Tíminn - 20.03.1986, Page 5

Tíminn - 20.03.1986, Page 5
Fimmtudagur 20. mars 1986 Tíminn 5 ÚTLÖND SVÍÞJÓÐ: Laus úr haldi - MAÐURINN SEM ÁTTIAÐ KOMA FYRIR RÉTT í DAG VEGNA GRUNS UM AÐILD AÐ MORÐINU Á OLOF PALME ER NÚ LAUS - SÖNNUNARGÖGNIN HÉLDU EKKI ÞEGAR Á REYNDI Stokkhólmur-Rcutcr Sænska lögreglan ákvað í gærdag að láta lausan hægrisinnaða öfga- manninn sem haldið var vegna gruns um þátttöku í morðinu á Olof Palmc. Að sögn lögreglunnar reynd- ust mikilvæg sönnunargögn gegn manninum ekki halda þegar á reyndi. Áke Lennart Viktor Gunnarsson heitir maðurinn og átti hann að koma í fyrsta sinn fyrir rétt í dag. Hans Holmer yfirmaður Stokk- hólmslögreglunnar sagði hins vegar lykilvitni ekki hafa getað aðgreint manninn frá öðrum og því hefði ..... allt málið fallið um sjálft sig". Þessi niðurstaða virðist hafa fært rannsóknina aftur í sömu spor og byrjað var. Engar góðar vísbendingar eru fyrir hendi um hver eða hverjir framkvæmdu ódæðisverkið og hvaða ástæða lá að baki því. Holmer lögregluforingi gagnrýndi mjög sænsk dagblöð á blaðamanna- fundi þeim sem hann hélt í gær. Hann benti á að nafnbirtingin og mynd sú sem birtist í sænskum blöð- um bryti íbágavið sænskar venjurog sakaði fjölmiðla um að hafa sett á stað „galdraofsóknir" í þessu máli. Holmer var einnig harðorður í garð verjanda Gunnarsson fyrir að hafa gefið of miklar upplýsingar um skjólstæðing sinn. Gunnarsson, fyrrum meðlimur Evrópska verkamannaflokksins (EAP) sem staðsettur er mjög langt til hægri á mciði stjórnmálanna, var handtekinn stuttu áður en helstu leiðtogar heims héldu til Svíþjóðar til að vera viðstaddir útför Palrnes. Hann hefur ávallt haldið fram sak- leysi sínu í þessu máli en Holmer neitaði þó að svara spurningunni uni hvort lausn Gunnarsson þýddi að hann væri ekki undir grun lengur í morðmálinu. MIKIÐ ÉTID AF SYKRI Á ÁRINU1363 í ÍRAN Teheran-Rculer Þeir sem hafa gaman af tölum ell- egar íran eða bæði ættu að líta á nýj- ustu útgáfu árbókar írans þar sem gefur að líta tölulegar upplýsingar um flest sem forvitnilegt er í þessu stranga múhameðstrúarríki. Alls telja íbúar landsins 43,4 mill- jónir og er vinnufært fólk um 12,5 milljónir. Hinsvegar eru 15,2% hins vinnufæra alrnúga atvinnulaus. í öðruni tölulegum dálkum hinnar írönsku árbókar fyrir árið 1363 (mars 1984 til mars 1985 að okkar tímatali) má sjá að innflutningsvörur eru greiddar að langmestum hluta með olíutekjum eða rúmlega 95%. Samkvæmt árbókinni var vélabún- aður ýmiskonar alls um 25,2% af innflutningskostnaðinum og vara- hlutir í bíla og önnur farartæki fylgdu skammt á eftir og námu alls 21,6% af kostnaðinum við innflutn- inginn. Nú ku vera um 700.000 ísskáp- ar og kælikistur til í landinu en hins- vegar átu Iranir heilmikið af sykri á ár- inu 1363 eða 27,4 kíló hver einstak- lingur. Allt stendur þetta í árbókinni góðu. Ætli þessar írönsku konur eigi allar ísskáp? AMNESTY INTERNATIONAL: Pyndingar í Zaire Lundúnir-Rcutcr Mannréttindasamtökin Amnesty International hafa skýrt frá miklum ofbeldisaðgerðum hersveita ríkis- stjórnarinnar í Zaire. Þar hafa mörg hundruð andstæðingar stjórnvalda verið handteknir, pyndaðir og sumir þeirra drepnir. Samtökin, sem fylgjast með fram- gangi mannréttindamála um allan Lundúnir-Rcuter Breska þjóðin varpaði öndinni léttar í gærmorgun. Dagar óvissu og sögusagna voru að baki. Já, það hlaut að koma að því. Elísabet Eng- landsdrottning tilkynnti í gær um trú- lofun Andrews sonar síns og almúga- stúlkunnar Söru Ferguson. Þau nýtrúlofuðu eru bæði 26 ára gömul og munu gifta sig sfðar á þessu ári fari allt samkvæmt áætlun. heim, hafa farið fram átvið stjórnina í Zaire að hún láti fara fram óháða rannsókn á slæmri meðferð, pynd- ingum og drápum á föngum í land- inu. Amnesty sagði meira en hundrað stjórnarandstæðinga hafa verið handtekna á tímabilinu október til janúar í höfuðborginni Kinshasa og á Kasaisvæðinu. Samkvæmt heimild- Tilkynningin sem allir biðu eftir var hengd á hlið Buckinghamhallar í gærmorgun. Þarstóð: „Drottningin og hertoginn af Edinborg tilkynna með mikilli ánægju um trúlofun hins ástkæra sonar þeirra Andrews prins og Söru Ferguson, dóttur Ronalds Ferguson og frú Hector Barrantes". um samtakanna dó einn maður í varðhaldinu og fjórir aðrir létu lífið í einangrun eftir að hafa verið illa pyndaðir. Mannréttindasamtökin höfðu í fórum sínum fleiri lýsingar af glæpa- verkum og pyndingaraðferðum hcr- sveita stjórnarinnar s.s. fjöldadráp í Shabahéraði snemma á síðasta ári. ÚTLÖND Umsjón: Heimir Bergsson TRÚLOFUN í BUCKINGHAMHÖLL: ÓVISSAN ÚR SÓGUNNI Hér er Sihanouk prins (t.v.) á tali við áhrifamesta mann Kínaveldis Deng Xi- aoping (t.h.). í baksýn eru félagar Sihanouks í samtökunum sem barist hafa gegn núverandi stjórn Kanibódíu. Sihanouk fer fram á sættir - KÍNVERSK STJÓRNVÖLD ÁNÆGÐ MEÐ FRIÐARTILLÖGUR HANS Peking-Rcutcr Stjórnvöld í Kína hafa lýst yfir ánægju með friðartillögur þær sem miða að því að binda enda á átökin í Kambódíu. Tillögurnar voru kynnt- ar af Sihanouk prins. Sihanouk og hin þriggja flokka skæruliðasamtök scm hann er í forsvari fyrir hafa lýst sig reiðubúin til samstarfs við núverandi stjórn- völd í Kambódíu svo framarlega sem Víctnamstjórn kallar hcrsveitir sínar burt frá landinu. Tillögurnar gera ráð fyrir að stofn- uð veröi ný stjórn og eigi sæti í hcnni fulltrúar frá skæruliðasamtökun- um sem og fulltrúar frá núverandi stjórn landsins sem er undir forsæti Heng Samrins og studd af Víet- nömum. Samkvæmt tillögunum á Si- hanouk að verða forseti landsins og Son Sann, sem situr í lorsæti skæru- liðasamtakanna, á að fá forsætisráð- herraembættið. Kínverska fréttastofan hafði eftir Hu Yaobang formanni kommúnista- flokksins að tillögur Sihanouks og hinna tveggja leiðtoga skæruliða- samtakanna væru sögulega séð mjög mikilvægar og þar væri tekið lullt til- lit til vilja víetnömsku þjóðarinnar. Kínversk stjórnvöld hafa hingað til verið helsti stuðningsaðili skæru- liðasamtakanna sem barist hafa, bæði með vopnum og á alþjóðavett- vangi, gegn stjórn Heng Samrins í Kambódíu. Skæruliðasamtökin cru viðurkennd af Sameinuðu þjóðun- um og í tillögum Sihanouks og sam- starfsmanna hans er gert ráð fyrir að Santeinuðu þjóðirnar hafi eftirlit með brottför víetnamskra hersveita, viðhaldi vopnahlés milli stríðandi fylkinga og væntanlegum kosning- um. VAXTALÆKKUN í BRETLANDI: Englandsbanki reið á vaðið Lundúnir-Rcutcr Englandsbanki varð fyrstur breskra peningastofnana til að lækka vexti eftir að Nigel Lawson fjármála- ráðherra hafði spáð auknum efna- hagsvexti í landinu. I tilkynningu Englandsbanka í gær var sagt að vextir myndu lækka um 1%. Stuttu síðar kom tilkynning frá Barclaysbanka, stærsta viðskipta- bankanum í Bretlandi, og var þar lýst yfir að bankinn myndi lækka vexti sína frá 12,5% niður í 11,5%. Þessi lækkun kemur til móts við 1% hækkun vaxta sem varð í janúar cftir að ört lækkandi olíuverð hafði vcrulega veikt stöðu breska sterl- ingspundsins. Lawson fjármálaráðherra bresku ríkisstjórnarinnar gerði ráð fyrir í spá sinni aö verðbólga væri komin niður í 3,5% í lok ársins. Hún er nú 5,5%. Hann sagði einnig um 3% efnahags- vöxt nokkuð líklegan á þessu ári. Þessar fréttir glöddu greinilcga stjórnendur breskra pcningastofn- ana eins og vaxtalækkunin sýnir. DEMANTAFUNDUR: MIKILVÆGT SKREF Rio de Janciro-Rcuter Brasilískur gullleitarmaður steig mikilvægt skref á leið sinni hcim frá vinnu í síðustu viku. Honum varð nefnilega stigið ofan á stein einn á stærð við egg sem við nánari athug- un reyndist vera demantur. Við enn nánari athugun reyndist dem- anturinn vera virði um 40 milljóna íslenskra króna. Demanturinn fannst í bænum Carmo do Paranaiba sem er í hér- aðinu Minas Gerais í Suðvestur Brasilíu. Bæjarstjórinn í Carmo sagði í sjónvarpsviðtali að stcinn- inn dýrmæti væri geymdur í banka- útibúi Brasilíubanka þar í bæ og bætti því við að hann væri 165,5 karatar og japanskir sem og amer- ískir skartgripasalar væru þegar farnir að bjóða í gripinn. Launaþrællsá sem ofan á stein- inn steig verður þó varla mikið bet- ur settur þrátt fyrir fund sinn. Vinnuveitandi lians ntun hirða andvirði sölunnar.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.