Tíminn - 20.03.1986, Síða 11
Tíminn 11
Fimmtudagur 20. mars 1986
MINNING
minningarræðu. að ekki færri en 90
börn hefðu notið dvalar á Sunnu-
hvoli um lengri eða skemmri tíma hjá
þeim hjónum og segir það nokkra
sögu. og ekki síst um húsbóndann.
Notalegt er það á tímum þeirra sí-
felldu svigurmæla um oss eiginmenn
og feður með nafngiftum slíkum sem
„karlrembusvín" og viðhöfð jafnvel
á þjóðarþingum.
Gunnlaugur var mörg ár í ung-
mennafélaginu „Einingin " og var
þar í stjórn og þátitt sinn málshefj-
andi til að lífga umræður á fundi og
talaði fyrir flutningi fólks af Islandi
til hagstæðari landkosta sem auðvelt
væri að finna. Að uniræðu lokinni og
eftir áeggjan fundarstjóra, sem var
Karl á Mýri orti hann þessa vísu, sem
lærð var þegar og sungin þar á
staðnum:
Blómgist allt í Bárðardal
bjóði öllum gœfultagi
skorti aldrei skemmtisal
skuldir kvelji engan lial.
Breiðist um þig blómaval
bltða vors í hœsta lagi.
Blessist allt í Bárðardal
bjóði öllum gœfuhagi.
Og þegar Bretar börðu á íslend-
ingum í landhelgisdeilunni þá lagði
hann þetta til mála:
Herlu þig norðri - hertu á
hrektu þá bresku dalla
þangað sem engan fisk er að fá
og fjandinn hirði þá alla.
Og þegar Baldur bróðir Gunn-
laugs var sextugur sagði hann þetta
við hann:
Hafið árið nýtt er nú
njóttu þess best af öllum.
Þitt sé dalsins besta bú
Baldttr á Stóruvöllum.
Nokkur ár var Gunnlaugur í sveit-
arstjórn, en það voru ekki ár vel-
megunar ellegar viðburðarmikilla
daga alltaf, en þó áttum við þar eftir-
minnilegar umræðursaman um eins-
konar sjúkra- ellegar hjúkrunarfé-
lag í okkar hrepp, þó ekki markaði
djúp spor, enda drjúglöng mannsævi
síðan var-og löng leið til hinna rúm-
góðu trygginga.
Og svo var það vorið 1928 og
reyndar fleiri vor þar í kring ef segja
má. Það hafði með vissum hætti risið
upp ný morgunsól yfir íslensku þjóð-
lífi árið 1927. Mcð pólitísku geisla-
skini sem stráð var yfir gjörvalla þjóð
var hafin vakningaralda sú er leiddi
af sér undursamleg mannaverk á
næstu árurn. Ekki þar fyrir sú himin-
sól sem stundum er getið um á björt-
um morgnum að ljómi um hverfið í
nálægð við ntargnefnda Skúlagötu,
hún ljómaði líka þá eins og nú. Og í
bæði skiptin fram undan hin óvið-
jafnanlega hátíð á Þingvöllum: árið
1930 og væntanlega árið 2000.
En þegar Bjarni Runólfsson frá
Hólmi í Landbroti í Skaftafellssýslu,
mætir til verks í Bárðardal í maímán-
uði vorið 1928 og hafði meðferðis
eða í eftirdragi nokkrar heimilisraf-
stöðvar, sem hann hafði áður valið
stað fyrir, þá var Bjarni og allt hans
föruneyti í samverki við þetta mikla
sólskin, og hafði auk þess miklar
birgðir meðferðis að létta ofurlitlum
hópi fólks langa skammdegisvetra.
Það er mikil upplifun að lesa í dag-
bókum Þórólfs bróður míns í Stóru-
tungu, frásagnir um þessa viðburði.
Það mega heita hópferðir að
vinnustöðum Bjarna og manna hans,
svo þótti þetta allt merkilegt. Þar eru
í för menn sem urðu héraðskunnir
með skjótum hætti eins og þeir
Þorgeir Jakobsson frá Haga, Jón Sig-
urgeirsson á Helluvaði og Gunnlaug-
ur á Sigurðarstöðum, þar sem ein
þessi rafstöð var ( uppsetningu, og
var gangsett hinn 25. júní. Og Þór-
ólfur í Stórutungu sem vel má njóta
dagbókar sinnar og einnig þess að
hafa verið meðal hinna hugkvæmu
áhugamanna þessa tíma, hann skrif-
ar hinn 29. júní 1928. „Rafvélarnar
voru settar af stað og gekk það vel og
komu Ijós og hiti á vél. Stöðin upp-
komin kostar ca. 4500 krónur." Og
enn segir Þórólfur: „Stöðvarnar
reynast ágætlega, búnir að setja upp
8 og eiga eftir 1, allar hér í sýslunni."
En hlutverki Gunnlaugs varðandi
rafstöðvarbyggingar var ekki lokið
hér með því hann vann að byggingu
fleiri stöðva bæði í Bárðardal og utan
hans, en frægastur þó af Víðikersraf-
stöðinni sem hann átti mikinn hlut að
sumarið 1930. Og þegarallt áað vera
tilbúið og stóra brúðkaupsveislan
þeirra Kára og Margrétar á að hcfj-
ast þar heima í nýja húsinu hinn 30.
ágúst að ég held. Þá er djnamórinn
brotinn, alveg eins og áður var hjá
Bjarna Runólfssyni með Stóru-
tungudínamóinn 1928, og hann þá
logsauð gripinn þar úti á fljótsbakka
undir beru lofti og gerði sem hcilan.
Gunnlaugi varð að nægja í bráð
gamla leiðin, hann boraði með
„brjóstbor" batt saman með vír. og
það var gift og dansað við rafljós og
ég trúi að allt það lof og þakklæti sem
eftir fylgdi liafi lengi enst.
Líklega hefur svo eitt síðast verka
Gunnlaugs og þeirra Sigurðarstaða-
manna að orkumálum verið að
endurbyggja gömlu rafstöðina þar
frá árinu 1928. Það gerðist árið 1958
og enn þeytir vatnshjólið hans
Bjarna vatninu og mokar upp þess-
um „hvítu kolum" sem Sigfús á
Grýtubakka skrifaði eitt sinn um, og
gangráðurinn sem Jón í Árteigi lagði
þarna í púkkið varð þar ein dverga-
smíðin til. - Víða má sjá í túnum,
gömul, lítil steinhús af svipaðri gerð,
sem áður hvinu af vélarhljóði en eru
nú köld og hljóð, kannski með hrúts-
magál í reyk á haustin eins og hérna
niður á túninu, þar sem jafnvel
Gvendarbrunnur er þurr í mínu
Frcmstafelli.
Ef svo Gunnlaugi á Sunnuhvoli
mislíkaði þetta fjas í mér sem er hon-
um ólíkt, þá getum við rætt það
seinna ef, - nú við vorum heldur ekki
ævinlega sammála í gamla daga. En
ég hefi vakið athygli á þessurn
manni, sem var í frændsemi við Jón í
Möðrudal og við báðir meira að
segja. En mikið á ég öllum þeim að
þakka sem leiddi til þcss að ég sat á
þóftu hjá Bjarna Runólfssyni í bát-
kríli, sem þó hét lögferja, yfir Skjálf-
andafljót og hann sagði mér nokkuð
frá félagsskap sínum við „hestaflið",
en var þó enn að bæta við safngripi
sína, sem áðurergetið, en þá var það
rafstöðin á Stóruvöllum, sem bættist
við.
Áratugir liðu frá Kaupangsóhapp-
inu þar til Gunnlaugur leitaði við-
gerðar á sinni eða sínuni mjöðmum,
en ég hitti hann einna síðast þá. -
Einhver hefði kennt slíkt ástand til
örkumla, en það fer þá eftir því hver
í hlut á, og veit ég nokkuð um það,
og einnig frá annarri og eldri tíð.
Hversu mörg ár sem þau bjuggu á
Akureyri Ardís og Gunnlaugur í
sinni rúmgóðu íbúð þar til yfirlauk,
þykir mér ekki líklegt að það verði
þeirra síðastur Sunnuhvoll.
Að svo mæltu bið ég Gunnlaug og
þau hin öll, að virða þessi orð mín til
liins betra og mælist til þess við for-
lögin að þau megi góðs lífs njóta.
24. febrúar 1986
Jón Jónsson
Frcmstafelli.
Drekkum mjólk daglega
Talið er að þriðjungur kvenna yfir sextugu þjáist af
beinþynningu Afleiðingar beinþynningar geta orðið
ískyggilegar; alvarleg bœklun vegna minnstu
áfalla, þvf beinin verða stökk og gróa seint og illa
Mjólk í hvert mál
Aldurshópur Ráðlagður dagskammtur af kalkiímg Samsvarandi kalk- skammtur (mjólkur- glösum (2,5 dl glös)* Lágmarks- skammturf mjólkurglösum (2,5 dl glös)**
Böm l-10ára 800 3 2
Unglingarn-18ára 1200 4 3
Ungtfólkogfullorðlð 800"* 3 2
Ófrískar konur og brjóstmœður 1200**“ 4 3
saman. Tíðni beinþynningar hjá körlum er miklu
minni en afleiðingarnar ekki síður slœmar. Með að
minnsta kosti tveimur mjólkurglösum á dag má
spoma gegn kalkskortinum og vinna þannig á móti
þessum óvœgna hrörnunarsjúkdómi og afieiðing-
um hans. Fyrir þennan aldurshóp er mœlt með
léttmjólk eða undanrennu fremur en fullfeitri mjólk.
' Mjólk: Nýmjólk, léttmjólk, eða undanrenna
* Hér ©r gert ráð fyrir að allur dagskammturinn af kalkl komi úr mjólk.
“ Að sjálfsögðu ©r mágulegt að fá allt kalk s©m likamlnn þarf úr öðrum matvœlum ©n mjólkurmat
©n slíkt krefst nákvœmrar þekkingar á nœringarfrc©ði. Hór ©r mlðaö vlð neysluvenjur ©Ins og
þœr tíökast I dag hér á landl.
*** Marglrsórfrœðlngartelja nú að kalkþörf kvenna ©ftirtíðahvörf só mun melri ©ða 1200-1500
mg á dag.
**** Nýjustu staðlar fyrir RDS í Bandaríkjunum gera ráð fyrir 1200 til 1600 mg á dag fyrir þennan hóp.
Mjólk inniheldur meira kalk en nœr allar aðrar fœðutegundlr
og auk þess B-vrtamln, A-vítamín, kallum, magnlum, zink
og fleiri efni.
Um 99% af kalkinu notar llkaminn til vaxtar og við-
halds beina og tanna. Tœplega 1 % er uppleyst I
líkamsvökvum, holdvefjum og frumuhimnum,
og er það nauðsynlegt m.a. fyrir þlóð-
storknun, vöðvasamdrátt, hjartastarf-
semi og taugaboð. Auk þess er kalkið
hluti af ýmsum efnaskiptahvðtum.
Til þess að líkaminn geti nýtt kalkið
þarf hann D-vítamln, sem hann
fœr m.a. með sólþöðum og úr
ýmsum fœðutegundum, t.d. lýsi.
Neysla annarra fœðutegunda en
mjólkurmatar gefur sjaldnast meira
en 300-400 mg á dag, en það er
langt undlr ráðlögðum dagskammti.
Úr mjólkurmat fœst miklu meira kalk, t.d.
800 mg úr u.þ.þ. þremur glösum af mjólk.
Helstu hemikír Bækfngurinn Kak og beinþynning eftir dr. Jón
Ragnarsson og Nutrition and Physical Fitness, 11. útg., eftir Briggs og
Calbway, Holt Reinhardt and Winston, 1984.
MJÓLKURDAGSNEFND