Tíminn - 04.04.1986, Síða 15
Tíminn 19
Föstudagur4. apríl 1986
lllliillllllllllllllllllll! MINNING lllllllllllllillllllllll
Ásgrímur Jónssson
Fæddur 8. júní 1917
Dáinn 25. mars 1986
Menn setti hljóða þegar sú óvænta
fregn barst okkur að Ásgnmur Jóns-
son væri dáinn. bað var eins og
dökkt ský drægi fyrir sólu á góðviðr-
isdegi.
Ágríntur Jónsson, fyrruni garð-
yrkjubóndi og síðar tilraunastjóri á
tilraunastöð Rannsóknastofnunar
landbúnaðarins á Korpu við Korp-
úlfsstaði. var Ijúfmenni í ailri við-
kynningu. Hanti var glaðvær og
hnyttinn í tilsvörum, fróður og
minnugur. sagnamaður ágætur, vel
hagmæltur og lét oft fjúka í kviðling-
um. Hann varsamviskusamun starfi
og vildi hvers manns vanda leysa
sem til hans leitaði.
Á tilraunastöðinni á Korpu er
fengist við fjölþætt tilraunaverkefni,
einkum á sviði jarðræktar, bæði
utanhúss og í gróðurhúsi. Þar sá
Ásgrímur um daglegan rekstur og
fórst það svo vcl úr hendi með
fulltingi samhents starfsliðs að hann
naut óskoraðs trausts allra þeirra
sem áttu rannsóknavcrkefni í umsjá
hans.
En það var fleira fólgið í starfinu
á Korpu heldur en vísindaverkefnin
ein. Starfsemin þar er mjög árstíða-
bundin, miklar annir frá vori til
hausts en minna umleikis á veturna.
Því hefur raunin orðið sú að mikill
hluti starfsliðsins á Korpu hefur
verið skólafólk. allt frá krökkum á
fermingaraldri og upp f háskóla-
stúdenta.
Ásgrímur stýröi sumarvinnuliði
sínu með mikilli lagni og nærfærni.
Honum tókst á undraverðan hátt að
láta óvana unglinga temja sér þá
vandvirkni í vinnubrögðum sem er
frumskilyrði í allri tilraunastarfsemi.
Samtímis því tókst honum að láta
unglingana skila drjúgu dagsverki
með glöðu geöi. Þótt kröfurnar um
nákvæmni væru strangar og crfiðið á
mestu annatímunum oft mikið, varö
útkoman meö þeim ágætum aö verk-
unt tókst að Ijúka með tilskilinni
nákvæmni á tilskildum tíma með
brosi á vör.
Þeir eru margir unglingarnir sem
hafa notið hlýlegrar handleiöslu Ás-
gríms á Korpu og hugsa til hans með
þakklæti og söknuði þegar iiann er
horfinn.
Samstarfsfólk Ásgríms á Rann-
sóknastofnun landbúnaðarins syrgir
góðan, traustan og glaðsinna vin.
Við sendum fjölskyldu Itans innileg-
ar samúðarkveðjur.
Starfsfólk
Rannsóknastofnunar
landhúnaðarins
Pétur W. Jóhannsson
frá Reyðarfirði
Fæddur 3. nóvember 1892
Dáinn 25. febr. 1986.
Sumir samferðamanna okkar
vekja á sér athygli með leiftrandi
ákafa og ærnum tilþrifum. Aðrir
fara hljóðlegar, vinna verk sín í
kyrrlátri önn hversdagsins, bera með
sér gersemi góðvildar, dagfarsprýði
er dyggð þeirra.
Síðbúin kveðja mín til Péturs
Jóhannssonar er þessu síðara tengd.
Fram í hugann leitar einkar geð-
þekk minningamynd allt frá barnsár-
um mínum, mynd af vönduðum og
vænum dreng til orðs og æðis, þar
sem saman fóru gerhyglin góð og
hög hönd.
Þeim sem Pétur þekktu kemur án
efa prúðmennskan fyrst í hug, en á
bak við leyndist býsna heitt skap og
allir vissu, að fastur var hann fyrir og
flysjungur enginn.
Hið næsta sem athygli vakti var
verklagni hans og natni við hvað
eina, sem hann tók sér fyrir hendur.
Það var ekki asinn og ákefðin, en sem
fleirum slíkum vannst honum ágæta
vel og hann ígrundaði ætíð, hvernig
málum yrði haganlegast og best fyrir
komið og því voru afköst hans
oftlega meira en annarra, sem hærra
létu og hraðar virtust fara.
Sem barn kynntist ég honum og
ævinlega hafði hann tíma til að tala
við feiminn sveinsstaulann og haga
orðum sínum þannig, að andsvar
fengist. Hlýtt viðmótið og bjart bros-
ið áttu sinn ríka þátt í því, að ég
hafði snemma á honum miklar mæt-
ur og mat hann því meir, sem kynni
urðu meiri og fóru inn á fleiri slóðir.
f huga mínum var Pétur alltaf
bóndinn, hagsýnn og vandvirkur,
umhyggjusamur í umgengni við
skepnur sínar, enda báru þær þess
merki.
Fáir áttu fallegri lömb að hausti, í
fjárhúsum hans var allt fágað og
ærnar hans báru af. Ærnar voru
fyrsta minnisverða umræðuefni okk-
ar og sameiginlegur áhugi tengdi
saman fulltíða mann og barn.
Þó fleiri og fjölbreyttari yrðu sam-
ræðuefnin síðar á lífsleiðinni kom
þó ævinlega svo að á einhverju stigi
væri að þessu vikið. Þeirra samræðna
allra nú gott að minnast, ekki síst
varðandi þjóðmálin, þar sem
skoðanir fóru einkennilega oft
saman, þó ekki fylgdum við sama
flokki. Þar kom til sterk og einlæg
félagshyggja hans, andúð á auðgild-
inu og sjónarmið mannúðar og
manngildis, sem öllum flokkadrátt-
um voru ofar. Flokki sfnum, Fram-
sóknarflokknum, fylgdi hann af
mikilli staðfestu og varði víxlspor
hans af rökvísi og kappi, ef því var
að skipta. Hitt fór ekki milli mála að
hann vildi skipa honum vel til vinstri
og taldi samstarf við róttækustu
þjóðfélagsöflin á hverjum tíma rétt
og sjálfsögð.
Það leiddi því af sjálfu sér, að
engan átti ég traustari fylgismann í
forystu Verkalýðsfélagsins heima
um átta ára skeið, þar sem ég átti hið
besta samstarf við ágæta verkalýðs-
sinna úr röðum þeirra framsóknar-
manna. Sú samfylgd var ánægjuleg
og kom ýmsu góðu til leiðar.
Pétur var maður mannræktar í
bestu merkingu þess orðs, hann las
mikið og var mjög fróður, jafnt um
liðna lífshætti sem nýjungar nútím-
ans. En hann var mikill ræktunarmað
ur, hvort sem litið var til gróandi
jarðar eða til fjárræktar, sem hann
hafi einkar mikinn áhuga á.
Það sýndi hann best í forystu sinni
fyrir fjárræktarfélagi heima og ó-
þreytandi áhuga hans á því að menn
fóðruðu vel og skynsamlega og rækt-
uðu þau gæði og þá eiginleika ánna,
sem mest var um vert. Af honum var
gott að læra og sjálfur fór hann þar
í fararbroddi, annað hefði ekki verið
í samræmi við skaphöfn hans.
Æviúttekt skyldi þetta engin
verða. Aðeins örfá minningabrot
sem brjóta sér leið fram í huga minn.
Enginn, sem hitti þennan æðru-
lausa dreng, svo sáttan við tilveruna
og umhverfi sitt allt, svo hlýlegan og
glaðan, enginn mun nokkru sinni
hafa fundið biturleika eða beiskju út
í lífið. Hart hafði það þó leikið
hann, þegar hann á besta aldri sá á
bak eiginkonu sinni og heimilið
sundraðist. Þann mikla harm bar
hann aldrei á torg, þó heit væri lund
og viðkvæmnin væri skammt undan.
Sú saga og æviatriði almennt skulu
ekki rakin hér, enda hefur nafni
hans áður gert því hin ágætustu skil.
En ég hlaut að festa á blað fáeinar
hugleiðingar, þegar slíkur öðlingur
er allur,sem ég hafði af svo góð og
kær kynni alla tíð.
Sem barn fann ég á heimili mínu
að þar var Pétur mikils metinn sem
gegn drengur og góður vinur. Sú
gulltrygging brást aldrei í önn dag-
anna.
Ern og hress var hann allt fram til
þess síðasta. Traust og hlýtt var
síðasta handtakið heima á Reyðar-
firði. Innileikinn og alúðin söm sem
fyrr og gleðin yfir að vera heima lýsti
af ljómandi brá.
Fyrir samfylgd kæra og bestu
kynni er nú þakkað um leið og
börnum hans eru sendar samúðar-
kveðjur.
Blessuð sé minning hins mæta
drengs.
Helgi Seljan
t
Útför sonar okkar, bróður, mágs og frænda,
Hafþórs Más Haukssonar
Fjarðarási 28, Reykjavik
sem lést af slysförum 20. janúar 1985, fer fram frá Langholtskirkju
föstudaginn 4. apríl kl. 16.00.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á björgunar- og hjálparsveitir.
Sigrún Steinsdóttir Haukur Harðarson
Dagrún Helga Hauksdóttir Bergþór Bjarnason
Vignir Bragi Hauksson Katrín Sif Ragnarsdóttir
Andri Már Bergþórsson
V6RZLUNRRBRNKI l'SLRNDS Hf
Aðalfundur
Verzlunarbankaíslands hf. verður haldinn í Súlnasal
Hótel Sögu, laugardaginn 12. apríl 1986 og hefst kl.
14.00.
Dagskrá:
1. Aðalfundarstörf skv. 18. grein samþykktar fyrir
bankann.
2. Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa.
3. Tillaga um breytingu á samþykktum bankans vegna
nýrra laga um viðskiptabanka nr. 86/1985.
Aðgöngumiðar og atkvæðaseðlar til fundarins verða
afhentir hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra í af-
greiðslu aðalbankans Bankastræti 5, miðvikudaginn 9.
apríl, fimmtudaginn 10. apríl og föstudaginn 11. apríl
1986 kl. 9.15 - 16.00 alla dagana.
Bankaráð
Verzlunarbanka íslands hf.
ÖLL ALMENN PRENTUN
LITPRENTUN
TÖLVUEYÐUBLÖÐ
• Hönnun
• Setning
• Filmu- og plötugerð
• Prentun
• Bókband
PRENTSMIDJAN
(^clclc
Cl HF.
SMIÐJUVEGI 3, 200 KÓPAVOGUR
SÍML.45000
BÍLALEIGA
Útibú í kringum landið
REYKJAVÍK:.....91-31815/686915
AKUREYRI:.......96-21715/23515
BORGARNES:.............93-7618
BLÖNDUÓS:....... 95-4350/4568
SAUÐÁRKRÓKUR:......95-5913/5969
SIGLUFJÖRÐUR:.........96-71489
HÚSAVÍK:....... 96-41940/41594
EGILSSTAÐIR: ..........97-1550
VOPNAFJÖRÐUR:.....97-3145/3121
FÁSKRÚÐSFJÖRÐUR: .97-5366/5166
HÖFN HORNAFIRÐI: ......97-8303
Sff Vinnuskóli
Reykjavíkur
Vinnuskóli Reykjavíkur auglýsir eftir leiðbeinendum
til starfa við vinnuskólann í sumar. Starfstími er frá
1. júní til 1. ágúst n.k.
Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu í verkstjórn
og þekkingu á gróðursetningu, jarðrækt o.fl. störfum
t.d. hellulögn og kanthleðslu. Til greina koma Vz
dags störf. Umsóknareyðublöð eru afhent í Ráðning-
arstofu Reykjavíkurborgar, Borgartúni 1, sími
18000. Þar eru einnig gefnar upplýsingar um starfið.
Umsóknarfrestur er til 20. apríl n.k.
Vinnuskóli Reykjavíkur
Laus staða
Laus eru til umsóknar staöa lektors í heimspeki
viö heimspekideild Háskóla íslands. Umsækjandi
skal vera hæfur til aö kenna heimspekisögu og
jafnframt ýmsar greinar heimspeki svo sem frum-
speki, siöfræði og þekkingarfræði.
Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins.
Umsóknir ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf,
rannsóknir og ritsmíöar, svo og námsferil og störf
skulu sendar menntamálaráðuneytinu fyrir 1. maí
1986.
Menntamálaráðuneytið, 1. apríl 1986.
t
Maöurinn minn, faðir okkar, sonur og bróöir
Jóhann Sveinbjörn Hannesson
Felli, Sandgerði
er fórst þann 20. mars s.l. verður jarðsunginn frá Hvalneskirkju
laugardaginn 5. apríl kl. 14.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á Slysavarnafélag íslands
Sigurrós Magnúsdóttir og synir
Anna H. Sveinbjörnsdóttir og systkini hins látna.