Tíminn - 02.03.1986, Síða 19
Sunnudagur2. mars 1986
Tíminn 19
Rússar ræða stefn-
unaíkvikmyndagerð
ÚTSALA - NEI!
LÁGTVERÐ-JÁ!
JL-BYGGINGAVÖRUR #
TEPPADEILD Greiðslukjör gerast varla betri.
Við höldum ekki útsölu. En með hagstæðum innkaupum
reynum við að hafa vöruverð alltaf sem lægst.
Teg. DÆMIUM VERÐ:
Eftir að Pravda birti fyrir nokkru
viðtal við rússneska leikstjórann
Grigory Chukhrai hafa spunnist
miklar umræður á síðum blaðsins um
stefnuna í kvikmyndaframleiðslu í
Sovef. Chukhrai starfrækti nefnilega
tilraunakvikmyndaver fyrir nokkr-
um árum, sem yfirvöldin létu loka
1977.
„Það er nauðsynlegt að hafna
gamla kerfinu, sem búið er að ganga
sér til húðar," sagði Chukhrai í við-
talinu. „Gamla stefnan er orðin
kvikmyndagerð í Sovétríkjunum
fjötur um fót.“
Chukhrai rak kvikmyndaver sitt
frá 1965 og kallaði það „Framsækna
tilraunakvikmyndaverið'*. Þarna
fjallaði hann um óvenjuleg efni og
greiddi kostnaðinn með afrakstri af
miðasölu mynda sinna. En loksgripu
yfirvöld í taumana sem fyrr segir.
Meðal mynda hans er „Sá fertugasti
og fyrsti", sem fjallaði um rússneska
stúlku í Rauða hernum á dögum
borgarastríðsins, sem sett er til að
gæta fanga úr her hvítliða. Er ekki að
orðlengja það að stúlkan verður ást-
fanginn af fanga sínum.
Yfirleitt voru viðfangsefni Chuk-
hrai þannig ekki í stíl við mörg al-
geng efni sovéskra kvikmynda, -svo
sem um vinnuhetjur eða skarp-
skyggna föðurlandsvini, sem kné-
setja skemmdarverkamenn.
Heimsfrægur gim
steinasali látinn
Fyrir nokkrum dögum lést í New
York Lazare Kaplan, heimsfrægur
gimsteinasali, sem átti fyrirtæki er
ber nafn hans. Hann var þá orðinn
102 ára. Einkunt öðlaðist hann frægð
fyrir að hafa skorið hinn fræga Jonk-
er demant, sent var 726 karöt.
Kaplan, sem cr stórt nafn í heimi
eðalsteinanna, tók að sér þetta
áhættusama verkefni á hátindi ferils
síns, en Jonker demanturinn fannst á
búgarði nærri Pretoríu í S-Afríku.
Úr steininum fengust tólf minni
steinar og var sá stærsti 126.65
karöt. Hann varsíðarseldur Farouk,
Egyptalandskóngi fyrir eina milljón
dollara. Síðasti eigandi er sagður
hafa greitt fyrir hann fjórar milljónir
dollara, en hann er talinn vera Jap-
ani.
Kaplan kom til Bandaríkjanna frá
Rússlandi árið 1914 en hann var barn
fátækra foreldra í rússneska bænum
Zabludova, fæddur 17. júlí 1883.
Hann átti 12 systkini. Hann hugðist
heimsækja ættingja í Bandaríkjun-
um, en þar sem heimstyrjöldin fyrri
skall á er hann dvaldist þar hætti
hann við að fara heim og stofnaði
Kaplan gimsteinafyrirtækið ásamt
börnum sínum síðar.
BYGGINGAVÖRUDEILD HRINGBRAUT 120 sími 28600 STÓRHÖFÐA simi 671100
RENNDU VIÐ EÐA HAFÐU SAMBAND
Fll BYCGlNEABOBnBl
per m2
per m2
per m2
per m2
per m2
per m2
per m2
per m2
BOLERO 100% polyamid...........kr.
LYON100% zinthetic.....................kr.
TURBO 50% polyprop. 50% polyamid.kr.
CARDIFF 100% polyamid..........kr.
SANDRA 20% ull 80% polyamid...kr.
BRENNER 20% ull 80% polyamid...kr.
MARZ 100% acryl.....................kr.
ALICE 50% ull 50% polyamid.....kr.
385
410
495
580
595
655
710
875