Tíminn - 20.03.1986, Page 8
8 Tíminn
Fimmtudagur 20. mars 1986
Stjórnarfrumvarp um
skógvernd og skógrækt
Lagt hefur verið fram í neðri deild
Alþingis stjórnarfrumvarp um skóg-
vernd og skógrækt. í frumvarpinu er
gert ráð fyrir að markmið væntan-
legra laga verði að vernda, auka og
bæta skóglendi, að stuðla að ræktun
nýrra skóga þar sem það er talið
hagkvæmt, og að frætt verði og leið-
beint um meðferð og ræktun skóga,
skjólbelta og annars trjágróðurs.
I frumvarpinu er stuðst við eftir-
farandi skýrgreiningar: skóglendi
telst land sem að mestu eða öllu leyti
er vaxið trjágróðri, náttúrulcgum
eða ræktuðum skógi eða kjarri,
skógarjörð telst vera jörð eða jarð-
arhluti, þarsem skógurerræktaðurá
25 ha lands eða meira, nytjaskógur
telst vcra skógur að nánar tilteknu
lágmarksflatarmáli, sem ræktaður er
til búdrýginda og framleiðslu skóg-
arafurða, skjólbelti telst röð eða rað-
ir af trjám og runnum, sem ræktaðar
eru til þess að draga úr vindhraða á
nálægum svæðurn, skógarlundur
telst land þar scm skógur er ræktaður
á 3-25 ha lands, löggirðing er girðing
sem er gerð skv. ákvæðum girðingar-
laga. í frumvarpinu er landbúnaðar-
ráðherra ætluð yfirstjórn skógrækt-
armála. Hins vegar er Skógrækt
ríkisins ætluð framkvæmd væntan-
legra laga.
Meðal ákvæða um meðferð skóg-
lendis má nefna að gert er ráð fyrir
að eiganda eða notanda skóglendis sé
skylt að takmarka svo notkun þess
að það rýrni ekki að stærð eða
gæðum, að skóg megi ekki höggva
nema fyrir liggi samþykki Skógrækt-
ar ríkisins og að nýr skógur verði
ræktaður í stað þess höggna.
-SS
Aðstandendur þjóðarsöfnunar Krabbameinsfélagsins á íslandi, með veggspjald sem minnir á söfnunina: Frá
vinstri eru Snorri Ingimarsson forstjóri Krabbameinsfélagsins, Pétur Kristjánsson svæðisstjóri JC Reykjavík,
Geirlaug Ottósdóttir starfsmaður söfnunarinnar og Árni Gunnarsson frainkvæmdastjóri söfnunarinnar.
Tímamynd: Sverrir
Norrænt átak gegn krabbameini:
„Þjóðarátak - þín vegna“
Landssöfnun á vegum Krabbameinsfélagsins í apríl
Landssöfnun á vegum Krabba-
méinsfélags íslands fer fram dag-
ana 12.-13. apríl undir kjörorðinu
„Þjóðarátak gegn krabbameini -
þín vegna." Sömu daga fer slík
söfnun einnig fram á Norður-
löndunum og er liður í heildarátaki
sem Norðurlandaráð átti frum-
kvæðið að, og er það til eflingar
krabbameinsrannsóknum og
vörnum.
Þeir fjármunir sem safnast verða
eingöngu notaðir til þeirra verk-
efna sem Krabbameinsfélagið er
byrjað á, t.d. hverskonar hóprann-
sókna, leit að leghálskrabbameini,
brjóstkrabbameini og leit að æxl-
um í ristli og endaþarmi. Einnig
þarf að festa kaup á leitartækjum
utan höfuðborgarinnar og auka
fræðslu um áhættuþætti krabba-
meins.
Þjóðhöfðingjar allra Norður-
landanna eru verndarar átaksins
sem nú fer fram og forsætisráðherr-
ar skipa sérstaka stuðningsnefnd.
JC-hreyfingin hefur tekið að sér að
skipuleggja starfið söfnunardagana
tvo, í samvinnu við mörg kvenfélög
og aðildarfélög Krabbameinsfé-
lagsins úti á landi. t>ó vantar enn
sjálfboðaliða til söfnunar og eru
það vinsamleg tilmæli Krabba-
meinsfélagsins að þeir sem vilja
hjálpa til gefi sig fram í síma 21122
eða 621414.
Nýr veitinga-
staður
Skagamanna
Opnaður var nýr veitingastaður á
Akranesi um helgina. Á mynd-
inni sjást eigendurnir Sigurvin G.
Gunnarsson matreiðslumaður og
Egill Egilsson veitingamaður fyr-
ir utan veitingahúsið Stillholt.
Húsið er á tveimur hæðum og
verður danssalur og fullkomin
veitingaaðstaða á efri hæðinni.
Neðri hæðin er enn ekki fullfrá-
gengin en verið er að leggja síð-
ustu hönd á innréttingar á
grillstað, sem Egill veitingamað-
ur sagði í samtali við Tímann að
yrði opnaður í vor.
-ES/Tímamynd Róbert
Nanna Leifsdóttir, skíðakona, bíður hér eftir að frauðkvoðan í skíðaskónum
stífni.
Heimilisvörudeild Sambandsins:
GAF SKÍÐADEILD
ÍR SKÍÐI 0G SKÓ
Frönsku Dynastar skíðin og
Trappeur skíðaskór eru þekktar
skíðavörur. Pessir framleiðendur
leggja árlega nokkurn styrk til ís-
lenskrar skíðaiðkunar í formi gjafa
og nú nýlega afhenti Heimilisvöru-
deild Sambandsins skíðadeild ÍR
fjögur sett af skíðum og skóm frá
þessum frönsku fyrirtækjum og tóku
kennarar skíðadeildar ÍR við gjöfun-
um.
Skíðin eru af gerðinni Dynastar
Course SL en skórnir eru kvoðufyllt-
ir Trappeur Carbon skór. Slíkir skór
eru nánast sérsteyptir fyrir hvern
notanda þannig að „sokkur er fylltur
með hraðharðnandi frauðplasti sem
lagar sig eftir fætinum.
Borgarspítalinn:
OPNAR NÝTT
HÚSNÆDI FYRIR
SJÚKRAÞJÁLFUN
Nýtt húsnæði var opnað nýlega
fyrir sjúkraþjálfun Borgarspftalans,
í nýbyggðri B-álmu spítalans. Fram-
kvæmdir við B-álmu hófust 1977 og
húsið fokhelt í mars 1982 og tilbúið
undir tréverk og málningu á árinu
1983. Verkinu lauk í desember 1985.
Það sem af er árinu 1986 hefur ver-
ið keyptur búnaður og nauðsynleg-
ustu tæki. Einnig hefur farið fram
flutningur úr turni spítalans, þar sem
sjúkraþjálfunin bjó við mjög þröng-
ar aðstæður.
í dag starfa í aðalbyggingunni
sj úkraþj álfarar í 8 stöðum og aðstoð-
armenn í 4 stöðum, þar með talinn
starfsmannasjúkraþjálfari sem vinn-
ur að því að sporna við atvinnusjúk-
dómum starfsfólks á öllum deildum
spítalans.
Æfingarsalurinn er um 130 m2 og
mögulegt er að skipta honum í
tvennt með rennihurð.
Líklegt er að hægt sé að sinna um
60 manns í einstaklingsmeðferðum á
dag frá kl. 8.00-16.00.
Þess má geta að það hefur þegar
komið í ljós að á þessum örfáum
dögum síðan starfsemin hófst á
svæðinu, hefur þjónustan við gamla
■jfólkið í B-álmu verið stórbætt og
aukin. Það var miklum erfiðleikum
bundið að flytja fólkið upp á 11. hæð
með óþægilegri lyftu og auk þess sem
þrengsli voru mikil þar.
í stjórn Borgarspítalans sitja: Páll
Gíslason, formaður, Vilhjálmur Þ.
Vilhjálmsson, Eygló Stefánsdóttir,
Ásgeir Ellertsson, Ingibjörg Stefáns-
dóttir, framkvæmdastjóri Borgar-
spítalans er Jóhannes Pálmason lög-
fræðingur.
-SJ
Hér sést starfsfólk Borgarspítalans skoða og pnrfa nýju aðstöðu Sjúkra-
þjálfunardeildar Borgarspítalans sem opnuð var nýlega.