Tíminn - 05.03.1986, Blaðsíða 4

Tíminn - 05.03.1986, Blaðsíða 4
4 Tíminn Miðvikudagur 5. mars 1986 ÚTLÖND Byron og Warren Henry: Bræðurnir „Blikum á lofti“ FRÉTTAYFIRLIT 1 <D «f r HÖFÐABORG - PW Botha forseti S-Afríku sagöi aö innan skamms yrði aflétt neyð- arástandi því sem lýst var yfir í nds.............. hluta landsins í júlí á síðasta ári í því skyni að bæla niður óeirðir svarta meirihlutans í landinu. Hann tilkynnti einnig að 1. ágúst næstkomandi yrði fariö að framfylgja áætlunum Samein- uðu þjóðanna um sjálfstæði Namibíu (Suð-vestur Afríku) sem nú er undir stjórn S-Afríku. Hann endurtók þó fyrri yfirlýs- ingar sínar um að ekki yrði um sjálfstæði Namibíu að ræða færu ekki kúbanskar hersveitir frá nágrannaríkinu Angóla. JÓHANNESARBORG - Mikil sprenging varð í aðal- stöðvum lögreglunnar og varð hún tveimur lögreglumönnum að bana og olli miklum skemmdum. Ekki var strax vit- að hvort sprengju hefði verið komið fyrir í byggingunni. STOKKHÓLMUR - Lög- reglan var harkalega gagn- rýnd vegna slakrar frammi- stöðu í leitinni að morðingja Olofs Palme forsætisráð- herra. Rúm hálf vika er liðin síðan Palme var skotinn til bana á götu í Stokkhólmsborg en lögreglan virðist langt frá því að vera komin á slóð morð- ingjans. Vestrænir stjórnar- erindrekar sögðu morðið líkj- ast æ meir því að hér hafi verið á ferð fámenn samtök öfga- sinna. MOSKVA — Embættismenn sögðu sovésk stjórnvöld ætla á næsta ári að færa héraðs- stjórnum meiri völd í sambandi vio skipulag efnahagsmála í því skyni að setja kraft að nýju í framleiðsluna. Stjórnvöld vilja þó ekki láta hrakandi iðnaðar- greinar fara á hausinn þótt við erfiðleika eigi að etja um þess- ar mundir. LISSABON — Uppreisnar- menn UNITA-hreyfingarinnar í Angóla sögðust ætla að sleppa án skilyrða þeim 150 erlendu verkamönnum sem þeir hafa nú í haldi. Það yrði gert um leið og þeim hefði veríð komíð til öruggra svæða í landinu þ.e. svæoa sem uppreisnarmenn hafa á valdi sínu. VARSJÁ — Nguyen Dy Nien varautanríkisráðherra Víet- nam sagði í viðtali við pólskt dagblað að stjórnvöld í Víet- nam myndu kalla heim her- sveitir sínar í Kambódíu árið 1990 jafnvel þótt skæruliðar undir stjórn Pol Pot berðust enn gegn leppstjórn Víetnama í Kambódíu. MOSKVA — Sovésk stjórn- völd hafa hætt í bili við fyrirhug- aða áætlun um að snúa vötnum, sem ár er renna til norðurs hafa myndað, til suðurs í því skyni að væta hin þurru landsvæði suðursins. MANILA — Öryggissveitir sögðust hafa gert upptækar vopnabirgðir í eigu vina og skyldmenna Ferdinands Mar- cosar en neituðu fréttum um að hersveitir er styðja Marcos séu að endurskipuleggja sig og hyggi á árás. WASHINGTON — Banda- ríska blaðið Washington Post hafði eftir Corazon Aquino forseta Filippseyja að hún hygðist stofna nefnd er hefði það verkefni að semja um vopnahlé við hersveitir kommúnista svo framarlega sem þeir hættu strax skæru- hernaði sínum sem ekki hefur verið hætt þó Aquino tæki við völdum. Þeir eru nú orðnir heimil- isvinir, sem ýmsir sjón- varpsáhorfendur hér á landi sakna um þessar mundir, bræðurnir úr Blikum á lofti (Winds of War) þeir Byron og Warren Henry, synir Pug Henry foringja í sjó- hernum og Rhodu konu hans. Þeir eru leiknir af leikurum, sem ekki hafa verið þekktir hér á landi fyrr: Byron er leikinn af Jan Michael Vincent en Warren af Ben Murphy. nan Michacl Vincent, sem lék þarna ungan mann liðlega tvítugan, er í rauninni 40 ára og hefur leikið í 23 kvikmyndum og 200 sjónvarps-dagskrám og þáttum. Hann kvæntist ungur og var nokkur ár í hjónabandi, þar sem gekk á ýmsu og endaði það með skilnaðil Frá því hjónabandi á Itann 12 ára dóttur, Amber, sem er augasteinninn hans. Nú er hann ný- giftur 23 ára stúlku, sem hann kynntist á baðströnd í Kaliforníu - þegar hún var 14 ára og varð þá þegar ástfanginn, þó ekkert yrði úr því fyrr en löngu seinna. Hann seg- ist vera stundum hálfpabbalegur við hana, því hún er svo miklu yngri. M.a. tekur hann hana í fang- ið og syngur fyrir hana kúreka og kántrílög, en það þykir henni Jo- anne Robinson, ungu konunni hans, alveg hrífandi músík. en Murphy, sem leikur Warren, er 41 árs. Hann I segist sjálfur vera „hinn versti kvennabósi" og telur það sitt mesta afrek í þeim efnum, að hafa komist yfir fimm konur - á þrem mismunandi stöðum - á einurn degi! „En þetta var nú þegar ég var ungur,“ bætir hann við. Hann byrjaði sem leikari þegar hann var rúmlega tvítugur. Hann / gifti sig ekki fyrr en 36 ára, en hjónabandið stóð stutt og nú er hann orðinn piparsveinn á ný og segist kunna best við það líf. Nú segist Ben Murphy vera ást- fanginn fyrir alvöru. Það er leikkonan Sharan Lea, sem hefur heillað hann, og í þetta sinn heldur hann að hann muni verða trúr og tryggur eiginmaður. Það má nú líka reikna með að hann Ben „sé búinn að hlaupa af sér hornin" eins og sagt er. Ben Murphy segir að það hafi haft mikla þýðingu fyrir sig að fá að leika með svo góðum leikurum og í Blikum á lofti (Winds of War). Ben Murphy (Warren) er hálfgerð- ur glaumgosi, en nú segist hann loks vera ástfanginn fyrir alvöru! Jan Michael Vincent (Barry) með nýju konunni sinni, Joanne Rohin- son, sem er 17 árum yngri en hann MAD0NNAí VANDRÆÐUM ÍL0ND0N Þegar rokkstjarnan Madonna tilkynnti brúðkaup sitt stóð skemmtanaheimurinn á öndinni. Sá heppni heitir Sean Penn og er einn af yngstu kynslóð Holly- wood leikara. Þrátt fyrir yfirlýs- ingar vina og kunningja eru þau staðráðin í að láta hjónabandið endast. Eða eins og hún segir: „Við erum bæði ákaflega skap- bráð og höfum ótrúlega líka skapgerð. Við erum bæði Ljón og kannski er hjónabandið svo traust þess vegna.“ Sean er maður á- kveðinn og er lítið fyrir það að vera fyrir almenningssjónum. Eins og stendur eru þau hjón Madonna og nýbakaður eigin- maður við komuna til London. að gera kvikmynd er nefnist’, á þeirra móðurmáli, Shanghai Sur- prise þar sem þau eru í aðalhlut- verkum, þrátt fyrir að Madonna eigi von á barni í maí næstkom- andi. Vegna þessarar myndar þurftu þau að koma við í London og kom þá til ryskinga á milli Iíf- varða þeirra hjóna og Ijósmynd- ara með þeim afleiðingum að einn Ijósmyndari varð undir einu hjóli á bifreið Madonnu. Breska lögreglan hefur í hyggju að yfir- heyra hana, vegna þessa atburð- ar, til að ganga úr skugga um það hvort lögð verði til kæra á hendur henni eða ekki. Þá má geta þess að fyrirtækið sem framleiðir myndina er í eigu George Harrison, fyrrum bítils, og heitir það „Handmade films.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.