Tíminn - 20.03.1986, Blaðsíða 4

Tíminn - 20.03.1986, Blaðsíða 4
4 Tíminn Hún Carla í „Staupasteini“ var barnshafandi í raun og veru - atriðin í sjón- varpsþáttunum voru umskrifuðtil að þau pössuðu við meðgöngu- tíma leikkonunn- ar Rea Perlman, sem leikur hina ógleymanlegu gengilbeinu Carla Þau cru mjög áþckk hjónakornin Rhea Perlman og Danny Dc Vito, bæði lágvaxin, kát og hress frá New York og voru ákveðin að koma sér áfram í kvikmyndum. SJÓNVARPSÁHORFENDUR hér á landi kannast orðið vel við leikkonuna Rhea Perlman sem leikur ffammistöðustúíkuna Carla í „Staupastcini". Síðast þegar hún sást á skjánum var hún „komin langt á leið.“ Pað var ekki leikur, því aö lcikkonan gckk með barn um þetta leyti sjálf. Paö var systir hennar Hcidc, sem bjargaði málunum með því að endurrita þættina, en hún er Það liggur heldur illa á frammi- stöðustúlkunni henni Carb Tor- telli í Staupastcini þarna. Hún er „samanbitin“ á svipinn. höfundur að sjönvarpsþáttunum „Cheers". Rhea Perlman er ekki hávaxin, eins og þeir vita sem hafa horft á Staupastein, - en eiginmaður hennar, leikarinn Danny De Vito (Martini í Gaukshreiðrinu o.fl.) er þó aðeins lágvaxnari en hún! Þau höfðu búið saman í 11 ár þegar þeim fannst allt í einu að þau yrðu nú að láta verða af því að gifta sig. „Það var eins og atriði úr einhverj- um grínþætti, t.d. Staupastcini, þegar við rukum til og létum gifta okkur. Ég var m.a.s. í lánskjól. því ég komst ekki í neinn almennilegan kjól sem ég átti," sagði Rhea hlæj- andi, þegar hún talar um brúð- kaupið. Flókin fjölskyldu samsetning », j LEE PEARCE er rétt eins og hver annar umhyggjusamur nútímafaðir. Þcgar hann hefurlok- ið við að skipta æfðum höndum um bleiu á Natan litla, 15 mánaða gömlum syni sínum, tekur hann yngri son sinn Paul, 5 ntánaða gamlan, upp úr barnavagninum jafn fagmannlega, gefur honum pelann, lætur hann ropa og umvef- ur hann hlýjunt örmum. Alvanaleg sjón, en þó er ekki allt venjulcgt í þessari fjölskyldu. Lee er nefnilega ekki ncma 16 ára gamall, þó að útlitið bendi kannski til annars. Hann er yfir 180 cnt hár og samsvarar sér vel. Ann Dyke, barnsntóðir hans, er þrítug að aldri, gift og Tnóðir besta vinar Lees. Eins og að líkum lætur hafa ná- grannar og aðrir sem álíta sér málið skylt ekki látið sér þessa fjölskyldu afskiptalausa. Hún verður fyrir meira og minna aðkasti. Og liggur vel við höggi, því að enn er ekki öll sagan sögð. í næsta húsi við Ann og Lee býr Litlu synirnir tvcir livílu í fangi' foreldra sinna, en hálfbræö- urnir fá líka að vcra með á fjöl- skylduniyndinni. Sá eldri þeirra er besti vinur föðurins unga, en heimilisfriðurinn er stunduni rofinn þcgar stjúpinn þarf.að aga strákinn. maður Ann, sent Hún hefur að vísu skilið við að borði og sæng, ásamt kærustu og dóttur þeirra Ann, Sharon 10 ára gamalli. Og foreldr- ar Lees búa í nánasta nágrenni. í heimili með Ann og Lee eru hins vegar, auk litlu drengjanna þeirra, tveir synir Ann úr hjónabandinu, Wayne besti vinur Lees og næstum jafnaldri, og Petcr, 9 ára gamall snáði sem tæpast gerir sér grein fyr- ir flóknum fjölskyldumálum. Foreldrar Lees cru litlu eldri en Ann og hafa átt bágt með að kyngja því að vcra orðin afi og amma, og það á þennan hátt. Og til að gera illt verra var eiginntaður Ann í vinnu hjá þeini við pípulagnir þeg- Starfsfólkið á Staupasteini og tveir fastagestir ÉP ~ ar blaðran sprakk og hafði m.a.s. boðið Lee að flytjast til þeirra Ann, þar sem húsnæði var þröngt heinta hjá foreldrum hans! En nú hafa þau sætt sig við orð- inn hlut og hafa gefið samþykki sitt til að sonur þeirra giftist barnsmóð- ur sinni. Ætlunin er að brúðkaupið fari fram í apríl. Fimmtudagur20. mars 1986 ÚTLÖND FRÉTTAYFIRLIT PARIS — í gær var nokkuð Ijóst orðið að hægrisinnuð ríkissfjórn yrði mynduð í Frakk- landi undir forsæti Jacques Chirac leiðtoga gaullista. Hann er búinn að eiga viðræður við Francois Mitterrand forseta og sagði þær hafa farið fram vandræðalaust. GRAFENWOHR, Vestur Þýskaland - Helmut Kohl kanslari V-Þýskalands og Caspar Weinberger varnar- málaráðherra Bandarikjanna áttu saman viðræður um þátt- töku vestur-þýskra stjórnvalda í hinni svokölluðu „stjörnu stríðsáætlun" Bandaríkja stjórnar. V-þýska stjórnin hefur hingað til séð ýmislegt að þessari áætlun. GENF — Sendimenn fimm ríkja sem ekki eru aðilar að OPEC áttu fund með viðræðu- nefndum OPEC-ríkja sem nú þinga í Genf. Ríkin fimm fram- leiða samtals um 4,5 milljónir olíutunna á dag og að sögn sérfræðinga munu þau ekki vera reiðubúin til að minnka framleiðslu sína svo heitið geti. LUNDÚNIR — Englands- banki varð í gær fyrstur breskra peningastofnana til að lækka vexti eftir að Nigel Law- son fjármálaráðherra hafði spáð minnkandi verðbólgu og auknum efnahagsvexti í land- inu. VARSJÁ — Utanríkisráð- herrar Varsjárbandalagsins hittust á sínum fyrsta fundi síð- an Mikhail Gorbachev leiðtogi Sovétríkjanna bar fram tillögu um afnám allra kjarnorku- vopna fyrir árið 2000 í janúar síðastlionum. SINGAPÚR — Björgunar- sveitir héldu áfram í gær að leita að lifandi fólki í rústum hótelsins í Singapúr sem hrundi síðastliðinn laugardag. Notaðir voru hljóðnemar og kvikmyndavélar en sú von að einhverjir séu enn lifandi í rúst- unum ernú orðin dauf. BAGDAD — Talsmaður ír- akshers sagði herflugvélar hafa farið í árásarferð til her- búða írana nálægt borginni Ahvaz í Suður-íran. FRANKFURT — Pik Botha utanríkisráðherra Suður-Afr- íku kom til V-Þýskalands til við- ræðna við háttsettan banda- rískan embættismann. Hann sagði betra andrúmsloft ríkja í sambandi við málefni Namibíu og væri nú hægt að hrinda áætluninni um sjálfstæði í I framkvæmd. HAAG — Erlendir verka- menn kusu í fyrsta sinn með hollenskum borgurum í hér- aðsstjórnarkosningum. Úrslitin úr þeim munu gefa bendingu um styrk ríkisstjórnarinnar fyrir hinar almennu kosningar sem verða eftir tvo mánuði. STUTTGART — Innflutn- ingshöft og skuldir ríkja þriðja heimsins munu verða helstu umræðuefnin á fundi í Tokyo í maí þar sem sendinefndir helstu iðnaðarríkja hins vest- ræna heims munu eiga við- ræður saman. V-þýskir hag- fræðingar telja þó ao lítið verði um afgerandi ákvarðanatökur í | þessum efnum. BELGRAD — Dómstóll í Bitolahéraði í Júgóslaviu dæmdi í gær fimm menn af al- bönskum uppruna til fangels- isvistar fyrir athæfi sem spillti fyrir þjóoareiningu í landinu. Fangelsisdómar mannanna eru allt frá fimm og upp i þrett- án ár. [ úrskurði dómstólsins segir að mennirnir hafi með rangfærslum túlkað stöðu al- banska þjóðernisbrotsins í landinu og reynt að beita valdi til að umbreyta sambands- ríkiskerfi Júgóslavíu. Mennirn- ir eru saqðir hafa viljað koma á sjálfstæou lýðveldi innan Júg- óslavíu, eða í héraðinu Kos- ovo þar sem íbúar eru flestir af albönskum uþþruna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.