Tíminn - 05.03.1986, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 5. mars 1986
Tíminn 5
Morðið á Palme:
Atvinnumaður á ferð?
Stokkhólmur-Reuter
Byssumaðurinn sem myrti
Olof Palme forsætisráðherra
Svíþjóðar á stræti Stokk-
hólmsborgar síðastliðið föstu-
dagskvöld var atvinnumorð-
ingi sem flúði í bíl frá morð-
staðnum.
Þetta sagði Hans Holmer
yfirmaður Stokkhólmslögregl-
unnar á blaðamannafundi í
gær. „Vopnið sem notað var til
að myrða Palme í miðbæ
Stokkhólms á föstudagskvöld-
ið, sú staðreynd að hann var
skotinn í bakið og hin vel
undirbúna áætlun við morð-
staðinn benda til þess að hér
hafi atvinnumaður verið á
ferð,“ lét Holmer hafa eftir sér
á fundinum.
Holmer sagði einnig að
gangandi lögreglumanni sem
kom aðvífandi að morðstaðn-
um hafði næstum tekist að
handsama morðingjann en
hann hefði komist uppí bíl
sem síðan var ekið á miklum
hraða frá drápsstaðnum.
Kallað var til blaðamanna-
fundarins vegna ásakana um
að lögreglan hefði klúðrað
leitinni að morðingjanum.
Leigubílstjóri einn sem ná-
lægur var sá morðingjann fara
inní bifreið sína og hefur gefið
lögreglunni upp skráningar-
númer hennar. Holrner sagði
hins vegar að einhver óvissa
ríkti um hvort hið uppgefna
númer væri rétt og vildi af
þeim ástæðum ekki veita nán-
ari upplýsingar um bifreið
morðingjans.
Lögreglan leita fleiri en
morðingjans sjálfs. Hún telur
að minnsta kosti einn mann
hafi beðið hans í bifreiðinni
sem síðan var ekið á miklum
hraða í burtu frá morðstaðn-
Fara þessir á „atvinnubiðlistann“ bráðlega?
Fyrirtæki fer á
hausinn í Kína
um.
Ekkert „I dag“ í dag
Lundúnir-Reuter
Ný tækni gaf fyrsta breska litdag-
blaðinu líf. Blað hins nýjafjölmiðla-
kóngs Eddie Shahs kom út í gær.
Hins vegar komu erfiðleikar í sam-
bandi við meðferð litmynda í veg
fyrir að prenta tækist þær t,4 mill-
jónir eintaka af blaðinu „í dag" (To-
day) sem Shah hafði gert ráð fyrir.
Að vístu vantaði ekki upp á nenta
um 3(X3.000 eintök en það varð samt til
þess að blaðib varð fljótlega uppselt
snemma um morguninn í miðborg
Lundúna. Einnig komu erfiðleikarn-
ir í veg fyrir að þetta 44 síðna dag-
blað næði útbreiðslu nógu snemma í
helstu stórborgum landsins.
f>ar sem blaðið loksins kom var
það fljótlega uppselt enda voru ein-
tökin ekki mörg. Bretar sáu fljótt að
setja mætti upp skondnar tilkynning-
ar í sambandi við nafn blaðsins og á
mörgum blaðsölustaðanna þar sem
upplagið hafði selst upp stóð: „Ekk-
eit í dag í dag“.
Feking-Reuter
Að sögn tímaritsins Peking Rcvi-
ew mun verksntiðja ein í borginni
Shenyang í Norð-austur Kína verða
fyrsta fyrirtækið þar í landi til að fara
opinberlega á hausinn síðan komrn-
únistar tóku völd árið 1949.
Kínversk stjórnvöld munu hafa
aðvarað stjórnendur áðurncfndrar
verksmiðju í ágúst á síðasta ári og
sagt þeim að koma ntálum sínum á
hreint. Það hefur stjórnendunum
ekki tekist og gjaldþrot er því fram-
undan.
Tímaritið sagði eignir verksmiðj-
unnar, sem ekki var nafngreind, fara
á uppboð til að hægt væri að borga
upp skuldir. Starfsmenn munu fara á
atvinnuleysislista sem að vísu þekk-
ist ekki undirþví nafni í Kína, þarer
svoleiðis fólk sagt vera „að bíða eftir
vinnu“.
í grein timaritsins var Shenyang
sögð vera fyrsta borgin í Kína þar
sem svo „djörf" ákvörðun er tekin en
líklegt þykir að fyrstu lög um gjald-
þrot fyrirtækja í landinu verði sam-
þykkt á þessu ári.
Gjaldþrotamál er annars nqkkuð
viðkvæmt málefni í Kína þar sem
stjórnvöld hafa ávallt helgað sig
fullri atvinnu meðal þegnanna.
Opinberar tölur sýna hins vegar að
dulítið er um aðvinnuleysi. Sant-
kvæmt lista cr birtist fyrir helgi bíða
nú 3,6 milhónir borgarfólks eftir
vinnu.
Spánn:
Að vera eða ekki
að vera í NATO
- um það snýst þjóðar-
atkvæðagreiðslan í næstu viku
Madrid-Reuter
Samkvæmt nýlegri skoðana-
könnun sem gerð var á Spáni mun
meirihluti kjósenda þar í landi vera
hlynntur áframhaldandi aðild Spán-
ar að NATO. Þjóðaratkvæða-
greiðsla fer fram um málið þann 12.
mars næstkomandi.
Skoðanakönnunin var gerð af
Gallupstofnuninni og kom þar í Ijós
að 34% kjósenda vildu framlengja
aðild Spánar að NATO en landið
gerðist aðili að varnarbandalaginu
árið 1982. Hins vegar er munurinn
ekki mikill því heil 29% virðast vera
á móti aðildinni.
Margir virtust vera hlutlausir í
málinu og samkvæmt könnuninni
munu 32% kjósenda sitja heima þeg-
ar atkvæði verða greidd. Um 5% að-
spurðra sögðust ætla að skila auðu.
Heldur virðist því stjórn sósíalistá
vera að sækja á í málflutningi sínum.
Stjórnin hefur hvatt landsmenn til að
veita áframhaldandi aðild atkvæði
sitt en skoðanakönnun í febrúar
sýndi að 9% meirihluti kjósenda var
þá andvígur aðildinni.
Samtök vinstrimanna, kommún-
ista og friðarsinna hafa mælt gegn
aðildinni en hægrimenn í stjórnar-
andstöðu hafa beðið fólk að greiða
ekki atkvæði.
Mannréttindasamtökin Aninesty Intcrnational beina nú spjótum sínum að Suður-Afríku. Þar er af nógu að taka í
sambandi við mannréttindabrot.
Amnesty og S-Afríka:
Mannréttindabrot aukast
Asía:
Hótel í hættu
Lundúnir-Reuter
Samkvæmt skýrslu einni munu
sum helstu hótelin í Asi'u eiga í veru-
legum fjárhagsörðugleikum á kom-
andi árum. Ástæðuna má yfirfæra á
mjög aukið framboð á hótelrými -
sem mun fara langt framúr þeirri til-
tölulegu litlu aukningu í fjölda gesta.
Skýrslan birtist í ferðamannarit-
inu „New Magazine“ og þar eru
Tokyo og Hong Kong sagðar vera
einu borgirnar á þessum slóðum þar
sem framboð og eftirspurn á hótel-
rými haldist líklega í hendur næstu
árin.
Aftur á móti munu hóteleigendur í
Singapúr, Thailandi og Indónesíu
ekki eiga sjö dagana sæla ef marka
má niðurstöður skýrslunnar. Þar
mun eftirspurn eftir hótelherbergj-
um ekki aukast í samræmi við her-
bergjaframboð og allir munu stór-
tapa.
Samkvæmt skýrslunni nærri tvö-
faldast framboð á hótelrými á árun-
um milli 1984 og 1990 í Kuala Lump-
ur og Singapúr og eykst um þriðjung
í Hong Kong, Bangkok og Jakarta.
Lundúnir-Reuter
Mannréttindasamtökin Amnesty
International hefja í dag baráttu
gegn auknum mannréttindabrotum í
Suður-Afríku. Samtökin munu
byrja á því að senda bréf til P. W.
Botha forseta landsins þar sem útlist-
aðar eru leiðir sem fara þarf til að
vernda almenn mannréttindi.
Raunar hafa samtökin, sem aðset-
ur sitt hafa í Lundúnum, oft skrifað
Botha og stjórn hans um atriði eins
og fangelsisvistun stjórnmálaand-
stæðinga án réttarhalda, pyndingar
og dauðarefsingu í Suður-Afríku.
Ný hyggjast samtökin hins vegar
hefja alþjóðabaráttu þar sem
„mannréttindabrot eru nú daglega
tíðkuð í landinu og hafa aukist veru-
lega á síðasta ári“, eins og segir í
bréfi samtakanna til fjölmiðla.
{ skýrslu sem Amnesty hefur sent
frá sér um ástandið í Suður-Afríku
eru meira en 800 dauðsföll sögð
tengjast auknum mótmælum gegn
aðskilnaðarstefnu stjórnvalda á
tímabilinu frá september 1984 til
nóvember 1985. Á þessu tímabili var
einnig þúsundum manna haldið
föngnum af stjórnmálalegum ástæð-
um án þess að réttarhöld færu fram í
máli þeirra.
Samtökin endurtaka í bréfi sínu til
Botha áhyggjur vegna frétta um út-
breiddar og skipulagðar pyndingar á
pólitískum föngum. Að minnsta
kosti tólf einstaklingar létust í vörslu
lögreglunnar á tímabilinu janúar
1981 til nóvember 1985.
Amnesty segir um 100 einstakl-
inga vera hengda á ári hverju í Suð-
ur-Afríku. Mest af þessum aftökum
eru vegna morða en dauðarefsing-
unni má einnig beita í sambandi við
aðra alvarlega glæpi s.s. nauðganir,
svik við öryggi landsins og sum póli-
tísk afbrot.
Mannréttindasamtökin hafa farið
fram á að óháðir aðilar rannsaki
fréttir unt að menn á vegum stjórn-
valda hafi drepið, tekið til fanga ell-
egar ráðist á fólk sem gagnrýnt hefur
stjórnina í landinu. Einnig vilja sam-
tökin láta hefja rannsókn á fullyrð-
ingum um að lögreglan hafi drepið
fólk sem hafði það eitt unnið til saka
að taka þátt í mótmælaaðgerðum
gegn aðskilnaðárstefnu stjórnvalda.
Amnesty Internationaí hafa um
500.000 meðlimi um víða veröld.
Samtökin hafa ýmislegar aðgerðir á
prjónununt til að þrýsta á stjórn Suð-
ur-Afríku til að virða mannréttindi
og fara að alþjóðalögum í sambandi
við þau.