Tíminn - 04.04.1986, Qupperneq 3
Föstudagur 4. apríl 1986
Tíminn 3
Aðeins börn og gamalmenni launalægri en konur:
Eiginkonur; dýr-
mætar - eða dýrar?
- Eiginmenn með 70% hærri laun á ársverk en konur þeirra
Launajafnrétti karla og kvcnna í reynd er aðeins meðal 14 ára barna og yngri
eins og sjá má á þessari mynd, sem sýnir meðallaun á ársverk árið 1984 eftir
kyni og aldri. Á myndinni scst cinnig að auk þcirra 14 ára og yngri voru það
aðeins öldungar yfir 75 ára sem fengu hcldur lægri nieðallaun iieldur en konur
í nokkrum aldurshópi. Á inyndinni má sjá að lítill muniir er á meðallauiuun
kvenna allt lrá 15 ára til 75, eða á bilinu frá 220-27« þús. Lauri karla hækka
hins vegar ört frá um 270 þús. upp úr 15 ára aldrinum upp í rúm 455 þús. á
toppnum þegar þeir eru rúmlega fertugir, en fara síðan lækkandi frá
Eru eiginkonur ein sú besta og
mesta kjarabót sein körlum getur
hlotnast? - eða eru konurnar svo
dýrar í „rekstri" að karlagreyin verði
að þræla sér út myrkranna á milli
eftir að hafa fest sér bctri helming?
Hver getur verið skýringin á því að
kvæntir karlar höfðu árið 1984 um
100 þús. króna, eða 30% hærri laun
cn piparsveinarnir?
Samkvæmt skýrslum Þjóðhags-
stofnunar voru meðallaun kvæntra
karla á ársverk árið 1984 um 431
þús. krónur, en piparsveinanna að-
eins 331 þús. krónur. Framreiknað
eftir launavísitölu ætti þetta að sam-
svara u.þ.b. 59.600 og 45.800 króna
mánaðarlaunum nú í apríl.
Þótt lægri laun skólastráka og
annarra ungmenna dragi nokkuð
niður meðaltal þeirra ókvæntu skýrir
það þó ekki nema lítinn hluta þessa
munar. Mikill launamunur kernur
fram milli kvæntra karlaogókvæntra
á öllum aldri. mestur þó á bilinu
45-64 ára, cða unt 27%. En m.a.s. á
aldrinum 70-74 ára höfðu kvæntu
karlarnir nær 50 þús. krónuni hærri
árslaun, eða 303 þús. á móti 265 þús.
Hæstu meðallaun höfðu hins vegar
25-44 ára kvæntir karlar, 453 þús. á
ársverk, sem gæti látið nærri að
samsvara um 780 þús. á yfirstand-
andi ári.
Árið 1984 voru innan við 4 af
hverjum 10 ársverkum unnin 'af
þessum „súperkörlum". en samt
lenti helmingur heildarlauna þjóð-
félagsins í þeirra hlut.
Varðandi konurnar skiptir litlu
lnnmtugu.
máli hvort þær eru giftar cða ógiftar
þó heldur lækki þær í verði á vinnu-
markaðinum við hjónabandið. í
lieild skiluðu konur hcldur fleiri
ársverkum þetta ár en kvæntu karl-
arnir (45.200 á móti 44.830) en þó
voru hcildarlaun karlanna um 69%
eða 7.890 milljónum króna hærri en
kvennanna.
Raunar eru það aöeins 14 ára og
yngri strákar og hins vegar 75 ára og
eldri karlar sem fá lægri meðallaun
á ársverk heldur en meðallaun allr.a
kvenna, sem voru 253 þús. þetta ár.
Það mundi nokkurnveginn samsvara
um 35 þús. króna mánaðarlaunum nti
(samanborið viö 59.600 og 45.800
kr. laun karlanna hér að framan)
Með ársverki cr átt við fullt starf,
þ.e. að tvö hálfsdagsstörf jafngilda
einu ársverki.
Hæstum meðallaunum náðu ógift-
ar konur á aldrinum 25-44 ára, 285
þús. yfir árið á móti 262 þús. hjá
giftum systrum þeirra á sama aldri.
- HEI
Um páskana fundust tveir Iambhrútar í Sveinsstaðaafrétt í
Svarfaðardal. Nokkrir menn á snjósleðum rákust óvænt á lömbin
framarlega í Sveinsstaðaafrétt, handsömuðu þau og fluttu til
byggða. Löinbin voru í góðum hoidum þrátt fyrir útiganginn, og
greinilegt að þau hafa haft nóg að bíta og brenna í snjóleysinu
nyrðra í vetur. Þau voru samt (ljót að læra að notfæra sér heyið
í hlöðunni á Bakka, þar sem þau munii dvelja fram á vorið.
Eigendur lambanna eru Þórarinn Jónsson og Snæþór Árnþórsson
á Bakka. MvmiiriuÁ
Milljónagróði hjá
Brunabótafélaginu
Hreinn hagnaöur Brunabótalc-
lags Islands var um 8,8 milljónir
króna á síöasta ári -þ.c. reikningsár-
ið frá 15. okt. 1984 til sama tíma
1985. Þar af munu tæpar4 millj. fara
til sveitarfélaganna til eflingar
brunavarna, cn afgangurinn skiptast
aftur á móti milli bótasjóða félags-
ins. Árið áður var um 18 milljóna
króna tap á rckstrinum.
Heildariðgjöld ársins voru um
422,6 milljönir króna, sem var um
37'X) hækkun frá árinu áöur. Hreinar
fjármunatekjur urðu tæptir 122 millj.
króna, sem var um 107% hækkun
milli ára.
Beinn rekstrarkostnaður nam
rúmlega 74 milljónum króna. Þar af
var launakostnaður tæpar41,4 millj.
og haföi hækkað um 48% milli ára,
en hækkun annars rekstrarkostnaðar
var um 19% niiili ára. Upplýsingar
þessar eru úr fréttablaði B.í.
- HEI
Hvar eru skýringar
á ummælum forstjóra?
Hjörleifur Guttormsson hcfur lagt
l'ram fyrirspurn til iðnaðarráðherra
á Alþingi uni það hver hafi orðið
niðurstaða viðræðna ríkisstjórnar-
innar og Alusuisse vegna staðhæf-
inga og túlkana A.G. Povvells, for-
stjóra Austraswiss, í erindi til ástral-
ska þingsins 16. október 1985 varð-
andi „sáttagerðarsamning" Alus-
uisse og íslensku ríkisstjórnarinnar
frá 5. nóvember 1984.
í greinargerð fyrirspyrjanda kem-
ur fram að í sáttagerðarsamningnum
skuldbundu báði aðilar sig til að gcfa
ekki út neinar fréttatilkynningu um
málið án samþykkis beggja. Þrátt
fyrir það hélt Powell því fram í
fyrrnefndu erindi að íslenska ríkis-
stjórnin hcfði tekið við 3 millj. dala
greiðslu út í hönd. fremur en að
halda við kröfur vegna meintra
skattsvika Alusuisse, vegna þess að
ekki hefði reynst kleift að rökstyðja
kröfurnar. í máli hans kemur fram
að greiðslan hafi verið innt af hendi
vegna þess að lögfræðikostnaður
fyrirtækisins hefði orðið ærinn og
sættir voru skynsamlegar út Irá við-
skiptalegu sjónarmiði.
Hjörleifur bendir á að við umræð-
ur á Alþingi þann 26. nóvember
1985 hafi iðnaðarráðhcrra verið
inntur eftir viðbrögðum vegna þess-
ara ummæla forstjóra Austraswiss.
Ráöherra sagðist þá mundu ræða
þetta mál við forráðamenn Alusuisse
og fá skýringar þeirra á þessu áður
en hann aðhefðist eitthvað í málinu.
- SS
Dr. í jurtaerfðum
í lok janúar lauk Árni Bragason
licentiat-prófi (Pli.D.) í jurtacrfða-
fræði frá Landbúnaðarháskólanum í
Kaupmannahöfn. Ritgerð hans fjall-
aði um samanburð á byggi ræktuðu
á íslandi og í Danmörku (Sammen-
ligning af byg populationer i Dan-
mark og Island).
Árni lauk B.S.-prófi í líffræði
1976 frá Háskóla íslands og starfaði
á Rannsóknarstofnun landbúnaðar-
ins til ársins 1978. Hann var við nám
í Kaupmannahöfn til 1983 en var þá
ráðinn sérfræðingur í jurtakynbót-
um og frærækt á Rannsóknarstofnun
landbúnaðarins. í janúar 1986 tók
Árni við starfi scm fóður- og fræráð-
gjafi hjá Búnaðardeild Sambands-
ins. Árni er kvæntur Önnu V. Ein-
arsdóttur kennara og eiga þau tvær
dætur.
Árni Bragason, Ph.U.
Greenpeacesamtökin:
Gagnrýna sjávarútvegsráðherra
- fyrir áætlanir um hvalveiöar í vísindaskyni
Greenpeace, alþjóðleg samtök
um verndun hvala og fleiri dýrateg-
unda, hefur sent frá sér fréttatil-
kynningu þar sem Halldór Ásgríms-
son sjávarútvegsráðherra er harð-
lega gagnrýndur fyrir að ætla að
halda sig við hvalveiðar í vísinda-
skyni í sumar.
„Þrátt fyrir að einhverra breytinga
sé að vænta á áætlun sjávarútvegs-
ráðherra, um hvalveiðar í vísinda-
skyni, ef marka má svar hans á
Alþingi nú fyrir skömmu, er Ijóst að
engra nýrra niðurstaðna er að vænta
úr þeim rannsóknum sem boðaðar
hafa verið í áætluninni. Þess vegna
vilja samtökin að hætt verði við
veiðarnar," segir í fréttatilkynning-
unni.
Þá telja Greenpeacemenn að það
sé gróft brot á áttundu grein sam-
þykktar alþjóðahvalveiðiráðsins. að
veiðar í vísindaskyni séu fjármagn-
aðar með sölu á afurðum hvalkjöts.
Fats Domino er einn af frumkvöðlum rock’n roll.
FATS D0MIN0
í BR0ADWAY
Bandaríski rokktónlistarmaður-
inn Fats Domino kemur hingaö til
lands síðar í þessum mánuði. Hann
mun halda tónleika í veitingahús-
inu Broadway dagana 17., 18., 19.,
20., 21., og 22. apríl n.k. Ásamt
Fats koma 14 aðrir tónlistarmenn
sem skipa hljómsveit hans og cru
þar á meðal margir þekktir ein-
staklingar.
Fats Domino fæddist 26. febrúar
1928 í jazzborginni New Orleans í
Bandaríkjunum. Hann var einn
níu systkina og var skírður franska
nafnitiu Antione, „Fats“ er upp-
nefni á við það sem margir aðrir
þeldökkir tónlistarmenn hafa
fengiö.
Fats hóf afskipti af tónlist þegar
árið 1935 og hljóðritaði lag í fyrsta
skipti árið 1948. Á sjötta áratugn-
um skaut honum svo upp á stjörnu-
himininn með laginu „Aint it a
shame“ og mörg önnur viðlíka
vinsæl fylgdu í kjölfarið. Sú tónlist
sem Fats lék á þessum tíma hafði
greinileg sérkenni sem bar keim af
hvort tveggja uppruna hans og
tíðarandanum. Segja má að hann
hafi verið einn af frumkvöðlum
„rock’n roll“.