Tíminn - 05.03.1986, Blaðsíða 10

Tíminn - 05.03.1986, Blaðsíða 10
getrguha VINNINGAR! 27. leikvika -1. mars 1986 Vinningsröð: 1X1 -121 -112-211 1. vinningur: 12 réttir, 67400(4/n) + 2. vinningur: 11 réttir, kr. 389.675,- 75812(4/n) kr. 7.767,- 17440 53880* 66620+ 66663+ 73031+ 104402 127433 501851 19562 62255* 66648+ 66668+ 79809+ 104482 131476 24123 65250+ 66653+ 67500+ 97896+ 106180* 166248 Úr26 viku' 52913’ 66616+ 66662+ 67543+ 97917 125152* 167701 80677+ * = ?n Kærufrestur er til mánudagsins 24. mars 1986 kl. 12.00 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar. Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og á skrifstofunni í Reykjavík. Vinningsupphæðir geta lækkað, ef kær- ur verða teknar til greina. Handhafar nafnlausra seðla (+) verða að framvísa stofni eða senda stofninn og fullar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir lok kærufrests. íslenskar Getraunir, Iþróttamidstöðinni v/Sigtún, Reykjavík býður þér þjónustu sína við ný- byggingar eða endurbætur eldra húsnæðis Viö sögum í steinsteypu fyrir dyrum, gluggum, stigaopum. lögnum - bæði í vegg og gólf. Ennfremur kjarnaborum við fyrir lögnum í veggi og gólf. Þvermál boranna 28 mm til 500 mm. Þá sögum við malbik og ef þú þarft að láta fjarlægja reykháfinn þá tökum við það að okkur. Hífir leitast við að leysa vanda þinn fljótt og vel, hvar sem þú ert búsettur á landinu. Greiðsluskilmálar við allra hæfi Bílasími 002-2183 Fífuseli 12 109 Reykjavík sími91-73747 | KRANALEIGA • STEINSTEYPUSÖGUN • KJARNABORUN Frá Félagi Níalssinna Fundur að Álfhólsvegi 121, Kópavogi í kvöld 5. mars og hefst hann kl. 21.00. Erla Stefánsdóttir miðill og sjáandi heldur erindi um álfa og huldufólk og sýnir skuggamyndir. Stjórnin. Til sölu girðingarstaurar 1,80x1,5x3 kr. 75,- pr. stk. og milli- staurar 2,5x2,5 kr. 50,- pr. stk. Upplýsingar í síma 23121. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim er sýndu okkur vináttu og hlý- hug við andlát og útför Sæmundar Guðbjörns Lárussonar, blfrelðarstjóra Gnoðarvogi 20 Alúðarþakkir til starfsfólks á Elli- og hjúkrunarheimilinu Grund. Sigríður Geirlaug Kristinsdóttir Hulda Sæmundsdóttir GerhardOlsen Guðlaugur Sæmundsson Ingibjörg Aðalsteinsdóttir Kristján Sæmundsson Guðrún Einarsdóttir Anna Markrún Sæmundsdóttir Baldur Þórðarson Barnabörn og barnabarnabörn 10 Tíminn lllllll TÓNLIST llllll Miðvikudagur 5. mars 1986 Tvennir háskólatónleikar Háskólatónleikar eru haldnir vikulega í Norræna húsinu, á mið- vikudögum í hádeginu. Þar getur sitthvað merkilegt og skemmtilegt að heyra, ungir listamenn „debútt- era“, sjaldgæf verk eru flutt, - á Háskólatónleikum flytja listamenn það sem þá langar til að flytja, og sumir Reykvíkingar eru svo dæma- laust heppnir að hafa til þess aðstæð- ur að eyða þarna hálftíma í viku til að hlusta á. Nýr gítarleikari Hinn 12. febrúar flutti Einar Kr. Einarsson forna gítartónlist og nýja. Einar er nú í framhaldsnámi í Manc- hester, en hafði áður lokið prófi frá Tónskóla Sigursveins D. Kristins- sonar vorið 1983. Þetta voru mjög vandaðir tónleikar, með skemmti- legum verkum og öruggri og fínni spilamennsku. Fyrst flutti Einar tvö verk eftir John Dowland, sem drjúgum hluta starfsævi sinnar eyddi við hirð Krist- jáns IV Danakonungs, sjókóngsins fræga sem Islendingar ortu um „Kong Kristian stod ved höjen mast, og holdt sig fast". Eftir Dowland liggur mikill fjöldi verka af ýmsu tagi, og hafa gítar- og lútuleikarar verk hans gjarnan á efnisskrá. Tón- list þessi er meðal geðþekkustu tón- listar barokktímans. Síðan flutti Einar Kr. Einarsson sitt verkið eftir hvorn 20,-aldar manninn Alan Rawstorne (f 1905) og Lennox Berkeley (f. 1903); báðir eru Bretar, og báðir sömdu verkin sem flutt voru fyrir Julian Bream, ein frægasta „klassískan gítarista" Breta og allra þjóða. Berkeley notfærir sér þarna fjölbreytilega gítartækni, sem Einar virtist kunna vel skil á, og tók- ust tónleikarnir hið besta. Gítar er meðal vinsælla hljóðfæra um þessar mundir - bæði eru gítartónleikar vel sóttir, yfirleitt, og allmargir ungir og efnilegir gítarleikarar hafa komið fram á síðustu árum. Einar Kr. Ein- arsson ætlar að skipa sér framarlega í þá röð, ef marka má þessa tónleika. Átta aukalög Gunnar Björnsson knéfiðlari og David Knowles píanóleikari skcmmtu gestum Háskólatónleika 19. febrúar, og fluttu sex lög eftir jafnmörg tónskáld, en síðan tvo söngva eftir Brahms vegna fjölda áskorana. Gunnar Björnsson er skáld hins breiða og syngjandi tóns sem naut sín vel í mörgum þessara laga, sem voru eftir Saint-Saéns, Elgar, Couperin. Debussy, Popper og Paganini. í Paganiní-varíasjón- unum sýndi Gunnar prýðilega tækni- kunnáttu sína, en í Couperin að stíll hans á ekki sérlega vel við barokk- tónlist. Gunnar spilar annars afar fallega og músíkalskt, og höfðu menn hina mestu gleði af. Þegar uppklappið hófst í lokin vonaðist ég til að nú mundi Gunnar lofa okkur að heyra hversu langt hann er kominn í 4. einleikssvítunni, en á undanförnum árum hafa tónlistar- unnendur fengið e.k. framvindu- skýrslu um fangbrögð listamannsins við svíturnar sex, en Gunnar kaus að halda því leyndu að þessu sinni og spilaði Brahms í staðinn. Þeir Gunnar Björnsson og David Knowles hafa „músíserað" mikið saman að undanförnu, enda léku þeir saman sem einn maður, ef svo má að orði komast. S.St. ■11 BÓKMENNTIR 111 „Móðir jörð, liggur á líkbörum“ Dr. Jakob Jónsson. Jakob Jónsson frá Hrauni: Heidríkjan blá, Fjölvaútgáfan, 1985. Það sem kemur lesanda þægilegast á óvart við lestur þessarar ljóðabók- ar séra Jakobs Jónssonar er það hversu geysimikilli hagmælsku hann býr yfir. Ég tek fram að þá nota ég orðið hagmælska síður en svo í niðr- andi merkingu; þvert á móti erég þar að tala um þann hæfilcika sem gerir mönnum mögulegt að raða orðum þannig saman í skorður stuðla og hrynjandi að allt fljóti átakalaust og lctt áfram, næstum án þess að maður verði þcss var. Hann byrjar bók sína á ættjarðar- Ijóði í hcfðbundnum stíl, og nefnist það einfaldlega ísland. Þar strax kemur hagmælskan gullfallega fram, til dæmis: Hamrar og huldukirkjur, hvítir og svartir sandar, bláar víkur og vogar, vindbarðir klettar við sjóinn. Fjörðurinn logar í litum lifrauðum kvöldsólar bjarma, melarnir gráir tneð gulum geislandi döggvuðum blómum... Hér rennur allt fram, fimlega og lipurlega, en þó allt í föstum skorð- um og nánast óaðfinnanlegt. I bókinni kennir síðan ýmissa grasa. Þarna eru rímuð Ijóð og órím- uð, og nokkur sem einungis eru myndir og sum hver forkunnarvel gerð. Við eitt þeirra staldraði ég nán- ast ósjálfrátt, það er stutt og nefnist Páskar: Móðir jörð liggur á líkbörum með brostnum augum og sári í hjartastað. I storknuðum dreyra speglast auga Guðs. Það ljósbrot er morgunroði upprisudagsins. Hér þykir mér vel og nútímalega kveðið, og töluvert öðru vísi en kannski mætti að óreyndu eiga von á frá manni sem er sestur í helgan stein eftir langt og farsælt prestsstarf. Hér kveður skáld sem síður en svo hefur staðnað í lífsstarfi sínu, heldur senr þvert á móti hefur viðhaldið andan- um ferskum og fylgst með þróun Ijóðagerðarinnar í kringum sig. Þá vil ég nefna annað ljóð sem mér virtist hafa sömu einkenni. Það heitir Bátur í logni og er kyrralífsmynd: Lítill bátur í logni björtu þrýstir sér fast í fjarðarins spegilflöt. Hvít eru ský á skálar botni, glitrar sól í glæru djúpi, mætast himnar tveir við hafsins brún. Hvílir bátur smár í heimi miðjum. Svona vel kveður enginn nema sá sem hefur verulega skáldagáfu. Annars lætur það að líkum að trú- arleg viðfangsefni eru mjög áberandi í bókinni. Það kemur vel fram í henni að höfundur er vel kunnugur heilagri ritningu og efni hennar öllu. Það er að vonum, og líka er þess ekki að vænta að þarna komi fram nein gagnrýni á boðskap biblíunnar, enda er ekki svo. Aftur á móti þóttu mér einna for- vitnilegust þarna nokkur Ijóð sem ort eru út af tilteknum ritningarstöð- um og um efni þeirra. Eiginlega eru þessi ljóð einna helst hógværlega orðaðar útleggingar af þessum ritn- ingarstöðum, en þó án þess að verða að prédikunum eða siðaboðskap. nema þá óbeint. í þeim er engum refsingarvendi sveiflað yfir höfðum þeirra sem talað er til. heldur þvert á móti. Þauberaþaðmeðséraðíþeim talar trúarskáld sem gjörþekkir ritn- ingu sína og er sjálfur sannfærður um gildi þess boðskapar sem hún hefur að flytja. Jafnframt er hann yfirveg- aður í þessari sannfæringu og flytur hana áfram til lesenda í kærleiksrík- um tóni þess manns sem sjálfur er fullviss um að hann sé að gera þeim gott og auðga líf þeirra með því efni sem hann er að koma á framfæri við þá. Það er trúa mín að í þessum ljóð- um sé töluverð nýjung fólgin. Þetta eru ekki sálmar af þeirri tegund sem hér hafa verið ortir og sungnir f kirkjum um aldir. Þetta eru ekki kvæði scm henta til þess að vera sungin af kirkjukór við orgelundir- leik. En samt sýndist mér að þessi Ijóð myndu henta vel til söngs í kirkju. Sjálfur myndi ég vilja heyra þau flutt þar af einhvers konar þjóð- lagasöngvurum með gítarspil að undirleik og með viðeigandi lögum. Með öðrum orðum þá sýndist mér að þetta væru að efni og formi alþýðleg trúarljóð sem flyttu vel kunnan kristilegan kærleiksboðskap af hóg- værð og lítillæti. Það eru einkum þessi síðast nefndu Ijóð Jakobs Jónssonar sem marka honum sérstöðu sem skáldi: Líka er mun meiri ferskleiki í þessari bók en að óreyndu mætti eiga von á frá höfundi á þessum aldri. Hann byggir á traustum grunni kristinna kennisetninga, cn kemur þó mun víðar við. Og sterkasta einkenni bókarinnar allrar eru mannkærleiki og hógværð, sem samt sem áður magnast upp í kröftugleika og mynd- ugleika í býsna listfengum búningi. Eysteinn Sigurðsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.