Tíminn - 20.03.1986, Blaðsíða 2

Tíminn - 20.03.1986, Blaðsíða 2
2 Tíminn Fimmtudagur 20. mars 1986 Lögtök Eftir kröfu tollstjórans í Reykjavík og að undan- gengnum úrskurði verða lögtök látin fram fara án frekari fyrirvara á kostnað gjaldenda, en ábyrgð ríkissjóðs, að átta dögum liðnum frá birtingu aug- lýsingar þessarar, fyrir eftirtöldum gjöldum: Söluskatti fyrir okt., nóv. og des. 1985, svo og sölu- skattshækkunum, álögðum 27. nóv. 1985 - 14. mars 1986; vörugjaldi af innlendri framleiðslu fyrir okt., nóv. og des. 1985; skipulagsgjaldi af nýbygg- ingum, gjaldföllnu 1985; þungaskatti af dísilbifreið- um fyrir árið 1986 og skoðunargjaldi bifreiða og vátryggingariðgjaldi ökumanna fyrir árið 1986; mælagjaldi af dísilbifreiðum, gjaldföllnu 11. febr. 1986, aðflutningsgjöldum 1985, svo og skemmt- anaskatti fyrir árið 1985. Borgarfógetaembættið í Reykjavík 14. mars 1986. ^rarik úthnA N RAFMAGNSVEITUR RlKISINS U IUUU Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftir- farandi: Rarik-86003: Háspennuskápar 12 kV í dreifistöðvar. Opnunardagur: Fimmtudagur 17. apríl 1986, kl. 14.00. Tilboðum skal skilað á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118,105 Reykjavík, frá og með fimmtudegi 20. mars 1986 og kosta kr. 200,- hvert eintak. Reykjavík 17. mars 1986 Rafmagnsveitur ríkisins F býður þér þjónustu sína við ny- byggingar eða endurbætur eldra húsnæðis Við sögum í steinsteypu fyrir dyrum, gluggum, stigaopum, lögnum - bæði í vegg og gólf. Ennfremur kjafnaborum við fyrir lögnum í veggi og gólf. Þvermál boranna 28 mm til 500 mm. Þá sögum við malbik og ef þú þarft að láta fjarlægja reykháfinn þá, tökum við það að okkur. Hifir leitast við að leysa vanda þinn fljótt og vel, hvar sem þu ert búsettur á landinu. Greiðsluskilmálar við allra hæfi Fífuseli 12 109 Reykjavík sími91-73747 Bílasími 002-2183 Lögvemdun á starfs heiti kennara: Almennur stuðningur við stjórnarfrumvarpið Svcrrir Hermannsson menntamála- ráðherra mælti fyrir frumvarpi um lögverndun á starfsheiti kennara og skólastjóra í neðri deild Alþingis í gær. í kjölfar þess fylgdu nokkrar umræður þar sem fram kom almenn- ur vilji til að hraða afgreiðslu málsins. Sverrir Hermannsson hóf mál sitt með því að greina frá efnisatriðum fruntvarpsins og aðdragana þess að það var lagt fram. Hann viðurkenndi að það hefði dregist úr hömlu að mæla fyrir því en kvaðst Itafa lagt til við formann menntamálanefndar neðri deildar að afgreiðslu þess yrði hraðað fyrir þinglok með því að konta á sameiginlegri umfjöllun þeirrar nefndar og menntamála- nefndar efri deildar um frumvarpið.. Sverrir bætti því við að hann liti svo á að samþykkt þess væri hluti af ný- gerðunt kjarasamningum við kennara. Páll Pétursson tók næstur til máls og lýsti yfir stuðningi sínum við fruntvarpið og sagði það rétt að koma til móts við þetta gantla baráttumál kenhara. Sjálfsagt væri að efla menntun í landinu án þess að réttindi væru tekin af þeim sem nú skipa stööur án þeirra. Páll sagði ennfremur að kennarastarfið væri í sjálfu sér mjög mikilvægt og lögfest- ing á fruntvarpinu væri staðfesting á því. Hins vegar bæri að muna að rétt- indalaust fólk hefði unniðprýðisgott starf víða í skólum úti á landi. Hjörlcifur Guttormsson sagðist hljóta að gleðjast yfir því að þetta fruntvarp sem lagt var fram 20. febrú ar s.l. væri nú tekið á dagskrá þó seint væri. Ef einhugur væri um þetta ntál í báðum deildum þingsins þá ætti frumvarpið að geta orðið að lögum hið fyrsta. Hann sagði að hér væri til meðferðar mál sem varðaði ekki ein- vörðungu kennara heldur nemendur, foreldra og landsmenn alla og þess væri að vænta að sú skipan sem gerð væri tillaga um hlyti að bæta skóla- starf allt og kjör kennarastéttarinn- ar. Hjörleifur kvaðst vonast til að samþykkt fruntvarpsins yrði til að binda enda á þá öfugþróun sent fælist í því að launakjör og bágar aðstæður hrektu menntaða kennara í önnur störf. Guðrún Agnarsdóttir steig í ræðustól og sagði að lögverndun á starfsheiti kennara hefði um árabil verið eitt helsta baráttumál þeirra. Vanmat á starfi þeirra hefði skilað sér í lágum launum og flótta úr stétt- inni. Réttindalausir einstaklingar hefðu svo tekið að sér kennslu t.d. til að bjarga dreifbyggðum landshlut- um frá neyð. Hún bætti við að það væri því löngu tímabært að frumvarp þetta væri lagt fram. Guðrún sagðist geta sætt sig við meginatriðin í frumvarpinu en að frekari athugasemdir yrðu gerðar sfðar í umræðum. Hún fór fram á það að fá að sitja fundi menntamála- nefndar sem áheyrnarfulltrúi meðan fjallað væri um málið, þar sem Kvennalistinn ætti engan fulltrúa þar. Bjarni Guðnason sagðist geta lýst yfir stuðningi sínum við þetta frumvarp. Þó svo að ráðherra hefði lýst því yfir að þetta væri hluti af kjarasantningum kennara, þá yrðu menn að gera sér fulla grein fyrir því að það Itefði komið í hlut kennara að berjast fyrir þessum starfsréttindum sínum og að ekki væri um einkamál einnar starfsstéttar að ræða heldur þjóðarinnar allrar. Bjarni sagði að það gegndi furðu að þetta frumvarp hefði ekki verið lagt fram fyrr. Launamál kennara væru fslendingum til háborinnar skammar. Ráðamönnum þætti hæfa að greiða bifreiðastyrki fyrir banka- stjóra sem næmu 15 árslaunum kennara og eðlilegt að senda ráð- herra til Kóreu til að „bjarga sjálf- stæði þjóðarinnar" fyrir upphæð sem næmi 25 mánaðarlaunum kennara. í lok niáls síns gagnrýndi Bjarni nokk- uð ákvæði í frumvarpinu um tilskilin einingafjölda í uppeldis- og kennslu- fræðum. Sverrir Hermannsson þakkaði góðar undirtektir og sagðist vona að frumvarpið fengi skjótan framgang. Sjálfur kvaðst hann ætla að beita sér fyrir því að fulltrúi Kvennalistans fái inni í menntamálanefnd neðri deild- ar meðan málið verður í umfjöllun. Ráðherra bætti því við að augu al- mennings væru að opnast fyrir al- vöru málsins og því nyti það mikils skilnings í hvívetna. -SS Mjólk á Grænlandi og ferð Steingríms Tvær fyrirspurnir hafa verið lagðar fram á Alþingi. Annars veg- ar um sölu mjólkur til Grænlands og hins vegar um viðrstður forsætisráðherra við Alusuisse. í fyrirspurn sinni til landbúnað- arráðherra innir Guðrún Agnars- dóttir hann eftir því hvort að land- búnaðarráðuneytið hafi látið kanna ntöguleika á því að selja íslenska mjólk og mjólkurafurðir til Grænlands. í fyrirspurn til forsætisráðhcrra spyrja þeir Svavar Gestsson og Kjartan Jóhannsson hvert tilefni ferðar forsætisráðherra hafi verið til Sviss í fyrri hluta marsmánaðar og hvenær ferðin hafi verið ákveð- in. Pá vilja þeir vita hvort að for- sætisráðherra fór til þessara við- ræðnavið Alusuisse í umboði iðn- aðarráðherra eða í samráði við hann. Hversu margir fundir hafi verið haldnir og hversuTengi þeir hafi staðið, hvaða forystumenn Alusuisse hafi sótt þá og hver hafi verið niðurstaða viðræðnanna. Loks spyrja þihgmennirnir tveir hvort fjallað hafi verið um niður- stöður viðræðnanna í ríkisstjórn þegar fyrirspurnin er lögð frant. -SS KRANALEIGA • STEINSTEYPUSÖGUN • KJARNABORUN BÍLALEIGA Útibú / kringum landið REYKJAVÍK:.....91-31815/686915 AKUREYRI:.......96-21715/23515 BORGARNES:............ 93-7618 BLÖNDUÓS:.........95-4350/4568 SAUÐÁRKRÓKUR:.....95-5913/5969 SIGLUFJÖRÐUR:.........96-71489 HÚSAVÍK:........96-41940/41594 EGILSSTAÐIR:...........97-1550 VOPNAFJÖRÐUR:.... 97-3145/3121 FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: .97-5366/5166 HÖFN HORNAFIRÐI: ..... 97-8303 interRent VÉLSLEDA ÞJÓNUSTAN Viögeröaþjónusta fyrir vélsleöa og minni háttar snjóruöningstæki FRAMTÆKNI s/f Skemmuveg 34 N - 200 Kópavogur Simi64 10 55 Aðalfundur Aðalfundur hf. Skallagríms veröur haldinn föstu- daginn 11. apríl 1986, kl. 14.00 að Heiðarbraut 40. Akranesi (bókasafn Akraness). Dagskrá. 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Stjórnin. Nú skuluni við sýna þeim réttu sveifluna!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.