Tíminn - 20.03.1986, Blaðsíða 10

Tíminn - 20.03.1986, Blaðsíða 10
10 Tíminn laðbera vantar / eftirtalin hverfi. Tjarnargötu, Skerjafjörð, Ármúla, Haga. Óskum einnig að ráða pilt eða stúlku til sendiferða með bíl- stjóra kl. 9-12. Tímimi SÍÐUMÚLA 15 S686300 Verkakvennafélagið Framsókn Allsherjar- atkvæðagreiðsla Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæða- greiðslu við kjör stjórnar og í önnur trúnaðarstörf í félaginu fyrir árið 1986 er hér með auglýst eftir til- lögum um félagsmenn í þau störf. Fresturtil að skila listum er til kl. 12.00 á hádegi miðvikudaginn 26. mars 1986. Hverjum lista þarf að fylgja meðmæli 100 fullgildra félagsmanna. Listum ber að skila á skrif- stofu félagsins að Skipholti 50a. Stjórnin. FRAMTÆKNIs/f Vélsmiðja Járnsmiði - Viðgerðir Vélaviðgerðir - Nýsmiði Skemmuveg 34 N 200 Kópavogur lceland Tel. 91-641055 BÍLASALAN BLIK s/f Við vorum að fá AKTIV CRIZZLY 2ja belta snjósleða, henta sérstaklega á skíðalöndum og fyrir bændur. Verð kr. 240.000.- góð greiðslukjör ef samið er strax. Til sýnis og sölu á Bílasölunni Blik, Skeifunni 8, sími 686477. MINNING Fimmtudagur 20. mars 1986 GunnlaugurJónsson bóndi á Sunnuhvoli í Bárðardal Það má scgja með nokkrum rétti, að sú kynslóð, sem borið hefur barr sitt mest eftir þeirri, sem gefin hefur verið mestur Ijóminn og kölluð altla- mótamenn, hafi þó sér til ágætis nokkuð, og hafi þar í vissum skiln- ingi, lifað allar aldir íslandssögunn- ar. Mcð svo snöggum hætti hefur sú þjóðlífsbyIting orðið sem við blasir, oft reynslulitlu fólki að laga sig að í dag. Og það fer ekki hjá því að cftir- líkingar hennar beri ekki nokkurn svip þess sléttlendis, sem eftir stcnd- ur þegar þungar aflvélar hafa farið um land og afmáð einkenni. þóþarsé góðrar uppskéru að vænta á eftir. Einn þessarar allra alda kynslóðar - var kvaddur i Akureyrarkirkju laugardaginn 8. febrúar s.l. En það var Gunnlaugur Jónsson frá Sunnu- hvoli í Bárðardal fæddur á Sigurðar- stöðum I9. apríl árið 1900 sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 1. febr. s.l. Það bar viö vorið 1926, þegar vcr- ið var að reisa nýbýliö Hlíðskóga í Stóruvallalandi, jrar sem ekki hafði staðið bær. að menn halda frá því Svarti dauði lagði af byggð þar um 1402. að verkamenn voru að byggja lítið íbúðarhús úr steinsteypu, og höfðu hesta sína til milliferða þar á fljótsbakkanum hjá. Snjó leysti ótt í fjöllum því sunnan hlákuvindur fór þar um og Skjálfandafljót í foráttu- vexti. kalt og korgað þennan dag. En hvað senr kom til, nema veriö Irafi vitneskjan um hinn sígræna sand- töðuhaga á Vallnacy en hestarþeirra félaga leggja sig á hrokasund yfir fljótskvíslina. Hér var ckki margt til ráða og raunar hafði enginn voði skcð, en cinn þeirra félaga hefur hér engar vöflur á en stingur sér klæðlaus í krapsvalt fljótið á eftir hestunum. Hann rétt náði að komst á bak þeim aftasta, þegar þeir sentust aftur vestur yfir og þannig á spretti fram á Stóru- velli. Þetta er ein mín fyrsta minning um Gunnlaug á Sigurðarstöðum og er ögn áminnandi þegar löngu áður Sturla á Jarlsstööum óð fljótið þar í klakaböndum ellegar Hermann Jón- asson hljóp árnar í jakaruðningi, og fór þá lítið fyrir sundi okkar hinna, þegar fljótið lá í værð og logni. Sturla varð frægur af hættuför um Sprengisand, Hermann frægur af Búnaðarritinu, en Gunnlaugur gekk í liö tæknialdar, reisti bæi, byggði rafstöðvar. Þó sú sundferð Gunnlaugs Jóns- sonar, og krapavaðall á stundum en miklu sólskinsbaði margsinnis, sé senn lokið svo fylgst veröi með, get ég ekki hugsað mér hann, nema á sínu áfram ferðalagi, hvernig sem það annars er. Og ætla jafnvel að dvelja um stund við það sem var mér veruleiki og líka honum. Hvort sem þar veröuraö nægja orðfæri um, sem við stundum gripum til og sögðum; „Ekki gott, en nógu gott“ - ellegar- „það verður þá að hafa það" - og þá oft tekin mið af efnisbirgðum til húsagerðar og engan veginn alltaf tími til nostursverka heldur. Gunnlaugur var fæddur árið 1900, svo hann hefir sannarlega átt samleið með öldinni. Forcldrar Irans voru þ;iu Jónína Sölvadóttir og Jón Jónsson, sem bjuggu á Sigurðarstöð- um frá 1902-1934, en áttu sex börn, fjóra bræður og tvær systur, cn nú aðeins cftir lifandi Baldur Jónsson, lengi bóndi á Stóruvöllum cn dvelur nú á Hvammi á Húsavík. Það var kunnugum vitanlegt að mikill ráðdeildarbúskapur var ætíð rekinn á Sigurðarstöðum af því fólki og bærinn jafnvel byggður af fram- sýni strax 1904, þó mikið hafi þar vcrið byggt síðan, enda jörðin jafnan vcrið sveitarprýði og ekki síður hversu hún hefur verið hagnýtt. Gunnlaugur gekk í bændaskólann og stefndi til búskapar eins og allur þorri ungra manna í sveitum á þeirri tíð og ekki til nýgreina í svcitum, sem henta þykir svo vel að honum hurtfluttum, en vafalítið hefðu hæfi- leikar hans getað borið fleiri kosti. en einyrkjabúskapinn einsamlan, ef horft hefði verið til þess. Og ef til vill hefur svo líka verið, þegar hann og Þorstcinn frændi hans á Bjarnastöðum unnu saman að smíði íbúðarhússins að Kaupangi hjá Sveinbirni Jónssyni, meistara, en fyrir Bergstein bónda og Ingibjörgu Sölvadóttur, móðursystur Gunn- laugs, en hvað sem um það er þá varð Gunnlaugi þarna það óhapp, sem elti hann lcngst, þegar stigi brotnaði svo hann féll og slasaðist á nrjöðm ellegar þar um bil svo aldrei greri um hcilt síðan. En ekki þarf að orðlengja um það enda gerði hann það ekki, og hann giftist árið 1932 Árdísi Sigurðardótt- ur, Tómassonar frá Stafni, sem var fædd 14. júní 1910, en móðir hennar Herdís Tryggvadóttir frá Arndísar- stöðum, um skeið ljósmóðir, en Sig- urður dó frá þeim þegar Árdís var aðeins smátelpukorn. Áður hér var komið, hafði Gunnlaugur og þeir Sigurðarstaðafeðgar byggt íbúðar- hús úr steinsteypu þar heima. En 1935 flytja þau Árdís og Gunnlaugur í Sunnuhvoli, sitt nýja ból þar við tún- fótinn skammt frá veginum á fljóts- bakkanunt, og hafði þar verið bær í byggingu, sent ýmsum fannst bera hallaryfirbragð og sjá má þar enn. Margt var um þennan bæ scm var með öðrum hætti en annars staðar, sem ekki var ólíklegt, þar bjó fólk og fénaður í miklu nábýli og sýndi hver öðrum nærgætni, og jafnvel var yfir- byggð skonsa þar l'yrir grjótfangið af votheyinu svo ekki væri til ama. En 1957 erenn flutt í nýtt íbúðar- hús að kalla rétt hjá hinni áður- byggðu súlnahöll og þar búa svo enn þau: Jón fæddur 20. júní 1936 sonur Árdísar og Gunnlaugs og kona hans SigríðurOlafsdóttirfrá Efra-Skarði í Borgarfirði. Segja má að Jón hafi þrisvar flutt milli bæja í Sigurðar- staða- og Sunnuhvolstúni, en systur hans sem eru tvær eru hér víðsfjarri. Sigrún í Reykjavík, kennslukona og tveggja barna móðir og Herdís bankafulltrúi á Akureyri gift Friörik Ágústssyni og á þeirra sonur Gunn- laugur að fermast í vor, annað kann ég ekki um það að segja þó sagðursé viðkvæmur cr frændur ciga í hlut. Vissulega eru þau Árdís og Gunn- laugur athyglisverð á margan hátt, og hvort á sinn hátt. Hann með þessu hægláta einkennandi fasi, glettnis- glampa í augum hnyttni í málfari, einþykkni og ábyrgðarkennd, sem rasarekki um ráð fram, skáldmæltur en þó með nokkurri leynd. Minnis- stæður úrræðamaður að standa með að verki, og jafnvel hcilir bæir, sem hann byggði nokkra. bera viss ein- kertni með sér. Um Árdísi stóð jafn- an meiri stormur. var fljót að snúa sér í spori og lá hátt rómur eins og mörgum hennar frændum. Prestur- inn sagði í kirkjunni í sinni notalegu lllllliilllililTÓNLISX Nemendasýningar og nemenda- tónleikar eru stundum með því skcmmtilegra sem sést og heyrist - leikhúsmenn segja að Nemenda- leikhúsið beri af í leikhúslífinu; Sin- fóníuhljómsveit æskunnar þótti af- bragð í flutningi sínum á Mahler; og iðulega eru útskriftartónleikar tón- listarskólanna mjög skemmtilegir. Þar má skyggnast inn í framfiðina, sjá og heyra sunta þá sem eiga eftir aðgera garðinn frægan í framtíðinni, en einnig þá sem munu snúa sér að öðru þegar á reynir. Um þessar mundir eru nemcndur Söngskólans í Reykjavík með upp- færslu á óperunni Ástardrykknum cftir Donizetti, og voru haldnar tvær frumsýningar, hvor með sínu „gengi". Undirritaðurfór að sjá fyrri sýninguna, og þótti vcl takast til. Fé- lagar úr Sinfóníuhljómsveit íslands léku en Garðar Cortes stjórnaði. Vísir menn segja, að ekki sæmi að „gagnrýna" nemendasýningar - kennararnir muni segja nemendum sínum hvernig tókst, hvað vel og hvað megi bæta. Aö vísu liefi ég lengi grunað söngkennara um græsku í þeim efum, að þeir eigi til að teyma hæfileikalitla nemendur á asnaeyrum gegnum margra ára söng- nám í stað þess að segja þeim þegar í stað að þetta þýði ekki. Og ýmsir hafa víst stigið sín fyrstu og einu spor einmitt á sviðinu í Gamla bíói, eftir margra ára söngnám í útlöndum, og síðan verið „drepnir af gagnrýnend- um". í Ástardrykknum eru fimm ein- söngshlutverk auk kórsins. Aðal- hlutverkin, piltinn Nemorino og stúlkuna Adinu, sungu þau Þorgeir J. Andrésson (tenór) og Ingibjörg Martcinsdóttir, (sópran), en hinir einsöngvararnir voru Guðrún Jóns- dóttir (Gianetta, sópran), Jón Krist- inn Cortes (Belcorc liðþjálfi, baryt- on) og Stefán Arngrímsson (Dulc- amara skottulæknir. bassi). Þorgeir hafði ég heyrt syngja einu sinni áður, í óratoríu í Langholtskirkju. og þótti mikið til raddfegurðar hans koma. Þorgeir er lengst kominn í námi þessa unga fólks og bæði söng og lék ágætlega, þótt sumir mundu segja að hann „klemmi röddina" of mikið, sem mörgum tcnórum hættir til. Einu „frægu" aríu óperunnar, „Una furtiva lacryma,, söng Þorgeir svo fagurlega að hún var klöppuð upp, og söng hann hana þá hálfu betur. Ingibjörg Marteinsdóttir getur líka heilmikið, söng og lék vel og af rniklu öryggi. Hinna þriggja verður ekki getið hér, af ofangreindum ástæðum, en sunt þeirra a.m.k. eru líkleg til að „koma til" annaðhvort í söng eða leik, nema hvort tveggja verði. Kór Söngskólans, sem að ein- hverju leyti er mannaður sama fólki og kór íslensku óperunnar, er auð- vitað mjög góður, því allt er þetta fólk í söngnámi. Tilþrif voru sýnd í dansi, sem Halla Margrét Árnadóttir hafði samið eða stjórnað, og lofaði sá dans því að söngvarar komandi kyn- slóða verði engir eftirbátar þeirra gömlu á þessu sviði - mér er jafnan minnisstæðastur ballett þeirra Guð- mundar Jónssonar og Más Magnús- sonar fyrir fáum árum. Leikstjóri var Kristín S. Kristjánsdóttir og varekki annað að sjá en að henni tækist bæri- lega. Leiktjöld höfðu nemendur Myndlistarskólans að einhverju leyti unnið, líklega landslagsmálverkið á baktjaldinu, en aðrir leikmunir voru fengnir að láni hjá íslensku óper- unni. Þessi sýning var semsagt yfirleitt mjög skemmtileg og ánægjuleg og sýndi það, sem marga grunar, að líf- ið heldur áfram og það er gróska í söngmenntum vorum. Margir telja óperuna vera hápunkt tónlistar, og sumir ganga svo langt að álíta það vera eina helstu ástæðu þjóðar til að stritast og púla og verða ein af rík- ustu þjóðum heims, að hún geti farið í óperu annað veifið. Sig. St.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.