Tíminn - 20.03.1986, Blaðsíða 7

Tíminn - 20.03.1986, Blaðsíða 7
Tíminn 7 Fimmtudagur20. mars 1986 ERLENT YFIRLIT Þórarinn Þórarinsson skrifar: Carlsson þarf að beina flokki sínum inn á nýjar brautir Alþjóðamálin verða þó áfram ofarlega á blaði t>AÐ verður tæpast annað sagt en að hinn nýi forsætisráðherra Sví- þjóðar. Ingvar Carlsson, hafi hlot- ið góðar móttökur hjá löndum sínum, jafnt andstæðingum sem samherjum. Þessu valda að sjálf- sögðu að verulegu leyti kringum- stæðurnar, þegar hann tekur við völdum. Morðið á Olof Palme hef- ur á vissan hátt sameinað þjóðina um að bregðast við á þann veg, að það styrki sarnhug og samstöðu um hið frjálsa stjórnskipulag Svía. Sjálfur lét Carlsson það verða fyrsta verk sitt að bjóða til sam- vinnu um lausn vandamálanna. Andstæðingar hans hafa að vísu tekið þessu tilboði hans með fyrir- vara. Þeir benda á. að Palme og Carlsson hafi ekki aðeins verið nánir vinir og flokksbræður. Þeir hafi átt sameiginlega þátt í að móta stefnu sósíaldemókrata. Carlsson hefur líka ótvírætt lýst yfir því að meginstefnan verði óbreytt. Þrátt fyrir það kemur mörgum fréttaskýrendum saman um að staðan sé breytt. Þetta mun m.a. stafa af því að Carlsson hafi annan stíl en Palme, ef svo mætti komast að orði. Palme var eldhuginn og hugsjónamaðurinn. sem oft vakti meiri andstöðu. en þörf var á.‘ Carlsson er hógværari og raun- særri, þótt hann fylgi máli sínu vel fram. Tæpast mun því standa um hann eins mikill styr og Palme. Þótt Carlsson hafi sagt, að hann keppi ekki að. því að verða eftir- mynd neins af fyrirrennurum sínum. sem gegnt hafa forustu í flokki sænskra sósíaldemókrata, telja ýmsir fréttaskýrendur, að helst verði Tage Erlander fyrir- mynd hans. Þeir Palme og Carlsson áttu það sameiginlegt, að báðir voru pólitískir uppeldissynir Erl- anders og leiðir þeirra lágu saman undir handleiðslu hans. Erlander skipaði sæti forsætisráðherra nær samfleytt í aldarfjórðung og undir forustu hans festist Svíþjóð í sessi sem eitt mesta velferðarríki verald- ar. Þrátt fyrir þessa miklu og sögu- legu breytingu stóð aldrei mikill styr um Erlander og hann var eins konar landsfaðir í augum margra andstæðinga sinna ekki síður en samherja. ÞAÐ GETUR gert hlutverk Carlsson nokkuð erfiðara, að flokkur sósíaldemókrata hefur ekki haft nema fjóra formenn síðan 1907 eða í nær 80 ár. Allir áttu það sameiginlegt að bera höfuð og herðar yfir aðra sænska stjórn- málamenn á sínum tíma. Fyrstur þeirra var Hjalmar Branting, höfð- ingi af yfirstéttarættum. sem hneigðist til sósfaíisma og gerði flokkinn að sósíaldemókratískum flokki, þrátt fyrir miklar tilhneig- ingar til að beina honum í átt til kommúnisma. Jafnframt barátt- unni innanlands, lét Branting sig alþjóðamál miklu skipta og var meðal öflugustu talsmanna Þjóða- bandalagsins, sem margir bundu miklar vonir við eftir fyrri heims- styrjöldina. Segja má að Palme hafi að þessu leyti tekið upp merki Brantings, en sænskir sósíaldem- ókratar hafa þó alltaf verið virkir á sviði alþjóðamála síðan í tíð Brantings. Það féll í hlut Per Albins Hanson að taka við forustu flokksins, þegar Brantingféllfrá 1925. Hanngegndi henni óslitið til dauðadags 1946 og var forsætisráðherra síðustu 14 árin. Kommúnistar sóttu hart að sósíaldemókrötum á árunum milli styrjaldanna, en Per Albin stóð þar vel á verði. Hann var fyrsti for- sætisráðherra Svía, sem var af verkamannaættum. Undir forustu hans var lagður grundvöllurinn að hinu sænska velferðarríki. Tage Erlander varð formaður sósíaldemókrata, þegar Per Albin féll frá. Hann tók þá þegar við for- sætisráðherraembættinu og gegndi því óslitið til 1969. Hann gerði vel- ferðarríkið að veruleika. Frá 1969 gegndi Palme flokks- Hinn nýi forsætisráðherra Svía, Ingvar Carlsson. Hann er einnig leiðtogi sósíaldemókrata. sinnar gegn fátækt og styrjaldar- hættu í heiminum. Það bíður Carlsson ekki lítið verkefni, ef hann á að reynast verð- ugur arftaki þessara fjögurra stór- menna. Um slíkt verður að sjálf- sögðu ekki fullyrt, en athyglisverð er fyrirsögn Dagens Nyheter, þeg- ar það birti forustugrein um hinn nýja foringja sósíaldemókrata. Fyrirsögnin hljóðaði þannig: En realist með möjligheter (raunsæis- maður með möguleika). INGVAR CARLSSON virðist gera sér ljóst, að til þess að halda velli sé ekki fullnægjandi fyrir sós- íaldemókrata að varðveita það sem hefur áunnist. Breyttar kringum- stæður kalli á lausn nýrra verkéfria. Eftir þingkosningarnar á síðast- liðnu hausti lét Carlsson svo ummælt, að ný verkefni biðu sós- íaldemókrata. Það nægði ekki Samvinna þeirra Ingvars og Olof Palme var með miklum ágætum, en á meðan Palme lifði var hinn fyrrnefndi ávallt í skugganum. forustunni til dauðadags. Það var hlutskipti hans að gæta arfsins frá Per Albin og Erlander og verja velferðarríkið áföllum, en það nýt- ur nú viðurkenningarlangt út fyrir raðir sósíaldemókrata, m.a. hjá Miðflokknum. Eftirminnilegastur verður þó Palme vegna baráttu lengur að hafa næga atvinnu, jöfn- uð og velferð fyrir markmið. Mikið starf biði framundan á sviði um- hverfisverndar. Ríkinu mætti ekki ætla öll verkefni, heldur treysta á samvinnu ogsamhjálp, sern byggist á frjálsum grundvelli. Þá bæri að stefna að sex klukkustunda vinnu- degi og ætti hann að koma fyrst til framkvæmda hjá þeim, sem ynnu fyrir fjölskyldum, eða stunduðu vaktavinnu. Undir forustu hans er líklegt að flokkurinn breyti um markmið eða fjölgi þeim. Þetta getur orðið torvelt verk. Sumir fréttaskýrendur spá því að ekki síst geti gætt andstöðu hjá ýmsum íhaldssömum öflum innan flokks sósíaldemókrata, sem vilja halda fast í gömul sjónarmið og gamlar venjur. Það þykir athyglisvert, að þegar Olof Palmé myndaði stjórn sína cftir kosningarnar á síðastliðnu hausti, valdi hann Carlsson sem varaforsætisráðherra. Hann treysti honum best til að taka við, ef hann forfallaðist eða félli frá. Á fyrsta blaðamannafundinum, sem Carlsson hélt sem forsætisráð- herra og formaður sósíaldemókr- ata, lýsti hann aðspurður yfir því, að undir forustu hans myndu Svíar halda áfram því starfi Olofs Palme að láta sem mest til sín taka á sviði alþjóðamála, þótt þeir nytu ekki að sinni þeirrar miklu viðurkenning- ar, seni Palme hafði unnið sér á 'þeim vettvangi. Hin minni ríki mættu ckki láta stórveldunum eftir að vcra einráð á því sviði. Carlsson vann sér ekki síst álit erlendra blaðamanna á fundinunt. Hann svaraði spurningum þeirra á góðri cnsku og þýsku eftir því sem við átti. Hann svaraði spurningum skýrt og hiklaust, cn gætti þess jafnframt að segja aldrei of mikið og gefa ekki tilefni til óþægilegra spurninga. Eins og cr virðist sú skoðun al- mennt ríkjandi, að Svíar hafi eign- ;ist heppilegan forustumann, þar sem Ingvar Carlsson er. Carlsson er mikill náttúruunnandi og náttúruvcrndarmaður áhuga- samur um íþróttir. Sjálfur er hann mikill göngugarpur. Fjölskyldulíf hans þykir til fyrirmyndar. Önnur dætra hans hefur vcrið í landsliði Svía í handknattleik. Unnur Friöþjófsdóttir: Nokkur orð til varnar æru látins manns Reykjavík, 14. 03 1986 í helgarblaði Tímans, þann 9. þ.m. birtist grein án þess að höfund- ar væri getið undir fyrirsögninni: Moris gamli og vestfirski konsúllinn. Var þar vegið að æru látins föður míns, Friðþjófs Ó. Jóhannessonar frá Patreksfirði. Greinin virðist að mestu byggð á atriðum sem fram koma hjá Þór Whitehead í bók hans - Stríð fyrir ströndum -sem út koni á síðasta ári. Með greininni birtist afskræmisleg mynd af föður mínum og er ekki annað sjáanlegt en, að henni sé ætlað að undirstrika niðrandi ummæli greinarinnar. Með þessu hefur dag- blaðið Tíminn tekið undir dylgjur Þórs, unt að faðir minn hafi verið njósnari nasista í byrjun síðasta stríðs. Ekki er unnt að láta þessu með öllu ósvarað. Er þess þá fyrst að geta, að getsak- ir Þórs eru byggðar á ákaflega veik- um grunni. Ein setning á minnis- miða, ódagsettum og óundirskrifuð- um, sem auk þess hefur ekki komið fram í frumriti. heldur aðeins í enskri þýðingu, sem líklega er eftir pólitískan andstæðing Friðþjófs, Hendrik Ottósson. Þessi minnismiði á að vera skrifaður af dr. Gerlach, þýska ræðismanninum í Reykjavík og hafa fundist í ræðismannsbú- staðnum við hernám Breta 10. maí 1940. Setningunni sem varðar föður minn er skotið inn í frásögn af Moris gamla og er svohljóðandi í þýðingu: „Og svo á ég líka Friðþjófi Jóhann- essyni þökk að gjalda." Svo vill til að mér er fullkunnugt. hvemig viðkynning þeirra dr. Gerlach og föður míns var og er það staðfest af móður minni, sem enn er á lífi og búsett í Reykjavík. Móðir mín hafði farið til Reykja- víkur með systur mína til lækninga sumarið 1939 og var að heimsækja hana á Landakotsspítala, þegar hún var kynnt þar fyrir eiginkonu og dóttur dr. Gerlachs, sem þar voru staddar. Barst þá til tals, að þau ræðismanns-hjón hygðust ferðast til Isafjarðar um sumarið og bauð móð- ir mín þeim hjónum að koma til sín á leið sinni vestur. Þau komu síðan og var faðir minn þeim innan handar um gistingu og annað cins og altítt var á gestrisnum heimilum. Þetta er trúlega það sem býr á bak við þakkarávarpið á minnismiðan- um, en ekki einhverjar ímyndaðar njósnir. sem Þór getur sér til um. Allir sem þekktu föður minn vita að hann var ákaflega opinn og cin- lægur maður og allt pukur var hon- um víðs fjarri. Hvernig hefði hann líka átt að koma slíku við á opnum sveitasíma? Einnig má spyrja: Ef hann hefði verið sá njósnari sem Þór vill vera láta, hvers vegna var hann þá ekki tekinn höndum eftir hernám Breta? Það er rangt hjá Þór, að faðir minn hafi verið oröinn þýskur vararæðis- maður á stríðsárunum. Það stóð til, en varð ekki af því, eftir að stríðið hófst, enda vildi faðir minn það þá ekki. Á þessum tíma var hann ekki á nokkurn hátt umboðsmaður fyrir þýsku ríkisstjórnina. Eftir stríð, á tímum Adenauerstjórnarinnar í V- Þýskalandi var hann síðan gerður að ræðismanni og er það undarleg skipan, ef hann hefur verið það handbendi nasista, sem Þór og blað þitt vilja vera láta. Því má bæta við, að föður mtnum var veitt orða 1971 af forseta Vestur-Þýskalands og sér- stakur maður sendur með hana vest- ur á Patreksfjörð, cn alkunna er að stjórnvöld í Vestur-Þýskalandi hafa ekki lagt það í vana sinn að heiðra fyrrverandi nasista-þjóna. I bókinni - Virkið í norðri - eftir Gunnar M. Magnúss kemur fram, að Þjóðverjar höfðu veðurathuganir á norðurslóðum, t.d. á Grænlandi. Einnig er vitað að fjarskipti voru stunduð í þýsku ræðismannsskrif- stofunni í Reykjavík á þessum tíma. Er ekki miklu líklegra, að upplýsing- ar um skipaferðir hafi borist eftir þessum leiðum, hcldur en um ein- angraðan mann vestur á Patreks- firði. Faðir minn hóf sjálfur málsókn vegna svipaðra ásakana í skrifum Hendriks Ottóssonar í Þjóðviljanum 24.01.1946. Er skemmst frá því að segja, að faðir minn vann það mál og voru ummælin ómerkt með dómi borgardómarans í Reykjavík 3. janú- ar1947. Með ósk um að sagnfræðingurinn láti í framtíðinni ckki gróusagnir og náungabaknag villa um fyrir sér við mat heimilda og sýni æru látinna manna tilhlýðilega virðingu, er þess hér með farið á leit við blaðið, að það birti þessa athugasemd, ásamt þokkalegri mynd af föður mínum. Jafnframt er blaðið beðið að sýna meiri varkárni framvegis um birtingu efnis. „Ef langir þig að meiða mann, en manst aðeins gott að segja um hann, þá vektu grun, að gömlum sið, Gróa á Leiti tekur við.“ Unnur Friðþjófsdóttir.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.