Tíminn - 05.03.1986, Blaðsíða 9

Tíminn - 05.03.1986, Blaðsíða 9
Miövikudagur 5. mars 1986 OTþróttir n Tíminn 9 - íslendingar unnu níu marka sigur á Dönum í milliriðlinum - Einarvarði tvö víti og varfrábær-Vörnin í lagi. Frábær markvarsla Finars Þor- varðarsonar ásamt mjög góðri vörn íslendinga í síðari hálfleik skópu risasigur á Dönum í milliriðlinum á HM í handknattleik í Sviss í gær. Sigurinn var líka hrein rassskelling fyrir Danina sem máttu sætta sig við níu marka tap 25-16. íslendingar mæta Svíum í síðasta leiknum í milli- riðlinum og sá leikur ræður því um hvaða sæti í keppninni íslendingar spila. Leikurinn í Luzern ígærkvöldi var jafn í fyrri hálfleik en í þeim síðari voru Islendingar næsta einir á vellin- um og Einar varði m.a. tvö vítaköst auk fjölda annarra skota. Alls varði Einar 15 skot í leiknum. Vörnin í síðari hálfleik varlíkafirnagóð. Allir leikmenn með á nótunum sem leyfði sterkan leik. Þá var sóknarnýtingin með ágætum og var gaman að sjá Atla Hilntarsson fara á kostum í gegnumbrotum sfnum. Þorgils Óttar kom inná í síðari hálfleik og skoraði gott mark, sitt fyrsta á HM - en von- andi ekki það síðasta. Eins og fyrr segir þá var fyrri hálf- leikur í leiknum jafn. íslendingar hefðu átt að vera yfir en nokkur ódýr dönsk mörk sáu fyrir því að staðan var 10-10 í hléi. Danir skoruðu tvö fyrstu mörkin en íslendingar jafna3- 3 eftir 10 mínútna leik. Danir höfðu síðan alltaf forystu en fslendingum tókst að jafna leikinn við og við. Þeg- ar staðan er 9-9 þá klikka Danir í tveimur sóknum í röð en það sama gerðu íslendingar og Danir skoruðu 10-9 áður en Atli jafnar með fallegu marki. Atli fór síðan á kostum í upphafi síðari hálfleiks og skoraði tvö fyrstu mörkin með stórkostlegum gegnum- brotum. Þá er Þorbergi vísað af velli fyrir að tefja fyrir sókn Dana. Það kom ekki að sök vörnin hélt og nú fór allt að ganga upp hjá íslendingum. Staðan breyttist í 17-12 er Einar ver víti og Dönum var öllum lokið. Á síðustu fimm mínútunum skora ís- lendingar sjö mörk gegn einu og breyta stöðunni úr 18-15 í 25-16 sem reyndust lokatölur. Einar fór á kostum í markinu og Atli var frábær í leiknum. Kristján var tekinn úr umferð í síðari hálfleik en þá losnaði um Palla og Atla. Vörnin var góð í síðari hálfleik. Atli skoraði 8, Kristján 6, Palli 4, Bjarni 2, Þorbergur 2, Þorgils, Guð- mundur og Siggi Gunn 1 mark hver. Úrvalsdeildin í körfuknattleik — Úrslitakeppnín: Haukar höfðu það Tómas Holton Valsmaður horfir hér á Henning hoppa hæð sína í loft upp til að stöðva hann. Henning og Haukunum tókst að stöðva Valsmenn og spila til úr- slita gegn Njarðvíkingum. Atli Hilmarsson fór á kostum í landsleiknum gegn Dönum og skoraði átta mörk. Nokkur með fallegum gcgnumbrotum. Tímamynd: Svcrrir ÚrslitáHM Ungvcrjar halda áfrain upp- teknuin hætti í milliriðli 2. Þcir sigruðu Rúmena í gærkvöldi með 19 mörkunt gegn 17 og eru með 8 stig í riðlinum. Svíar sáu við Kór- cumönnum og unnu 29-26 og cru í öðru sæti með 6 stig. íslendingar eiga aðcins eftir að spila gcgn Sví- um og verða að vinna með fimm ntarka mun til að komast í 2. sæt- ið í riðlinum og spila um þriðja sætið á mótinu. í milliriðli 1 sigr- uðu Júgóslavar Svisslcndinga létt 27-19 og eru nokkuð vissir með að spila til úrslita í HM. A-Þjóðverj- ar unnu V-Þjóðverja örugglega með 24 inörkum gegn 15 og heimsmeistarar Sovétmanna töp- uðu illa fyrir Spánverjum 17-25 sem er aldeilis ótrúlegt. Eins og staðan er í dag er líklegt að Júg- óslavar og Ungverjar spili um heimsmeistaratitilinn, A-Þjóð- verjar og Svíar um þriðja sætið og íslendingar eiga góðan mögu- leika á að spila iim fimnita sætið, sennilega gegn V-Þjóðverjum. Evertonáfram Tveir leikir voru í ensku bikar- keppnunum í gær. í undanúrslit- um í deildarbikarnum skildu Ast- on Villa og Oxford jöfn í fyrri leik liðanna 2-2. Birch og Steinrod skoruðu fyrir Villa en Aldridgc gerði bæði mörk Oxford. Það síðara úr víti. Þá léku Tottenham og Everton í 16 liða úrslitum ensku bikarkeppninnar og var leikið í Lundúnum. Everton sigr- aði. JafntáHighbury Brighton tryggði sér sæti í átta liða úrslitum cnsku bikarkcppn- innar í knattspyrnu á mánudags- kvöldið. Brighton lagði þá Peter- borough að vclli með marki frá Saunders, 14). Þá léku einnig Ar- senal og Luton á Highbury og varð 0-0 jafntefli cftir framíeng- ingu. Viv Anderson hjá Arsenal var næstur því að skora er hann klúðraði af 10 metra færi, aleinn. M0LAR West Bromwich hafa sett tvo leikmenn sína á sölulista vegna þess að þeir neita að búa nálægt leikvelli liðsins. Þetta eru þeir Garth Crooks og Micky Thomas. Crooks býr í London og Thomas í Wales. Ron Saunders fram- kvæmdastjóri, sem þykir harður í horn að taka, bað þá um að flytj- ast nær leikvelli WBA en þeir neituðu og voru þá settir á sölu- lista. Þjálfari Schalke í v-þýsku knattspyrnunni hefur ákveðið að segja af sér í lok þessa tímabils. Hann heitir Diethelm Ferner og er ástæðan fyrir þessari ákvörðun sú að forseti félagsins lét hafa eftir sér í viðtali að hann teldi Ferner hafa staðið sig allvel en hann vildi fá þjálfara með sterkari persónu- leika. Köln FC í þýsku 1. deildinni í knattspyrnu hefur ákveðið að kaupa Thomas Allofs frá Keiser- slautern. Hjá Köln spilar einmitt bróðir hans Klaus. Þeir bræður spiluðu báðir á sínum tíma með Dusseldorf og gerðu það gott. Tony Schumacher, markvörð- ur Kölnarliðsins í þýsku knatt- spyrnunni hefur hótað að spila ekki með landsliði V-Þýskalands á HM í Mexíkó vegna fjögurra vikna banns sem hann fékk um síðustu helgi. Tony var vísað af velli helgina áður og var dæmdur í fjögurra vikna bann á meðan Bruno Pezzey, sem einnig var rekinn af velli þessa sömu helgi, fékk náðun. Er Tony ekki ánægð- ur með dóminn og gaf í skyn að hann myndi jafnvel hætta við Mexíkóferð. Yrði það áfall fyrir V-Þjóðverja. - sigruðu Valsmenn í þriðja leik félaganna með 81 stigi gegn 76 og mæta Njarð víkingum í úrslitum Haukar mæta Njarðvíkingum í úrslitunum um Islandsmeistaratitil- inn í körfuknattleik. Það varð Ijóst eftir viðureign Hauka og Valsmanna í Hafnarfirði í gærkvöldi. Leikurinn var hrcinn úrslitaleikur og Haukarn- ir höfðu betur eftir hraða og a köfl■■ um bráðskeinmtilega viðureign.þeir sigruðu með 81 stigi gegn 76. Staðan í hálfleik var hinsvegar 42-41 fyrir Hlíðarendapiltana. Það var hart barist frá byrjun til enda í þessum leik. Valsnrenn gættu Pálmars Sigurðssonar mjög vcl og var þar fremstur í flokki Jón Stein- grímsson, Pálrnar hitti lítið og virtist úr stuði. ívar Webster var hinsvegar í ágætu fornri bæði í vörn sem sókn ogskoraði heil 15 stig í fyrri hálfleik. Kristján Ágústsson Valsari kom einnig til leiks með kcppnisandarm , með sér, Hann skoraði grimmt og var geysisterkur í fráköstunum þar sem hann tók við hlutverki Sturlu Örlygssonar sem ekki lék með. Fyrri hálfleikurinn var annars mjög jafn allan tímann og aðeins eitt stig skildi að er gengið var til vatns- drykkju og skrafs. Haukarnir sigu framúr er nokkuð var liðið á síðari hálfleikinn, þökk sé góðri vörn og hraða þeirra Pálmars og Hennings Henningssonar sem settu báðir niður góðar kröfur á þessu tímabili. Þrátt fyrir mikla bar- áttu Valsmanna í lokin tókst þeim ekki að jafna metin aftur og líafn- firðingar vörpuðu öndinni léttar - Haukar eru komnir í úrslitin. Webster var bestur í Haukaliðinu og þeir Hcnning, Ólafur, Kristinn og Pálmar áttu allir góða spretti. Webster skoraði 23 stig og Henning og Ólafur komu næstir með 15 stig. HSK-menn tryggðu sér sigur í A- riðli 2. deildar í körfuknattleik um helgina er liöið sigraði ÚÍA á Sel- fossi með 60 stigum gcgn 59. Eins og tölurnar bera með sér þá var þessi leikur æsispennandi. Þriggja stiga karfa Reynis Guðmundssonar fyrir HSK á lokamínútunni vóg þungt á mctunum. Austanmenn höfðu hins- Kristján Ágústsson skoraði 20 stig fyrir Val og átti mjög góðan leik. Tómas Holton kom næstur með 14 stig og Leifur Gústafsson skoraði 13 stig. hb vegaryfir í hálflcik 33-29. Einar Har- aldsson skoraði mest fyrir HSK eða 15 stig en Unnar Vilhjálmsson skor- aði mest ÚÍA-manna 20. HSK og ÚÍA taka bæði þátt í úrslitakeppni 2. deildar þar sem fjögur lið keppa um eitt laust sæli í 1. deikl. Auk HSK og ÚIA þá keppa Skallagrímur og UMSS. Getraunir1x2 Getraunir1x2 Getraunir Getraunadálkur okkar verður í allra stysta lagi í dag þar sem plásslcysi háir okkur. Spámaður vikunnar er þó mættur. Það er Stefán Konráðsson borðtennis- maður úr Stjörnunni í Garðabæ. Stefán hristi reyndar höfuðið er hann rak augun í seðilinn sem honum var byrlaður sökum þess að hann reyndist fullur af 2. deildar- leikjum. Nú um síðustu helgi náðu tveir að vera með 12 rétta og fá tæp 400 þúsund í verðlaun. Þá varð ein stúlka svo lukkulcg að fá 12 rétta í handknattleiksgetrauninni sem haldin var vegna HM. Hún fékk í sinn hlut 412 þúsund. Hér er þá spá Stefáns fyrir næstu helgi: Chelsea-Man.City ..................1 Ipswich-Nott.Forest................2 Leicester-Coventry ................X Bradford-BIackburn.................1 Crystal Pal.-Middlesb..............1 Grimsby-Oldham.....................2 Leeds-Huddersf.....................X Portsmouth-Barnsley ...............1 Shrewsbury-Fulham..................1 Stoke-Hull.........................1 Sunderland-Charlton................2 Wimbledon-Norwich..................1 HSK í úrslitakeppnina Frá Sveini Ilel^asyni á Selfossi: Heimsmeistarakeppnin í handknattleik í Sviss: Danirnir rassskelltir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.