Tíminn - 02.03.1986, Síða 16
4
16 Tíminrr
1 ERLEND MÁLEFNILZ
Ráðríkasti forsætis-
ráðherra Breta
á þessari öld
Thatcher vill vera forsætis-
ráðherra í þrjú kjörtímabil
EINS OG stjórnskipunarlagi Bret-
lands og Bandaríkjanna cr háttað,
hefur forsætisráðherra Breta ntiklu
nteiri völd í raun en forscti Bandti-
ríkjanna, þótt vel mætti álíta annað,
ef lljótt er á málin litið.
í Bandaríkjunum eru skilin milli
framkvæmdavalds, scm er í höndum
forsetans, og löggjafarvalds, sem er í
höndum þingsins, miklu gleggri en í
Bretlandi. Það kcmur því iðulega fyrir
í Bandaríkjunum, að þingið grípur
fram l'yrir hendur forsetans og hann
gctur því ekki fengiö vilja sínum
framgengt. Hjá Bretum heyrir þetta
til undantekninga. Þar velur þingið
forsætisráðherrann cða réttara sagt
meirihluti þess og cr því miklu háð-
ara honunt en handaríska þingiö er
háð forsctanum. í Bretlandi verður
þingið því oft lítið annað en verkfæri
sterks forsætisráðherra, sem í reynd
veröur bæði handhafi framkvæmda-
valds og löggjafarvalds. Ráðríkur
forsætisráðherra í Bretlandi nálgast
því oft að vcrða cins konar einræðis-
herra.
Sennilega hel'ur enginn hreskur
forsætisráðherra á þessari öld hag-
nýtt sér þessa aðstöðu mcira en
Margaret Thateher. Ilún hefur líka
fengið betri aðstöðu til þess en flestir
fyrirrennarar hennar, þótt óneitan-
lega væru þeir henni fremri á flestan
hátt, þó að ekki séu nefndir menn
eins og Lloyd George og Churchill.
Lloyd Gorgc og Churchill höfðu
lengstum forustu í samsteypustjórn-
unt og urðu að taka tillit til þess.
Churehill var aö vísu forsætisráð-
herra hreinnar flokksstjórnar síð-
ustu stjórnarár sín, en var vegna
cllihrumlcika búinn að draga sig
talsvcrt í hlé og lét öörum eftir að
stjórna að miklu leyti.
MARGARET Thatehcr hcfur ekki
þurft sem forsætisráðherra að scmja
viö aðra flokka, heldur notið þess að
óvenjulega friðsamt var í stjórnar-
flokknum fyrstu valdaár hennar.
Þetta notfærði hún sér út í ystu æsar.
Hún hcfur vegna ráðríkissíns ogótví-
ræðrar skaphörku og einsýni haldið
bæði framkvæmdavaldi og löggjafar-
valdi í grcip sinni. í ríkisstjórn st'na
hefur hún nær undantekningarlaust
valið miðlungsmcnn, sent farið hafa
að ráðum hennar. Stjórn hennar er
frábrugðin flestum fyrri stjórnum í
Bretlandi vegna þess, að enginn ráð-
herra hefur vakið á sér sérstaka at-
hygli scm vænlegt foringjaefni. Hafi
bólað á því, að einhver þeirra hefði
sjálfstæða stefnu, sem ekki sam-
rýmdist skoðununt forsætisráðherr-
ans, hefur honum vcriö þokað til
hliðar. Thatcher hcfur illa þolað
aðra en jábræður í stjórn sinni.
Bretar hafa að vissu ntarki mctið
stjórnmálamenn, sem hafa veriðein-
bcittir og fylgt fast skoðunum sínum,
þótt þær hafi ekki fallið þeini í gcð.
Thatcher hefur óneitanlega sýnt, að
hún er hörkukvendi, stjórnsöm og
ráðrík í mesta lagi. Hún er hress og
ákveðin í málflutningi sínum og ber
þess vitni, að hún trúir bæði á sjálfa
sig og stefnu sína. Það verður ekki
haft af henni að hún cr persónuleiki.
Sem persóna nýtur hún meira álits og
viöurkenningaren stefna hennar.
ÞÓTT breskir kjóscndur hafi dáð
skörunga sína, hafa þeir ekki alveg
látið blindast af þeim. Sögulegur er
kosningaósigur Churchills í stríðs-
lokin. Skömmu fyrir síðustu þing-
kosningar í Brctlandi, bar flestum
saman um, að íhaldsflokkurinn und-
ir forustu Thatchers myndi bíða mik-
inn ósigur.
Thatcher var hins vegar ekki heill-
unt horfin. Óvitrir hershöfðingjar í
Argentínu hugðust gera sig að þjóð-
hetjum með því að hertaka F;dk-
landseyjar, sem hcyrðu undir Bret-
land frá gamalli tíð. Thatcher brást
fljótt viö og lagði út í dýrt og mikið
ævintýri og hrakti Argentínumenn
frá Falklandscyjum. Þetta samrýmd-
ist vel stolti gamallar yfirdrottnunar-
-Sbhnucfaguf 2.marsr1ðð'6
Þórarinn Þórarinsson skrifar
Margaret Thatcher
þjóðar. íhaldsflokkurinn vann mik-
inn kosningasigur og litið var á
Thatcher sem þjóðhetju.
En nú er ljóminn af Falklands-
eyjasigrinum horfinn og veruleikinn
kominn til sögunnar á ný. Blaða-
maður frá New York Times, sem ver-
ið hafði í Bretlandi öll stjórnarár
Thatchers, lýsti því nýlega rækilega í
blaði sínu að ntikil hnignun og aftur-
för heföi orðið í Bretlandi síðustu
árin. Ýmsar óviðráðanlegar orsakir
hafa valdið því, en afturhaldssemi
Thatehers og oftrú á markaðsstefn-
una hafa átt sinn þátt í þessu.
Þannig cr líka komið. að sam-
kvæmt síðustu skoðanakönnunum
er íhaldsflokkurinn nú fylgisminnst-
ur bresku stjórnmálaflokkanna. Inn-
an íhaldsflokksins heyrast háværar
raddir um, að Thatcher eigi að segja
af sér og láta annan taka við.
Thatcher hefur brugðist hart við og
lýst yfir því, að hún sé ekki á þeim
buxunum að draga sig í hlé, heldur sé
hún reiðubúin að berjast við hvern
þann, sent ætli að keppa við sig um
formennsku í flokknum. Hún sé
ákveðin í því að veita flokknum for-
ustu í næstu kosningum, vinna sigur í
þeim og stjórna áfram. Hún ætli að
vera lcngur forsætisráðherra en
nokkur annar í eina og hálfa öld.
Meira en vafasamt er, að henni
verði að trú sinni, nema eitthvert
nýtt Falklandseyjaævintýri eigi eftir
að gerast.
Stúlkan
með
snillings-
höfuðið
Hún er 27 ára gömul og hefur gert
einstakar uppgötvanir í tölvuvísindum
Áður en hún opnar dyrnar á íbúðinni sinni varar hiin okkur við: „Látið
ckki hugfallast þótt hcr sé ckki injög snyrtilegt“.
Það er satt hjá Martinu Kempf. Gesturinn sér strax að rótið í herberginu
er ótrúlegt. Mest bcr á stóru vinnuhorði, sem lítur út eins og einhver hefði
hellt yfir það úr fjölda af verkfærakössum. Þarna eru scgulbandssnældur,
skrúfjárn, raftengi, smári og rafeindakubbar. Allt í einuin hrærigraut.
Leiðslur liggja yfir alla stóla, hver með sínuin lit og á rúini í horninu er
stabbi af bókuin og tímaritum. Og til þess að kóróna allt saman hefur rauð-
gulur köttur búið sér bæli við skrifborðið innan um bláar plastfötur með
tölvuhlutum.
Augað er lengi að venjast þessu
umhverfi. En þó er enn erfiðara að
fá dálítið næði með Martine
Kempf. Síminn hringir stöðugt.
Svo er að sjá sem allt Frakkland sé
yfir sig hreykið af þessari hæggerðu
27 ára gömlu stúlku, með stráks-
lega útlitið. Þó er eins og henni sé
alveg sama um öll verðlaunin og
viðurkenningar þegar blaðamenní
lýsa henni sem stórkostlegum snill-
ingi opinberlega, snillingi sem býr í
alls ómerkilcgu þorpi í Elsass og
gerir framúrskarandi hluti á sviði
rafeindatækni.
Orðstír sinn á hún að þakka hlut
sem ekki er samt meiri um sig cn
venjulegt pennaveski,-en getur þó
hlýtt munnlegum boðum. Með’
þessari tækni getur hún stjórnað
hjólastólum, vélmennum. mynd-
avélum. vélbúnaði af ýmsum gerð-
um og meira að segja bifreiðum.
Og mestu skiptir hve þetta gerist
hratt og örugglega.
Martine Kentpf fer með okkur
inn á bifreiðaverkstæði föður síns,
sem er við hliðina á heimili foreldr-
anna, þar sem allt er kafið í
blómum. Hér er hjólastóll scm
byggirá þessari tækni. Hún styðurá
takka sem er festur við arminn á
stólnum, -en þar er tækið, -oggef-
ur skipanir: „Til hægri", „Til
vinstri”, „Áfram“. „Stopp". Hún
tekur upp hljóðnema, sem hún
festir á höfuð sér og endurtekur
skipanirnar lágri röddu. Stóllinn
hlýðir.
En hvernig stendur á því að
stúlku frá Elsass datt í hug að finna
upp slíka tækni? Martine segir:
„Þegar ég var að læra í Bonn kynnt-
ist ég dreng sem var handleggja-
laus. Ég vorkenndi honum, því
auðvitað gat liann ekki leikið sér að
leikföngum eins og rafmagnsjárn-
braut. líktogönnur börn. Þáákvað
ég að reyna að útbúa fyrir hann
járnbraut sem ekki væri stjórnað
með tökkum. heldur með skipun-
um."
Þetta var árið 1982. Hún fór nú-
að lesa sér til um grundvallaratriði
■ tölvutækni í bókum. því sú tækni
var ekki hennar grein í háskóla,
heldur stjörnufræði. Þessi járn-
braut sem hún bjó til var fyrsta
skrefið á leiðinni til fullkomnunar
þess tækis sem hún nú nefnir „Kat-
Hún talar sjö tungumál, leikur á fjögur hljóðfæri og vill verða fyrsta kona sem kemst
alovox". Nafnið er orðið til úr
gríska orðinu „katala", sem þýðir
„að skilja" og latneska orðinu
„vox" sem þýðir rödd.
Það voru sern sé fatlaðir menn og
konur og löngunin til þess að hjálpa
þeim sem varð hvatinn að því að
Martine lagði inn á þessa braut.
Vegna lömunarveiki í bernsku hef-
ur faðir hennar nefnilega verið
bundinn við hjólastól frá tólf ára
aldri. Þrátt fyrir það hefur honum
tekist að halda uppi eigin atvinnu-
rekstri, sem er í því fólginn að hann
breytir bifreiðum sem á að nota fyr-
ir aíla vegana fatlað fólk.
En yfir heimilinu hvílir þó engan
veginn neinn drungi, einsogstund-
um verður þar sem fólk er innan
dyra sem er mjög fatlað. Þvert á
móti: Fötlun föðurins hefur orðið
til þess qð tengja fjölskylduna enn
sterkari böndurn en ella.
Einkum bregður Martine birtu
yfir heimilislífið. Vegna drengja-
kollsins og brúnu augnanna, sem
liggja fremur djúpt, lítur hún út
fyrir að vera yngri en hún í rauninni
er. Hún ber hvorki skartgripi eða
málar sig. Hún hefur fært Ronald
Reagan, Bandaríkjaforseta að gjöf
rafmagnsjárnbraut, sem knúin er
með „Katalovox", en hún hafði
frétt af veikleika forsetans fyrir