Tíminn - 02.03.1986, Qupperneq 14
14 Tíminn
Sunnudagur 2,- mars 1986.
„Þó ég geti veriö pólitískur í ijóðun-
um þá er ég ekki flokkspólitískur"
Tímamyndir: Sverrir
Viðtal við Atla
Jósefsson 13 ára
skáldmæring sem
byrjaði að lesa
Ijóð fyrir sjö
mánuðum, að
yrkja fyrir fjórum
mánuðumog
hefur þegar sent
frá sér eina
Ijóðabók
Nú fyrir síðustu jól kom út fyrsta
ljóðabók Atla Jósefssonar. Það fór
frekar lítið fyrir þessari bók í öllu
flóðinu, enda gefin út í takmörkuðu
upplagi.
Það fer líka frekar lítið fyrir Atla
sjált'um; ekki það að hann sé óvenju
lítillátur eða innísig, heldur fyrir það
að hann er frekar lágur í loftinu enda
er hann ekki nema þrettán ára
gamall.
Þó íslendingar hafi ætíð farið
snemma að yrkja, Egill skáldjöfur
Skallagrímsson var ekki eldri en
þriggja vetra þegar hann lagði grunn-
inn að skáldferli sínum, þá er það
orðið fátítt að unglingar sendi frá sér
ljóðabækur fyrir fermingu.
Tímanum lék forvitni á að ná tali
af hinum unga skáldmæring og fá
hann í spjall um líf og list.
Nú er það siður íslenskra blaöa að
tala nær einungis við listamenn sem
annað hvort hafa rétt rekið nefið
fram á sjónarsviðið eða þá sem sjá
má á eftir út af sama sviði.
Þetta getur oft á tíðum orðið
hvimleiöur andskoti, eins og kallarn-
ir segja, blaðamenn virðast sækjast
cftir því að ná í síðasta viðtalið eða
geta hreykt sér af því seinna að hafa
orðiö fyrstir til að vekja athygli á
listamanninum.
En ég má nú líka.
Að þessum annarlega formála
slepptum spyrjum við Atla að því
hverra manna hann sé, sem er ljúl'
skylda þeim er vilja rækta hefðina.
..Ég er ættaður úr Skagafirðin-
um," svaraði Atli. „og móðurafi
minn var líka skáld þó svo hann gæfi
aldrei út bók. Hann orti mest grín-
vísur um stjórnmálamenn. En for-
eldrar mínir eru hvorugt skáld".
Atli hefur erft sitthvað eftir afa
sinn því þó flest kvæði hans í bókinni
séu alvarlegs eðlis þá birti hann eftir
sig gamanvísu í blaði sem hann gaf út
ásamt tveimur kunningjum sínum;
þeim Þorvaldi Gröndal og Eyþóri
Hilmarssyni.
Og vísan er svona:
Er Gciri með gervinef?
sem er hannað fyrir peningaþef.
Nú er hann í Seðlabanka
þar er hann á réttum hanka.
Svo mörg voru þau orð.
Næsta spurning sem Atli fékk á sig
var um hvenær hann hefði byrjað að
yrkja?
„Það var í október síðastliðnum,"
svaraði Atli, „þáfékkégandannyfir
mig og byrjaði".
Og hvernig lýsir það sér að fá and-
ann yfir sig?
„Þá verður hugsunin einhvernveg-
inn öðruvísi en yfirleitt".
En hvað heldur þú að hafi fengið
þig til að fara að yrkja?
„Ég veit það ekki. Þetta bara kom
yfir mig. Ég byrjaði að lesa Ijóða-
bækur í sumar. Bækur eftir menn
eins og ísak Harðarson og Einar Má
Guðmundsson".
Þú lest þá aðallega Ijóð eftir yngri
höfunda?
„Já, og Stein Steinarr".
Hvernig vinnur þú Ijóðin; liggur þú
yfir þeim lengi, fágar og styttir þar til
þú verður ánægður, eða kemur Ijóð
fullskapað fram á blaðinu?
„Það cr misjafnt. Stundum kemur
andinn yfir mig allt í einu, eins og í
Dulinni öfund, en stundum er ég
lengi að pæla út það sem ég vil, eins
og til dæmis í Kaloríur".
Þú sagðir áðan að þú hefðir lesið
töluvert eftir Isak og Einar Má, yrkir
þú undir áhrifum frá þessum
mönnum?
„Það getur vel verið. Þú verður að
spyrja einhvern annan en mig“.
Og hvenær dagsins yrkir þú?
„Aðallega á kvöldin, þegar ég hef
tíma til þess. Skólinn tekur sinn tíma
og svo er ég að fara að fermast og
geng til prestsins. Síðan les maður
mikið, skáldsögur eftir Einar Kára-
son, Einar Má og Þórarin Eldjárn".
I blaðinu sem þú gafst út var rit-
dómur um Bara stælar eftir Andrés
Indriðason...
...Ég las hana ekki. Það var Þor-
valdur sem skrifaði gagnrýnina. Ég^
átti smásögu í blaðinu".
Hver cr munurinn á því að yrkja
Ijóð eða semja sögu?
„Þaðerallt annað. Þegar maðurer
að yrkja verður maður að hafa and-
ann yfir sér og það er ekki sama í
hvernig skapi maður er. Það er
hinsvegar hægt að semja smásögu
hvenær sem er“.
En hver er þá munurinn á því að
segja eitthvað í Ijóði eða í tali?
„Það er tvfræður skilningur í orð-
um t ljóðum. Það er hægt að segja
öðruvísi frá. Ég segi það sama en ég
segi það bara öruvísi".
Og um hvað yrkir þú?
„Daglegt líf, umhverffð, allt. Það
er svo margt. Kaloríurnar fjalla til
dæmis um vandamál sent flestir eiga
við að stríða í dag; offitu".
Nú ert þú ekki feitur; gctur þú sett
þig inn í vandamál annarra?
„Já, það gera flest skáld".
Varstu þá búinn að hugsa lcngi um
offitu eða spratt þessi sýn fram sam-
tímis því sem þú ortir Ijóðið?
„Þetta kom bara allt í einu. Ég
hafði ekkert hugsað unt ofl'itu".
Er það að fá andann yfir sig?
„Já.“
Er listum haldið að ykkur í skólan-
um?
„Mér finnst hann ætti að leggja
meiri áherslu á þær. Við lesum lítið
af ljóðum og mér finnst að við ættum
að gera meira af því. Þau ljóð sem
við lesum eru aðallega gömul nátt-
úruljóð, en það m ætti vera meira um
nútímaljóð".
Lesið þið Ijóðin eða lærið þið þau
utanað?
„Oftast lærum við þau utanað, en
það kentur líka fyrir að við gerum
verkefni unt ljóðin. Það var meira
um að við lærðum Ijóð utanbókar í
tíu ára bekk. Kcnnarinn sem kenndi
okkur þá var mikið fyrir Ijóð. En það
var ekki verið að útskýra fyrir okkur
ljóðin. Við skildum þau ekki. Það
voru í þeim gömul orð sem eru dottin
út úr málinu."
En eruð þið ekki hvött til að lesa
sjálf?
„Það hefur verið reynt nokkrum
sinnum að senda krakkana niður á
bókasafn og láta þá lesa og skrifa síð-
an um það sem þau lásu á eftir. Það
mætti vera meira af slíku".
Lesa krakkar ekki núkið?
„Ég þekki fáa á mínum aldri sem
lesa þyngri bækur. Það er einn vinur
minn sem les'svipaðogég. Aðrirfara
bara í bíó á sunnudögum og lesa
teiknimyndabækur".
Lest þú ekkert slíkt?
„Jú, ég les stundum teiknimynda-
sögur, en mér finnst meira gaman af
þyngri bókum nú orðið. Þær rífa allt
ímyndunaraflið frá manni. Þú þarft
ekki að ímynda þér hvernig unt-
hverfið og persónurnar líta út. Þú
þarft ekkert að nota ímyndunaraflið.
í venjulegum bókum þarft þú hins-
vegar á því að halda".
Er erfitt að vera unglingur í dag?
„Já, égheld það. Það eru freisting-
ar allstaðar. Það er svo mikil fjöl-
breytni. eiturlyf og annað slíkt".
Þekkir þú eitthvað til slíkra hluta?
„Ég hef heyrt um það, en það hef-
ur enginn vinur ntinn lent í því".
Hefurðu fengið hvatningu frá um-
hverfinu til að lesa og yrkja Ijóð?
„Já, fjölskyldan hefur sagt að ég
ætti að gefa út aðra bók“.
Og ætlar þú að gera það?
„Já, ég er ekki hættur. Ég held að
mig langi til þess að verða skáld. En
cg hcf lítinn tíma til þess að setjast
niður og hugsa um eitt Ijóð í tvo
tífna. En ég nota kannski næsta sum-
ar til þess“.
Hvaða álit hefur þú á lióðinu í
dag?
„Ef þú ferð á bókasafnið þá eru
hillurnarfullaraf bulli. 80% afölium
Ijóðuni er bull".
Hvernig Ijoð cru slæm Ijóð?
„Þau sem hafa enga merkingu á
bak við orðin. Til dæmis:
Appelsínflaskan glampar á borð-
inu
Ijósakrónan hrynur á gólfið.
Það er engin merking í þessu.
Svona yrkja mörg nútímaskáld og
kannski ég líka að einhverjum
hluta".
Einnst þér aldurinn hindra að fólk
taki þig alvarlega?
„Já. Það verður betra þegar mað-
ur verður stærri. Þá verður meira
mark tekið á manni. Mörgu gömlu
fólki finnst þetta bara vitleysa".
ir bókinni
TÍSK
)ING ORÐA
ósefsson
HOFUÐ MITT
Höfitð niitt er sent ofhuioinn ísskópttr,
fullttr ttf nteringttrríkri fœðtt.
Og eitut leiðin til ttð nú fœðunni út
er ctð troðci lienni út tttn munnopið.
En þci síctst öll ncering tir.
SPÁÐU í LÍNURNAR í
■HH1 bhhbi
Ef ég í sctkleysi niínti cetlci ctð clrekkct
kókctkólct,
konttt þessttr ógeðslegtt kctloríiir og
tttkii þuð ttfntér.
Og efég gerist svo cljttrfur ttð veitu
þrótnióu, ktilhi þcer ci „línurncir" -
þessttr viðurstyggilegtt „línttr" -
sent sjúgii sig fttstctr við nttinii og
neitii cið ftirti nenui ég liluupi í
kringtiin lnisið ti hverjitin clegi
í 2 nuimtði.
Eg luitci kctlorítir og „línur".
Einltverjci nóttiiui tetlu ég ttð lijólti iun
borginu og evðci hverri einustu tneð tölu.
DULIN OFUND
Uriðrmn lijiirtti tníns
vellur gitlitr líinkennclur vökvi
seni einkennist tif
tltiliiini öfuntl i gtirð hrjtilteöisins.
gse