Tíminn - 02.03.1986, Qupperneq 17

Tíminn - 02.03.1986, Qupperneq 17
Sunnudagur 2. mars 1986 Tíhiinn 17 ! 7 GULLIBETRIL Umsjón Þórmundur Bergsson og Heimir Bergsson Leikið upp á gamla mátann í Ashbourne Einn merkasti leikur íþróttasögunnar breytist lítið- Bílar þó komnir í notkun - f bænum Ashbourne í Derbyskíri á Englandi er enn þann dag í dag leikinn miðaldaknattleikur. Nútímaleikir á borð við rúgbý og knattspyrnu eru komnir af þessum sérstöku leikjum breskrar lágstéttar. Eðvarð II konungur hafði líklega ekki áhyggjur af ólátum áhorfenda þegar hann bannaði fótboltaleiki í Lundúnaborg árið 1314 („..þarsem hávaði mikill er í borginni vegna bar- áttu um stóra bolta og getur margt siæmt afþví hlotist”.) Leikurinn í þá daga snerist nefni- lega lítið um áhorfendur. Miðalda- knattleikur snerist að vísu ekki held- ur mikið um boltann sem slíkan. Að vísu var knöttur með í spilinu cn miklu sjaldnar var sparkað í hann en í leggi og ökkla leikmanna og sak- lausra áhorfenda. Þessir leikir höfðu þó sögulegt gildi því frá þeim eru nú- tímaleikir á borð við knattspyrnu og rúgbý komnir. Knattleikir miðalda tóku á sig ýmis konar form sem fór eftir að- stæðum hverju sinni. Leikur einn í bænum Sedgefield í Durhamhéraði á Norð-austur Englandi er talinn vera sá elsti en vitað er að hann var leik- inn þar árið 988. Miklu frægari er þó leikur cinn í bænum Ashbourne í Derbyskíri og er frægð hans komin til af því að enn þann dag í dag er hann leikinn árlega í þessum bæ á hæðum Derbyskíris. Raunar er vel líklegt aö þessi leik- ur sé eldri en sá sem iðkaður var í Durhamhéraði. Hins vegar eru clstu staðfestar heimildir um hann frekar ungar - þær eru frá frostavetrinum mikla árið 1682—'83 cn þá skrifaði maður einn í nágrenni bæjarins um „knattlciksstríð milli bæjarbúa". Bærinn Ashbourne lcit reyndar út eins og stríð væri í aðsigi fyrir tveim- ur vikum þegar hin árlega viðureign fór fram. Neglt hafði verið fyrir alla glugga á jarðhæðum húsanna og all- ar búðir voru lokaðar. Bjórkrár voru hins vegar opnar þar til að leiknum sjálfum kom og þar inn hópuðust leikmenn, átu og drukku. kyrjuðu „Land of Hope and Glory" og fóru síðan út á bílastæöið þar sent boltann átti að setja í leik. Um það bil 1500 manns höfðu þar safnast saman en leikmennirnir hundrað voru þó auðkcnndir á galla- buxum, skyrtum og klossuðum skóm er þeir klæddust. Hins vegar þekktu leikmenn liðanna tveggja samherja sína aöeins af því, þeir vissu frá hvor- um enda bæjarins hvcr var. Aldrei er hægt að segja mcð vissu hvaða form leikurinn tekur, raunar getur hann tekið á sig hvaða form sem er. Það eru þó tvö mörk í rúm- lega fimm kílómetra fjarlægð frá hvort ööru. Þctta eru trjábolir tveir og til að skora mark þurfa liöin að hnoðast með boltann eftir hvaða leið sem er og banka honum þrívegis í trjábolinn. Leikurinn hefst klukkan tvö að degi og hafi mark veriö skorað fyrir klukkan fimm hefst annar leikur. Takist hins vegar hvorugu liöinu að skora mark fyrir klukkan tíu um kvöldið er leikríum framhaldið dag- inn eftir - þetta gerist nokkuð oft. I leiknum á þessu ári tók aðeins 26 mínútur að koma boltanum út fyrir bfhistæðið en það hefur oft tekið lið- in um tvær klukkustundir. Hins veg- ar komst kyrrstaða á liann í ánni Henmore þar sem leikmenn stóðu í vatninu og handlönguðu bjór og sígarettur þegtir líða tók á daginn. Allt í einu tóku leikmenn neðri bæjarhlutans sig til. komust upp úr vatninu og fjórir leikmenn liðsins virtust vera á leiðinni að gerti mark. En áður en þeir komust að trjáboln- um með boltann höfðu bílar flutt nógu marga leikmenn efri bæjarhlut- ans til varnar og atlögunni var hrint. Aö þessu sinni var leikið í tvodaga og tókst að skora tvö mörk. Það cr alltaf til fólk scm fer á knattspyrnu- lciki vegna spcnnunnar og til að sjá fullt af mörkum. Þcir í Ashbourne hugsa ekki svona. Tvö mörk á fimmtán klukkutímum er alveg nóg fyrir þá. Ashbournebúar fylgjast að vísu með tímanum cins og hvert ann- að fólk og finnst því ekki ócðlilegt aö bílar séu notaðir til að flytja nauð- synlegan liðstyrk þegar mikið liggur við. Aftur á móti var manninum sem ætlaði að flýta leiknum með því að smygla boltanum á mótorhjóii sínu snarlcga sýnt rauða spjaldið. (Stuöst við The Observer) Knettinum má koma með nánast hvaða leið sem er að markinu. Þó var vélhjólamanni einum snarlega sýnt rauða spjaldið þegar hann ætlaði að flýta leiknum með því að smygla botanum góða á hjóli sínu. til Mars. þessu leikfangi. „Ég var búin að gera mér mínar áætlanir," segir hún. „Skóli, loka- próf, háskóli. En þá veiktist ég al- varlega. „Hún var sjö ára gömul. þegar hún fékk arsenikeitrun, cftir að hafa boröað illa þroskuð jarðar- ber. Mánuðum saman varð hún að vera hálf blind inni í rökkvuðu her- bergi. Hún lét móður sína færa sér köggla af vaxi, sem hún bjó til úr smádýr, heilan dýragarð. Næstu þrjú árin var hún ýmist heima eða á sjúkrastofnunum heima og erlendis. Hún var send til Aþenu, svo hún kæmist í hlýrra loftslag og þaðan lauk hún prófi. Eftir það sór hún að láta enga stund lífs síns fara til ónýtis. Auðvitað veit Martinc að það er ekki lengur eitthvað undur, þótt tölva hlýði skipunum. En það sem gerir uppfinningu hennar svo ein- staka er það hvc fljótt búnaðurinn hlýðir. Hann gegnir á broti úr sek- úndu meðan fyrirferðamikill bún- aður frá Japan og Bandaríkjunum þarf miklu lengri tíma. Sænsku Saab-verksmiðjurnar láta „Katalovox" stýra vélmennum og Mercedes er að láta útbúa bíla- síma með þessu tæki, þar sem ekki þarf að velja númerið með tökkum, heldur nægir að lesa það upp í hljóðnema. Bandaríska geimferðastofnunin NASA hyggst líka taka tækið í notkun og er ætl- unin að geimfarar geti stjórnað myndavélum sínum með því, þegar þeir eru utan við geimskip sitt. Mest hefur það þó glatt Martine að frægasti augnskurðlæknir Sov- étríkjanna. prófessor Swjatoslav Fjodorov, hefur keypt níu „Katal- ovox" tæki, - hvert kostar um 300 þúsund ísl. krónur. Þessi frægi læknir, sem þekktur er fyrir að færa sjúklingana til sín á færibandi í bókstaflegum skilningi, ætlar að stjórna með tækinu smásjárbúnaði stnum. Eftirspurnin frá skurðlæknum er sem sé mikil og líka frá leikfanga- verksmiðjum um heim allan. Hún gæti verið orðin milljónamæringur á uppfinningunni. En hún kærirsig ekkert um cinkaleyfi. Það er stjörnufræðin sem á hug hennar allan. Víst hefði verið heppilegra fyrir Martine að láta framleiða tæk- ið í verksmiðjum með fullkominn búnað. cn ekkert fyrirtæki hefur cnn fengist til þess vegna þcss hve kaupendur eru þrátt fyrir allt fáir. Því hefur hún tekið þann kost að halda framleiðslunni innan fjöl- skyldufyrirtækisins. Fjölskyldan þurfti rekstrarfé, til þess að geta kcypt nauðsynleg áhöld til framleiðslunnar og greiða tveimur samstarfsmönnum kaup. En franskir bankar vildu ekkert fyrir hana gera og vísuðu á stjórn- málamennina, sem aftur vísuðu á bankana. Loks fékk hún lán mcð þeim skilyrðum að bankinn skyldi eiga í fyrirtækinu tíu prósent, vegna áhættu. „En hver er áhætt- an?" spyr Martine. „Tækið hefur staðist próf rcynslunnar og það er nóg eftirspurn." Hún reiddist og ákvað að reyna fyrir sér erlendis. Þegar blöðin fréttu um þetta varð mikið uppnám og tæknimálar- áðherrann franski. Edith Cresson, varð að svara fyrirspurnum um það hví Frakkar færu svo illa með þenn- an snilling. Ráðherrann reyndi að krafsa sig út úr þessu mcö því að segja að hér væri ckki um svo ein- staka uppgötvun að ræða. Martine fór því á endanum til Kaliforníu og kom sér fyrir í Silicon Valley. Bandarísk innflytjendayfirvöld gerðu allt til þess að greiða götu hennar. Martine veit vel um snilligáfu sína, þótt hún sé kona hlédræg. „Það munu líða nokkur ár, þar til Faðir hennar, sem er fatlaður, stjórnar hjólastólnum sínum með upp- finningu dóttur sinnar. „Katalovox“ er uppfinning sem tekur miklu stærri og flóknari búnaði fram. fram á sjónarsviöiö kemur annað tæki á borð við „Katalovox". Hún vill ekki fá einkaleyfi á uppfinning- unni, því þá yrði hún að gera leyndarmálið opinbert. „Það þyrfti ekki annað en breyta einhverju 11tilræði, til þess að mín upfinning hefði ekki einkarétt lengur." scgir hún. Hún lætur því ekkert upp um hvernig tækið vinnur, en segir hæfi- lcika þess til greiningar á manns- röddinni byggjast á tækni sem er í grundvallaratriöum ólík þeirri sem fyrirfcrðamikill útbúnaður byggir á. „Hefði ég verið búin að læra tölvutækni í upphafi, hefði mér aldrei dottið þetta í hug," fullyröir hún, Hún segir að sérfræðingar starfi í nokkurskonar lokuðu völ- undarhúsi, sem þeir komist ekki út úr. Það eru fjölþættar gáfur hennar sem gerðu henni |retta kleift, en hún leikur á fjögur hljóðfæri, pí- anó, liðlu, selló og fagott, og talar sjö tungumál. Hún teiknar sjálf húsgögnin sín og hefur allra handa flugmannsréttindi. A hún sér vin? „Ég á vini um hcim ailan," segir hún. Hún hefur ekkert á móti því að giftast ogeign- ast börn. en nú hefur hún einkum hugann viö að Ijúka stjörnufræði- námi sínu. Hún vonast til þess að geta cinn daginn breytt lögmáli Keplcrs, sem sannaði að plánct- urnar fara ekki eftir hringlaga braut, heldur sporöskjulagaðri. „Nú vitum við aö þetta er ekki nema að nokkru leyti rctt," segir hún. „Það eru til frávik og mig dreymir um að finna formúlu fyrir þeim." Æðsti draumur hennar er annars að fara með geimskipi til Mars. „Ég heiti Martine (dóttir Mars) og er fædd á þriðjudegi (Mardi á frönsku, - marsdagur). Mars er mín pláneta," segir hún.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.