Tíminn - 04.04.1986, Page 10
10 Tíminn
Föstudagur 4. apríl 1986
NEYTENDASÍÐAN
Einn af ferðaþjónustubæjunum, Syðri Vik á Árskógsströnd.
Ferðaþjónusta bænda
vaxandi búgrein
Ferðaþjónusta bænda er ný og
vaxandi búgrein og nú fyrir nokkrum
dögum var gefinn út bæklingur yfir
þá bæi sem verða með í þjónustunni
í ár. í tilefni af því var Oddný
Björgvinsdóttir tekin tali og spurð
um tildrög þess að ferðaþjónusta
bænda fór af stað.
Að sögn Oddnýjar fór ferðaþjón-
ustan af stað t framhaldi af því að
Flugleiðir voru í vandræðum með
gistingu fyrir erlenda ferðamenn.
Kannað var hvaða bæir gætu hugs-
anlega tekið við ferðamönnum í
gistingu-15 bæir svöruðu auglýsingu
og 9 bæir voru svo valdir úr. Af þeim
eru ennþá eftir 3 bæir. Flugleiðir
voru svo með þessa þjónustu í
nokkur ár. Ferðaþjónustan byggist
líka upp á erlendum fyrirmyndum.
Eftir því sem hinar hefðbundnu
landbúnaðargreinar hafa dregist
saman þá hefur verið farið að hugsa
um hvað hægt væri að gera í sveitun-
um. „Það er eins og til dæmis í
Austurríki í litlu fjallaþorpunum
þar, að þegar búskapurinn var farinn
að minnka og fólkið að flytja unn-
vörpum í burtu, þá tók ríkisstjórnin
þá stefnu að styrkja uppbygginguna
við að koma á fót ferðaþjónustu.
Það varð til þess að nú lifa bændur
þar eingöngu á henni. Þeir bjuggu
náttúrlega yfir geysilega sterkri að-
stöðu, áttu stór og mikil hús og því
auðvelt fyrir þá að gera þar falíeg
gistiherbergi," sagði Oddný.
- Er góð samvinna með ferða-
þjónustubændum?
„Já, við þurfum að standa saman
þannig að engir komi inn í nema þeir
sem eru með reglulega góða þjón-
ustu. Eins er það að bindast samtök-
um og vinna hvert með öðru. Taka
til dæmis mið af því sem búið er að
gera í héraðinu og hvað vantar. Ef
tekið er tillit til þess sem búið er að
gera og ferðaþjónustan samræmd þá
getur þetta orðið öflugur hringur
eða keðja allt í kringum landið."
- Hvers konar þjónusta er veitt
þar?
„Það verður auðvitað að gera sér
grein fyrir því hvemig aðstaðan er,
það er reginmunur á því til dæmis að
dvelja í sumarhúsi, sem er staðsett í
stærðar sumarhúsahverfi með
kannski upp undir tvö hundruð bú-
stöðum eða vera í sumarhúsi sem
tengt er sveitabæ, það gefur miklu
skemmtilegri möguleika. Það er líka
ódýrari og persónulegri þjónusta á
sveitabæjunum.“
- Hver heldur þú að sé framtíð
ferðaþjónustunnar og hvers er
vænst?
Oddný Björgvinsdóttir.
„Ég hef alltaf verið bjartsýn á
ferðaþjónustuna og held að hún eigi
mikla framtíð fyrir sér. Það er hægt
að segja að þetta hafi þróast alveg
óskaplega hratt núna síðasta ár til
hins betri vegar. Það eru orðnir
miklu fleiri á hverju ári sem vilja
nota sér þessa þjónustu. Á meðan
svo er getur maður ekki verið annað
en bjartsýnn.“
Tíminn er grafinn í sveitinni
Húsráð Svanfríðar
Sveppir
Þegar kcyptir eru nýir sveppir eru
þeir ekki alltaf notaðir allii í einu .
Hreinsið vandlega það sem eftir er
með því að skera rótendann af. það
má alls ekki þvó sveppina cf það á
að gcyrna þá. Leggið síðan sveppina
í hrcina sultukrukku með skrúfuðu
loki og geymið í ísskáp. Þannig eiga
þeir að geymast í uppundir viku.
Fallegri
brúnaðar kartöflur
Prófið að nota herta sojaolíu á
pönnuna í staðinn fyrir smjörlíki, þá
verða brúnuðu kartöflurnar fallegri.
Eldföst mót
Stundum kentur fyrir að það flís-
ast út úr kantinum á uppáhalds
eldfasta mótinu.-Það er liægt að nota
mótið áfram með því að nudda
staðinn þar sent flísast hefur úr með
sandpappír. Þá ber líka minna á
skaðanum.
Kótelettur
Þegar verið er að steikja kótelett-
ur er vaninn að dýfa þeini í egg og
síðan í rasp. Prófið að búa til deig úr
3 msk af heilhveiti, 1 tsk af salti.
pipar eftir smekk og I dl af vatni.
Notið þetta deig í staðinn fyrir cggið
næst þegar steiktar eru kótelcttur.
Rauðsprettuflök
á spínatbeði
Það cru góð kaup í l'iskiflökum vcgna þcss livc lítill hluti af
þcim fcr forgörðum í matrciðslunni.
500 gr rauðsprettutlök
1 pk frosið saxað spínat, soðið
125 gr rjóinaostur
I msk. smjör
1 msk. hveiti
salt og pipar
2A bolli kjúklingasoð
paprika
Leggið spínatið í botninn á 1 lítra smurðu ofnföstulnóti.
Ef . flökin cru ckki of stór cru þau notuð heil, annars cr
þeim skipt i tvcnnt. Stráið salti og pipar yfir þau. Skiptið
hclmingnum af rjómaostinum jafnt yfir flökin. Rúllið þcim
upp og leggið þau á spínatið. Blandið hvciti, salti og pipar út
í bráðið smjörið. Hellið soðinu út í. Sjóðið þangað til sósan
cr þykk og jöfn. Bætið afganginum af rjómaostinum út í
sósuna og hrærið í þangað til hann cr bráðinn. Hcllið sósunni
yfir fiskinn og stráið papriku yfir. Bakið við 230° C í 20
mínútur cða þangað til fiskurinn er gcgnsoðinn.
eftir Svanfríði Hagvaag
Hveiti og kjötbakstur
Þcssi rcttur cr aðcins cinn af mörgum kcimlíkum í Sýrlandi
og Líbanon. Allir innihalda þcir kurlað hveiti (burghur) og
kjöt, vanalcga hakkað lambakjöt scm cr barið saman í fars í
mortcli. Pað cr auðvclt að búa til farsið í hrærivél cöa
matvinnsluvcl. Síðan cr kjötiö og kurlað hvcitið lagt í lögunt
í mót og bakaö.
175 gr kurlað hveili (hurghul)
375 gr liakkaö lambakjöt
1 meðallaukur, afliýddur og rilínn
Vi tsk. allrahanda
nýmalaður svartur pipar
25 gr hrætt smjör
Fylling:
1 msk. matarolía
1 lítill laukur afliýddur
250 gr liakkað lamhakjöt
'A tsk. allralianda
2 msk. saxaöar hnetur
2 msk. rúsínur
Hitið ofninn í 200° C. Þvoið kurlaða livcitið í köldu vatni
og látið rcnna vcl af því. Búiö til fars úr kjötinu og lauknum.
Ef notuð cr matvinnsluvcl gctur þurft að nota aðeins vatn mcð
til að byrja mcð. Bætið út í kryddinu og kurlaða hvcitinu og
látið vclina vinna þangaö til dcigið cr mjúkt og mcðfærilegt.
Nú cr fyllingin búin til. Hitið olíuna á pönnu. látið laukinn
út á og stcikið lumn i fcitinni þangaö til hann cr mjúkur. Bætið
út í kjötinu og steikiö það þangað til það byrjar að brúnast.
Bætið út í kryddinu, hnctunum og rúsínunum.
Smyrjið grunnt ofnfast mót. Sctjið helminginn af farsinu á
botninn, þckið yfir mcð fyllingunni og látið afgimginn af
farsinu cfst. Skcriö tígla ofan á larsiö og renniö mcð hnífnum
mcðfram köntunum á mótinu. Hcllið síðan brædda smjörinu
yfir og bakið í 30-40 mínútur cða þangað til baksturinn cr vcl
brúnaður. Berið fram hcitt cöa kalt mcðgúrkuogjógúrtsalati.