Tíminn - 05.03.1986, Blaðsíða 6
Tímirm
MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og
Framsóknarfélögin í Reykjavík
Ritstjóri: NíelsÁrniLund
Auglýsingastjóri: SteingrímurGíslason
Innblaösstjóri: OddurÓlafsson
Skrifstofur: Síöumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:
18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og
686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans.
Prentun: Blaðaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306
Verð í lausasölu 45.- kr. og 50.- kr. um helgar. Áskrift 450.-
Tvö erfið vandamál
F»að er ekki nýtt, að mikill tími fari í þáð hjá ríkis-
stjórn og fulltrúum aðila vinnumarkaðarins að ræða um
kjaramál og verðbólgu. Eiginlega má segja, að slíkt hafi
verið árviss atburður um margra áratuga skeið.
Til viðbótar þessum árvissa vanda, hefur núverandi
ríkisstjórn þurft að glíma við tvö mikil vandamál, sem
ekki hefur verið tekist á við áður að marki. Annað er
hinn mikli samdráttur, sem hefur hlotist af rýrnun þorsk-
stofnsins. Hitt er samdráttur hinna hefðbundnu bú-
greina landbúnaðarins vegna offramleiðslu umfram
sölumöguleika.
Það hefur fallið í hlut ráðherra Framsóknarflokksins
að fást við þessi stórfelldu vandamál.
Góðar horfur eru nú á því, að fyrra vandamálið, sam-
dráttur þorskveiðanna, sé að nálgast lausn sína. Það er
nokkurn veginn samhljóða dómur landsmanna, að for-
usta Halldórs Ásgrímssonar sjávarútvegsmálaráðherra
hafi reynst traust og farsæl í viðureign við þennan mikla
vanda.
Hitt umrædda vandamálið, samdráttur hinna hefð-
bundnu búgreina, mjólkurframleiðslunnar og kjöt-
framleiðslunnar, er á margan hátt enn erfiðara viðfangs
en takmörkun þorskveiðanna. Offramleiðslan á sviði
þessara búgreina á sér margar orsakir. Lögin um útflutn-
ingsuppbætur, sem sett voru af ríkisstjórn Sjálfstæðis-
flokksins og Alþýðuflokksins 1960, stuðluðu að því að
framleiðsla var aukin meira en góðu hófi gegndi, en við
það bættist svo vaxandi söluerfiðleikar erlendis. Mönn-
um hefur verið ljóst, að hér var að skapast stórfelldur
vandi, en af hálfu þeirra, sem hafa haldið uppi mestri
gagnrýni, hafa þó engar tillögur verið lagðar fram á Al-
þingi um lausn.
Það hefur orðið hlutskipti núverandi ríkisstjórnar að
takast á við þetta mikla vandamál. Það hefur lent á herð-
um Jóns Helgasonar landbúnaðarráðherra að hafa for-
ustuna. Hann hefur þó ekki getað ráðið ferðinni nema
að nokkru leyti. Þannig var löggjöfin um þetta efni knú-
in fram á seinasta þingi, þótt ekki væri búið að hafa næg
samráð við bændastéttina. þetta hefur m.a. átt sinn þátt
í því að framkvæmdin hefur ekki fengið þann undirbún-
ing sem skyldi.
Það hlaut líka alltaf að verða, sökum mismunandi að-
stöðu bænda, að gallar yrðu á fyrstu reglum um þá óhjá-
kvæmilegu skerðingu, sem hér er stefnt að. Til viðbótar
hefur svo röng stefna í vaxtamálum landbúnaðarins,
sem fylgt hefur verið síðustu árin, þyngt óeðlilega byrði
yngri bænda.
En framkvæmdin er hafin og nú er að bregðast mann-
lega við þeim áföllum, sem komið hafa í ljós. Þar kenrur
margt til greina. Létta verður hlut hinna yngri bænda.
Auðvelda verður þeim, sem vilja bregða búi, að koma
eignum sínum í verð. Efla verður nýjar atvinnugreinar í
sveitum. Um skeið getur þurft að verja svipuðu fjár-
magni og farið hefur í útflutningsbætur til slíkra fram-
kvæmda.
Jón Helgason landbúnaðarráðherra gegnir hér
erfiðu hlutverki. Hann hefur þekkingu og vilja til að
valda því, ef ekki verða lagðir steinar í götu þess og það
jafnvel af þeim, er síst skyldi, eins og borið hefur á í
málgögnum samstarfsflokksins.
Nauðsynlegt er að höfð verði sem nánust samráð við
bændastéttina um framhald þessa máls og landnýtingar-
áætlunin, sem nú er unnið við að frumkvæði Davíðs
Að: 'steinssonar, verði höfð til hliðsjónar. Takist þetta
vel ætti staða landbúnaðarins að verða traustari eftir en
áðu
6 Tíminn
Miðvikudagur5. mars 1986
lllllllllllllll ORÐ I TlMA TÖLUÐ ■■I.!m: l.l!
Pípulagningarmaðurinn
kom þegar staðan var
7*1 fyrir Suður-Kóreu
Handknattlcikslið íslendinga er
nú statt í Sviss eins og flestum er
ljóst. Þaretjum við kappi við helstu
handknattleiksþjóðir heims. Bein-
ar útsendingar sjónvarpsins og
Bjarna Fel., að ógleymdum hinum
hása Samúel Erni útvarpsmanni
hafa fært þessa keppni enn frekar
inn á gafl til Isiendinga, og hafa á-
hrifin ekki leynt sér.
Mikil ölvun var víða eftir sigur-
leikinn frábæra á móti Rúmenum
síðastliðinn föstudag. Það sama var
ekki uppi á teningnum þegar fyrsti
leikurinn fór fram á móti Suður-
Kóreumönnum. Fljótlega varð
sjónvarpsáhorfendum ljóst hvað
var að gerast og breyttu menn eftir
því. Víða á einkaheimilum sátu
heimilisfeður og bölsótuðust en
húsmóðirin og yngstu börnin héldu
sig víðs fjarri stofunni. Víða gætti
stirðleika í mannlegum samskipt-
um á heimilum langt fram eftir
kvöldi. Undirritaður er hér ekkert
undantekningartilfelli. Þegar stað-
an í leiknum var 7-1 Kóreumönn-
um í vil var bankað á dyrnar. Þarna
var kominn pípulagningarmaður
aðskipta um krana á ofnunum. Það
var nægilega heitt í kolunum og
húsráðandi eftir því viðskotaillur.
Pípulagningarmaðurinn sá fljót-
lega hversu nálægt vitfirringu hús-
ráðandi var og ákvað því að- best
væri fyrir alla að hann kæmi seinna.
Það gæti verið nauðsynlegt að fá
lagtækan smið með píparanum síðar
til þess að gera við hurðina, sem allt
í einu leggst illa að stöfum.
Síðan voru það Tékkarnir. ís-
lenskt blóðþrýstingsmcðaltal rauk
upp úr öllu valdi og endaði í
sprenginu og fagnaðarljítum eyjar-
skeggja. Enn skuggalegri þróun
átti sér stað þegar horft var á leik-
inn við Rúmena. Síðar meir fjöl-
menntu áhorfendur á veitingastaði
til þess að svala þörf sinni fyrir að
heyra hversu frábært íslenska liðið
væri.
Það hlýtur í sjálfu sér að vera
álitamál hvort forsvaranlegt sé að
sýna leiki frá jafn þýðingarmiklum
stórmótum og nú er haldið í Sviss.
Það er nokkuð öruggt að fylgni
verður á milli aukinna blóðtappa
hjá íslendingum og velgengni
þeirra í HM. Eftir nokkur ár verð-
ur Sviss-blóðtappinn örugglega
þekktur meðal íslenskra lækna sem
fyrirbrigði sem skaut upp kollinum
í ársbyrjun 1986.
Þegar þessi orð eru rituð er ekki
lokið leiknum við Dani, en undir-
ritaður finnur þegar nokkur
streitumerki hjá sér, þar sem óðum
styttist í það að leikurinn verður
flautaður á. Þessi leikur er senni-
lega sá mest áríðandi fyrir strákana
okkar, til þess að standa undir þeim
spám sem erlendir þjálfarar hafa
látið hafa eftir sér f íslenskum
blöðum. En þá má einnig segja að
allir hinir leikirnir hafi verið jafn
áríðandi og leikurinn á móti
Dönum. Kóreumenn urðum við
að vinna til þess að eiga raunhæfa
möguleika á því að kómast áfram.
Tékka-leikurinn var spurning um
líf eða dauða í riðlinum. Þegar við
spiluðum við Rúmena vissum við
ekki hvort Tékkar eða Kóreumenn
myndu vinna og skipti það öllu máli
um hverjir kæmust áfram. Leikur-
inn við Ungverja var síðan leikur
þar sem við vorum farin að sjá
glampa á heimsmeistarabikarinn.
Nú er það leikurinn á móti Dönum
sem við verðum að vinna til þess að
eiga möguleika á því að komast á
Olympíuleikana í Kóreu. Tapist
Dana-leikurinn, (það vitum við
nú). er leikurinn við Svía lífs-
spursmál fyrir liðið og viðunandi
árangur. Loks er það úrslitaleikur-
inn um það sæti sem við hreppum.
Er furða þó maður sé stressaður.
-ES
ÞJODVILJINN VIHUR
AF EIGIN MÖNNUM
All óvenjuleg bókun barsl frá
stjórn Vérkamannafélagsins Dags-
brúnar til fjölmiðla á mánudaginn.
Þar fordæmir stjórnin frétta-
flutning Þjóðviljans að undanförnu
um nýgerða kjarasanminga verka-
lýðshreyflngarinnar.
f bókuninni segir „Frá því að
samningaviöræður hófust fyrir al-
vöru, hefur umljöllun blaðsins
(Þjóðviljans) um efni og niðurstöð-
ur samninganna verið bæði röng og
villandi. Stjórn félagsins harmar
það að blað sem kennir sig við
verkalýðshreyfingu og sósíalisma
sýni íslenskri verkalýðshreyfíngu í
reynd slíkt virðingarleysi með hlut-
drægum og röngum fréttaflutn-
ingi“.
Engan, sem fylgst hefur með
skrifum Þjóðviljans aö undan-
förnu, þarf að undra þessi mótmæli
Dagsbrúnar. Itlaðið hefur kapp-
kostaö að gera lítið úr samningun-
um með það að markmiöi að
klckkja á ríkisstjórninni. Það var
löngu vitað að ýmsir úr forystusveit
Alþýðubandalagsins ætluðu sér að
knýja fram verkföll og hleypa öllu í
bál og brand á vinnumarkaðnum.
Þeirra hugmynd var að með þvi
móti yrði ríkisstjórnin að segja af
sér og boðað yrði til kosninga. Mál-
cfnafátækt Alþýðubandalagsins er
algjör cn helst er að flnna citthvað
bitastætt sem saineinar flokkinn
með verkfallsátökum. Upphrópan-
ir og óraunhæfar kröfugerðir eru
þeirra vinnubrögð. Þrátt fyrir þá
staöreynd að „gamla" samningsað-
ferðin hafi ekki skilað launafólki
nokkru nema mcirí verðbólgu og
tekjuskerðingu þá eru niargir
þeirra enn við sama hcygarðshorn-
ið og vilja ekki samþykkja aðrar
vænlegri leiðir til að ná fram aukn-
um kaupmætti launafólks. Það er
líka skiljanlegt ef markmiö þessara
manna eru höfð í huga, upplausn í
þjóðfélaginu og óánægt verkafólk.
Guðmundur J. Guðmundsson
og Þröstur Ólafsson hafa verið
ómyrkir í máli þegar talið berst að
Þjóðviljanum. I D.V. í gær er sagt
frá því að þeir báöir hafi orðið svo
reiðir yfir fréttaflutningi Þjóðvilj-
ans að þeir hafl báðir sagt blaðinu
upp.
Eftir Guðmundi er cinnig haft að
ritstjóri Þjóðviljans geti haft sínar
skoðanir fyrir sér, en hann gefi
reyndar lítið fyrir þær.
Já, ófriðlega virðist horfa innan
raða Alþýðubandalagsins um þess-
ar mundir, svo ófriðlega að sjálfur
formaðurinn Svavar Gestsson hef-
ur verið kallaður á vettvang til að
stilla til friðar. Hann telur þetta al-
varleg tíðindi og hefur þegar tekið
ritstjóra Þjóöviljans á beinið.
Nú er bara að sjá hvor hefur bet-
ur ritstjórinn Össur Skarphéðins-
son eða formaðurinn Svavar
Gestsson.
-N.Á.E.