Tíminn - 05.03.1986, Blaðsíða 3

Tíminn - 05.03.1986, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 5. mars 1986 Tíminn 3 Refasæðingar - nýmæli í kynbótum hér á landi: Sæði frá 3 högnastöðv um sent um allt land Frá fréttaritara Tímans í Skagafírði, Ö.Þ.: Ellefu dýralæknar og frjótæknar frá stærstu loðdýrafélögum landsins hafa nýlokið þátttöku í námskeiði í refasæðingum, sem Samband ísl. loðdýraræktenda gekkst fyrir á Hól- um í Hjaltadal. Þetta fólk mun nú á tímabilinu 10. mars til 1. apríl hefja refasæðingar í sínum heimahéruð- um. Slíkt er nýmæli hér á landi og mjög vandasamt verk. Aðalleiðbeinandi á námskeiðinu var Jan Fougner, dýralæknir norska loðdýrasambandsins, sem verið hef- ur einn aðal frumkvöðull að refa- sæðingum í Noregi. Kennsla hans var einkum fólgin í sæðingum, og sæðistöku auk meðferðar á dýrunum við sæðingar. Undirbúning að námskeiðinu og bóklega kennslu önnuðust dýra- læknarnir Kjartan Hreinsson og Eggert Gunnarsson. Að þeirra sögn er nauðsynlegt að bændur notfæri sér þá möguleika til kynbóta sent sæð- ingar refa bjóða upp á, auk þess sem aðkallandi sé að sæðingamenn fái aukna þjálfun. beir Eggert og Kjart- an luku miklu lofsorði á aðstöðu til námskeiðahalds á Hólum - sögðu hana munbetri en t.d. á santbærilegu námskeiði st-n þeir sóttu í Noregi. Þrjár högnastöðvar hafa nú verið stofnaðar hér á landi: Að Þórustöð- um í Ölfusi, Glæsibæ í Eyjafirði og á Hólum í Hjaltadal, þar sem nám- skeiðið fór m.a. frarn. Frá þessunt stöðvum verður sæði sent til sæð- ingamanna út um landið. Verða bæði flytjendur og sæðingamenn að hafa hröð handtök því líftími sæðis- ins er að hámarki um 10 klukku- stundir. Um 40 högnar, bæði blá- og silfur- refur. verða í vetur á högnastöðinni á Hólum. Umsjónarmaður stöðvar- innar er Álfheiður Marinósdóttir, sem jafnframt er ráðunautur Skag- firðinga og Húnvetninga í loðdýra- rækt. Líklega dáist hún Katrín Andrés- dóttir dýralæknir að honum Trítli út frá nokkuð öðrum forsendum en sú/ sá sem væntanlega á einhverntímann eftir að vefja sig inn í feldinn af honum. Katrín var eina konan sem sótti sæðinganámskeiðið á Hólum. Tímamynd: Örn I*. ihtiíífi • «f!i tí'* aÍt'IllShlfl luitnsiipi liiiilil! EUÍiHl !««KB Atvinnumálanefnd Laxárdalshrepps: Þrjár kröfur vegna fullvirðismarks Atvinnumálanefnd Laxárdals- hrepps samþykkti ályktun á fundi sínum þann 26. febrúar s.l. þar sem lýst er áhyggjum, vegna útfærslu á stjórnun sem komið hefur verið á í mjólkurframleiðslu og harmað hversu seint á verðlagsárinu fullvirð- ismark bænda var ákveðið. Bent er á að stjórnvöld verði að axla hluta af ábyrgðinni á því hvernig málum er komið með því að milda áhrif regln- anna. Atvinnumálanefndin setti í því sambandi fram þrjár kröfur. í fyrsta lagi að stjórnvöld kaupi um- framframleiðslu fyrstu fimm mánuði verðlagsársins, í öðru lagi að viðun- andi fullvirðismark verði veitt þeim sem hafa staðið í uppbyggingu til mjólkurframleiðslu á allra síðustu árum, og í þriðja lagi að þeint sem ekki hafa áhuga eða getu til að rísa undir kröfum unt nútímalega mjólk- urframleiðslu verði gefinn kostur á að hætta henni þannig að búmarkið nýtist öðrum. HARÐFENNIÁ LAGHEIÐI Á föstudaginn var hætt snjó- mokstri á Lágheiði milli Fljóta og Ólafsfjarðar en mokstur á hciðinni hófst á fimmtudag. Þrír snjóblásar- ar voru notaðir til verksins. Gekk mjög hægt vegna þess hversu snjór- inn var frosinn, en undanfarna vet- ur hefur verið mjög mikið harð- fenni hér nyrðra. Ljóst þótti að mokstur tæki mun lengri tíma en áætlað var í upphafi, auk þess sem tæki vegagerðarinnar unnu ekki á því svelli og þeim klaka sem nú er. Óvíst er hvenær önnur tilraun verður gerð til að opna heiðina. Síðustu tvær vikur hefur talsvert verið farið um Lágheiði á jeppunt sem hafa getað þeyst yfir á hjarni og er þá ekið talsvert frá núverandi vegarstæði sem er algerlega ókeyr- andi. Nú er þessi möguleiki á að stytta vegalengdina milli Siglu- fjarðar og Ólafsfjarðar um 170 km úr sögunni í bráðina vegna mikillar hláku unt helgina, en hægviðri og frost hafði haldist allan febrúar- mánuð. (Örn - Skagafirði) Þingsályktunartillaga: FRÍVERSLUN VID BANDARÍKJAMENN Gerð fríverslunarsamnings við Bandaríkin er efni þingsályktunartil- lögu sem Gunnar G. Schram hefur lagt fram í sameinuðu Alþingi. Tillag- an gerir ráð fyrir.að ríkisstjórnin láti fara fram könnun á gerð fríverslun- arsamnings við Bandaríkin með hliðsjón af því hver viðskiptalegur hagur af slíkum samningi yrði fyrir íslenska atvinnuvegi og útflutnings- starfsemi. í greinargerð að tillögunni segir m.a: „1 stórum dráttum má segja að ávinningurinn af gerð fríverslunar- samnings við Bandaríkin yrði eftir- farandi: 1) Tollar á íslenskum fram- leiðsluvörum yrðu lækkaðir og felld- ir niður. Sú upphæð nam 129 mill- jónum króna árið 1984 á gengi 31. júní. 2) Samkeppnisaðstaða ís- lenskra útflytjenda á bandaríska markaðnum mundi mjög batna gagnvart öðrum þjóðum. 3) Banda- rískar vörur mundu lækka í verði hér á landi. 4) Möguleikar mundu skap- ast á samvinnu erlendra og íslenskra fyrirtækja til framleiðslu hér á landi til útflutnings, bæði til Bandaríkjanna og Evrópu (EFTA- og EBE-land- anna). 5) Viðskiptatengsl og efna- hagssamvinna íslands og Bandaríkj- anna mundi vaxa í verulegum mæli“. -SS Aöalfundur Verzlunarráðs íslands: Franskur fyrirlesari Á morgun, fimmtudag, mun Verzlunarráð íslands halda aðal- fund. Auk hefðbundinna aðal- fundastarfa mun Jacques G. Mais- onrouge, fyrrverandi forseti al- þjóðadeildar IBM, halda erindi um alþjóðaviðskipti og fjárfestingu. Talsverður fengur er í hr. Mais- onrouge sem fyrirlesara, en hann hefur um árabil verið í forsvari fyrir IBM og gegnt mörgum ábyrgða- störfum innan fyrirtækisins. Jafn- framt hefur hann átt þátt í stjórnun margra annarra stórfyrirtækja s.s. „Roussel-Uclaf og Moet Henn- essy" og „Air liquide". Hr. Mais- onrouge hefur fcngið margvíslegar viðurkenningar fyrir störf sín í at- vinnulífinu og að menningarmál- um og hefur m.a. gefið út bókina „Manager International" sem fjall- ar um starf hans hjá IBM ásamt því sem þar er að finna ýmsar leiðbein- ingar um markaðsmál og stjórnun fyrirtækja. Aðalfundur Verzlunarráðs (s- lands vcrður haldinn að Hótel Sögu á morgun, og hefst kl. 10.15. -BG A.F.S. SAFNAR FJÖLSKYLDUM Skoðanakönnun framsóknarmanna á Patreksf irði Framsóknarmenn á Patreksfirði verða með skoðanakönnun vegna framboðslista flokksins þar 9. mars n.k. Rétt til þátttöku í skoðana- könnuninni hafa allir framsóknar- menn á staðnum auk stuðnings- manna flokksins. Eftirtaldir gefa kost á sér í könn- uninni: Erla Hafliðadóttir, Jensína Krist- jánsdóttir, Jónas Ragnarsson, Ólaf- ur Sæmundsson, Rósa Bachman, Sigurður Viggósson og Snæbjörn Gíslason. Vikuna 1.-8. mars efna A.F.S.. skiptinemasamtökin á íslandi, til fjölskylduöflunar. Eins og nafnið bendir til er tilgangur vikunnar að fá fjölskyldur um allt lánd til að opna heimili sín fyrir árs- og sumarnem- um, erlendum. A.F.S. á íslandi sendir út þrefalt fleiri nema en þeir taka á móti að sögn forsvarsmanna félagsins og er ein aðalástæðan fyrir því hve illa það hefur gengið að útvega heimili. Einnig sögðu þeir að fólk virtist gera sér rangar hugmyndir um hvernig það ætti að koma fram við skipti- nemana því þeir hjá A.F.S. leggja áherslu á það að komið sé fram við skiptinemann eins og einn af heim- ilisfólkinu. Við ætlumst ekki til að farið sé að ferðast með nemann út um allar trissur eins og fólk virðist halda,“ sagði Eiríkur Þorláksson fram- kvæmastjóri A.F.S. á Islandi í sam- tali við Tímann. Eiríkur sagði einn- ig: „Það eina sem við förum fram á við fjölskylduna er fæði og húsnæði, vasapeninga og annan kostnað sjá- um við um.“ -Þ.I. Stjórn A.F.S. frá vinstri: Ása Richards, Jónheiður Valgeirsdóttir formaður og Eiríkur þorláksson framkvæmdasjtóri. Tímamynd: Sverrir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.