Tíminn - 05.03.1986, Blaðsíða 12

Tíminn - 05.03.1986, Blaðsíða 12
12 Tíminn Miövikudagur 5. mars 1986 Aðalfundur Ferðafélags íslands Aöalfundur Ferðafélags fslands veröur haldinn í kvöld, miðvikud. 5. mars, í Ris- inu, Hverfisgötu 105 og hefst kl. 20.30 stundvíslega. Vcnjuleg aðalfundarstörf. Ath. Féiagar sýni ársskírteini frá árinu 1985 við innganginn. Stjórnin Góukaffi Kvennadeildar Skagfirðinga- félagsins Kvennadcild Skagfirðingafélagsins er með Góukaffi og tískusýningu í Drangey, Síðumúla 35 í kvöld, miövikud. 5. mars, kl. 20.30. IHnnHII TOl‘l Norræna húsið: Háskólatónleikar í hádeginu Fimmtu Háskólatónleikarnir á vormisseri 1986 verða haldnir í Norræna húsinu í dag miðvikudaginn 5. mars. Elísabet Erlingsdóttir sópransöngkona syngur lögeftir Arná Thorstcinssón og A. Dvorák við píanóundirleik Sclmu Guð- mundsdóttur. Tónleikarnir hefjast kl. 12.30ogstanda í u.þ.b. hálltíma. Úrslit verðlaunasamkeppni um merki fyrir Kjarnagrauta í tilefni sýningarinnar Heimilið '85 efndi fyrirtækið Kjarnavörur til hug- myndasamkeppni um tákn fyrir Kjarna- grauta sem tyrirtækið framleiöir. Tilgang- ur samkeppninnar var að fá krakka á öll- um aldri til umhugsunar um hollan mat. Margar skemmtilcgar tillögur bárust í samkeppnina Niöurstaða dónincfndar fer hér á cftir: 1. verðlaun: Kristbjörg Ágústsdóttir, Brckkutúni5, Kópavogi 2. vcrðlaun: Garðar Árnason, Kleppsvcgi 50, Rvík. 3. verölaun: Karlotta Jóhanncsdóttir, Drápuhlíð 20, Rvík. BÍLALEIGA Útibú í kringum landið REYKJAVÍK:.....91-31815/686915 AKUREYRI:...... 96-21715/23515 BORGARNES:............ 93-7618 BLÖNDUÓS:........ 95-4350/4568 SAUÐÁRKRÓKUR: ....95-5913/5969 SIGLUFJÖRÐUR:.........96-71489 HÚSAVÍK:........96-41940/41594 EGILSSTAÐIR:...........97-1550 VOPNAFJÖRÐUR:.... 97-3145/3121 FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: . 97-5366/5166 HÖFN HORNAFIRÐI: ..... 97-8303 interRerrt Dagsektir felldar niður bókasafnsdaga Borgarbókasafns 3. tii 9. mars. Verða þessir dagar að mestu tengdir opnun nýs útibús Borgarbókasafns í Gerðubergi. Þar hefst starfsemin þriöju- daginn 4. mars með ýmis konar kynning- um. Af þessu tilefni verða dagsektir af vanskilabókum úr Borgarbókasafni felld- ar niöur í eina viku. Bráðlega kemur út litskreyttur bækl- ingur um bókasafnið og verður honum dreift á ýmsum stöðum í borginni. í mars verður útibú Borgarbókasafns viö Hofs- vallagötu „Hofsvallasafn“ fimmtíu ára. Pað hefur verið til húsa á sama staö í öll þessi ár. Tónlistarsjóður Ármanns Reynissonar: 3. úthlutun í júní n.k. Úthlutað verður úr Tónlistarsjóði Ár- manns Keynissonar í þriðja sinni í byrjun júní n.k. Úthlutunarfé sjóðsins ncmur kr. 150.000 og er óskað eftir umsóknum að- ila, sem hafa tónlist að aðalstarfi og hafa hug á að semja eða flytja tónverk, innan lands eða utan. Stjórn Tónlistarsjóðsins skipa frú Rut Magnússon, Svcinn Einarsson, fyrrv. þjóðleikhússtjóri, Bcnedikt Gunnarsson Íistmálari, Þorsteinn Gauti píanólcikari og Ármann Reynisson forstjóri. Þeir sem hyggjast sækja um úthlutun úr sjóðnum eru beðnir að senda umsóknir, þar sem gcrð er grein fyrir fyrirhuguðunt verkcfnum, fyrir I. maí n.k. til Tónlistar- sjóðs Ármanns Reynissonar, Laugavegi 97, Rcykjavík. Nýttlíf 1. tbl. 9. árgangs af Nýju lífi er nýkomið út. Forsíðustúlkan er Þórdís Erla Ágústs- dóttir og er æviágrip hennar viö hlið efnis- yfirlits á bls 3. María Guðmundsdóttir tók forsíðumyndina. Ritstjóraspjall er fremst í ritinu eftir Gullveigu Sæmundsdóttur rit- stjóra. Hún segir þar að Nýtt líf sé gefið út í stærra upplagi en nokkru sinni fyrr. Einnig ræðir ritstjóri um dóm Hæstaréttar að neita útgáfufyrirtæki blaðsins að nota nafnið LÍF á þeim forsendum aö þaö væri of líkt nafni bandaríska tímaritsins LIFE. Aö síöustu scgir í ritstjóraspjalli;.Alla vega er erfitt að trúa því að málkennd ís- lendinga sé svo brengluö að þeir geri ekki glöggan greinarmun á orðunum LÍF og LIFE hvað svo sem æðsti dómstóll lands- ins tclur um það mál.“ Efni blaðsins er fjölbreytt, þar er viötal viö stórsöngvarann Eirík Hauksson „Tókst aö grenja út bítlahár.“ Steinunn Sigurðardóttir ræðir við Manuelu Wiesler í Vínarborg „Prengingarnar eru hluti af mér“ er fyrirsögnin. Þá cru ýmsar greinar: Áhrif AIDS í HoIIywood, Er gagnrýni marghöföa þurs? grein um listgagnrýni cftir Vigdísi Grímsdóttur, Hugarreik eftir Pétur Gunnarssono.fl. Einnigerugreinar um bókmcnntir, kvikmyndir, leikhús og tónlist, tísku og snyrtingu.handavinnu og mat o.fl. Margar.myndir prýða ritiö, sem er prentað á góöan pappír. Útgefandi er Frjálst framtak hf. Prentun er unnin í ODDA hf. Bændur Notaðar búvélartil sölu, sími 99-1940. Þvottavél til sölu á góðu verði, tekur 8 kíló. Einnig fótanuddtæki. Upplýsingar í síma 18614 á kvöldin. (Tímamynd Sverrir) <•» Fólk sem á „slides'.'-myndir getur nú fengið þær yfir á videóspólur. Þetta cr ódýrara en menn gera sér grein fyrir. Hrafn Gunnlaugsson notaði þessa tækni í mynd sinni „Hrafninn flýgur". Fyrirtækiö Gullfingur er til húsa á Snorrabraut 54 í Reykjavík. Rafmagn, vatn, hitaveita Ef bilar rafmagn, hltaveita eða vatnsveita má hringja í þessi simanúmer: Rafmagn: l Reykjavik, Kópavogi og Seltjarn- arnesi er sími 686230. Akureyri 24414, Keflavík 2039, Hafnarfjörður 51336, Vestmannaeyjar 1321. Hitaveita: Reykjavlk simi 82400, Seltjarnarnes simi621180, Kópavogur 41580, eneftirkl. 18.00 og um helgar i síma 41575, Akureyri 23206, Keflavík 1515, en eftir iokun 1552. Vestmann- aeyjarsími 1088 og 1533, Hafnarfjörður 53445. Simi: Reykjavik, Kópavogi, Seltjarnarnesi, Ak- ureyri, Keflavík og Vestmannaeyjum tilkynnist i síma05 Biianavakt hjá borgarstofnunum (vatn, hita- veita o.fl.) er í síma 27311 alla virka daga frá kl. 17.00 til kl. 08.00 og á helgum dðgum er svarað allan sólarhringinn. Tekið er þar við tilkynningum á veitukerfum borgarinnar og í öðrum tilfellum, þar sem borgarbúar telja sig þurfa að fá aðstoð borgarstofnana. Leið 7 um Suðurhlíðar Frá og með l. mars munu vagnar á leið 7: Lækjartorg - Bústaðir leggja lykkju á lcið sína um Bústaðaveg og aka niður Suðurhlíð að hliði Fossvogskirkjugarðs. Þar snúa þcir við og aka sömu leið til baka og síðan áfram austur Bústaðaveg. Þesser vænst. að þessi breytingkomi að notum fyrir Suðurhlíðabúa auk þeirra, scm eiga erindi í Fossvogskirkjugarð, öskuhlíðarskóla og Heyrnleysingjaskól- Unnið að úrbótum á vistun öryrkja Á undanförnum árum hafa orðið mikl- ar umræður um á hvern hátt sé hægt að leysa vandamál þeirra öryrkja, sem eiga sakir andlegrar og líkamlegrar fötlunar - aðallega af völdum slysa - örðugt um vistun á þeim stofnunum, sem fyrir eru. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðu- neytið hefur skipað nefnd, sem er fengið það hlutverk að gera úttekt á þessu vanda- máli og jafnframt að gera tillögur til úr- bóta, með það í huga að reynt verði að leysa málið sem næst heimabyggð, en ekki á sérstakri sjúkradeild. Ætlast er til aö nefndin skili tillögum þaö tímanlega aö hægt veröi aö standa undir kostnaði úr Framkvæmdasjóði fatlaðra þegar á næsta ári. í nefndinni eru: Ingimar Sigurðsson lögfræðingur, for- maður, Ingibjörg R. Magnúsdóttir deild- arstjóri, Haukur Pórðarson yfirlæknir, Björn Önundarson tryggingayfirlæknirog Ásgeir B. Ellcrtsson, yfirlæknir Bækur og blöð í tonnatali á Bókamarkaðnum Bókamarkaöurinn 1986, sem Bókavarð- an gengst fyrir að þessu sinni, verður á Hverfisgötu 46 í stórum salarkynnum og byrjaði á mánudag. Parna býður Bóka- varðan til sölu íslenskar og erlendar bæk- ur í öllum grcinum fræða og vísinda og skáldskaparrit af öllum gerðum. Einnig verða scld blöð og tímarit, gömul og ný. Parna verða íslenskar skáldsögur, þýddar skáldsögur, ferðabækur, landlýsingar, kvæði rímur, riddarásögur, íslensk fræði o.fL o.fl. Á öllum íslcnskum bókum á markaön- um veröa aðeins tvö verð - 50 og 100 krónur - og verða boðnir til sölu milli 15 og 20 þúsund bókatitlar á því verði. Markaður þessi stendur alla vikuna og um næstu helgi frá kl. 9.00-21.00 daglega og alla næstu helgi verður opið á sama tíma. Sigurður Valgeirsson, nýr eigandi aö Eigendaskipti að Roða prentsmiðju og stimplagerð Nýlega uröu eigendaskipti að ROÐA, prentsmiðju og stimplagerð. Hverfisgötu 49. ROÐA. (Tímamynd Árni Bjarna) Nýfeigandinn, Sigurður Valgeirsson, mun reka fyrirtækið á sama hátt og verið hefur. Sigurður mun leggja áherslu á vandaða vinnu og góða þjónustu. Hjá ROÐA fer fram öll smáprentun og hægt er að fá þar allar gerðir af stimplum. „Gúmmíkarlarnir“ í Borgartúni. Nýtt hjólbarðaverkstæði: Gúmmíkarlarnir hf. Nýlega var opnað nýtt hjólbarðaverk- stæði, Gúmmfkarlarnir hf. að Borgartúni 36 í Reykjavík. Eigendur og starfsmenn fyrirtækisins eru Jóhannes Vilhjálmsson, Davíð S. Árnason, Knut Vesterdal. Úskar J.B. Jónsson og Magnús Snæbjörnsson. Þeir störfuðu allir hjá Hjólbarðastöðinni sf. áður. Gúmmíkarlarnir hf. bjóða upp á ýmsar nýjungar, m.a. bæjarþjónustu, þar sem þeir koma og veita fólki aðstoð, cf þörf krefur, útkallsþjónustu utan opnunar- tíma og einnig bjóða þeir viðskiptavinuni upp á kaffi í rúmgóðri setustofu, meðan beðið er eftir að bíllinn verði tilbúinn. Borgfirðingabók Ársrit Sögufélags Borgarfjarðar 3.*4. árg. I ávarpi fremst í bókinni scgir Brynjólf- ur Gíslason f.h. ritnefndar m.a.: „Borg- firðingabók kemur nú út í 3ja sinn. Þetta hefti er nokkuðáeftiráætlun ogannállinn tekur hér yfir árin 1982-’83." Tvö ljóð eru eftir Þorstein frá Hamri: Gunnlaugur Ormstunga og Gluggað í Gunnlaugssögu. Á fjöruleiðum heitirfrá- sagnaþáttur eftir Ara Guðmundsson. Frumherjar i vegagerð í Mýra- og Borg- arfjarðarsýslum heitir grein eftir Elís Jónsson. Ferðalýsing eftir Jón Egilsson frá Steinum segir frá ferð hans landveg frá Steinum í Stafholtstungum norður í Laugaskóla í Þingeyjarsýslu 1926. Vísna- þáttur er eftir Odd Kristjánsson, Stein- um. Endurprentuö er grein cftir Jósef Björnsson, Svarfhóli, sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins 1941. Hún nefnist: Guð- mundur Magnusson í Stóru-Skógum. Undirfyrirsögn er Alþýðukveðskapur fyrir 100 árum. Ýmsar frásagnir frá fyrri tímum eru í ritinu, svo sem „Slys í Réttar- kvörn," en það skcði við Þverá 1875. Þá eru sögð tíðindi úr héraði 1982-1983 og mannslát. Sögð eru tíðindi af fram- kvæmdum í vegamálum í Mýra- og Borg- arfjarðarsýslum, Landbúnaður og starf- semi Búnaðarsambands Borgarfjarðar, Fréttapistill úr Norðurárdalshreppi og Hvalfjarðarstrandarhreppi þar sem sagt er frá árferði, heyfeng, byggingum, breyt- ingum á svcitarstjórnum o.fl. Forsíðu- mynd er úr Hvalfirði, en Ijósm. Ólafur Jónsson Kaðalsstöðum. Bókin er unnin í Prentverki Akraness h.f. BORGFIRUINGABÓK Jón Ingi Friðriksson Nýtt fyrirtæki: Gullfingur Nýlega var stofnað fyrirtækið Gullfing- ur. Forsvarsmaður fyrirtækisins er Jón lngi Friðriksson. Þetta fyrirtæki hefurupp á að bjóða ýmsa tæknivinnu, svo sem klippingar á filmum. hljóðsetningu og upptöku. Minningarkort Landssamtaka hjartasjúklinga Minningarkort Landssamtaka hjarta- sjúklinga fást á eftirtöldum stöðum. Reykjavík - Skrifstofu Landssamtak- anna, Hafnarhúsinu, Bókabúð ísafoldar. Versl. Framtíðin, Reynisbúð, Bókabúð Vesturbæjar. Seltjarnarnes - Margréti Sigurðardóttur, Nesbala 7. Kópavogur - Bókaversl. Veda. Hafnarfirði - Bókabúð Böðvars. Grindavík - Sigurði Ólafssyni, Hvassahrauni 2. Keflavík - Bókabúð Keflavíkur. Sandgerði - Pósthúsinu iSandgerði. Selfossi - Apótekinu. Hvols- velli - Stellu Ottósdóttur, Norðurgarði 5. Ólafsvík - Ingibjörgu Pétursdóttur, Hjarðartúni 36. Grundarfirði - Halldór Finnsson, Hrannarstíg 5. ísafirði - Urði Ólafsd., Versl. Gullauga, Versl. leggurog Skel. Vestmannaeyjum - Skóbúð Axels Ó. Akureyri - Gisla J. Eyl. Víði,.8. Blönduósi-Helgu A. Ólafsd. Holtabr. 12 Sauðárkróki - Margréeti Sigurðard. Raftahlíð 14. VKSKIT SÖCt'H I VÓSHOKÓ VKI I VKD VK -V4. óra.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.