Tíminn - 20.03.1986, Síða 1
■ A _ STOFNAÐUR1917
I -JU
i íminii
RAUSTIR
MENN
25050
SEJlDIBÍLJiSTÖÐin
SNJÓSKAFL geymdi manninn sem
braust inn hjá fyrirtækinu Vélar og þjónusta
aðfaranótt þriðjudags, og olli þar miklum
skemmdum eins og Tíminn sagði frá í gær.
Maðurinn fannst liggjandi í skafli í grennd við
fyrirtækið, sömu nótt, kaldurog máttfarinn og
var hann fluttur á sjúkrahús. Rannsókn lög-
reglu leiddi í Ijós að hann hafði farið í fjögur
fyrirtæki á svipuðum slóðum, auk fyrirtækis-
ins Vélar og þjónusta, fyrirtækin Plastos,
Þýsk-íslenska og Kristján Siggeirsson hf.
SJÁVARÚTVEGSRÁÐ-
UNEYTIÐ hefur ákveðið að bann við
öllum veiðum á svæði á Selvogsbanka, sem
undanfarin ár hefur tekið gildi 20. mars og
staðið til 15. maí, taki ekki gildi fyrr en kl.
20.00 þriðjudaginn 25. mars, en gildi eftir
sem áðurtil 15. mars.
UNESCO á ekki upp á pallborðið hjá
þingmönnunum Halldóri Blöndal og Birni
Dagbjartssyni, en þeir hafa lagt fram þings-
ályktunartillögu í sameinuðu þingi um endur-
skoðun á aðild íslands að alþjóðastofnunum.
í greinargerð með tillögunni segir að sú við-
leitni fslands að taka þátt í hvers konar sam-
vinnu á alþjóðavettvangi geti hljómað hjákát-
lega, ekki síst í Ijósi þess að sumar stórþjóðir
velja og hafna í þessum efnum. Þekkt sé úr-
sögn Breta og Bandaríkjamanna úr
UNESCO og sé það vissulega umhugsunar-
efni fyrir Islendinga að þessar þjóðir skuli
ekki teljaþessa
stofnun verða
fjárveitinga
enda hafi við-
gengist kring-
um forstjóra
stofnunarinnar
hin versta spill-
ing og siðleysi.
7% LÆKKUN á gjaldskrám Hitaveitu
Akraness og Borgarfjarðar var ákveðin á
stjórnarfundi veitunnar í gær, samkvæmt
eindregnum tilmælum ríkisstjórnarinnar.
FULLORÐINN MAÐUR varð
fyrir bíl á Nýlendugötu í fyrrakvöld. Hann var
á leið frá vinnu sinni, skömmu eftir kvöldmat
þegar hann varð fyrir bílnum. Maðurinn sem
er fæddur árið 1911 var lagður inn á sjúkra-
hús, en hann hlaut töluverð höfuðmeiðsl.
Hann er þó ekki í lífshættu.
PENINGASKÁP var stolið frá fyrir-
tækinu Al og plast í Ármúla í innbroti í fyrri-
nótt. Skápurinn fannst snemma í gærmorg-
un, og hafði þá verið opnaður með logsuðu-
tækjum. Hann var vita tómur og því höfðu þjóf-
arnir lítið upp úr krafsinu.
VESTUR-ÞYSK stjórnvöld virðast nú
vera reiðubúin að taka þátt í „stjörnustríðs-
áætlun" Bandaríkjastjórnar. Helmut Kohl
kanslari V-Þýskalands sagði helstu ágrein-
ingsmál stjórnanna tveggja hafa verið leyst á
fundi sínum með Caspar Weinberger varn-
armálaráðherra Bandaríkjanna. Kohl sagðist
vonast til að skrifað yrði undir samkomulagið
strax í næstu viku.
KRUMMI
Nú er hægt að fara að
skrifa íslendingasögur
um víkingatímann se-
inni...
Vísitölufjölskyldan:
Sparar stórfé á saman-
burði í matarinnkaupum
Allt að 70 þúsund króna sparnaður á ári
Líklega hýðst láglaunafólki
hvergi hærri tímakaup - og það
m.a.s. skattfrjálst -en þá tíma sem
það ver til að bera saman verð ein-
stakra vörutegunda milli búðarhill-
anna og einstakra verslana. Sam-
kvæmt nýrri könnun Verðlags-
stofnunar getur það munað mörg-
um tugum þúsunda á ári - allt upp í
70 þús. krónum - þvort fjölskylda
kaupir ódýrustu vörumerki hverrar
vörutegundar í ódýrustu verslun-
unum eða dýrustu merkin í dýrustu
búðunum, oger þá cingöngu átt við
mat- og hreinlætisvörur. Þcnnan
tuga þúsunda sparnað má líta á sem
skattfrjálsar tekjur.
Svo dæmi séu nefnd fundu verð-
lagsstofnunarmenn í sömu verslun-
inni dæmi um t.d. grænar baunirfrá
55-192 kr. kílóið, kakó frá 160-402
kr. kílóið, kaffi frá 219-543 kr. kíló-
ið og upp|rvottalög frá 44-137 kr.
lítrann.
Fyrrverandi borgarstjórar Reykja-
víkur anda að sér kunnuglegu and-
rúmslofti í sal borgarstjórnar við
Skúlatún í gær. Fremst situr Egill
Skúli Ingibergsson, þá Birgir ísleif-
ur Gunnarsson, síðan Geir Hall-
grímsson og loks Auður Auðuns.
I'ímamynd-Sverrir
200 ára afmæli
Reykjavíkur:
Borgar-
stjórar
fá minja-
gripi
Öllum fyrrverandi borgarstjór-
um Reykjavíkurborgar voru í gær
gefnir sérstakir minnispeningar
sem gerðir hafa verið í tilefni þess
að í ár fagnar borgin 200 ára afmæli
sínu. Voru peningarnir afhentir við
hátíðlega athöfn í borgarstjórnar-
salnum í Skúlatúni í Reykjavík að
viðstöddum reykvískum blaða- og
fréttamönnum ásamt kollegum
þeirra víðs vegar af landinu.
Við þetta tækifæri sagði Davíð
Oddsson borgarstjóri að blaða-
mönnum landsbyggðarinnar hefði
verið sérstaklega boðið til borgar-
innar til þess að kynna sér undir-
búning og framkvæmd afmælishá-
tíðarinnar, vegna þess að hér væri
um afmæli höfuðborgar alira fs-
lendinga að ræða, ekki bara þeirra
íslendinga sem byggju í Reykja-
vík. Kvaðst hann og afmælisnefnd-
in öll vilja draga úr þeirri togstreitu
landsbyggðar og borgar sem oft og
tíðum hafi gert vart við sig, með því
að tryggja að hátíðahöldin verði
kynnt öllum landsmönnum.
Tilefni þess að borgarstjórunum
fjórum, þeim Auði Auðuns, Geir
Hallgrímssyni, Birgi ísleifi Gunn-
arssyni og Agli Skúla Ingibergs-
syni voru færðir minnispeningarn-
ir var að í gær hófst sala þeirra
ásamt öðrum minjagripum til al-
mennings. Minnispeninga er hægt
að fá bæði úr silfri og bronsi, ýmist
sitt í hvoru lagi eða saman í öskju.
Ekki verða gefin út fleiri en 3000
eintök og eru þau tölusett, en pen-
ing númer eitt fékk Vigdís Finn-
bogadóttir forseti og eintök númer
2-5 voru síðan afhent borgar-
stjórunum í gær.
Við úrvinnslu könnunarinnar
myndaði Verðlagsstofnun „inn-
kaupakörfu" eða innkaupalista
miðaðan við almenn mat- og
hreinlætisvöruinnkaup 4ra manna
fjölskyldu í einn mánuð. Á listanum
voru rúmlega 60 vörutegundir og
það magn af hverri sem áætlað var
eðlilegt fyrir 4ra manna fjölskyld-
una. Verðið var kannað í 50 versl-
unum á höfuðborgarsvæðinu og
valin þau vörumerki sem ódýrust
voru í hverri verslun.
f ódýrustu búðinni fékkst þessi
mánaðarskammtur fyrir 20.800 kr.
en í Ireirri dýrustu 26.100 krónur.
Munurinn var 5.300 krónur, eða
26% sem þannig mátti spara með
því einu að kaupa ódýrustu
pakkningarnar í ódýrustu verslun-
inni, í stað þess að grípa það sem
hendi var næst. Athygli skal vakin á
að í þcssari „innkaupakörfu" var
vitanlega mikið al'mjólk og öðrum
vörum sem kosta allsstaöar það
santa og verðmunurinn því raun-
verulega mun meiri ef aðeins voru
teknar vörurnar með „frjálsu"
álagningunni.
Miðað við hæsta og lægsta verð
innan sömu vcrslunar fannst 15%
verðmunur á „innkaupakörfunni".
Á ársútgjöldum 4ra manna fjöl-
skyldu getur því munað upp í 40
þús. krónum hvort keyptar cru
ódýrustu eða dýrustu tegundirnar
(vörumerkin) í einni og sömu búð-
inni, eins og dæmin hér framar
sýna.
Verðlagsstofnun í samvinnu við
aðila vinnumarkaðarins vinnur nú
að miklu átaki í verðlagsmálum og
mun á báðum vígstöðvum verða
fylgst grannt með þróun mála á
næstunni.
-HEI
Lögreglan missir menn:
Víkingasveitin hætt
- átta af tólf meðlimum farnir
Víkingasveit lögreglunnar í
Reykjavík heyrirnú fortíðinni til.
Af þessari vel þjálfuðu tólf
manna sveit eru nú fjórir menn
eftir. Sjö eru þegar hættir hjá lög-
reglunni og sá áttundi hefur sagt
upp störfum og hættir í vor. Tím-
inn fékk staðfestingu á þessum
upplýsingum hjá Einari Bjarna-
syni lögregluvarðstjóra í gær.
Þá segja heimildir Tímans að
svipað ástand sé hjá fíkni-
efnadeild lögreglunnar, að flestir
af vönustu mönnum deildarinnar
hafi sagt upp eða hafi það í
hyggju.
Tíminn hefur undanfarið sagt
frá flótta úr lögregluliðum
víðsvegar umlándið. Nú er svo
komið að þessi flótti hefur lamað
nokkrar deildir lögreglunnar.
Menntun og þjálfun vík-
ingasveitarmanns er dýr, kostar
allt að tveimur milljónum króna,
á meðan menntun almenns lög-
regluþjóns kostar um fimm
hundruð þúsund krónur. Það
verður því dýrt fyrir lög-
regluembættið ef endurreisa á
Víkingasveitina. -ES