Tíminn - 02.03.1986, Side 11
Sunnudagur,2. mars 1986
Það er að sjálfsögðu fylgst með manni í
svona aðstæðum. Liðsforingjarnir taka
eftir því hverjir verða hræddir og hvernig
menn bregðast við. Maður reynir bara að
láta hlutina sem minnst á sig fá og fljóta
ofan á. Oftast reddast þetta einhvern
veginn.“
Maður getur ekki kvartað
Það kemur þó fyrir að menn láta lífið
á æfingum þegar eitthvað fer
úrskeiðis.
Útlendingaherdeildirnar hafa iðulega
misst fólk við undirbúningsæfingarnar
t.d. í Ölpunum þar sem heilu hóparnir af
nýliðum hafa orðið úti vegna kulda og
vosbúðar. Pálmi sagði að sveit hans hefði
verið heppin það sem af er.
„Við reynum að styrkja hver annan þó
svo að maður viti að þegar á hólminn er
komið verði maður að geta staðið einn.
Við höfum ekki misst neinn mann á
æfingum eða orðið fyrir verulegum
skakkaföllum og á meðan svo er getur
maðurekki kvartað."
Hegnt fyrir að
standa ekki rétt
Nýlega fylgdist franska sjónvarpið
með æfingum hjá
Útlcndingaherdeildinni í
Castelnaudary. Þegar myndin varsýnd í
sjónvarpi kom í ljós að einn málaliðinn
stóð ekki rétt miðað við félaga sína. Hann
var umsvifalaust leitaður uppi og hegnt
grimmilega fyrir þessa yfirsjón sem hafði
sett blett á herdeildina að áliti yfirmanna
hans.
Pálmi sagði að persónulega hefði hann
alveg sloppið við að lenda í útistöðum við
yfirmenn sína. Hann hefði lagt kapp á að
haga sér samkvæmt settum reglum enda
kæmust menn ekki upp með annað og
allur trassaskapur væri mjög illa
þokkaður.
Vopnin hiuti tilverunnar
Við spurðum hann um vopn hans og
verjur?
„Ég er vopnaður
hríðskotabyssu af Famas- gerð en þær eru
franskar og þykja afbragðs verkfæri.
Hlaupvíddin er 5,56 mm og magasín taka
25 skot.
Ég er líka látinn bera þrjár sprengjur,
sem hægt er að nota byssuna til að varpa.
Pegar byssunni hefur verið breytt í
sprengivörpu er hægt að granda með
henni skriðdreka á um 100 metra færi eða
þá þéttum hópi óvina á 340 metra færi.
Okkur er uppálagt að skilja vopnin
aldrei við okkur og eru ströng viðurlög
við því að fylgja því ekki eftir. Ég meira
að segja sef með verkfærið hjá mér. Petta
verður smárn saman óaðskiljanlegur hluti
manns."
Gengurðu þá ekki líka með
skammbyssu eða vopn af léttara tagi?
„Nei, hríðskotabyssan er látin duga
enda er hún smíðuð með það fyrir augum
að hægt sé að beita henni í návígi
jafnframt því að hægt er að nota hana á
skotmörk í töluverðri fjarlægð. Óbreyttir
hermenn eins og ég bera þó ekki allir
sams konar vopn. Sumir eru með riffla og
aðrir sprengivörpur og þeir hafa
skammbyssur til að verja sig í návígi.
Petta fer líka eftir þeim stöðum sem
deildirnar eru á því vopnin eru valin eftir
þeim verkefnum sem við er að glírna."
Eins og hver önnur vinna
Pálmi lætur heyra á sér að honum
þyki hann hafa sagt okkur nóg og
vill fara að slá botninn í þetta
samtal milli heimsálfanna. Hann biður
okkur að gera sem minnst mál úr þessu
ævintýri sínu.
„Pið megið ekki láta þetta líta þannnig
út að ég sé að grobba at' því að vera
atvinnuhermaður. Pað er ekkert til að
monta sig af. Þetta er eins og hver önnur
vinna og lítið meira um það að segja.“
Við lofum því og getum reyndar fullyrt
að eftir þessi stuttu kynni okkar af Pálma
Eiríki Pálmasyni eins og viðmælandi
okkar heitir fullu nafni virðist hann ekki
vera maður sem gerir mikið af því að lofa
eigið ágæti.
Fáir herir halda uppi jafn ströngum aga og franska Útlendingaherdeildin þar sem mönnum
er hegnt grimmilega fyrir minnstu yfirsjónir.
Aðspurður segist Pálrni sakna vina og
kunningja heima á íslandi en á hinn
bóginn sér hann ekki eftir því að hafá
gengið í Útlendingaherdeildina.
Samningur hans hljóðar upp á fimm ár
og hann er staðráðinn í því að standa sína
pligt enda er samningurinn órjúfanlegur.
Við spurðum hann hvort hann hefði
aldrei velt fyrir sér þeim möguleika að
gerast liðhlaupi og flýja.
Nei, því hafði hann aldrei velt fyrirsér.
Það er heldur ekki tekið með neinum
silkihönskum á svoleiðis tilraunum.
Við höfðum frétt að það væri alsiða að
drepa liðhlaupa umsvifalaust en ekki vildi
Pálmi staðfesta það.
Sé ekki eftir neinu
Hann var að lokum spurður hvort
hann væri ekki oft einmana og
hvort hann saknaði ekki vina og
kunningja í þessu byssubrölti svo langt frá
fósturjörðinni.
Hann hló við og minnti okkur á kjörorð
Útlendingaherdeildarinnar „Legio Patria
Nostra“, herdeildin er mitt föðurland.
„Jú auðvitað saknar maður fjölskyldu
og vina. Ég get þó sagt ykkur það að allt
frá því að ég var tólf eða þretján ára var
ég staðráðinn í því að prófa eitthvað í
þessum dúr. Reyndar ætlaði ég að ganga
í bandaríska herinn og eftir að ég datt út
úr námi í Fjölbrautaskólanum í
Breiðholti sótti ég um að komast í hann.
Það klikkaði á einhverjum formsatriðum
en þá gékk ég með það í maganum að
komast í tölvudeild hersins og afla mér
þannig menntunar sem mundi nýtast mér
síðar.
í þess stað endaði ég hér í Djibouti og
hér eru talnagrindur algengari en tölvur.
Ég sé samt ekki eftir neinu eins og ég
sagði ykkur áðan og þetta er ekki verra en
ég bjóst við."
Hvað sögðu foreldrar þínir um þessi
áform að gerast atvinnuhermaður?
„Þeir hvöttu mig frekar en hitt. Ég er
líka viss um að ég hefði aldrei fyrirgefið
sjálfum mér ef ég hefði ekki stigið skrefið
til fulls.“
Dögum og vikum saman verða hermennirnir að halda til úti
í náttúrunni oft við mjög lítinn kost.
Yfirmenn í Útlendingaherdeildinni eru flestir franskir en her-
mennirnir eru allra þjóða kvikindi eins og Pálmi orðar það.
\