Tíminn - 05.03.1986, Blaðsíða 2

Tíminn - 05.03.1986, Blaðsíða 2
2 Tíminn Miövikudagur 5. mars 1986 þó vextir lækki „Þrátt fyrir lækkun nafnvaxta eru miklar líkur á að raunvextir hækki að sinni, svo sem algengt er þegar verðbólga hjaðnar," segir m.a. í frétt frá Seðlabankanum. En í Ijósi nýrra verðbólguútreikn- inga, þar sem gert er ráð fyrir inn- an við 10% hækkun lánskjaravísi- tölu næstu 12 mánuði hefur Seðla- bankinn lækkað nafnvexti frá 1. mars að telja. Vextir á almennum skuldabréfum lækkuðu úr 32% í 20% og afurðalánavextir úr 28,5% í 19,25%. Þá lækkuðu van- skilavextir úr 45% í 33% á ári. Búast má við frekari lækkun nafnvaxta á næstunni að sögn Seðlabankans. Sem fyrr sé stefnt1 að því aö raunvextir verði jákvæð- ir, en lækkun þeirra síöar muni ráðast af stöðugleika efnahags- mála og ekki síst af framvindu ríkisfjármála. Sú breyting hefur nú á oröið að innlánsstofnanir ráða sjálfar vöxt- unt á öllum tegundum innlána svo og á víxilvöxtum að fengnu sam- þykki Seðlabankans. Nokkur ntismunur er á vöxtum eftir stofnunum. Á venjulegunt sparisjóðsbókum eru þeir 12- 13%, af öðru sparifé 13-20%, en af veltiinnlánum 4-5%. Útláns- vextir víxla- og hlaupareiknings- lána lækkuðu úr 31,5% og 30% niður í 19,5% frá 1. mars. -HEI Davíð Oddsson borgarstjóri opnaði hið nýja útibú Borgarbókasafnsins í Gerðubergi í gær. Hér sést hann á tali við aðra borgarfulltrúa og safnverði í safninu i gær. Tímamynd Árni Bjarna Uppbygging ferðaþjónustu á Vesturlandi: Víkingaveislur að forn- um sið - þó án mannvíga „Ljúka við byggingu veitingasalar með fornu sniði, þar sem boðið yrði upp á átveislur á langborðum án notkunar á nýtísku borðbúnaði og drukkið yrði úr hornum. Gestir yrðu klæddir í skikkjur í fornum stíl og skinnskó áður en þeir gengju til veislu. Á meðan á veislu stæði yrðu kveðnar rímur og fleira þjóðlegt í fornum stíl (enginn þó veginn).“ Þetta er ein af hugmyndum Óla Jóns Ólasonar ferðamálafulltrúa á Vesturlandi, sem kemur fram í nýrri áfangaskýrslu: „Uppbyggingaáætlun ferðaþjónustu á Vesturlandi". í skýrslunni, sem unnin var fyrir Ferðamálasamtök Vesturlands, hef- ur Óli Jón skipt Vesturlandi í 14 svæði,sem hann tekurfyrirhvertfyr- ir sig. Fyrst gerir hann grein fyrir því sem þegar er til staðar varðandi; samgöngur, gististaði, veitingastaði, verslanir, bifreiðaþjónustu og aðra þjónustu, afþreyingu, markverða staði og fleira. í framhaldi af því tel- ur hann upp möguleika þá sem stað- irnir hafa helsta til að bera til að auka og bæta þjónustu við ferðamenn og í hvaða framkvæmdir þurfi að ráðast í því sambandi. Hvað úr verði segir hann undir heimamönnum komið. „í þessari skýrslu er lögð megin- áhersla á að efla þá ferðaþjónustu- staði sem fyrir eru á Vesturlandi og eru flestar hugmyndir mínar byggðar upp út frá þeim forsendum. 1 hvert einasta skipti sem ég hef komið á þessi svæði hafa mér opnast nýir heimar. Ég er því sannfærður um að Vesturland er eitt fornvitnilegasta 'vrsf7 í svæði landsins fyrir ferðafólk," segir Óli Jón m.a. Hann kveðst hafa fund- ið mikinn áhuga hjá heimamönnum í hinum einstöku byggðarlögum Vest- urlands og sannfærður um að með einhuga samstöðu þeirra sé hægt að gera það áhugaverðan og ómissandi landshluta í ferðalögum bæði inn- lendra sem erlendra ferðamanna. Af fjölmörgum frumlegum hug- myndum Óla Jóns má nefna m.a.: - Hernámssafn og hvalveiðisafn í Hvalfirði. Skíðaparadís í Botnssúl- um. - Koma upp stóru heilsuhæli á Kleppjárnsreykjum. - Byggja upp og nýta veiðimögu- leika á Árnarvatnsheiði og skíða- möguleika og sleðaferðir á jöklum. - Byggja „sjávarþorp“ á Búðum þarsemgestirgætu t.d. valiðum gist- ingu í húsum skipstjóra eða tómt- húsmanna. Einnig gæti verið „brúð- arsvíta" með lokrekkju og í fram- haldi af því boðið upp á 2-3ja daga brúðkaup upp á gamla mátann. Bátaleiga og sjóstangaveiði. - Beint flug frá Keflavík á Rif og ferðir á Snæfellsjökul. Markaðssetja dularkraft jökulsins. - Bjóða upp á; bátarallí, sjó- stangaveiði, fuglaskoðunarferðir og stuttar rómantískar kvöldferðir á bát- um frá Stykkishólmi. - Skipulagðar kræklingafjöruferð- ir í Dölum. - Komið verði upp fjölbreyttri þjónustumiðstöð á Húsafelli, sumar- húsum fjölgað og sundlaug stækkuð með tilheyrandi vatnsrennibrautum og íþróttamiðstöð. Þetta eru aðeins fáar af þeim fjöl- mörgu tillögum sem Óli Jón Ólason leggur til í fróðlegri skýrslu sinni. -HEI Hafrannsóknarstofnun: Leiðangur til að mæla stofnstærð Ríkisfjármálin í höndum verkalýðsforkólfanna! I dag hefst umfangsmikill lciðang- ur á vegum Hafrannsóknarstofnun- arinnar sem miðar að því að meta stofnstærð botnlægra fisktegunda á íslandsmiðum. Þessi leiðangur er liöur í stærra verkefni, sem byrjað var á í fyrra og hlaut nafnið „Stofn- mæling botnfiska á fslandsmiðum". Gagnasöfnun fyrir verkefni þetta á að fara fram í marsmánuði ár hvert og áætlað er aö henni Ijúki í ár í kringum 25. mars. Segja má að hér sé um að ræða samstarfsverkefni milli Hafrann- sóknarstofnunarinnar og sjómanna því til þessa verkefnis hafa verið leigðir fimm togarar og eru á hverju skipi 13 manna áhöfn auk 5 rann- sóknarmanna frá Hafrannsóknar- stofnun. Teknar verða um 600 togstöðvar allt niður á 500 metra dýpi, umhverf- is landið. Kvarnasýni verða tckin af öllum helstu tcgundum og þær kyn- greindar. Botnfisklægar tegundir veðra lengdarmældar og gögnum safnað til rannsókna á fæðu þorsks. Leiðangursstjórar verða Einar Jónsson, Ólafur K. Pálsson, Björn Æ. Steinarsson, Sigfús Schopka og Guðni Þorsteinsson. allir frá Haf- rannsóknarstofnun. Skipstjórar á togurunum fimm cru Eyjólfur Pét- ursson á Vestmannaey VE. Guðjón A. Kristjánsson á Páli Pálssyni ÍS. Birgir Þórbjarnarson á Arnari HU, Gunnar Tryggvason á Brettingi NS og Albert Stefánsson á Ljósafclli SU. Á sama tíma mun rannsóknar- skipið Bjarni Sæmundsson verða við svipaðar rannsóknir fyrir norðan og austan land. - BG Athugasemd Vegna viðtals í síðasta helgarblaði Tímans við Sæmund Hauk Haralds- son vildi Einar Gíslason forstöðu- maður Fíladelfíusafnaðarins koma því á framfæri að Sæmundur hefði aldrei verið skírður inn t' söfnuðinn né sótt þar um inngöngu. Borgarbókasafn í Gerðubergi Nýtt ' útibú Borgarbókasafns Reykjavíkur var opnað í gær í Gerðubergi í Breiðholti. Þetta er fjórða útibúið sem stofnað er hjá Borgarbókasafninu. Fjöldi binda í safninu er um 40 þúsund og í tónlistardeild safnsins eru nær 2000 hljómplötur sem hægt er að hlusta á þar. Heildarkostnaður borg- arsjóðs vegna bókasafnsins nemur 39,5 milljónum og þar af er hlutur bókakaupa 16 milljónir króna. Vcgna opnunar safnsins verður sérstök dagskrá þar út vikuna þar sem ýmsir menningarviðburðir vcrða en menningarmiðstöðin Gerðubergi átti þriggja ára starfs- afmæli í gær. Raunvextir hækka

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.