Tíminn - 20.03.1986, Page 3

Tíminn - 20.03.1986, Page 3
Fimmtudagur20. mars 1986 Póstur og sími heldur Sigtúni Aðalfundur VMS: Ánægja með samningana Aðalfundur Vinnumálasam- bands samvinnufélaganna var haldinn í gær. Auk venjulegra aðalfundastarfa fóru fram skipu- legar umræður um áhrif kjara- samninganna á atvinnulífið eink- um með tilliti til þess atvinnu- rekstrar sem aðiiar Vinnumála- sambandsins stunda. Fulltrúar hinna ýmsu greina höfðu framsögu í þessari umræðu og kom fram, að almennt eru samvinnumenn ánægðir með að þessi tilraun hafi verið gerð, þó hún komi sér mis- jafnlega vel fyrir greinarnar. Þó komu fram áhyggjur vegna þróunar vaxtámála þar sem ekki væri fyrirsjáanlegt að raunvextir lækkuðu strax og því gætu sumar greinar sem þyrftu á fjármagni að halda, s.s. vinnslustöðvar og verslun lent í erfiðleikum á næstunni þar sem ekki væri hægt að velta fjár- magnskostnaði út í verðlagið. Hins vegar virtust menn sammála um það að þegar til lengri tíma væri lit- ið hefði minnkandi verðbólga og sá stöðugleiki sem fylgdi bætt áhrif á umhverfi alls atvinnurekstrar. f>á spunnust nokkrar umræður um hvernig samvinnufyrirtæki gætu á sem bestan hátt straumlínu- lagað starfsemi sína, án þess að minnka þá þjónustu sem þau veita eða vanrækja það hlutverk sem þau eiga að gegna, til þess að mæta auk- inni samkeppni á ýmsum sviðum. Komu þar m.a. fram hugmyndir um aukið samstarf t.d. í flutninga- málum þar sem sparnaður gæti hlotist af samræmingu og skipu- lagningu. Stjórn Vinnumálasambandsins er óbreytt en hana skipa, Þorsteinn Ólafsson, formaður, Ólafur Sverr- isson, Jón Alfreðsson, Gísli Har- aldsson, Ólafur Ólafsson, Árni Benediktsson og Gunnar V. Sig- urðsson. Framkvæmdastjóri er Hjörtur Eiríksson. - BG Innlenda mjólk í matvælaiðnað Jóhanna Leopoldsdóttir, vara- þingmaður Alþýðubandalagsins, hefur borið fram þingsályktunartil- lögu í sameinuðu Alþingi um nýt- ingu mjólkur í matvælaiðnaði. Til- lagan gerir ráð fyrir að ríkisstjórn- inni verðifalið að láta kanna hvernig nýta megi mjólk og mjólkurvörur í auknum mæli í innlendum mat- vælaiðnaði í stað innfluttra mjólk- urafurða. f greinargerð að þingsályktunartil- lögunni segir m.a.: „Nýlega hefur komið fram í fréttum að mikið er flutt til landsins af mjólk í formi mjólkurafurða, svo sem brauðbæti- efna. Samkvæmt upplýsingum frá bökurum er þessi innflutningur, sem nemur jafngildi milljóna lítra af mjólk, einvörðungu til brauðgerðar. Einnig er flutt inn mjólk í ýmsu öðru formi, t.d. búðingum og barnaþurr- mjólk. Samkvæmt upplýsingum mjólkurfræðinga og matvælafræð- inga er sú þekking, sem þarf til fram- leiðslu þessara efna, til í landinu. Ljóst er að fyrsta skrefið til aðgerða á þessu sviði er könnun á notkun og innflutningi mjólkur og mjóikur- afurða til matvælaiðnaðar. Einnig þarf að athuga hvernig best verður staðið að því að koma á fót sem fjöl- breyttastri framleiðslu slíkra vara hér innanlands og hvernig* stuðla megi að því að íslenskur matvæ- laiðnaður noti innlend efni eftir því sem frekast er kostur". -SS. Frá aðalfundi Vinnumálasambands samvinnufélaganna í gær. Tímamynd-Sverrir Tryggingafélögin: Idgjalda- hækkun19% Eftir ósk Alþýðusambandsins hafa tryggingafélögin nú fallist á að iðgjald bifreiðatrygginga skuli hækka um 19% f stað 22% sem áður hafði verið ákveðið. Að teknu tilliti til bónusgreiðslna telja félögin þetta þýða 12-13% hækkun að meðaltali í stað 15- 16% miðað við fyrri ákvörðun um 22% hækkun grunngjalda. í bréfi frá tryggingafélögunum til ASÍ segir að fyrri ákvörðun um 22% hækkun sé í algeru lág- marki. Hins vegar varði miklu að jákvæð viðhorf skapist gagnvart tilraunum til minnkunar verðbólgu og þar verði allir að leggja sitt af mörkum til að árangur náist. Lækkunin sé gerð í trausti þess að markvissar aðgerðir verði gerðar á árinu til að bæta umferð- armenninguna. -HEI Óvíst um sölu hvalkjöts til Japan: Hótanir Bandaríkjamanna litnar alvarlegum augum - segir Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra í svari Halldórs Ásgrímssonar, sjávarútvegsráðherra við fyrirspurn Guðrúnar Helgadóttur um fjár- mögnun rannsókna á hvalastofnin- um, í sameinuðu Alþingi sl. þriðju- dag, koin fram að Japanir eru tregir til að heimila innflutning á hvalkjöti nema fyrir liggi að sá innflutningur muni ekki leiða til refsiaðgerða af hálfu Bandaríkjamanna gegn fisk- veiðum Japana sjálfra í bandarískri lögsögu. Halldór greindi frá því að í sept- ember 1985 hefði fulltrúi japanska sendiráðsins í Stokkhólmi afhent sendiráði íslands þar í borg minn- isblað þar sem því er lýst yfir að til að forðast gagnaðgerðir Bandaríkja- manna á grundvelli svokallaðra Pac- kwood-Magnusson laga muni ríkis- stjóm Japans tilneydd til að takmarka innflutning á hvalkjöti sem fæst af vísindaveiðum fslendinga. Síðar fjölluðu þeir Pétur Thorsteinsson sendiherra og Matthías Á. Mathies- en viðskiptaráðherra um þetta mál í viðræðum við japanska ráðamenn. Sjávarútvegsráðherra bætti við að enn ríkir nokkur óvissa um sölu á þessu kjöti til Japans og hún því eng- an veginn tryggð. Halldór lagði á það áherslu í svari sínu að það yrði litið mjög alvarleg- um augum af íslenskum stjórnvöld- um efbandarísk stjórnvöld ættu að- ild að því að torvelda vísindaveiðar íslendinga með hótunum gegn Jap- önum. - SS Skákþing Norðlendinga: Gylfi skákmeistari í 3. sinn Frá frétlarítara Tímans í Skagafírði, Ö.Þ.: Gylfi Pórhallsson frá Akureyri varð öruggur sigurvegari á Skákþingi Norðlendinga, sem lauk á Siglufirði á sunnudag. Gylfi hlaut 6 vinninga úr 7 skákum og varð heilum vinningi ofan við næstu keppendur. Þetta er í 3. skipti sem Gylfi hlýtur titilinn „skák- meistari Norðurlands", en hann vann einnig árið 1980 og 1984. í 2. sæti varð Jón Garðar Viðars- son frá Akureyri með 5 vinninga, en hann varð hærri á stigum en Örn Þór- arinsson sem var í 3. sæti einnig með 5 vinninga. 1 4.-7. sæti urðu: Arnar Þorsteinsson, Jón Árni Jónsson, Sig- urjón Sigurbjörnsson og Þór Valtýs- son, allir frá Akureyri með 4 og Ví vinning. Unglingameistari Norðurlands varð Sigurður Gunnarsson frá Siglu- firði eftir mjög harða baráttu við Skapta Ingimarsson frá Akureyri. Sigurður hlaut 8 og 'h vinning en Bjarki 8 vinninga og réðust úrslit í síðustu umferð í innbyrðis viðureign þeirra félaga. Hraðskákmeistari Norðurlands varð Jón G. Viðarsson hlaut 14 og 'A vinning af 18 mögulegum. Annar varð Gylfi Þórhallsson og 3. Þór Valtýsson. Hraðskákmeistari ung- linga varð Bogi Pálsson með 10 vinn- mga. í motslok bauð bæjarstjórn Siglu- fjarðar keppendum til kvöldverðar að Hótel Höfn, og fór þar fram verð- launaafhending og mótsslit. Skák- stjóri var Albert Sigurðsson. Næsta Norðurlandsmót í skák fer fram á Raufarhöfn að ári. Á fundi sameinaðs Alþingis á þriðjudag var tekin fyrir fyrirspurn Sigríðar Dúnu Kristmundsdóttur til samgönguráðhcrra um nýtingu á mötuneyti Pósts og síma í Thorvald- sensstræti. Þarna var áður Sjálf- stæðishúsið og Sigtún og munu margir hafa rennt hýru auga til húsnæðisins sem samkomuhúss til flutnings leiklistar og tónlistar. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir mælti fyrir fyrirspurninni og sagði það engum dyljast að mikil gróska hefði verið í tónlistar- og leiklistarlífi í Reykjavík á undanförnum árum. Margir hópar áhugamanna sem störfuðu að þessum málum ættu hvergi í öruggt hús að venda, en meðan svo væri ástatt standi hús hér í miðborg Reykjavíkur sem gæti leyst vandann. Þar væri prýðilegt svið og sviðsaðstaða en húsið væri eingöngu nýtt sem mötuneyti Pósts og síma í hádeginu virka daga. Sig- ríður benti á að menntamálaráð- herra hefði ítrekað tekið undir þá hugmynd að nýta húsið til eflingar listum, en þar sem málefni Pósts og síma heyrðu undir samgönguráð- herra þá væri ákvörðunarvaldið í ,hans höndum. Matthías Bjarnason samgöngu- ráðherra sagði að þetta væri ekki í fyrsta skipti sem svona ósk kæmi fram, en þessu erindi hefði jafnan verið synjað að ósk Pósts og síma. Ráðherra kvaðst sjálfur vera hlynnt- ur því að tilraun yrði gerð í þessu sambandi, en hins vegar sagðist hann ekki vilja ganga gegn skoðunum og áhuga forráðamanna stofnunarinn- ar. Að auki bæri að geta þess að það væri misskilningur að húsið væri ein- göngu nýtt í hádeginu. Matthías sagði að hafa skyldi hugfast að til þess að unnt væri að halda tónleika eða leiksýningar í húsinu þyrfti að gera gagngerar breytingar á því með ærnum til- kostnaði. Að því viðbættu sagðist hann ekki treysta sér*til að standa gegn þeim rökum sem forráðamenn stofnunarinnar hafa fært gegn þess- ari hugmynd. Þeir Árni Johnsen og Helgi Seljan gerðu örstuttar athugasemdir við efni fyrirspurnarinnar og lýstu sig hlynnta þeirri hugmynd að nýta hús- ið á annan hátt en nú er gert. Fyrr- nefndur gat þess sérstaklega að hann vissi ekki til þess að Póstur og sími stæði þar fyrir „logandi félagslífi". -SS

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.