Tíminn - 20.03.1986, Blaðsíða 6
Tímirm
MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU
Útgefandi: Framsóknarfiokkurinn og
Framsóknarfélögin í Reykjavík
Ritstjóri: NíelsÁrniLund
Auglýsingastjóri: SteingrímurGíslason
Innblaösstjóri: OddurÓlafsson
Skrifstofur: Síöumúli 15, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími:'
18300. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn 686392 og
686495, tæknideild 686538. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans.
Prentun: Blaöaprent h.f. Kvöldsímar: 686387 og 686306
Verð í lausasölu 45.- kr. og 50.- kr. um helgar. Áskrift 450.-
„Kjarasamningarnir
marka tímamót"
í ítarlegri ræöu Sem Steingrímur Hermannsson, for-
sætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins flutti við
setningu miðstjórnarfundar Framsóknarflokksins um síð-
ustu helgi, ræddi hann ýmsa málaflokka sem ríkisstjórnin,
ráðherrar Framsóknarflokksins hafa unnið að, stjórnar-
samstarfið, efnahagsmál og stöðu flokksins.
Um efnahagsmálin sagði Steingrímur m.a. „Efnahags-
málin hafa verið meginviðfangsefni þessarar ríkisstjórnar.
f*að var vegna þess alvarlega ástands sem í þeim málum
ríkti vorið 1983, að við framsóknarmenn ákváðum að
ganga til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn. Aðrir flokkar
voru ekki reiðubúnir til þess að takast á við þau erfiðu mál.
Eins og fyrr töldum við framsóknarmenn ekki sæma að
hlaupa frá vandanum".
Síðan skýrði hann þann mun sem er á stefnu sjálfstæð-
ismanna og Framsóknarflokksins í efnahagsmálum. Sjálf-
stæðismenn lögðu á það áherslu við myndun ríkisstjórnar-
innar að hún ætti engin afskipti að hafa af samningamálum
aðila vinnumarkaðarins, helst ætti hinn frjálsi markaður
að ráða ferðinni. Framsóknarmenn hafa haft þá skoðun að
meðan verðbólgan er svo mikil sé óhjákvæmilegt annað en
að beita ákveðnum og föstum, lögbundnum aðgerðum
gegn henni, og að algjört afskiptaleysi stjórnvalda sé
óframkvæmanlegt eins og staðan hefur verið í íslensku
efnahagslífi.
Pað var gert 1983 og náðist verulegur árangur í hjöðnun
verðbólgunnnar eða úr 130% niður í um 20%.
Eftir að tímabili lögbundinna aðgerða lauk í febrúar
1984 tók við óvissutímabil. Samningarnir sem þá voru
gerðir reyndust óhagstæðir m.a. vegna þess að tilboð ríkis-
stjórnarinnar um skattalækkanir voru of óákveðin. Af-
leiðingin varð sú að verðbólgan jókst að nýju.
Um aðdraganda nýgerðra kjarasamninga sagði Stein-
grímur: „Við framsóknarmenn lögðum þess vegna höfuð-
áherslu á að afskipti stjórnvalda af kjarasamningunum
yrðu að vera markvissari. Um það náðist samstaða og því
ber að fagna. Pegar ég kvaddi fulltrúa vinnumarkaðarins á
minn fund 14. október sl. til þess að ræða við þá um þjóð-
hagsáætlun lagði ég jafnframt áherslu á vilja ríkisstjórnar-
innar til þess að stuðla að skynsamlegum samningum,
þannig að drægi úr verðbólgu.“
Steingrímur ræddi kjarasamningana ítarlega en greindi
síðan frá þeim erfiðleikum sem eru þeim samfara. Ríkis-
sjóður verður með töluverðan rekstrarhalla í ár, líklega
um 1,5 milljarða. Að hluta til verður þetta brúað með
kaupum lífeyrissjóða á ríkisskuldabréfum og að öðru leyti
með aukinni sölu ríkisskuldabréfa innanlands. Pá mun
aukinn kaupmáttur leiða til aukins innflutnings og þarf að
• leggja áherslu á að auka innlendan sparnað. Til að svo
megi verða er óhjákvæmilegt að jákvæðir raunvextir séu
greiddir af sparifé. Ljóst er að úr framkvæmdum hins opin-
bera verður að draga og má því búast við að fjárlagagerð
fyrir næsta ár verði erfið.
Um kjarasamningana sagði Steingrímur þetta: „Ég tel
kjarasamningana og efnahagsaðgerðirnar marka ein
stærstu tímamót sem orðið hafa í íslensku efnahagslífi.
Þrátt fyrir erfiðleikana sem þeim munu fylgja er fullkom-
lega til þess vinnandi ef verðbólga verður með þessu kveð-
in niður fyrir fullt og allt. Ég fagna því einnig mjög að loks
er náð langþráðu markmiði um samstarf aðila vinnumark-
aðarins og stjórnvalda um skynsamlegar aðgerðir í kjara
og efnahagsmálum.“ ...„Enn er jafnframt óleyst annað
ekki síður stórt verkefni í efnahagsmálum þessarar
þjóðar, að lækka erlendar skuldir. Pað verður viðfangsefni
næstu ára.“
6 Tíminn
Fimmtudagur 20. mars 1986
ORÐ í TÍMA TÖLUÐ
llillllllllllllll11"1
IIIIIÍIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIí
Sex Skoda „forstjóragjöf-
in“ frá láglaunakonunum
„Ætli þeir bregði ekki á það ráð
að niðurgreiða sólarlandaferðirnar
næst þegar þeir þurfa að krukka í
vísitöluna?,“ sagði einn verka-
lýðsforingjanna okkar fyrir nokkr-
um árum í samtali við undirritaða
og var auðheyrt að honum þótti
hugmyndin hámark fáránleikans.
Þessi sami verkalýðsforingi ver
nú með kjafti og klóm nýjasta
„vísitölukrukkið“ - sem fyrst og
fremst felst í því að lækka vísitöl-
una um 1,5%, með „niðurgreiðsl-
um“ á nýjum bílum. Við að kynna
sér kringumstæður í hópi fjöl-
margra samstarfsmanna, skyld-
menna ogrVina (margra hverja á
launum undir nýlega skilgreindum
fátækramörkum) virðist ljóst að
fáir ef nokkur úr þeim hópi eiga eft-
ir að njóta þeirrar 1,5% kaupmátt-
araukningar sem „vísitölukrukkið"
átti að færa þeim. Niðurgreiðsla
sólarlandaferðahefðim.a.s. komið
mun fleirum til góða, því hún hefði
þó ekki rýrt verðmæti hluta, sem
fólk hefur þegar aflað sér og er í
mörgum tilfellum enn að greiða
verðtryggðar afborganir af, þar á
meðal bíla.
Hámark fáránleikans virðist þó
að verkalýðsforingjar skuli í nafni
samninga um kjarabætur til lág-
launafóiks semja um 2ja til 3ja árs-
launa (þess) lækkun á verði banka-
stjóra og forstjórabíla. Þeir úr hópi
slíkra sem nú kaupa sér t.d. Merc-
edes Benz 500 gætu í leiðinni keypt
6 Skoda eða 4 Lödur í sumargjöf
handa börnum og barnabörnum
fyrir þær 837 þús. krónur sem
„vísitölukrukk“ verkalýðsforingj-
anna færði þeim á silfurfati - og átt
þó afgang fyrir svo sem 1-2 farmið-
um til útlanda.
Láglaunakonunni - með 25 þús.
króna mánaðarlaunin - sem aldrei
hefur átt bil og getur enn ekki
keypt sér Skoda þótt kominn sé
niður í 135 þús. - færa verka-
lýðsforingjarnir hins vegar einfald-
lega 1,5% kaupmáttarrýrnun. Þótt
1,5% þýði að vfsu ekki nema 375
krónur á mánuði fyrir hana, dygði
það þó til þess að hún kæmist á bíó
mánaðarlega með barnið sitt og
kannski fyrir einum poka af
„poppi“. Á heilu ári þýðir þetta
4.500 króna kaupmáttarrýrnun,
sem er upphæð sem flestar lág-
launakonur munar heilmikið um.
Raunar er dæmið þó ennþá
verra. 837 þús. króna tollalækkun á
„forstjóra-Bensinum“ þýðir jafn-
framt 837 þús. króna tekjulækkun
fyrir ríkissjóð. Við því verður ríkið
að bregðast annað hvort með
niðurskurði á þjónustu, sem í flest-
um tilfellum bitnar þá á þeim sem
minna mega sín, ellegar með því að
ná upphæðinni inn á annan hátt,
þ.e. sækja hana með einum eða
öðrum hætti í vasa þeirra sem ein-
mitt var verið að semja um kjara-
bæturnar fyrir.
Það er á hinn bóginn opinbert
leyndarmál að mennirnir sem
kaupa dýru/fínu Bensana eru oft
ótrúlega „tekjulitlir" þegar litið er í
skattskrárnar. Til þessa hefur það
verið nokkur huggun (þegar maður
áttar sig á að af lágum launum á
maður að borga hærri skatta en
þessir ,,Bens-menn“) að ríkissjóð-
ur hafi þó af þeim góðan skilding út
á „bílasnobbið" í staðinn.
Einnig þessa „snobbskatta" hafa
ástsælir verkalýðsforingjar okkar
nú losað þá við. 1 nafni kjarasamn-
inga fyrir láglaunafólk hafa þeir
rétt þessum „fátæku ríkisbubbum“
andvirði meira en 6 nýrra Skoda á
silfurfati sem gjöf frá ríkissjóði,
sem hann aftur verður að sækja í
vasa þeirra sem hafa kannski ekki
einu sinni efni á að kaupa einn
Skoda eða Lödu. Er nema von að
„íhaldskarlar“ af öllum flokkum séu
glaðir og stoltir?
Hefði ekki verið eðlilegra að
niðurgreiða einhverjar matvörur
sem enginn getur verið án um þetta
1,5% í vísitölunni? Sú niður-
greiðsla hefði einmitt komið lág-
launafólki lang mest til góða - ein-
faldlega vegna þess að það þarf að
verja stærri hluta heildartekna
sinna til matvörukaupa heldur en
„fátæklingarnir“ á fínu bílunum.
Fyrir „Meðal-Jón“ - sem skiptir á
gamla bílnum fyrir annan nýjan
eða nýrri skiptir „vísitöluleikur-
inn“ fremur litlu máli, því báðir
lækka, sá nýi og sá gamli.
-HEI
VÍTT OG BREITT
Einsýni og ofstæki
Málgagn vcrkalýðshreyfingar
kallar Þjóðviljinn sig með tals-
vcrðu yfirlæti og þegar mikið er
haft við er málgagnið „baráttutæki
verkalýðshreyfingariiinar.“ Glam-
uryrði af þessu tagi eru ær og kýr
róttæklinga og valdastreitumanna
sem lcggja meira upp úr því að rífa
niður en byggja upp.
Marga hcfur grunað að málgagn-
ið sé ekki eins hollt launþegum og
það vill vera láta. Það vantar ekki
fagurgalann í garð vcrkalýðsins
þcgar það á við né stríðsyfirlýsingar
á hendur öllum þeim, scm „bar-
áttutækið“ ákvcður að sé honum
andsnúnir. En ósköp licfur öll
liaráttan orðið til lítils ef marka má
allar frásagnir blaösins af þeim
hörmungarkjörum scm alþýðan
býr við.
Vcrkalýðsforysta Alþýðubanda-
lagsins hcfur undanfarið lýst yfir
•hvað eftir annað að skrif blaösms um
kjaramál séu ekki annað en liull og
blaður. Guðmundur J. Guð-
mundsson skrifar grein í Þjóðvilj-
ann ■ gær og fer þar hörðum orðum
um Þjóöviljann og skríf hans um
vcrkalýösmál. Hann rekur hvernig
blaðið hefur Ijarlægst verkalýðs-
baráttuna og nefnir mörg dæmi um
áhugaleysi ritstjórnarinnar á þvi
sem verkalýðsleiðtogar Alþýðu-
bandalagsins eru að bauka.
Guðniundur skrífar: „Ein er sú
árátta scm sótt hefur á blaðið liðin
misseri og það er að hafa löggildar
skoðanir á verkalýðsmálum. Svo
löggildar eru skoðanir ýmissa
frammámanna blaðsins að síðast af
öllu skal rætt við þá menn sem stað-
ið hafa í verkalýðsmálum árum
saman, kosnir eru til trúnaðar-
starfa af félögum sínum og staðið
hafa í samningagerð fyrir vcrka-
lýðshreyfinguna. Stöðumat slíkra
manna og forsendur þcirra fyrir
samningagerð gætu nefnilcga orðið
til þess að hinar löggildu skoðanir
pólitískra hlaupastráka á Þjóðvilj-
anum færu eitthvað úr skorðum -
og það má ekki.“
En það eru ekki eingöngu
hlaupastrákarnir á Þjóðviljanum
sem fá sinn skammt. „En varafor-
maður Aiþýðubandalagsins og eig-
inkona ritstjórnarfulltrúans gaf þá
umsögn er Þjóðviljinn mat mest. Þó
er ekki til þess vitað að hún hafi
nærri samningamálum komið, né
verður þcss vart í umsögn hennar
að hún hafi kynnt sér samningana
til hlítar.“
Síðar: „Ég er ekki að krefjast þess
að frammámenn Þjóðviljans séu
mér eða félögum mínum við samn-
ingagerðina sammála um útkoni-
una. Ég er aðeins að krefjast þess
að það blað sem ég hef stutt í gegn-
um tíðina ástundi heiðarlega blaða-
mennsku. Ég vil ekki gera hlaupa-
stráka Þjóðviljans að mínum túlk-
endum og því síður söguskýrend-
um.“
Einsýni og ofstæki er fyrirsögnin
á siðasta kafia greinar formanns
Dagsbrúnar og Vcrkamanna-
sambands fslands. Hún hefst
þannig: “Þessar einstrengingslegu
og löggildu skoðanir hlaupastráka
og bóhema Þjóðviljans ganga svo
langt að öll eðlileg fréttamennska
verður að víkja og öll hlutlæg túlk-
un á samningunum skal einnig
víkja að þeirra mati, svo þeir geti
stundað sinn pólitíska kúrekaleik.“
Það er orðinn víðar trúnaðar-
brestur í Alþýðubandalaginu en
milli verkalýðsforystu flokksins og
„hlaupastráka" Þjóðviljans. Þing-
maðurinn drcgur varaformann
flokksins hiklaust inn í málið og
gerir meira en lítiö úr ummælum
hennar um samningagerðina og
dregur í efa að hún hafi yfirlcitt
nokkurt vit á vcrkalýðsmálum.
Þjóðviljinn er svo nátengdur Al-
þýðubandalaginu að engum dettur
í hug að rítstjómin leiki ulgjörlcga
lausum hala, síst í sambandi við
skrif um verkalýðsmál. Það hljóta
því að vera áhrifamenn ■ flokknum
sem leggja blcssun sína yfir það
sem sett er í blaðið og yfir hverju er
þagað. Þetta er ekki deila milli
verkalýðsarms Aiþýðubandalags-
ins og Þjóðviljans einvörðungu.
Þarna cr á ferðinni djúpstæður
ágreiningur innan forystusveitar
flokksins.
Hann stendur um hvort meta eigi
meira, hag launþega og afkomu
eða flokkshagsmuni.