fluttir hingað og þangað til æfinga. Okkur var til dæmis flogið upp í Alpana og þar vorum við látnir æfa ýmiss konar aðgerðir í fimbulkulda með takmarkaðan útbúnað. Alla þá fjóra mánuði, sem undirbúningurinn tók, hlupum við fleiri klukkutíma á dag oftast með þungan farangur á bakinu og svo auðvitað vopnin í lúkunum." Pálmi sagði okkur að það hefði aldrei hvarflað að honum að gefast upp. Hann vissi að fyrstu mánuðirnir yrðu erfiðastir. Hann var heldur ekki einn því nýliðarnir, sem æfðir voru um leið og Pálmi, voru á annað hundrað og hann eignaðist strax kunningja sem voru að ganga í gegnum sömu reynslu og hann sjálfur. Það kom líka að því að æfingatímabilinu lauk og hann var orðinn fullgildur meðlimur frönsku Útlendingaherdeildarinnar. Hann var orðinn atvinnuhermaður. Þegar þessu takmarki var náð var honum boðið að velja í hvaða sveitum hann vildi starfa og komu þar nokkrir staðir til greina. Pálmi valdi Austur- Afríku en þar hafa Frakkar haft ítök um langan aldur. Þessi mynd var tekin af Pálma og félaga hans þar sem þeir voru að æfa meðferð á stórri langdrægri hríðskotabyssu sem bæði er notuð í loftvarnir og til að skjóta á skriðdreka og flutningalestir. Pálmi fékk sérstakt leyfi Útlend- ingaherdeildarinnar til að taka myndirfyrirTímann sem annars er stranglega bannað. Samsafn ribbalda og óbótamanna Það var einmitt til að vernda hagsmuni Frakka í Afríku sem Louis Philippe Frakklandskonungur stofnaði Útlendingaherdeildina árið 1831. Hún hefursíðan barist víða í Afríku, Evrópu, Ameríku og Asíu og tók meðal annars virkan þátt í báðum heimsstyrjöldunum. Hersveitirnar hafa lengi haft orð á sér fyrir að vera samsafn ribbalda og óbótamanna enda iðulega verið eina undankomuleið þeirra sem brotið hafa allar brýr að baki sér. Eftir styrjaldir í Evrópu hefur Útlendingaherdeildin iðulega verið eins konar athvarf fyrir atvinnuhermenn sem vegna friðarsamninga hafa skyndilega misst mikilvægi sitt. Síðast en ekki síst hefur þessi makalausi her ávallt haft ákveðið aðdráttarafl fyrir ævintýramenn sem ekki kalla allt ömmu sína. Legio Patria Nostra Pálmi segir okkur að mikið sé lagt upp úr því að kynna nýliðum sögu hersveitarinnar. Það er líka í anda kjörorðanna „Legio Patria Nostra" eða hersveitin er mitt föðurland en þeir sem ganga á mála sverja hersveitinni en ekki Frakklandi hollustueið. Eins og nafnið Légion Étrangere ber með sér er uppistaðan í hernum útlendingar. Yfirmenn eru þó flestir Frakkar til að tryggja nauðsynleg undirtök enda er það almenningur í Famas vélbyssurnar eru mikil drápstæki og þykja hentugar við mjög mismunandi aðstæður. Hér er Pálmi á æfingu skammt frá herbúðunum í Djibouti.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.