Tíminn - 05.03.1986, Blaðsíða 11

Tíminn - 05.03.1986, Blaðsíða 11
Tíminn 11 Miðvikudagur 5. mars 1986 FISKIRÆKT Fiskeldi vex stöðugt í Noregi Norömcnn gera það gott í fiskeld- inu, eins og við höfum fengið fréttir af seinustu árin. Útflutningsverð- mæti eldislaxins námu á s.l. ári um 1,8 milljarði norskra króna eða sem svarar tæplega 11 milljörðum ís- lenskra króna. Afurðir voru alls unt 25 þúsund lestir. Norðmenn gera ráð fyrir að laxa- framleiðslan rnuni verða á árinu 1986 38 þúsund lestir, 1987 45 til 50 þúsund lestir og 1988 nái hún 65 þúsund lestum. Að vísu hafa verið ljón í vegi sem hömluðu þeirri aukningu, sem menn ætluðu þessi árin, þar sem sjúkdómar og skortur á seiðum. gerðu strik í reikninginn. Nú telja menn aftur á móti að fyrrgreind áætl- un um aukningu sé varanleg og muni standast. Langmest var selt ás.l. ári af fersk- um laxi. Mest magn fór til Banda- ríkjanna eða um 6.500 lestir, til Frakklands fóiu 3.900 lestir, Vestur- Þýskalands 2.900 lestir, Danmerkur 2.500 lestir og 1.307 lestir til Englands, svo stærstu viðskiptalönd- in séu nefnd. Auk þess seldu Norð- mcnn ferskan lax til Svíþjóðar. Spánar, Japans. Belgíu. Sviss og Hoilands. Svipað má segja um fros- inn lax, en hlutfallslega mest af hon- um fór til Frakklartds eða tæplega 1.200 lestir, en mun minna magn til annarra landa. Rúmlega 800 lestir af urriða (regnbogasilungur) voru seld- ar til fyrrgreindra landa og fór lang- mcst til Vestur-Þýskaiands eða 228 lestir. Auk þess voru fluttar út 450 lestir af reyktum laxi til 31 lands og 150 lestir af reyktum urriða. Mest fór til Bandaríkjanna. Eins og fram kemur hér að framan, seldu Norðmenn verulegt magn af laxinunt til Efnahagsbanda- lagslandanna, Frakklands, Vestur- Þýskalands, Danmerkur og Englands. Tollamál í sambandi við Tilraunastöð í Austervol. Norðmenn gera víðtækar rannsóknir á fiskeldi. í þessum stíum er verið að gera tilraunir nteð þorskeldi. bandalagið hafa verið alla tíð mjög á dagskrá í sambandi við innflutning til þcssara landa. Einsog nú háttar til í sambandi við laxinn, cr2,5% tollur á ferskum og frosnum laxi til þessara landa, en ef hann er reyktur ncmur tollurinn 13-14%. Og cf hann er unninn nteira. verður tollurinn hærri. Þess má geta til fróðleiks, aö um helmingur af laxinum, sem Norð- menn selja Frökkum, er reyktur í Frakklandi áður en hann fer á al- mennan markað þar í landi. Ýmsum finnst því að útflutningur á laxinum hafi einkenni þróunarlanda með óunnið hráefni. sem þeir sem kaupa geri að verðmeiri vöru og hagnist því á viöskiptunum. Telja laxeldismenn í Noregi aö það þurfi að ræða þessi mál alvárlega viö Efnahagsbanda- lagið og fá endurskoöun á þessum tollamálum. -EH Heimild: „Norsk flskeoppdrett" Amnesty International: Fangar mánaðarins Mannréttindasamtökin Amnesty International vilja vekja athygli al- mennings á máli eftirfarandi sam- viskufanga í febrúar. Jafnframt von- ast samtökin til þcss að fólk sjái sér fært að skrifa bréf til hjálpar þessum föngum og sýna þannig í verki and- stöðu stna við að slík mannréttinda- brot eru framin. íslandsdeild Amn- esty hefur nú einnig hafið útgáfu póstkorta til stuðnings föngum mán- aðarins, og fást áskriftir á skrifstofu samtakanna. Haiti: Joseph Pardovany er fer- tugur vélvirki og fimnt barna faðir. Hann var handtekinn 8. sept. 1983, samkvæmt öruggum heimildum, en síðan hefur ekkert til hans spurst, og í stjórnartíð Duvalier, fyrrverandi forseta neituðu yfirvöld og stofnanir á þeirra vegum að vita nokkuö um afdrif hans. Fjöldi manna voru hand- teknir á sama tíma og hann, og er ástæðan talin vera tengsl þeirra við Sylvio Claude, formann Kristilega Demókrataflokksins í Haiti (PDCH), en hann hefur sjálfur oft verið fangelsaður og pyntaður. í apríl 1985 voru 37 pólitískir fangar látnir lausir, og voru þar í hópi menn sem yfirvöld höfðu ekki áður kann- ast við að væru í haldi. Vegna yfirlýs- ingar innanríkisráðherra Haiti við það tækifæri um að engir væru lengur í haldi vegna afskipta af stjórnmál- um, er óttast um afdrif Joseph Par- dovany, og í tilefni nýlegra stjórnar- skipta eru menn hvattir til að senda fyrirspurnir til núverandi valdhafa. Sovétríkin: Mikhail Kukobaka er 49 ára gamall verkamaður, sem verið hefur í haldi ýmist á geðveikrahæli eða í fangelsi síðan 1970 fyrir andóf gegn stefnu stjórnvalda. Hann var upphaflega handtekinn og ákærður fyrir að dreifa andsovéskum áróðri" vegna gagnrýni hans á inn rásina í Tékkóslóvakíu, og hlaut þá 6 ára vist á geðveikrahæli. Honum var sleppt 1976, en var á næsta ári tvisvarsettur inn fyrir að skreyta gisti- herbergi sitt með mannréttindas.'.tt- mála SÞ og mynd af Andrei Sakhar- ov, og 1978 fékk hann 3 ára fangelsis- dóm vegna ritgerða sem hann sendi úr landi. Að afplánun lokinni fékk hann nýjan 3 ára dóm, sem var endurnýjaður í okt. 1984, og er ótt- ast að í þetta skipti sé um að ræða allt að 12 ára fangelsisdónt og útlegð. llenin: Boniface Koundou er 25 ára gamall nemi í landbúnaðarvís- indum, sem var handtekinn 13. júní 1985 í kjölfar mótmælaaðgerða stúd- enta, sem kröfðust endurbóta í menntakerfinu, aukinnar sjálfs- stjórnar og málfrelsis innan samtaka stúdenta. Aögerðirnar snerust upp í ryskingar milli stúdenta og öryggis- lögreglu þegar reynt var að bæla þær niöur mcð valdi. Ríkisstjórnin ásak- aði forsprakka stúdenta í mótmæla- aðgeröunum fyrir að hafa verið handbendi fyrrverandi pólitískra fanga scm látnir höfðu verið lausir 1. ágúst árið áður. en Boniface Kound- ou er cinn þeirra. Hann hafði þá ver- ið í 5 ár varðhaldi án ákæru eða dóms vegna meintra tengsla við friðsamleg mótmæli stúdenta árið 1979. Amn- esty International telur engin tengsl ntilli Koundou og uppþotanna 1985. Hann og a.m.k. 2 aðrir eru líklega í haldi einungis vegna fyrri varðhalds- vistar, og hafa þeir hvorki verið ákærðir né komið fyrir dóm. Þeir sem vilja leggja málum þess- ara fanga liö, og þá um leið mann- réttindabaráttu almennt. eru vin- samlegast beðnir að hafa samband við skrifstofu íslandsdeildar Amn- esty, Hafnarstræti 15, Reykjavík, sími 16940. Skrifsstofan er opin frá 16.00-18.00 alla virka daga. Þar fást nánari upplýsingar sem og heimilis- föng þcirra aðila sem skrifa skal til. Einniger vcitt aðstoð við bréfaskrift- ir ef óskað er. INNLAUSNARVERÐ VAXTAMIÐA VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS Í2. FL.B1985 Hinn 10. mars 1986 er fyrsti fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs með vaxtamiðum í 2. fl. B1985. Gegn framvísun vaxtamiða nr. 1 verður frá og með 10. mars nk. greitt sem hér segir: Vaxtamiðimeð 50.000,-kr. skírteini kr. 1.901,70 Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið 10. september 1985 til 10. mars 1986 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1239 hinn 1. september 1985 til 1428 hinn 1. mars 1986. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gialddaga. Innlausn vaxtamiða nf. 1 ferfram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka Islands, Hafnarstræti 10, Reykjavík, og hefst hinn 10. mars n.k. Reykjavík, 2. mars 1986 SEÐLABANKIISLANDS • • • • • VIÐ HÖNNUM, TÖLVUSETJUM OG PRENTUM • • • • SKÝRSLU- OG REIKNINGSEYÐUBLÖÐ FYRIR TÖLVUR. • • • • TÖLVUPAPPÍR Á LAGER. • • \ • NÝ, FULLKOMIN LEISER-LJÓSSETNINGARVÉL • • w OG PRENTVÉLASAMSTÆÐA. • • • REYNIÐ VIÐSKIPTIN. • • • • PRENTSMIDJAN (^cicla H.F. Smiðjuvegi 3, 200 Kópavogur, sími 45000 • • • • •

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.