Tíminn - 04.04.1986, Side 4

Tíminn - 04.04.1986, Side 4
4 Tíminn SPEGILL 'llllllllltlljll: Karlar stof na félag gegn eigin ofbeldishneigð í Hamborg hefur verið stofnaður félagsskapur sem víðar ætti erindi. Ofbeldishneigðir karlmenn sem vilja bæta ráð sitt hafa ákveðið að fara að dæmi áfengissjúklinga sem hefur gefist vel að starfa í A A-sam- tðkunum. „Mánner gegen Mánnergewalt" eða MM nefna þessi samtök sig og þar gefst ofbeldissinnuðum karl- mönnum kostur á að bera saman bækur sínar, gefa hver öðrum góð ráð og styðja hver við bakið á öðrum til að reyna að gera sér grein fyrir hvað valdi því að þeir missa alla stjórn á sér og leggja hendur á konur. Það er greinilega ekki vanþörf á slíkum félagsskap í Hamborg þar sem lögreglan fær 15 upphringingar á nóttu hverri frá óttaslegnum konum sem verið er að misþyrma í heimahúsum. En sú spurning hlýtur að vakna hvort ekki sé þörf fyrir sams konar samtök víðar. Örlátir for- eldrar á skírnarnöfn! Það er mikið ævintýri að verða foreldrar og flestir vilja þeir allt fyrir börnin sín gera. Örlætið á sér lítil sem engin takmörk. bau John og Margaret Nelson í Chesterfield í Englandi viðhöfðu þó allsérstæða aðferð þegar þau vildu sýna nýfæddri dóttur sinni sérstaka gjafmildi. Þau ákváðu að gefa henni 139 skírnarnöfn! Hvernig blessað barnið á að læra fullt nafn sitt er flestum hreinasta ráðgáta. Og þar að auki má búast við að stelpunni verði gefið eitt- hvert stutt og laggott gælunafn og nöfnin 139 verði aldrei notuð - nema náttúrlega þegar hún þarf að fylla út hin og þessi eyðublöð. Þá er vonandi að hamingjan verði henni hliðholl. Örlítil tungumálavandræði gætu gert strik ■ reikninginn, Petra kann enga ensku og Tony kann enga ítölsku. En þau segja samt enga hættu á misskilningi. ErTonyCurtis enn einu sinni búinn að finna þá „einu réttu“? Enn hefur Tony Curtis ekki misst kjarkinn í ástamálum þó að á ýmsu hafi gengið á þeim vettvangi síðustu árin. Nú er það ítölsk stúlka, að vísu af þýskum uppruna, Petra Scharbach, sem hann hefur augastað á. Að vísu er ekki sopið kálið þó í ausuna sé komið. Sá er nefnilega hængurinn á að Petra kann enga ensku og Tony enga ítölsku. Augnmál og annars konar táknmál dugði þeim þó nokkuð vel þegar þau kynntust í Róm, en það versn- aði heldur í því þegar Tony var aftur kominn til síns heima í Los Angeles og eina sambandið þeirra var í gegnum síma. „Það er ekki hægt að gera sig skiljanlegan á táknmáli í síma,“ segir Tony. Svo mikið hcfur Petra þó skilið að hún er ekki í nokkrum vafa um fyrirætlanir Tonys. Hann er nú þegar búinn að senda henni far- seðla til Los Angeles og síðan ætlar hann „að taka mig með til Ung- verjalands og kynna mig fyrir fjöl- skyldu sinni þar,“ segir hún. Og hún bætir því við að það sé alveg áreiðanlegt að hann hafi ekkert gabb í huga. „Hann er a.m.k. búinn að lofa því að giftast mér og ekki stendur á mér að slá til. Tony Curtis er stóra ástin í lífi mínu." Og Petra Scharbach gengur um með stjörnur í augunum þessa dagana. Stefanía lilær hjartanlega að skaminarstrikiim Gústafs. STEFANIA SYNIR A SÉR NÝJAR HLIÐAR Hún Stefanía Mónakóprinsessa er svei mér fjölhæf. Víst er um það að ef hún þyrfti að sjá sér farböða eins og venjulegt fólk ætti hún ekki að ciga í erfiðleikum með það, hún hcfur hæfileika á svo mörgum sviðum. Rcyndar mætti búast við því að hún ætti einna lielst erfitt mcð að ákvcða á hvaða sviði hún ætti frekast að beita scr. Nýjasta afrck Stcfaníu cr að syngja inn á hljómplötu! „Ómót- stæðileg" heitir hún og þykir rísa undir nafni. Og haft er eftir útsetn- ingarmanninum, Romano Mouss- oumara, að Stefanía hafi stórkost- lega rödd sem klæöi vcl bæði rokk og rómantíska söngva! Ekki lofaði hann þó að prinscssan héldi áfram á þessari braut. ..Hún vildi bara sýna fram á aö hún ge.ti líka sungið," sagði hann. Það var cinmitt við það tækifæri þegar nýja platan var kynnt að meðfylgjandi myndir voru teknar, en þá þótti ýmsum sem prinsessan sýndi á scr cnn cina nýja hlið. Órangútanapinn Gustaf, sem til- hcyrir fjöllcikahúsi í Mónakó, fær að láta Ijós sitt skína á plötuum- slaginu og cr ánægður með þá upphcfö. Þau Stefanía urðu mcstu mátar á meðan vcrið var að gera umslagið og brugöu oft á leik. Kom þá í ljós að Stcfanía hefur cinstakt lag á því að umgangast apaketti og höfðu rcyndar ýmsir á orði að það væri varla einleikið hvað þau tvö, Stefanía og Gústaf hefðu svipað skopskyn! ...en það er erfitt að lialda þessum virðuleikasvip lengi. Gústaf lætur eftir sér að gera það sein Stefaníu dauðlangar að gera! Stefanía og Gústaf stilla sér virðulega upp fyrir framan Ijósmyndarann... Föstudagur 4. apríl 1986 ÚTLÖND FRETTAYFIRLIT KALIFORNIA: Ronald Re- agan er tilbúinn að mæta Mic- hael Gorbachev á toppfundi en ætlar ekki að slaka neitt á stefnu sinni, til að liðka fyrir fundinum, að sögn embættis- manna í Hvíta húsinu. GENF: Háttsettur sovéskur samningamaður sagði það hættulegt skref hjá Bandaríkja- stjórn að neita að hætta kjarn- orkutilraunum neðanjarðar, og gæti haft ófyrirséðar afleiðing- ar. AÞENA: Sérfræðingar frá FBI, alríkislögreglunni, hafa verið fengnir til að rannsaka sprenginguna,- sem varð um borð í bandarískri flugvél yfir Grikklandi í fyrradag. Fjórir lét- ust í sprengingunni. Háttsettur bandarískur embættismaður sagðist ekki halda að spreng- ingin væri hefnd Líbýumanna vegna átakanna við Sirteflóa í síðustu viku. RÓM: Lögregla sem rann- sakar sprenginguna í banda- rísku flugvélinni, er að rekja ferii arabísks farþega sem sat fyrr um daginn í sæti því sem sþrengingin varð í síðar. MANILA: Skæruliðar kommúnista hafa þekkst boð um friðarsamninga og ríkis- stjórnin er að velja í samninga- nefnd til að ræða við skærulið- ana. LONDON: Norðursjávar- olía féll aftur í verði, í 10 dollara tunnan, eftir smá hækk- un á miðvikudag. SEOUL: Casþar Weinberg- er, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði að aukin hernaðarsamvinna Sovétríkj- anna og Norður Kóreu, kallaði á styrkingu sameinaðs herliðs Bandaríkjanna og Suður Kór- eu. SOFIA: Svo virðist sem hin nýja efnahagsstefna flokks- leiðtogans Todor Zhivkov, verði ekki eins róttæk og búist hafði verið við. MANILA: Spánn hefur lýst því yfir að landið muni aldrei bjóða marcosi fyrrum forseta Filiþþseyja, hæli jafnvel þótt Corazon Aquino bæði um það. KAIRÓ: Ríkissaksóknari Egyptalands sagði að 1236 manns yrðu leiddir fyrir rétt fyrir þátttöku í febrúaróeirðun- um. Flestir munu líklega fá dauðadóm. MANILA Major í varðliði Filippseyjaþings hefur lýst því yfir að skammbyssu, sem talið er að hafi verio notuð til að myrða Benigno Aquino, hafi verið stolið frá sér, en sér hafi verið sagt að þegja yfir því. HELSINKI: Verkfall ríkis- starfsmanna hefur neytt Mauno Koivisto forseta til að flytja úr forsetahöllinni í sumar- dvalarhús í útjaðri Helsinki- borgar. LIMA: Peru hefur skipað sendimönnum alþjóða gjald- eyrissjóðsins að loka höfuð- stöðvum sínum í landinu: „Við viljum enga fjármálaspekinga hér,“ sagoi efnahagsráðherr- ann, Luis Alva Castro. STOKKHÓLMUR: Ake Gunnarsson, 33 ára, sem var handtekinn vegna morðsins á Olov Palme, en síðan sleppt aftur, segir að hann liggi enn undir grun hjá lögreglu.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.